Leita í fréttum mbl.is

Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við Mark Flanagan hjá IMF/AGS

Góðan daginn fréttastjórar og Björn Malmquist fréttamaður (sem flutti mrædda frétt 28.10.2009.)
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497794/2009/10/28/0/

Ástæða þess að ég sendi þessar línur er kvöldfréttatími RUV 28.10.
Þar var rætt stuttlega við Mark Flanagan hjá AGS.

Ég gat ekki betur skilið en að hann legði þar sérstaklega áherslu á að nú, eftir að búið er að færa niður lánasöfn bankanna í vitræna stærð, verði að láta þessar afskriftir ganga til venjulegra (mismunandi) skuldara. Ég heyrði hann ekki nefna greiðslubyrgði eða afborganir. Þýðing fréttastofunnar var hins þegar á þá leið að hann væri að tala um "lækkun skulda eða greiðslubyrði". Á þessu tvennu, lækkun skulda og lækkun greiðslubyrði, er
grundvallarmunur að mínu viti. Mark Flanagan sagði ekki orð um greiðslubyrði, hann talaði um "debt relief" sem þýðir í raun lækkun láns sem þýðir á mannamáli lækkun höfuðstóls. Hann er semsagt að segja að þar sem bankarnir hafa fengið afskrifað sín eigin lán gagnvart lánadrottnum sé eðlilegt að bankinn láti þær afskriftir ganga áfram til sinna skuldunauta - eða að það skili sér til "lífvænlegra lántakenda með lækkun skulda".

Sjá einnig gagnrýni á þessa þýðingu fréttarinnar hér;
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/972036/

Ríkisrekinni fréttastofu allra landsmanna ber lagaleg skylda, að ekki sé minnst á siðferðileg skylda, til að gæta hlutleysis í fréttaflutningi.

Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á að í kvöldfréttum í kvöld verði beðist velvirðingar á rangri þýðingu orða Mark Flanagan og það verði að sama skapi leiðrétt eins og rétt skal vera.

Tillaga að leiðréttingu fréttar;
Fréttastofu hefur borist ábending frá Hagsmunasamtökum heimilanna varðandi
ranga þýðingu í viðtali við Mark Flanagan frá því í fréttum í gærkvöldi.
Hagsmunasamtökin fara fram á að þýðing sé leiðrétt þar sem Flanagan talar
um "debt relief" sem þýtt var sem "lækkun skulda eða greiðslubyrði". Það
leiðréttist hér með að Flanagan minntist ekki á lækkun greiðslubyrði, heldur átti hann við að eðlilegt væri að afskriftir bankanna gengu áfram til skuldara/lánþega með lækkun höfuðstóls þeirra eigin útlána.

F.h. Hagsmunasamtaka heimilanna
Andrea Ólafs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Var búin að sjá þetta á blogginu hjá Marinó, gott að halda þessu vel á lofti. Hefur einhver frá HH haft samband við fulltrúa IMF hér á landi til að fá þessa túlkuun staðfesta. Það væri að mínu áliti mjög sterkur leikur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.10.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: FrizziFretnagli

Þetta er alveg hárrét hjá þér.  Hann átti við afskriftir lána.

Hins vegar er maður búinn að 'afskrifa' fréttastofu RÚV fyrir löngu.

FrizziFretnagli, 30.10.2009 kl. 16:56

3 Smámynd: Ásthildur Sveinsdóttir

Auðvitað er það bagalegt að þýðandi hafi misskilið orð Flanagans og ber fréttastofu að leiðrétta þetta tafarlaust. 

 Fréttaþýðendur hafa það þó sér til málsbóta að þurfa að vinna mjög hratt og við óviðundandi aðstæður.

Ásthildur Sveinsdóttir, 30.10.2009 kl. 18:45

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

RÚV fylgir ávalt stjórnvöldum að máli og fréttaliðið fylgir ráðamönnum sem hlýðnir rakkar í bandi.

Stofnunin er ríkisfyrirtæki sem flokkarnir hafa mótað í áratugi og er svo skemmd að líklega verður að reka alla og byrja upp á nýtt til að geta skapað heilbrigðan, heiðarlegan og hlutlausan fréttamiðil.

RÚV er líkara áróðursstofu en fréttastofu í fréttavali sem virðist miðast við að móta skoðanir, en ekki leifa myndun skoðana út frá ábyrgum hlutlausum upplýsingum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 31.10.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Fann þetta á Wikipedia:

"Debt relief is the partial or total forgiveness of debt, or the slowing or stopping of debt growth, owed by individuals, corporations, or nations"

Flanagan segir því að lækka eigi skuldir eða hægja á skuldasöfnun.

Lækkun skulda þýðir lækkun greiðslubyrði, annað útilokar ekki hitt.

Lúðvík Júlíusson, 31.10.2009 kl. 11:48

6 Smámynd: Andspilling

Rosalega getur fólk verið barnalegt. Mistök eiga sér stað og þá er RÚV komin á sveif með ríkisstjórninni!

Síðan hvenær var það núverandi ríkisstjórn sem kallaði ASG hingað? Held að hægri dindlar ættu að fara læra að stein halda fokking kjafti og kunna að skammast sín fyrir að hafa kosið yfir okkur hörmungarnar sem dynja á okkur þessi misserin. Best er iðrast með því að gera aldrei aftur þau mistök að kjósa Sjálftökuflokk IceSaveBJöggana og Davíðs.

Andspilling, 31.10.2009 kl. 18:37

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Rugl er þetta! Debt relief þýðir bara nákvæmlega léttingu á skuld - greiðslubyrði er stór hluti af því.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.10.2009 kl. 22:02

8 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er hægt að lækka greiðslubyrði án þess að lækka skuld. Það er einmitt sjálfgildi komandi breytinga á húsnæðislánum, greiðslubyrðin er létt með því að hækka höfuðstól og lengja greiðslutímabil.

Debt relief á ekkert skylt við það heldur felur í sér eftirgjöf af skuldinni, ekki hringl með afborganir sem leiðir til aukinnar skuldsetningar.

Sigurður Ingi Jónsson, 31.10.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband