Leita í fréttum mbl.is

Hverjar eru lífslíkur þínar?

Ég rakst á þetta forvitnilega próf í dag sem segir til um lífslíkur fólks miðað við núverandi lifnaðarhætti og komst að því að það er ekki ólíklegt að ég nái yfir 100 ára aldri eins og ég ætla mér. Það sem mér finnst einstaklega forvitnilegt við prófið er hversu mörg ár bætast við lífslíkurnar ef fólk er með maka og stundar reglulega kynlíf. Það vegur miklu þyngra en að vera með góðar tekjur. Hjá mér bættust heil 8 ár við ef ég merkti við maka og reglulegt kynlíf! Það er greinilega mjög mikilvægt fyrir heilsuna að vera í góðu ástarsambandi - kannski maður fari að skoða það eitthvað betur ... 

Ég var reyndar að spá í að vera hérna til svona 110-120 og vonandi fara á skauta, skíði og kannski hjólabretti í ellinni - og kannski bara geri ég það Smile

Lifespan test - próf fyrir lífslíkur þínar skv. núverandi lifnaðarháttum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi nú taka þessu með makann með fyrirvara... man eftir rannsóknum sem sýna að lífslíkur aukast hjá giftum karlmönnum en þveröfugt hjá konum...

kata (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 11:45

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Þetta er mjög fróðlegt.  Það er alltaf verið að að lengja lífið með ýmsum ræðum.  Gallinn er bara sá, að árin sem bætast við koma alltaf síðast á ævinni!

Júlíus Valsson, 19.12.2006 kl. 11:47

3 Smámynd: Júlíus Valsson

ýmsum ráðum (auðvitað)

Júlíus Valsson, 19.12.2006 kl. 11:48

4 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Já það er gaman að þessu... en auðvitað er svosem kannski mjög lógískt að fólk geti lengt lífið mikið með því einmitt að leggja stund við hóflega heilsurækt, gott mataræði og það er svosem ekkert leyndarmál að kynlíf myndi kannski vel geta fallið undir "workout" sem er mjög holl fyrir líkamann..... en ég hef einmitt líka heyrt að þetta með makann sé ekki eins fyrir karla og konur. Að það lengi líf karla að vera giftir en öfugt fyrir konur og að karlar séu hamingjusamir eða ánægðari í hjónaböndum frekar en konur. Það má kannski skoða það svoltið betur því ég gæti trúað að álagið sé mun meira á konum en körlum í hjónaböndum og samböndum því á þeim hvílir svo margvísleg ábyrgð sem sumir karlar virðast ekki taka jafnan þátt í á við konurnar sínar. En við skulum taka fram hér að því er auðvitað ekki eins farið á öllum heimilum og ekki eru allir karlar eins - þó að þetta sé kannski meirihlutinn. 

Andrea J. Ólafsdóttir, 19.12.2006 kl. 21:12

5 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt og gleðileg jól

Ólafur fannberg, 20.12.2006 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband