Leita í fréttum mbl.is

Heimilin eru ekki afgangsstærð

Kjarabarátta 21. aldarinnar snýst um lánakjör, í henni er
greiðsluverkfallið vopn fólksins rétt eins og vinnuverkföllin eru vopn
verkalýðsbaráttunnar. Til þess að knýja á um breytingar þarf að
myndast öflugur þrýstingur og hann verður einungis til með samstöðu
fólksins.

Kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna eru skýrar og framkvæmanlegar;

1.  Engar afskriftir - eingöngu réttlátar leiðréttingar

2.  Lán sem hvíla á íbúðarhúsnæði með viðmiðun við gengi erlendra gjaldmiðla verði leiðrétt og     yfirfærð í íslenskar krónur frá lántökudegi á gengi þess tím

3. Verðtryggð húsnæðislán leiðréttist þannig að verðbætur verði að hámarki 4% á ári frá 1.1.'08

4. Lög um að ekki verði gengið lengra í innheimtu veðlána en að leysa til sín veðsetta eign.

5. Lög um að við uppgjör skuldar fyrnist eftirstöðvar innan 5 ára og verði ekki endurvakin.

6. Gerð verði tímasett áætlun um AFNÁM VERÐTRYGGINGAR lána hið fyrsta og vaxtaokur verði aflagt.

 

Heimilin í landinu eru engin afgangsstærð. Þau eru undirstaða þjóðfélagsins og vissulega þess virði að berjast fyrir. Kerfið breytist ekki af sjálfu sér. Þess vegna vilja Hagsmunasamtök heimilanna hvetja alla til að mæta á Austurvöll kl. 15 á laugardaginn og krefjast réttlætis og sanngirni í lánakjörum.


mbl.is Boða til útifundar á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband