Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007

Lygar um andstćđinga kapítalismans - smá ádeila svona rétt fyrir jólin!

Ég veit svosem ekki hvort ţađ telst í anda jólanna eđa Ţorláksmessunnar ađ skrifa um pólitík eđa lygar fjölmiđlanna um andstćđinga kapítalismans ... en mér finnst ţađ ekki verri tími en hver annar ađ velta ţessu fyrir sér. Nú er fólk jú komiđ í frí til ţess annađ hvort ađ stressa sig gífurlega yfir jólunum og innkaupum, nú eđa velja ađ slaka ađeins á og láta hugann reika um hin ýmsu málefni.

En ađ fyrirsögninni minni; mig langar til ađ benda á góđa gagnrýni á moggann og ýmsa vestrćna fjölmiđla sem láta liggja á milli hluta ađ segja fólki frá stađreyndum í fréttum sínum. Vésteinn Valgarđsson skrifar um ţetta á Eggin.is ţar sem hann gerir grein fyrir nýafstöđnum kosningum í Venuzuela og segir okkur ađeins frá Chavez og lygunum um hann...

"Helstu fjölmiđlar heimsvaldaríkjanna hafa étiđ áróđurinn gegn Chavez hráan. Ágćtt dćmi um ţađ sást í Morgunblađinu á ţriđjudaginn (4. des., s. 15), ţegar blađamađurinn Davíđ Logi Sigurđsson kallađi Chavez, „alrćmdan orđhák“. Daginn áđur birti blađiđ ţá frétt (s. 16) ađ hann „ţrífst á athygli og nýtur ţess ađ lenda í illdeilum viđ menn.“ Ţá var rifjađ upp ađ Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, hefđi fengiđ „gusu af skömmum yfir sig“, án ţess ađ ţess vćri getiđ hver tildrög ţeirra skamma voru. ...

Hver rangfćrslan rekur ađra ţegar fjallađ er um Chavez. Ađ vissu leyti er ţađ honum til hróss – ţađ er greinilegt ađ efnahagsađgerđir hans velgja heimsvaldaríkjunum undir uggum, efnahagslega, en ţćr hafa miđađ ađ ţví bláfátćkur almenningur Venezuela og víđar geti notiđ olíuauđsins, frekar en bandarísk olíufyrirtćki og innlend elíta. Hann bar meira ađ segja ţá tillögu upp á OPEC-fundi á dögunum, ađ OPEC mundi setja baráttu gegn fátćkt í forgang hjá sér. Auđvitađ verđa menn umdeildir ţegar ţeir sćkja ránsfenginn aftur í rćningjabćliđ og fćra réttmćtum eigendum. ...

Ađ forskrift spunameistara í áróđursdeild CIA, hafa fjölmiđlar hamrađ og hamrađ á ţví ađ Chavez, ţessi „alrćmdi orđhákur“, sýni „einrćđistilburđi“ í nýju stjórnarskránni. En hvađ felst í breytingunum sem átti ađ gera? Veit ţađ einhver? Hefur Morgunblađiđ séđ ástćđu til ađ fjalla um annađ en ţessa meintu einrćđistilburđi?

Stjórnarskráin nýja – sem naumlega var felld – gekk í gegn um ítarlegar umrćđur á ţinginu. En ekki bara á ţinginu: Ţingiđ valdi 20 menn, sem aftur völdu 20 menn hver, sem enn völdu 20 hver, og ţessir 8000 fóru um landiđ og héldu ţúsundir málfunda, stóra og smáa, ţar sem almenningi gafst kostur á ađ rćđa málin eins ítarlega og hann vildi. Ţá var tekiđ viđ breytingatillögum og uppástungum um vhađ betur mćtti fara, sem stjórnarskrársérfrćđingar lögđust síđan yfir. Niđurstađan var ţetta plagg, mikiđ unniđ og vandađ. Međal ţess sem sćtti nýmćlum var ţetta:

1. Takmarkanir afnumdar á ţví hvađ forseti geti setiđ mörg kjörtímabil, eins og ţekkt er af áróđri fjölmiđla. Er ţađ óeđlilegt fyrir lýđrćđislega kjörinn forseta? Er óeđlilegt ađ forseti geti setiđ lengur er tvö, ef hann hefur stuđning fólksins? Sat ekki Vigdís Finnbogadóttir fjögur kjörtímabil? Er ekki Ólafur Ragnar á sínu fjórđa?

2. Grasrótarlýđrćđi. Minnsta eining hins pólitíska samfélagspýramída átti ađ vera hverfisráđ. Ţar fyrir ofan sveitarstjórn, ţar fyrir ofan fylkisráđ og ţar fyrir ofan ţingiđ. Efst á kransakökunni átti svo forsetinn ađ vera. Semsagt: Ekki minna heldur meira lýđrćđi, ekki satt?

3. Fjölbreyttur eignarréttur. Í nýju stjórnarskránni var gert ráđ fyrir heilum fimm tegundum af eignarrétti: Einkaeign, ţjóđareign, ríkiseign, samvinnu-eign og almenningi. Ţar međ vćri opnađ fyrir viđurkenningu á hefđbundnum eignarrétti frumbyggja, og einnig vćri leiđin til lýđrćđislegs og sósíalísks hagskipulags opnuđ.

4. Vinnuvikan. Ţađ átti ađ stjórnarskrárbinda 36 tíma vinnuviku. Ég er enginn sérfrćđingur í stjórnarskrám, en mér er ekki kunnugt um fordćmi ţess. Tilgangurinn var ađ losa fólk úr tvöföldum gapastokki ofur-arđráns annars vegar, međal annars á götubörnum, og atvinnuleysis hins vegar.

5. Herinn. Í stađ varaliđsins sem herinn hefur haft – menn sem eru tiltćkir í herinn ef hershöfđingjunum ţykir ţurfa – áttu ađ koma sjálfsvarnarsveitir almennings („militia“), sem hefđu styrkt stöđu fólksins í landinu gagnvart hernum, og um leiđ styrkt stöđu landsmanna sem slíkra gagnvart innrás, ef „einhverjum“ dytti í hug ađ gera hana."

sjá greinina í heild sinni hér

 

Sjálf er ég stödd í London og ćtla mér til Barcelona í fyrramáliđ og svo til Feneyja yfir áramótin og mun ekki stressa mig mikiđ yfir jólunum, heldur frekar spóka mig um í Barcelona og hjúfra mig undir sćng á kvöldin og lesa "Rights of man" litla handhćga bók sem ég var ađ kaupa mér eftir Thomas Paine.

Ég vil síđan ađ lokum óska öllum lesendum bloggsins og vinum og vandamönnum gleđilegra jóla og vona ađ fólk muni eiga ánćgjulegar stundir međ vinum og ćttingjum yfir hátíđarnar án ţess ađ stressa sig of mikiđ. "Andi jólanna" ef einhver er, er í ţađ minnsta ekki fullur af stressi og efnishyggju ;)


Hvađ eru öfgar? Hótanir um ofbeldi vegna skođana?

"Grafalvarleg eru skrif ungra manna í bloggheimum ţar sem fólki sem talar máli kvenfrelsis er hótađ ofbeldi, hrottafenginni nauđgun eđa öđrum líkamsmeiđingum. Á undanförnum dögum hef ég séđ ofbeldis- og hótunarskrif af ţessu tagi og hefur ţeim veriđ komiđ á framfćri viđ lögregluyfirvöld. Ađ sjálfsögđu var ţađ gert. Ađ mínum dómi vćri ţađ hreinlega ámćlisvert ađ láta skrifin óátalin." ...

"Ţađ eitt ađ kvenfrelsisbaráttan kalli á slík viđbrögđ segir sína sögu um fordóma sem eru til stađar í ţjóđfélaginu gegn ţví sem margir töldu óumdeild mannréttindi."

segir Ögmundur Jónasson í skrifum sínum um ofbeldishótanir gegn feministum

sjá hér:

ÓŢOLANDI AĐ VERA HÓTAĐ

SJÁLFUM MÉR TIL VARNAR

 


Austurblokkin mótmćlir neikvćđum afleiđingum kapítalismans

Ţađ gćti veriđ erfitt fyrir margan kapítalistann, sem fagnar ţví svo eindregiđ ađ fyrrum austantjaldslönd hafi Frá mótmćlum í Ljubljanaveriđ „frelsuđ“, ađ skilja ađ ţar sé neikvćđum afleiđingum kapítalismans mótmćlt bćđi harđlega og í stórum stíl. Hér í Slóveníu voru stćrstu mótmćli í sögu lýđveldisins ţann 17. nóvember síđastliđinn, ţegar um 70.000 manns komu saman á götum úti og kröfđust hćrri launa og eftirlauna og frekari réttinda. Eins er aukin áhersla á einkavćđingu talin grafa undan félagslegum réttindum almennings og var henni einnig mótmćlt, og tryggingar krafist fyrir félagslegu, ríkisreknu kerfi.  Almenningur og vinnandi fólk hefur miklar áhyggjur af ţeirri ţróun sem orđiđ hefur í ţá átt, ađ réttindi fólks fari minnkandi, félagsleg mismunun og atvinnuleysi vaxandi og verđlag og verđbólga hćkkandi, langt fram úr launaţróun. Á hvatningarbloggsíđu í ađdraganda mótmćlanna segir:

 

Áróđur ríkisstjórnarinnar, kapítalista og talsmanna ţeirra vilja ađ viđ séum sannfćrđ um ađ viđ lifum draumalífi. En af ţví viđ erum ekki heimsk, ţá vitum viđ ađ stađa okkar fer ekki batnandi og ađ framtíđarhorfur eru óvissar. Svo ađ mjög svo lofađur hagvöxturinn ţýđir ekki eingöngu árangur slóvenska efnahagkerfisins, heldur ţýđir ţađ líka mun meira arđrán og frekari félagslega mismunun.

Almenningi í landinu er nóg bođiđ og telur sig vera bćđi niđurlćgđan og arđrćndan á vinnumarkađi. Hann telur ađ stefna landsins ţarfnist endurskođunar svo hún komi sér betur fyrir heildina.

Einnig má ţađ fylgja međ hér, ađ í nágrannalandinu Ungverjalandi flykktust um 50.000 manns á götur út í síđasta mánuđi og kröfđust hćrri launa í takt viđ verđlagsţróun og verđbólgu og mótmćltu hinum svokölluđu „efnahagslegu umbótum“ stjórnarinnar.

Fljótlega eftir ađ hćgriflokkurinn hlaut kosningu áriđ 2004 hóf hann efnahagslegar umbćtur sínar, og ţá flykktust tugir ţúsunda mótmćlenda á götur út til ađ mótmćla ţeim. Ţetta var áriđ 2005, ţegar Mótmćlin í Ljubljanaverkalýđsfélögin ţóttust sjá byrjunina á ţeirri ţróun sem er einmitt veriđ ađ mótmćla um ţessar mundir. Ţá var mikilli einkavćđingu mótmćlt, svo og skattaafslćtti á fjármagnseigendur, matarsköttum á almenning, auknum félagslegum mismun, minni réttindum vinnandi fólks, skólagjöldum í háskólum og fleiru. Ţá taldi lögreglan ađ um 25.000 manns hafi mótmćlt, en veđur var slćmt og mikill fjöldi ţeirra rúta sem flytja áttu mótmćlendur á stađinn komust ekki inn í borgina vegna snjóţyngsla.

Ţađ sýnir mikla samstöđu fólksins, ţví í höfuđborginni Ljubljana, ţar sem mótmćlin áttu sér stađ, búa einungis um 300.000 manns. Forsćtisráđherrann, Janez Jansa, stendur fast á ţví ađ ekki verđi um neinar víđtćkar launahćkkanir ađ rćđa. Međalmánađarlaun fyrir skatta eru 1.259 evrur, sem eru um 115.000 krónur íslenskar, og segja mótmćlendur ţađ mun lćgra en međaltal launa ríkja Evrópusambandsins (Reuters, 17. nóvember 2007). Slóvenar hafa átt í miklum vandrćđum međ ţenslu og verđbólgu, bćđi á tíma sósíalismans og kapítalismans. Áriđ 1989 var verđbólgan yfir 1000% og stuttu eftir sjálfstćđi var hún í ennţá 100%, en ţađ tókst ađ ná henni niđur í 10% áriđ 1996. Í ár er hún samt ennţá yfir 5%, sem er tvöfalt hćrra en međaltal annarra evruríkja. Evran var tekin upp í janúar í ár, og vilja slóvensk yfirvöld skýra háa verđbólgu ađ miklu leyti međ ţví. Eins er taliđ ađ heimsmarkađsverđ á olíu og hátt matvćlaverđ hafi mikiđ ađ segja. Hátt matvćlaverđ er bein afleiđing fákeppni á markađi, sem auđveldlega er hćgt ađ fullyrđa ađ sé vandamál víđar í hinum kapítalíska heimi. Hagvöxtur Slóveníu er hćstur í evruríkjunum (Euro zone), og er búist viđ ađ hann verđi 5,8% í ár samanboriđ viđ 2,6% ađ međaltali í hinum ríkjunum (Guardian Unlt., 25. nóv 2007).

Mótmćlin voru svo ađ segja í sömu andrá og forsetakosningar í landinu, eđa helgina eftir. Danilo Turk var kjörinn nýr forseti landsins. Hann kemur frá stjórnarandstöđunni og er vinstra megin í stjórnmálum eins og tveir fyrirrennarar hans. Hann hlaut 68% atkvćđa í seinni umferđ kosninganna. Ţađ má leiđa líkum ađ ţví Slóvenar ađhyllist í raun mun frekar sósíal-demókratískt kerfi sem tryggir samrekiđ félagslegt kerfi, aukin réttindi og betri stöđu fólks almennt. Ekki er vel tekiđ undir ţćr „efnahagslegu umbćtur“ og einkavćđingu sem hćgri flokkurinn hefur bođađ og framkvćmt á ţessu kjörtímabili. Mögulega er von á ađ vindar blási frekar til vinstri í nćstu ţingkosningum, áriđ 2008.

Fyrir ţá sem hafa áhuga á ađ vita ađeins meira um Slóveníu lćt ég fylgja međ ađeins um sjálfstćđisbaráttuna og stuttlega um pólitískt landslag lýđveldisins.

Sjálfstćđisbaráttan
Áriđ 1991 fékk Slóvenía sjálfstćđi frá fyrrum Júgóslavíu í hinu svokallađa 10 daga stríđi, eđa sjálfstćđisstríđi Slóveníu. Í aprílmánuđi áriđ áđur höfđu fariđ fram lýđrćđislegar kosningar í Slóveníu og bar DEMOS-bandalagiđ sigur úr bítum međ 54% atkvćđa. Flokkurinn var bandalag 5 sósíal-demókratískra flokka. Í desembermánuđi sama ár fór fram ţjóđaratkvćđagreiđsla um sjálfstćđi Slóveníu, sem var samţykkt međ 88% atkvćđa. Hin nýja Frá Tíu daga stríđinuríkisstjórn Slóveníu leitađi til alţjóđasamfélagsins um ađ ţađ yrđi samiđ friđsamlega um skiptingu Júgóslavíu, en fékk ţau skilabođ frá vestrćnum ríkjum ađ ţađ vćri ekki ćskilegt og ađ ţau kysu frekar ađ eiga samskipti viđ eitt sameinađ sambandsríki heldur en mörg smá ríki. Slóvenar sáu sig knúna til ţess ađ berjast samt sem áđur fyrir sjálfstćđi sínu, sem hvorki Evrópuţjóđir né Bandaríkin voru tilbúin til ađ viđurkenna ţrátt fyrir lýđrćđisleg vinnubrögđ. Ţann 25. júní 1991 var lýst yfir sjálfstćđi ţjóđarinnar og í kjölfariđ var landamćravörđum stillt upp í varnarstöđu í ţeim tilgangi eingöngu ađ verja landamćrin án ţess ađ eiga frumkvćđi ađ árás. Ţann 27. júní flugu flugvélar júgóslavneska hersins yfir landiđ og dreifđu miđum sem á stóđ „viđ bjóđum ykkur friđ og samvinnu“ og „öll mótspyrna verđur barin niđur.“  Slóvenar höfđu einnig fregnir af ţví ađ sambandsríkiđ hyggđist flytja hermenn inn í Slóveníu međ ţyrlum og brugđust ţeir viđ ţví međ ţví ađ vara viđ ađ ţćr yrđu skotnar niđur. Viđvaranir ţeirra voru hundsađar og varđ svo úr ađ ţeir áttu fyrsta skotiđ á herţyrlurnar. Í kjölfariđ braust stríđiđ út, sem ţeir höfđu reynt ađ forđast. Ţađ náđi vissu hámarki ţann 2. júlí, og ađ kvöldi dags tilkynnti slóvenska forsetaembćttiđ um einhliđa vopnahlé, sem var hafnađ. Sambandsríkiđ hélt í fyrri hótanir um ađ mótspyrna Slóvena yrđi barin niđur. Daginn eftir var ţó loks gefiđ eftir, sambandsríkiđ samţykkti vopnahlé og hersveitir ţess voru dregnar til baka. Ţann 7. júlí lauk stríđinu formlega međ yfirlýsingu um viđurkenningu á sjálfstćđi Slóveníu. Í kjölfariđ fylgdi fall Júgóslavneska sambandsríkisins. Vegna ţess hversu fljótt stríđinu lauk af, var mannfall lítiđ; einungis 44 Júgóslavar og 18 Slóvenar létust (Wikipedia: Ten-day war).

Pólitískt landslag
Slóvenía hélt sjálfstćđi sínu og tókst ađ sýna fram á stöđugleika og hagsćld, og gekk í Evrópusambandiđ ţann 1. maí 2004 og í NATO sama ár. Frá upphafi lýđveldisins og fram til ársins 2004 fór uppbygging fram undir handleiđslu frjálslyndra sósíal-demókratískra flokka vinstra megin viđ miđju. Áriđ 2004 komst til valda flokkur hćgra megin viđ miđju undir forystu Janez Jansa, og hefur ţróunin síđan veriđ ć meira í átt til einkavćđingar.

Fyrsti forseti landsins var frjálslyndur sósíalisti, Milan Kucan, upphaflega kosinn áriđ 1990 og leiddi hann landiđ í gegnum sjálfstćđisbaráttuna áriđ 1991. Hann var endurkjörinn áriđ 1992 aftur áriđ 1997. Í kosningum áriđ 2002 var nýr forseti kjörinn til valda, Janez Drnovsek, sem hafđi veriđ forsćtisráđherra landsins 1992-2002 fyrir frjálslynda sósíal-demókrata. Allir forsetar landsins hafa ţví veriđ frjálslyndir sósíal-demókratar.

 


Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband