Leita í fréttum mbl.is

Barnaperra-sendingin ...

Rannsóknir sýna að barnamisnotkun á Íslandi er algeng, um fimmta hver stúlka og áttundi hver drengur, eða um 17% barna. Ansi stór hluti samfélagsins hefur því þurft að glíma við afleiðingar slíkrar misnotkunar. Það er vissulega þess virði að ræða hvernig fréttir og umræða er birt í fjölmiðlum sem eru jú fjórða valdið í hverju samfélagi. Við megum ekki líta fram hjá því sem raunverulega er verið að vekja athygli á og ræða um - það er samfélagslegt mein sem felst í barnaperraskap og virðist vaxandi með tilkomu netsins.  

Jú vissulega var það mamman sem sendi póstinn áfram út á netið og kona spyr sig hvort það er vegna vantrausts á kerfið og dómstóla í slíkum málum. Það sem kemur fram í póstinum er hins vegar það að maðurinn er að tala við 14 ára barn að því er hann best veit. Það er dóttirin sem er með manninn sem tengill inn í msn-inu sínu að því er virðist.  Réttast er auðvitað að tilkynna slíkt til lögreglu og það gerði ég þegar ég fékk þennan póst, sérstaklega þó vegna þess að ég þekkti andlitið á myndinni. Myndi maður ætla að lögreglan ætti að hafa möguleika á að rannsaka málið, því slíkt hlýtur að gefa þeim ástæðu til rannsóknar á málinu þó ekki sé nema það.

Í umræðu Kastljóssins var enginn dómur felldur. Lögreglumaðurinn talaði aldrei um að maðurinn væri sekur, en málið var til umfjöllunar á overall basis eða til að vekja umræðu á því hvað hægt er að gera í slíkum málum og að tilkynna beri slíkt til lögreglu til að hægt sé að rannsaka. Það finnst mér algerlega réttmæt umfjöllun og með öllu nauðsynleg í okkar samfélagi þar sem barnamisnotkun er nokkuð algeng, skv. nýlegri rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur er um fimmta hver stúlka misnotuð kynferðislega fyrir 18 ára aldur og áttundi hver drengur. Hvort nauðsynlegt var að sýna typpamyndirnar er síðan aftur spursmál. En umræðan og vakning foreldra á þessum málum er með öllu nauðsynleg, en mér finnst líka þurfa að ræða lausnir ... þeas hvað geta foreldrar í raun gert til að vernda börnin sín gegn slíku?

Mér fannst í sjálfu sér gott að lögreglan viðurkenndi að mögulega sé það nauðsynlegt að nota tálbeitur eða svona aðferðir við að ná kynferðisafbrötamönnum. Ég sé ekkert athugavert við að nota tálbeitur til þess, rétt eins og gert er í eiturlyfjamálum og öðru. Það er algerlega nauðsynlegt að lögreglan hafi einhverja miðla eða tæki til að ná slíkum mönnum sem stunda barnaperraskap á netinu. Með því var ekki verið að sakfella þennan einstaka mann, heldur benda á nauðsyn þess í öllum slíkum málum þar sem grunur leikur á misnotkun, eða yfirvofandi misnotkun. 

Í svona málum er hins vegar alveg augljóst að fólk hefur ekki trú á kerfinu og dómstólum enda ekkert skrítið miðað við hvernig dómar eru í kynferðisbrotum gegn börnum. Refsirammi hegningarlaga fyrir barnaklám er ekki nema 2 ár og sá refsirammi virðist aldrei nýttur. Dómarnir eru meira eins og áminning til perranna, bara svona slegið á hendina á þeim og sagt "skammastín".  Dómarnir fyrir beina kynferðismisnotkun, þe. snertingu og nauðgun á börnum virðast líka ansi stuttir.

Við leit í dómasafni Hæstarétts má sjá á árunum 1999-2005 alls 38 dóma er tengdust kynferðisbrotum gegn börnum. Þar af eru sakfellingar í 33 málum og í flestum þeirra dæmdar miskabætur til þolenda (71%). Í 5 málum var sýknað vegna ónógra sannana eða fyrningar og í sumum tilfellum þar sem sakfellt var, var þó fyrning af hluta brota. Fimm mál fengu skilorð en ekki fangelsisvist og fjögur af þeim málum sem dæmt var til fangelsisvistunar var þó skilorð að hluta. Flestir fengu 6-12 mánaða fangelsi (24%) eða 18 mánaða fangelsi (18%). Lengstu dómarnir voru 5 ½ árs fangelsisvist og var þar um grófa misnotkun að ræða árum saman, annars vegar í 4 ár samfellt og hins vegar í 12-13 ár daglegt samræði (Hæstiréttur Íslands, 2005). Ef bera á saman tölurnar við tölur frá Barnahúsi (2004) þar sem talin voru 720 börn á árunum 1999-2003 og borið saman við dóma sem féllu á þeim árum, voru dómarnir sem leiddu til fangelsisvistar eingöngu 21 talsins. Af þessum tölum virðist sem svo að eitthvað þurfi að athuga í réttarkerfinu varðandi slík brot á börnum.

Í námi mínu í HÍ hef ég skoðað þessi mál gaumgæfilega og skrifað um það ritgerð sem ég ætlaði að setja tengil á hérna, en ég virðist ekki geta sett inn skjöl beint úr tölvunni minni. Ég setti í staðinn tengil inn á dómasafn Hæstaréttar sem ég vitna í hér að ofan og getur fólk skoðað sjálft alvarleika brota og hvernig dómarnir voru. Þrátt fyrir mjög alvarleg/gróf brot eru dómarnir mjög stuttir í flest öllum tilfellum.

 

 bæturmánmánmán2-3 ár3-6 árskilorðsýknun
44/20031  1    
11/2001  1   1 
96/20021    1  
         
148/20051   1   
307/20001 1     
454/20011    1  
409/20001 1     
463/2003     1  
176/20031  1    
4/2003   1  1 
56/20051 1     
356/20041  1    
99/20041 1     
464/20031   1   
475/20031 1     
212/20011 1     
152/200511    1 
86/20021       
393/20041   1   
414/20031  1    
359/20021    1  
40/20021 1     
         
410/20021   1   
394/20021  1    
83/20021  1    
27/20051 1     
460/20011   1   
273/2003 1    1 
         
Samtals24297549
 5
         
         
         
286/1999       1
32/2004       1
334/20041      1
22/2002       1
10/2002       1
511/2002      1 
413 /20011     1 
215/2004      1 
335/2004      1 
169/20021     1 


Með umræðu Kastljóssins er alls ekki verið að dæma mannin sekan, heldur vekja athygli á slíku athæfi og vara við og einnig koma til skila að fólki ber að tilkynna slíkt ef grunur leikur á um misnotkun á börnum. Það er absolut samfélagsleg skylda að tilkynna slíkt og er bundið í lög að okkur ber að gera það. Í því sambandi langar mig að minna fólk á IV kafla barnaverndarlaga sem segir frá tilkynningarskyldu. Það þarf ekki að vera meira en grunur, það þarf ekki að vera sannað eða að fólk hafi orðið vitni... það þarf eingöngu að vera grunur um misnotkun til að tilkynna slíkt til rannsóknar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábært, vel unnið og málefnalegt. Það er gott að trappa þessa þörfu umræðu niður á málefnalegt plan, svo að hún týnist ekki í upphrópunum og andköfum.

Gestur Svavarsson (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 09:37

2 identicon

Mér þótti þetta ekki vera nein frétt. Það vita allir að það eru til perrar í kringum okkur. Umræðan sem fór af stað um að lögreglan ætti að fá heimild til að notast við tálbeitur er mjög varhugaverð því það skapar þá hættu að fólk, sem aldrei myndi stíga skrefið til fulls og brjóta af sér missir fótana ef tálbeita gefur sig að þeim.

Þessi tiltekni maður virðist haldinn sjúklegri sýniþörf enda var ekki að sjá að honum þætti verra að vita af móðurinni á staðnum. Það eru til bæði þjóðþekktir og óþekktir menn sem hafa verið uppvísir af því að ganga um bæinn og flassa konur og börn án þess að gera nokkurn tíman neitt verra en það. Það er því ekkert sem segir að þessi maður myndi ganga lengra en þetta.

Því miður missti þessi kona sig og sendi myndir af manninum út um allan bæ. Gleymum því ekki að það sem þarna gerðist var ekki ólöglegt (miðaldra karlmaður berar sig að áeggjan miðaldra konu sem lýgur til um aldur sinn).  Það sem skiptir máli, en fer ekki hátt í þessari umræðu, er að foreldrar mega ekki vera andvaralausir gagnvart tölvunotkun barna sinna.

Það dettur enginn óvart inn á MSN spjall hjá öðrum. Það þarf að bjóða þeim inn. Þegar inn er komið er heldur ekki hægt að neyða einhvern til að sjá myndir úr vefmyndavél. Það þarf líka að samþykkja það. Að lokum, ef einhver sem boðið hefur verið inn fyrir mistök sýnir af sér óæskilega hegðun, þá er minnsta mál að setja viðkomandi á “block”.

Foreldrar verða að bera ábyrgð á tölvunotkun barna sinna. Það er gert með því að fylgjast með þeim, spjalla við þau um vefvini þeirra og leggja þeim lífsreglur um notkun þessa miðils.

Konan sem sendi þessar myndir út um víðan völl er á nornaveiðum. Rétt eins og slúðurþátturinn Kompás, sem nú er búið að rassskella duglega fyrir slæleg vinnubrögð.

Bara mín skoðun.

Sigurður (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 12:31

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvað á að gera þegar misnotkunin gerist á heimilunum en ekki utan þeirra?  Afhverju tala foreldrar aldrei um það, bara utanaðkomandi misnotkun?   

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.12.2006 kl. 13:38

4 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Vissulega þarf að tala um það líka þegar misnotkunin gerist inn á heimilum og það þarf að ræða líka að flest fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar eru mjög tengd gerandanum. Það á ekki alltaf að tala um þetta sem ókunnuga menn út í bæ, því það er sjaldnast tilfellið í þessum málum.

Í upplýsingum frá Barnahúsi kemur fram að í um 90% tilfella þar sem börn greina frá kynferðislegu ofbeldi þekkir gerandinn til barnsins. Í 44% tilfella voru tengsl milli þeirra náin, það er gerandinn var faðir, stjúpfaðir, afi, bróðir, frændi eða annar ættingi. Aðeins 10-11% gerenda voru barninu ókunnir (Barnahús, 2004; Ragnhildur Sverrisdóttir, 2002), en í rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur voru 27% gerenda karlar sem voru ókunnir fjölskyldu barnsins.

Andrea J. Ólafsdóttir, 20.12.2006 kl. 14:10

5 identicon

Þessi Sigurður er aðeins að einfalda hlutina í tölvumálum. Það er ekkert má fyrir fólk að koma af stað samræðum við einhvern á netinu og breytast svo í perra seinna... msn gefur manni kost á að horfa á fólk heima hjá sér en það getur ekki séð mann á móti, ég læt t.d engan sjá mig sem ég tala við (of hef engan vegin gaman af svona spjallforritum) en einn vinur minn á svo flotta tölvu að hann heimtar stundum að fá að nota allar vídeógræjurnar í tölvunni sinni þegar maður talar við hann í gegnum tölvu, ég hef samt ekki gert það eftir að ég komst að því að hann getur þá heyrt í mér... það er frekar óþægilegt að mínu mati og skynsemi á að stjórna fólki dáldið þegar það vegur og metur netið og þess stafreinu eindir. Börn og unglingar eru sérstakur áhættuhópur einungis vegna þess að þau eru ekki eins skynsöm og fullorðið fólk! Þau eru trúgjörn upp til hópa. þegar netið var rétt að byrja lenti ég uþb 5 sinnum í því á irkinu að fólk sem virkaði fullkomlega eðlilegt bað síðan um að fá að senda mér myndir af sér og þarsem flestallar myndir sem ég fékk sendar frá ókunnugum voru normal þá sagði ég oftast já, þessu fólki kynntist maður á spjallþráðum sem samræmdust áhugamálum og ég var yfirleitt á einhverjum dulspekirásum og trúarrásum, einhverju sem alls ekki tengdist klámi og kynlífi á nokkurn hátt, en samt skeði það já ca 5 sinnum að myndir sem fólk sendi af sér voru kannski af því berrössuðu í skíðaúlpu eða einhverju þaðan af verra.... tvær konur sendu mér myndir af sér í mjög asnalegu athæfi og þrír feitir kallar. Allir aðrir voru mjög venjulegir. Fólk einsog svona strípalingar er stöðugt að tröllríða netinu (trolling the internet) í leit að einhverri útrás fyrir sjúkleika sinn, hvort sem það er sýniþörf eða að ganga jafnvel eitthvað lengra. Öll afneitun á svona er hættuleg en það er jafnframt mjög auðvelt að detta í eitthvað brjálæði, svo Andrea á mikinn heiður skilið fyrir að hafa skrifað þessa grein.

Anna (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 10:12

6 identicon

Mig langar að gera smá athugasemd um þessi skrif greinahöfunds þar sem að hún hefur ekki fagleg vinnubrögð á skoðunum sem hún leggur fram. Svona sæmir ekki frambjóðanda að skrifa með jafn ófaglegum hætti að mínu mati. Þá á ég við að ekki er nog að vitna í dóma og prósentur þar sem ekkert er sagt um innihalds efnis né hvað dómarar höfðu í höndunum til að dæma eftir . Mér finnst svona skrif vera eingöngu ætluð til að slá ryki framan í lesendur og þykjast hafa mikið vit á málefninu og slá fram einhverjum prósentum og tölum. Þessar tölur segja ekki til um þynd dómanna, hvort þetta sé þungir dómar eða vægir. Það er gott að hafa skoðanir á hlutunum og er hverjum það frjálst. En þegar að fólk er að leggja sig fram við að komast á þing  og vill láta gott af sér leiða á pólitískum vettvangi er að sjálfsögðu meiri krafa "frá mér sem er kjósandi "(almenningur). að vandað sé til verka. En ekki þykjast vera mjög klár að hafa lesið á síðum dómsstóla og setja svo upp snillingarsvip. Þetta er þín síða og þitt að ákveða innihaldið. En þar sem uppá er boðið að skoðunum sé deilt stóðs ég ekki mátið að segja mína skoðun á þessu frambjóðandi góður.

Ingvar Guðjóns.

Ingvar Þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband