Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
31.12.2006 | 15:32
Megi hamingjan og velgengni elta þig á röndum!
Ég vil óska lesendum mínum, landsmönnum öllum og jarðarbúum gleðilegs árs og vona að þeir verði aðnjótandi gleði, ánægju og lífsfyllingu á næsta ári og í lífinu almennt.
Mér er afskaplega annt um landið mitt, jörðina og lífið sjálft. Ég vona því að sem flestir landsmenn séu vaknaðir til meðvitundar um hversu mikilvægt það er fyrir bæði okkur í núinu og komandi kynslóðir að vernda landið okkar og náttúru. Ég vona líka að jarðarbúar fari að vakna til vitundar í auknum mæli um að hlýnun jarðar vegna útblásturs CO2 er að valda hrikalegum afleiðingum í lífi okkar og veðurfari jarðar. Það er kominn tími til að við lifum lífinu af skynsemi og ábyrgð.
Á árinu vonast ég til að sjá stórt stökk í umhverfis- og jafnréttismálum innan stjórnmálanna. Einnig þætti mér gott að sjá ríkið standa betur að málefnum aldraðra og barna hér í landi. Fátækt er engan veginn ásættanleg í svo ríku landi sem okkar - alveg sama hversu margir eða fáir eru undir þeim viðmiðunarmörkum sem við setjum okkur. Til þess að breytingar verði á áherslum í meðferð fólks og lands held ég að landsmenn þurfi að kjósa öðruvísi í vor en þeir hafa gert á síðustu árum. Við þurfum nýja stjórn í stjórnarráðið í vor.
Gleðilegt ár og farsælt líf kæru lesendur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.12.2006 | 15:00
Áramótaheit þessi áramót?
Nú nálgast nýja árið óðum og þetta hefur liðið ótrúlega hratt. Ert þú ein/n af þeim sem spyr sig um hver áramót hvert þú stefnir nú á nýju ári? Ég er ein af þeim sem trúi á drauma og að láta þá rætast fyrir alvöru - eltast við og ýta sjálfum sér til að láta drauma sína og langanir rætast og verða að veruleika því ég trúi því að þannig lifi maður lífinu til fullnustu og ekki öðruvísi. Hins vegar kemur oft upp að maður gleymir sér og fer af braut ef maður er ekki nógu einbeittur á ferðinni ... en þá getur maður jú alltaf tekið upp draumana síðar og fundið nýjar leiðir eða einbeitninguna aftur.
Þá sem langar til að láta drauma sína um líf sitt rætast og ná árangri í því sem þá langar til vil ég benda á námskeiðið "þú ert það sem þú hugsar" sem ég ætla að taka þátt í núna um miðjan janúar sem er til þess gert að skoða líf sitt og hvernig maður ætlar að haga því og hvaða leiðir maður ætlar að nota til að fara þá leið sem manni langar. Ég hlakka til að sjá hvað það gerir fyrir mig, eða hvað ég get gert með það frekar ... en ég hef áður tekið þátt í námskeiði sem virkilega færði mig nær minni eigin braut og draumum á ný eftir tímabil erfiðis
Annars óska ég öllum lesendum bloggsins og landsmönnum nær og fjær og bara jarðarbúum öllum gleðilegs árs og farsældar á því næsta. Megi draumar ykkar og langanir rætast í lífinu.
Lifið í lukku en ekki í krukku
Bloggar | Breytt 31.12.2006 kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.12.2006 | 08:56
Barnaperra-sendingin ...
Rannsóknir sýna að barnamisnotkun á Íslandi er algeng, um fimmta hver stúlka og áttundi hver drengur, eða um 17% barna. Ansi stór hluti samfélagsins hefur því þurft að glíma við afleiðingar slíkrar misnotkunar. Það er vissulega þess virði að ræða hvernig fréttir og umræða er birt í fjölmiðlum sem eru jú fjórða valdið í hverju samfélagi. Við megum ekki líta fram hjá því sem raunverulega er verið að vekja athygli á og ræða um - það er samfélagslegt mein sem felst í barnaperraskap og virðist vaxandi með tilkomu netsins.
Jú vissulega var það mamman sem sendi póstinn áfram út á netið og kona spyr sig hvort það er vegna vantrausts á kerfið og dómstóla í slíkum málum. Það sem kemur fram í póstinum er hins vegar það að maðurinn er að tala við 14 ára barn að því er hann best veit. Það er dóttirin sem er með manninn sem tengill inn í msn-inu sínu að því er virðist. Réttast er auðvitað að tilkynna slíkt til lögreglu og það gerði ég þegar ég fékk þennan póst, sérstaklega þó vegna þess að ég þekkti andlitið á myndinni. Myndi maður ætla að lögreglan ætti að hafa möguleika á að rannsaka málið, því slíkt hlýtur að gefa þeim ástæðu til rannsóknar á málinu þó ekki sé nema það.
Í umræðu Kastljóssins var enginn dómur felldur. Lögreglumaðurinn talaði aldrei um að maðurinn væri sekur, en málið var til umfjöllunar á overall basis eða til að vekja umræðu á því hvað hægt er að gera í slíkum málum og að tilkynna beri slíkt til lögreglu til að hægt sé að rannsaka. Það finnst mér algerlega réttmæt umfjöllun og með öllu nauðsynleg í okkar samfélagi þar sem barnamisnotkun er nokkuð algeng, skv. nýlegri rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur er um fimmta hver stúlka misnotuð kynferðislega fyrir 18 ára aldur og áttundi hver drengur. Hvort nauðsynlegt var að sýna typpamyndirnar er síðan aftur spursmál. En umræðan og vakning foreldra á þessum málum er með öllu nauðsynleg, en mér finnst líka þurfa að ræða lausnir ... þeas hvað geta foreldrar í raun gert til að vernda börnin sín gegn slíku?
Mér fannst í sjálfu sér gott að lögreglan viðurkenndi að mögulega sé það nauðsynlegt að nota tálbeitur eða svona aðferðir við að ná kynferðisafbrötamönnum. Ég sé ekkert athugavert við að nota tálbeitur til þess, rétt eins og gert er í eiturlyfjamálum og öðru. Það er algerlega nauðsynlegt að lögreglan hafi einhverja miðla eða tæki til að ná slíkum mönnum sem stunda barnaperraskap á netinu. Með því var ekki verið að sakfella þennan einstaka mann, heldur benda á nauðsyn þess í öllum slíkum málum þar sem grunur leikur á misnotkun, eða yfirvofandi misnotkun.
Í svona málum er hins vegar alveg augljóst að fólk hefur ekki trú á kerfinu og dómstólum enda ekkert skrítið miðað við hvernig dómar eru í kynferðisbrotum gegn börnum. Refsirammi hegningarlaga fyrir barnaklám er ekki nema 2 ár og sá refsirammi virðist aldrei nýttur. Dómarnir eru meira eins og áminning til perranna, bara svona slegið á hendina á þeim og sagt "skammastín". Dómarnir fyrir beina kynferðismisnotkun, þe. snertingu og nauðgun á börnum virðast líka ansi stuttir.
Við leit í dómasafni Hæstarétts má sjá á árunum 1999-2005 alls 38 dóma er tengdust kynferðisbrotum gegn börnum. Þar af eru sakfellingar í 33 málum og í flestum þeirra dæmdar miskabætur til þolenda (71%). Í 5 málum var sýknað vegna ónógra sannana eða fyrningar og í sumum tilfellum þar sem sakfellt var, var þó fyrning af hluta brota. Fimm mál fengu skilorð en ekki fangelsisvist og fjögur af þeim málum sem dæmt var til fangelsisvistunar var þó skilorð að hluta. Flestir fengu 6-12 mánaða fangelsi (24%) eða 18 mánaða fangelsi (18%). Lengstu dómarnir voru 5 ½ árs fangelsisvist og var þar um grófa misnotkun að ræða árum saman, annars vegar í 4 ár samfellt og hins vegar í 12-13 ár daglegt samræði (Hæstiréttur Íslands, 2005). Ef bera á saman tölurnar við tölur frá Barnahúsi (2004) þar sem talin voru 720 börn á árunum 1999-2003 og borið saman við dóma sem féllu á þeim árum, voru dómarnir sem leiddu til fangelsisvistar eingöngu 21 talsins. Af þessum tölum virðist sem svo að eitthvað þurfi að athuga í réttarkerfinu varðandi slík brot á börnum.
Í námi mínu í HÍ hef ég skoðað þessi mál gaumgæfilega og skrifað um það ritgerð sem ég ætlaði að setja tengil á hérna, en ég virðist ekki geta sett inn skjöl beint úr tölvunni minni. Ég setti í staðinn tengil inn á dómasafn Hæstaréttar sem ég vitna í hér að ofan og getur fólk skoðað sjálft alvarleika brota og hvernig dómarnir voru. Þrátt fyrir mjög alvarleg/gróf brot eru dómarnir mjög stuttir í flest öllum tilfellum.
bætur | mán | mán | mán | 2-3 ár | 3-6 ár | skilorð | sýknun | |
44/2003 | 1 | 1 | ||||||
11/2001 | 1 | 1 | ||||||
96/2002 | 1 | 1 | ||||||
148/2005 | 1 | 1 | ||||||
307/2000 | 1 | 1 | ||||||
454/2001 | 1 | 1 | ||||||
409/2000 | 1 | 1 | ||||||
463/2003 | 1 | |||||||
176/2003 | 1 | 1 | ||||||
4/2003 | 1 | 1 | ||||||
56/2005 | 1 | 1 | ||||||
356/2004 | 1 | 1 | ||||||
99/2004 | 1 | 1 | ||||||
464/2003 | 1 | 1 | ||||||
475/2003 | 1 | 1 | ||||||
212/2001 | 1 | 1 | ||||||
152/2005 | 1 | 1 | 1 | |||||
86/2002 | 1 | |||||||
393/2004 | 1 | 1 | ||||||
414/2003 | 1 | 1 | ||||||
359/2002 | 1 | 1 | ||||||
40/2002 | 1 | 1 | ||||||
410/2002 | 1 | 1 | ||||||
394/2002 | 1 | 1 | ||||||
83/2002 | 1 | 1 | ||||||
27/2005 | 1 | 1 | ||||||
460/2001 | 1 | 1 | ||||||
273/2003 | 1 | 1 | ||||||
Samtals | 24 | 2 | 9 | 7 | 5 | 4 | 9 | 5 |
286/1999 | 1 | |||||||
32/2004 | 1 | |||||||
334/2004 | 1 | 1 | ||||||
22/2002 | 1 | |||||||
10/2002 | 1 | |||||||
511/2002 | 1 | |||||||
413 /2001 | 1 | 1 | ||||||
215/2004 | 1 | |||||||
335/2004 | 1 | |||||||
169/2002 | 1 | 1 |
Með umræðu Kastljóssins er alls ekki verið að dæma mannin sekan, heldur vekja athygli á slíku athæfi og vara við og einnig koma til skila að fólki ber að tilkynna slíkt ef grunur leikur á um misnotkun á börnum. Það er absolut samfélagsleg skylda að tilkynna slíkt og er bundið í lög að okkur ber að gera það. Í því sambandi langar mig að minna fólk á IV kafla barnaverndarlaga sem segir frá tilkynningarskyldu. Það þarf ekki að vera meira en grunur, það þarf ekki að vera sannað eða að fólk hafi orðið vitni... það þarf eingöngu að vera grunur um misnotkun til að tilkynna slíkt til rannsóknar.
Bloggar | Breytt 22.4.2012 kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.12.2006 | 11:11
Hverjar eru lífslíkur þínar?
Ég rakst á þetta forvitnilega próf í dag sem segir til um lífslíkur fólks miðað við núverandi lifnaðarhætti og komst að því að það er ekki ólíklegt að ég nái yfir 100 ára aldri eins og ég ætla mér. Það sem mér finnst einstaklega forvitnilegt við prófið er hversu mörg ár bætast við lífslíkurnar ef fólk er með maka og stundar reglulega kynlíf. Það vegur miklu þyngra en að vera með góðar tekjur. Hjá mér bættust heil 8 ár við ef ég merkti við maka og reglulegt kynlíf! Það er greinilega mjög mikilvægt fyrir heilsuna að vera í góðu ástarsambandi - kannski maður fari að skoða það eitthvað betur ...
Ég var reyndar að spá í að vera hérna til svona 110-120 og vonandi fara á skauta, skíði og kannski hjólabretti í ellinni - og kannski bara geri ég það
Lifespan test - próf fyrir lífslíkur þínar skv. núverandi lifnaðarháttum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.12.2006 | 21:31
Hugvekja í Hallgrímskirkju við vetrarsólstöður
Heiðursgestir kvöldsins eru Vigdís Finnbogadóttir og Ómar Ragnarsson.
Náttúruvaktin hvetur alla náttúruunnendur til að koma og njóta hugvekjunnar í Hallgrímskirkju.
Aðgangseyrir er enginn, en tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2006 | 20:59
Fátækt eða ekki fátækt?
Er fátækt á Íslandi yfir höfuð raunveruleiki? Og hvað ætlum við þá að gera í því? Er ekki eðlilegra að spyrja slíkra spurninga og fara strax í að finna lausnir í stað þess að reyna bara að eyða tali um það með því að gagnrýna mælikvarðana?
Hvað varðar fátkækt á Íslandi þá hefur Andrés Magnússon ásamt öðrum mikið verið að spá í hvernig mælikvarði er notaður á fátækt hér á landi og auðvitað vert að spá í það. Ég get svosem verið sammála þeim spekingum um það að erfitt er að miða við miðgildi ef mæla á fátækt, en mjög eðlilegt væri að miða við einhvers konar mælingu á lágmarksframfærslu sem getur talist eðlileg í okkar samfélagi og taka svo alla þá sem ekki hafa tekjur til að dekka þá lágmarksframfærslu.
Svar mitt við hugleiðingum Andrésar var lausnamiðað eins og mér finnst að öll umræða eigi að vera.
"Að mínu mati er nauðsynlegt að ræða ástand samfélagsins hvað þetta varðar og get ég fallist á að nauðsynlegt er að nota mælikvarða á fátæktina sem hægt er að fallast á að teljist eðlilegt. Í samfélagi eins og okkar hlýtur að teljast eðlilegt að mælikvarðinn miðist við einhverja lágmarksframfærslu til að geta tekið þátt í samfélaginu á eðlilegan hátt eins og tíðkast hér á landi og getur maður því fallist á skilgreiningu OECD sem nefnd er hér að ofan.
Hvernig væri að fá í stjórnarráðið nýtt fólk sem leggur áherslu á að í okkar velferðarríki fyrirfinnist engin fátkækt whatsoever?! Hvernig væri að byrja á því að hækka lögleg lágmarkslaun þannig að öllum í landinu séu greidd sæmandi laun fyrir störf sín? Einnig væri hægt að hækka skattleysismörkin eða persónuafsláttinn."
Hér má bæta við að mögulega þarf líka að hækka meðlag til muna ef það er rétt að fátæk börn tilheyri yfirleitt einstæðum foreldrum. Einnig þurfa launagreiðendur að líta svolítið í sinn barm og skoða það hvernig þeir greiða einstæðum mæðrum og konum miklu lægri laun en körlum. En það er brota á íslenskum jafnréttislögum. Ég vil líka sjá mun harðari viðurlög við slíkum lagabrotum en nú þekkjast og einnig meiri eftirfylgni með því að skoða einfaldlega kynjagreint launabókhald fyrirtækja með tilliti til launagreiðslna og fríðinda.
Það er ekki nóg að tala bara um hversu hræðilegt eða ekki hræðilegt skuli vera að hér ríki að einhverju leyti fátækt og takast á um hvort tölur eru réttar eður ei. Það verður að taka þetta alvarlega og kanna þá betur ef tölur eru ekki nákvæmar eða mælikvarðar ófullnægjandi og endurskoða það. Þá þarf einfaldlega að ákveða skilgreiningu og mælikvarða og fara síðan að tala um lausnir!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.12.2006 | 11:51
Jólasveinar að mínu skapi
Það er svo frábært að vita til þess að sumir jólasveinar skuli vera með jafnréttisvitund og samvisku. Uppáhaldsjólasveinarnir mínir eru jafnréttis-jólasveinarnir sem sjá má hér
Mikið hlakka ég til að sjá hvað Stúfur elsku vinur minn mun óska sér í dag ... vá hann Stúfur er algert æði ... ég var að sjá að hann vill fleiri konur í stjórnir fyrirtækja
Ég smelli rosastórum kossi beint á munninn hans í huganum og vonast til að óskin hans rætist því hún er líka mín ósk. Stúfur just made my day
Ég er einlægur aðdáandi þessara frábæru jólasveina með samvisku!
Ég vonast líka til að allir hinir jólasveinarnir muni taka við sér og spá í hvað þeir setja í skóinn hjá börnunum okkar eftir hugleiðinguna sem ég sendi frá mér í gær.
Jafnréttisjólasveinarnir með samviskuna sem voru komnir á undan Stúfi með óskir sínar voru Stekkjastaur og Giljagaur - þeir eru ekki síður flottir gaurar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2006 | 12:46
Hafa jólasveinarnir samvisku?
Síðan sonur minn fór að verða var við heimsóknir jólasveinanna og fá gjafir í skóinn frá þeim hef ég mikið velt fyrir mér hvernig eiginlega standi á því að þeim detti í hug að leyfa sér að mismuna börnum eins mikið og raun ber vitni með þessar skógjafir. Ekki bar kannski mjög mikið á því í leikskólanum að verið væri að bera saman og velta sér upp úr hversu rosalegar gjafir sumir krakkarnir fengu, en nú þegar sonurinn er byrjaður í skóla og orðinn þroskaðri er hann aðeins að byrja að velta því fyrir sér.
Þannig er nú mál með vexti að fyrstur kom hann Stekkjastaur, og viti menn, haldiði að einn skólabróðirinn hafi ekki verið búinn að búa til óskalista og fékk af honum gjöf í skóinn fyrstu nóttina. Sonur minn sagðist ætla að prófa það sama og sjá hvort jóli myndi svara honum eins vel. Skynsama og blanka móðirin (ég) ákvað að reyna að draga pínu úr væntingum sonar síns og sagði honum því að maður gæti nú ekki búist við því að skrifa óskalista með risadóti og fá það bara allt, heldur mætti maður eiga von á að jólasveinninn kæmi yfirleitt með lítið smádót í skóinn og svo kannski eina stærri á aðfangadag þegar jólin eru komin.
Rökfastur drengurinn sagðist nú ætla samt að prófa þetta með því að skrifa jóla bréf um einn hlut og skilja eftir í skónum. Hann sagðist nú líka hafa heimildir fyrir því að sumir fengju alveg risadót í skóinn því annar skólabróðir í bekknum hafði fengið eitthvað risastórt (og sennilega mjög dýrt) leikfang í skóinn, sem af lýsingum að dæma hefur tekið undir sig hálfa gluggakistuna! Sá hinn sami gisti víst hjá mjög efnuðum föður sínum þá nótt og því velti ég fyrir mér hvort þangað komi kannski aðrir jólasveinar en í mitt hús, eða þá að skógjafirnar séu kannski tekjutengdar og ríkisstjórnin sé kannski bara jólasveinninn??? Mér datt það svona aðallega í hug af því hún er bara svo vön því að mismuna og henni þykir heldur ekki mikið að marka þær tölur sem koma fram í rannsóknum um fátækt barna hér á landi.
Að mínu mati skiptir minna máli hvort skýrslan um fátæktina gefi rétta mynd af stöðunni árið 2006 eða hvort þau séu fleiri eða færri núna... að mínu mati ættu ekki að vera nein fátæk börn á eins ríku landi og Íslandi. Þau væru sennilega heldur ekki til í þessu landi ef önnur ríkisstjórn væri í stjórnarráðinu og hefði haft vit á því að hækka hreinlega lögleg lágmarkslaun.
Hvað varðar jólasveinana þá óska ég þess að þeir sýni hófsemi og skynsemi í gjafavali sínu til barnanna í landinu og hafi samvisku til að vera meðvitaðir um það að börnin bera saman bækur sínar í skólanum um hvað þau fengu í skóinn.
En eitt er víst að jólasveinninn er til! Sonurinn var farinn að velta því fyrir sér (eftir að hann byrjaði í skólanum) hvort það væri mögulega afgreiðslufólkið í leikfangabúðum sem færðu börnum gjafir í skóinn ... en núna er hann alveg viss um að jólasveinarnir eru til, því í morgun fékk hann svarbréf frá jólasveininum sem sagðist ætla að biðja hjálpar-álfana sína að athuga hvort til væri pókemon kúla sem er hægt að kasta og út koma Ash og Píkatsjú!
Að lokum vil ég gleðjast yfir því að það eru í það minnsta sumir jólasveinar með samvisku
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2006 | 11:36
Hátíð ljóss og friðar?
Allt frá því að ég gat talist í fullorðinna kvenna tölu hef ég mikið velt því fyrir mér, eins og svo margir aðrir íslendingar, hvort jólin hafi orðið fyrir hryðjuverkum markaðsaflanna. Já, mig langar mest að kalla þetta hryðjuverk, því þannig líður mér þegar ég sé hátíð ljóss og friðar skemmda á þann hátt sem markaðsöflin leyfa sér. Hátíðin hefur í margra hugum breyst í afskræmda mynd og boðar hvorki ljós né frið, heldur frekar álag, stress og kaupæði. Í því felst enginn friður að mínu mati.
Blessuð börnin okkar þrá það mest af öllu að eiga tíma með foreldrum sínum og njóta jólamánaðarins með þeim í föndri, bakstri og skemmtilegum jólaundirbúningi, finna ást þeirra og hlýju og friðinn í hjarta. Í staðinn þurfa þau oft og tíðum að vera lengur í gæslu á daginn, þeytast í búðir í mikilli traffík og fá ekki þá afslöppun sem þau þurfa með mömmu og pabba.
Í dag er ég að reyna að aðstoða unga stúlku sem hefur verið hent út af heimili sínu og hefur ekki í nein hús að venda. Það er hræðilegt að vita til þess að börn í slíkum aðstæðum hafi ekki neyðarathvarf til að leita til og ekki skrítið að þau lendi í alls kyns rugli ef þau leita í félagsskap á götum borgarinnar á næturna.
Mig langar því til að biðja alla sem þetta lesa að hugsa hvernig við getum búið börnum okkar og fjölskyldum aðstæður í kringum jólin og helst allan ársins hring þannig að við getum sinnt þeim og fangað með þeim hátíð ljóss og friðar í afslöppun og reynum að gera allt sem við getum til að slaka á sjálf, njóta tímans í rólegheitum og kærleika með börnum okkar. Kannski þurfum við stundum að slökkva á sjónvarpi og sleppa búðarrápi á þessum tíma til að börnin verði ekki fyrir sífelldu áreiti markaðsaflanna á þessum tíma. Einnig langar mig til að biðja þá sem geta séð af tíma aflögu til að bjóða fram þjónustu sína í þágu samfélagsins og hjálpa þar sem hjálpar er þurfi. Það er hægt að hjálpa í gegnum Rauða krossinn, Blátt áfram, mögulega Kvennaathvarfið osfr.
Njótið jólamánaðarins og varist að fara yfir um á stressi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.12.2006 | 15:34
Skoðanasystir Dalai Lama, Gandhi og Mandela
Jæja, prófkjörið búið og mig langaði að setja inn til gamans hérna smá test sem ég hvet ykkur til að taka. Mér fannst ekkert ónýtt að fá mínar eigin niðurstöður í þessu og sjá að ég er mjög nálægt Gandhi, Mandela og Dalai Lama í skoðunum og eins langt frá George W. Bush og ég gæti mögulega komist
Það gerir mig virkilega glaða og veitir mér örugga vitneskju um það að ég mun á einn eða annan hátt hafa áhrif á samfélag mitt í nánustu framtíð.
Með því að taka prófið og pæla í skiptingu pólitískra skoðana þá sjáið þið að það er alls ekki hægt að flokka þær eins einfaldlega eins og oft er gert með því að skipta þeim einungis í vinstri og hægri. Heimurinn er mun flóknari en það. Innan bæði vinstri og hægri eru fasistar og einnig eru á báðum hliðum frjálslyndir. Frjálslyndir vinstri eru semsagt ég, Gandhi, Dalai Lama og Mandela - ég er þó mun lengra í átt að frjálslyndi en þeir þrír.
Bloggar | Breytt 22.4.2012 kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs