Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Stríð fyrir hverja? Einkavætt Íraksstríð kostar 3 trilljónir dollara...

Stríðið í Írak hefur staðið yfir í 5 ár ... 5 ár! Það er langur tími. Og hvað hefur "unnist"? Bush segir að bæði USA og Írak séu öruggari - þvílíka ruglið! Hvaða rugl er þetta eiginlega sem látið er viðgangast í þessum heimi okkar? USA einkavæddi stríðið og stórfyrirtæki eru að hafa mikið uppúr því að reka einkavædda herþjónustu. Hverjum getur dottið slíkt í hug nema últra frjálshyggjumönnum!? Klikkun og ekkert annað. Hvernig stendur á því að þjóðir heims þora aldrei að rísa upp gegn USA og standa saman um að stoppa þá af í kjaftæðinu? Við vitum að sjálfsögðu öll, eða allflest í heiminum, að Bush er náttúrulega albilaður greyið og öll munum við anda léttar þegar hann fer frá í haust. En það er gífurlegt hvað maðurinn og hans stjórn hefur náð að skaða heiminn á meðan hann hefur verið við völd. Þvílíkar lygar og blekkingar, allt í þágu peninga ... og hver græðir? 

Í nýlega útgefinni bók sinni færir Nóbelsverðlauna-hagfræðingurinn Joseph Stiglitz rök fyrir því að stríðið gegn Írak hafi kostað Bandaríkin 3 trilljónir bandaríkjadala. Sjá nánar hér 

 

Rétt til að minna fólk á afleiðingar þessa stríðs langar mig að benda á heimildamyndir í því sambandi.

Um einkavæðingu stríðsins: Iraq for sale: The war profiteers

http://freedocumentaries.org/film.php?id=130

Um blekkingarnar: Uncovered: The War on Iraq

http://freedocumentaries.org/film.php?id=46

Um mannréttindabrotin í Guantanamo: The Road to Guantanamo

http://freedocumentaries.org/film.php?id=82

 

Og hví ekki að sjá aðeins um Bush kallinn og hans fjölskyldu? Aðeins um lygarnar í kringum stríðið í Írak og hvernig almenningur var blekktur... aðeins um blekkingar og kosningasvindl í Ameríkunni... aðeins um tengsl Bush við Bin Laden fjölskylduna, ekki veitir af smá innsýn í veröld blekkinganna:

 http://freedocumentaries.org/index.php?ct=1

 

Bið ykkur síðan að minnast allra þeirra sem hafa látið lífið og þjáðst vegna þessa græðgis-stríðs. 

 


Lögbrot án afleiðinga

“Mýtan um að jafnrétti sé náð kemur í veg fyrir frekari framfarir”, segir Ingunn Yssen formaður miðstöðvar jafnréttismála í Noregi. Ég er henni sammála og tel að við þurfum að varast að falla í þá gryfju að trúa þeirri mýtu. Tölurnar sýna okkur svart á hvítu að jafnrétti hefur ekki verið náð, þótt við stöndum mörgum öðrum framar.

 

Þrátt fyrir mikla sigra síðustu aldar og miklar framfarir á sviði jafnréttismála, sem þakka má ötulum kvenréttindakonum á árum áður, er enn langt í land að fullkomnara jafnréttissamfélagi. Vissulega er Ísland framarlega á þessu sviði miðað við mörg önnur lönd – en maður á aldrei að miða sig við þá sem standa sig illa, heldur þá sem standa sig allra best og eigin væntingar. Ég ætla því hvorki að hafa fleiri orð um þann árangur sem náðst hefur né hvort ekki þurfi einnig að berjast fyrir réttindum kvenna í öðrum löndum. Ég ætla að beina augum að því hvers vegna ekki hefur náðst meiri árangur á vinnumarkaðinum en raun ber vitni á síðustu áratugum á Íslandi.

 

Á fyrstu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, árið 1975, voru samþykkt tilmæli um að þörf væri á lagasetningu varðandi jafnréttismál víða um heim. Hér á landi hafa síðan verið sett lög um jafnrétti karla og kvenna. Lagasetning ein og sér tryggir þó ekki að þeim sé framfylgt. Enn er langt í land varðandi stöðu kvenna á vinnumarkaði. Konur njóta ekki jafnréttis hvað varðar laun, hlutfall í stjórnum eða sem stjórnendur, hvorki í einkageiranum né hjá hinu opinbera. Fyrir sumum virðist einkageirinn eiga að njóta einhvers konar friðhelgi fyrir lögum í landinu að þessu leyti og eru margir tregir við að fylgja þeim eftir.

 

Nýlega kom í ljós að launamunur kynjanna hefur lítið minnkað í rúman áratug. Þrátt fyrir þetta draga sumir enn í efa niðurstöður Hagstofunnar - sem margoft hafa komið fram í rannsóknum og úttektum - og nefna dæmi um konur sem eru með hærri laun en karlar á vinnumarkaði. Hlutfall hálaunaðra kvenna er ekki hátt, ekki nægilega hátt til að jafna muninn fyrir allar hinar sem er mismunað í störfum sínum. Ein af þeim hugmyndum sem mikið var rædd, bæði meðal stjórnmálamanna og almennings, var að frekar ætti að umbuna fyrirtækjum fyrir að fara eftir jafnréttislögunum heldur en að hafa viðurlög við brotum á þeim. Við þessa nálgun vil ég setja ákaflega stórt spurningarmerki. Ef þetta á að verða almenn nálgun varðandi eftirfylgni jafnréttislaga þá tel ég að við verðum að bera það saman við eftirfylgni annarra laga. Hvernig er hægt að láta sér detta slíkt í hug? Vissulega má umbuna fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar, en jafnframt verður að hafa viðurlög við lagabrotum ef ætlast er til að þau séu virt og enn harðari viðurlög við síendurteknum brotum. 

 

Væri þá ekki alveg eins rétt að verðlauna fyrirtæki fyrir að fara að öðrum lögum um rekstur fyrirtækja, eins og t.d. lögum um skattskil og endurskoðun? Flest fyrirtæki sjá sóma sinn í því að fara eftir þeim vegna þess að það eru einfaldlega of alvarlegar afleiðingar af því að gera það ekki. Þetta má yfirfæra yfir á önnur atriði sem lúta að réttindum verkafólks og lífeyrissjóða (allavega hér á landi). Hvað með fólk almennt? Myndi það fara eftir lögum ef það vissi að það hefði engar afleiðingar að brjóta þau? Er ástæða til að verðlauna eða umbuna fólk sérstaklega fyrir að virða lög sem Alþingi hefur sett? Venjan er sú að hafa refsingu við brotum og sú nálgun að ætla eingöngu að umbuna fyrir eftirfylgni sýnir að mínu mati þá afstöðu að í raun séu lögin ekki sérstaklega mikilvæg.

 

Í Noregi var farin sú leið að setja lög um 40% lágmarkshlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja. Hlutfallið getur þó verið breytilegt eftir stærð stjórnarinnar. Ég efast ekki um að hugsunin hafi verið sú að bæði samfélagið í heild og fyrirtækin sjálf myndu bera hag af því. Norðmenn veittu fyrirtækjunum fimm ára frest til að undirbúa sig og aðlagast þessu breytta lagaumhverfi, en gáfu jafnframt út þá aðvörun að þeim yrði lokað sem ekki væru búin að leiðrétta stöðuna í janúar 2008. Kapitalistarnir vöruðu þá við því að efnahagurinn myndi hrynja, fyrirtækin myndu flýja land og allt væri unnið fyrir gýg – rétt eins og þeir gera margir hér á landi. Þetta reyndist hins vegar ástæðulaus ótti, norskt efnahagslíf stendur sterkum fótum, fjárfestar og fyrirtæki eru enn í landinu og það sem meira er, konurnar sem voru skipaðar í stjórnir eru með meiri menntun en karlarnir. Um 38% stjórnarmeðlima eru konur samanborið við 15,5% á þeim tíma sem lögin voru kynnt. Konur eru hins vegar ekki nema 15% af forstjórum og 4% af stjórnarformönnum þar í landi. Kapitalistarnir ættu kannski frekar að spyrja sig að því hvort þeir vilji ekki hafa ennþá fleiri konur sem stjórnarformenn og forstjóra vegna þess að komið hefur í ljós að fyrirtæki sem konur stjórna skila meiri hagnaði.

 

Ástæðan fyrir því að ég nefni norsku lögin er ekki sú að mæla sérstaklega með þessum ákveðnu lögum, heldur sú að benda á nauðsyn þess að fylgja eftir lögum á ákveðinn hátt. Ég er að benda á það augljósa, sem þó fyrir sumum virðist ekki svo augljóst, að fyrirtæki bregðast ekki við jafnréttislögunum eins og þau ættu að gera og eins og lögin gera ráð fyrir, fyrr en það bitnar mjög alvarlega á þeim að virða gildi jafnréttis að vettugi.

  

Frekari fróðleikur:

Fyrirtæki sem konur stjórna skila meiri hagnaði

Er ein kona betri en engin? - um hlutföll kvenna í stjórnum

Vanmat, launaleynd og aukinn ójöfnuður – könnun félagsmálaráðuneytisins

Launamunur kynjanna nánast sá sami og fyrir 12 árum

Launamunur kynjanna mestur á Íslandi af Norðurlöndunum

Óútskýrður launamunur kynjanna 10-12%

Kynbundinn launamunur 23,2%

Konur hafa 66% af launum karla fyrir fullt starf

Kynbundinn launamunur þingmanna 4-6%

Launajafnrétti eftir 581 ár?

 

Jafnréttislög – til hvers? ræða

Efnahagsleg völd kvenna - skýrsla

Konur og karlar – skýrsla hagstofunnar

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (nr. 96/2000.)

Skýrsla félagsm.ráðherra um stöðu frkv.áætl. ríkisstj. að ná fram jafnrétti kynjanna

 

Norway – Women in private sector

Norwegian women break down boardroom barriers

Norway law – women on boards

 

 

 Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna

  8. mars

 

Hér má sjá dagskrá dagsins


Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband