Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við Mark Flanagan hjá IMF/AGS

Góðan daginn fréttastjórar og Björn Malmquist fréttamaður (sem flutti mrædda frétt 28.10.2009.)
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497794/2009/10/28/0/

Ástæða þess að ég sendi þessar línur er kvöldfréttatími RUV 28.10.
Þar var rætt stuttlega við Mark Flanagan hjá AGS.

Ég gat ekki betur skilið en að hann legði þar sérstaklega áherslu á að nú, eftir að búið er að færa niður lánasöfn bankanna í vitræna stærð, verði að láta þessar afskriftir ganga til venjulegra (mismunandi) skuldara. Ég heyrði hann ekki nefna greiðslubyrgði eða afborganir. Þýðing fréttastofunnar var hins þegar á þá leið að hann væri að tala um "lækkun skulda eða greiðslubyrði". Á þessu tvennu, lækkun skulda og lækkun greiðslubyrði, er
grundvallarmunur að mínu viti. Mark Flanagan sagði ekki orð um greiðslubyrði, hann talaði um "debt relief" sem þýðir í raun lækkun láns sem þýðir á mannamáli lækkun höfuðstóls. Hann er semsagt að segja að þar sem bankarnir hafa fengið afskrifað sín eigin lán gagnvart lánadrottnum sé eðlilegt að bankinn láti þær afskriftir ganga áfram til sinna skuldunauta - eða að það skili sér til "lífvænlegra lántakenda með lækkun skulda".

Sjá einnig gagnrýni á þessa þýðingu fréttarinnar hér;
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/972036/

Ríkisrekinni fréttastofu allra landsmanna ber lagaleg skylda, að ekki sé minnst á siðferðileg skylda, til að gæta hlutleysis í fréttaflutningi.

Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á að í kvöldfréttum í kvöld verði beðist velvirðingar á rangri þýðingu orða Mark Flanagan og það verði að sama skapi leiðrétt eins og rétt skal vera.

Tillaga að leiðréttingu fréttar;
Fréttastofu hefur borist ábending frá Hagsmunasamtökum heimilanna varðandi
ranga þýðingu í viðtali við Mark Flanagan frá því í fréttum í gærkvöldi.
Hagsmunasamtökin fara fram á að þýðing sé leiðrétt þar sem Flanagan talar
um "debt relief" sem þýtt var sem "lækkun skulda eða greiðslubyrði". Það
leiðréttist hér með að Flanagan minntist ekki á lækkun greiðslubyrði, heldur átti hann við að eðlilegt væri að afskriftir bankanna gengu áfram til skuldara/lánþega með lækkun höfuðstóls þeirra eigin útlána.

F.h. Hagsmunasamtaka heimilanna
Andrea Ólafs.


Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband