Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Öll raforka Íslands í áliðnað?
Íslendingar þurfa að horfa á heildarmyndina varðandi orkumálin og álið. Stefna núverandi stjórnvalda er ljós; þreföldun álversins í Straumsvík, álver í Helguvík, álver á Húsavík, álver í Þorlákshöfn og þegar fram líða stundir stækkun þeirra allra. Ekki má heldur gleyma hugmyndum Norsk Hydro um 1,2 milljóna tonna álver einhvern tímann í nánustu framtíð. En hvar í ósköpunum á að fá orkuna til að knýja svo orkufrekan iðnað? Og hvaða náttúruperlum ætla menn að fórna fyrir þessi áform? Til að stækka í Straumsvík þarf að virkja í neðri hluta Þjórsár. Allt Ísland er undir í þeim efnum og stjórnvöld virðast tilbúin til að virkja nánast hvert einasta svæði þar sem eitthvert vatn rennur eða þar sem varmi er í jörðu. Það er ljóst að markmið stjórnvalda eru komin langt fram úr því sem ásættanlegt getur talist fyrirþjóð sem á marga aðra möguleika til atvinnuuppbyggingar. Fáum dettur í hug að ósnortin náttúra og fjölbreytileg víðerni eins og finnast hér á landi verða gífurleg verðmæti í sjálfu sér þegar fram líða stundir. Hreint loft og hreint vatn verða líka gífurleg verðmæti. Hér á svo sannarlega við að minna á máltækið "enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur".
Heildarmyndin á heimsvísu
Þegar rætt er um heildarmyndina á heimsvísu ber að hafa í huga að 60–70% áliðnaðarins eru knúin með hinni rangnefndu "hreinu orku". Uppistöðulón gefa frá sér metangas þegar gróður rotnar á botni lóns og metan hefur tuttugu og einu sinni meiri áhrif á lofthjúpinn en koltvísýringur. Einnig verður að horfa til eyðileggingarinnar sem báxíðvinnsla á hitabeltissvæðum veldur. Nú þegar hafa álfyrirtækin eyðilagt um 25% paradísareyjunnar Jamaíka. Þegar báxíð er unnið úr einstaklega frjóum hitabeltisjarðvegi þarf að ryðja regnskóga og þegar súrál er unnið úr báxíðinu er blandað við það vítissóda. Við vinnslu súráls fellur til gríðarlegt magn af ætandi og lífshættulegri rauðri drullu sem skilin er eftir á svæðunum. Súrálið er svo flutt frá þessum svæðum, til dæmis hingað til Íslands, og hafa flutningar milli landa líka gífurlega mengun í för með sér. Þetta framleiðsluferli getur engan veginn talist sjálfbært. Eftir að súrálið er steypt í mót með rafgreiningu hér á landi er það aftur flutt til annarra landa til fullvinnslu. Margt af því sem búið er til úr áli er óþarft og mikil sóun á verðmætum náttúruauðlindum að hafa það úr áli. Þar má nefna ýmsar einnota neysluumbúðir og hergögn. En þess má einnig geta að álfyrirtækin fengu einmitt byr undir báða vængi í síðari heimsstyrjöldinni þegar framleiðsla hergagna jókst til muna. Og nú hagnast áliðnaðurinn á stríðinu í Írak. Sóun á áli er gífurleg og sem dæmi má nefna að á síðastliðnum áratug hentu Bandaríkjamenn 7,1 milljón tonna af áldósum á haugana. Það jafngildir 316.000 Boeing 737-farþegaþotum, eða 25-földum flugflota heims.Er það svona sem við viljum hafa það?
Það sem bæði Hafnfirðingar og Íslendingar allir þurfa að spyrja sig að núna er: "Er það í alvöru svona sem við viljum hafa það?" Viljum við fórna okkar dýrmætu náttúruperlum, jökulám og jarðfræðilega verðmætum svæðum á altari álfyrirtækjanna? Er það skynsamlegt út frá viðskiptalegu sjónarmiði að fórna 80–90% nýtanlegrar raforku í áliðnað? Getur það talist skynsamlegt að ýta undir svo einhæft atvinnulíf hér á landi? Geta álver virkilega verið lausn á atvinnuástandi hvers landshluta? Hvers vegna ættu að gilda önnur lögmál í Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi? Er ekki skynsamlegra að fara aðrar leiðir? Það má byggja upp öflugar heilsulindir víða um land, þjóðgarða af ýmsu tagi, t.d. eldfjallagarð, það má byggja upp vísindasetur, sem hvetja til alþjóðlegra rannsókna á dýrmætri jarðfræði Íslands, þekkingarsetur og söfn sem miðla menningarsögu okkar og þjóðlegum fróðleik. Það er kominn tími til að treysta á mannauðinn og hina miklu sköpunargleði okkar Íslendinga. Hættum að spyrja þessarar einfeldningslegu spurningar: "En hvað á eiginlega að koma í staðinn?" Hver sá fyrir Marel, Össur og Bakkavör, sem dæmi? Hverjum myndi detta í hug að spyrja hugvitsmann hvaða hugmynd hann ætlaði að fá næst? Hver myndi spyrja tónlistarmann hvaða lag hann ætlaði að semja næst? Haldið þið að Mozart hefði getað svarað því?Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstri grænna í SV-kjördæmi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2007 | 16:11
VG opnar nýja kosningamiðstöð í kvöld
Miðja vegu milli malbiksins og regnbogans - VG opnar nýja kosningamiðstöð í ASÍ húsinu Grensásvegi! |
Við opnum nýja kosningaskrifstofu í kvöld með pompi og pragt. Fundarröðin Vinstri græn um allt land heldur áfram og nú spjalla þau Auður Lilja, Álfheiður og Paul Nikolov við kjósendur. Léttar veitingar, ljúfir tónar og leikandi gleði. Láttu sjá þig! Fimmtudagskvöldið 29. mars kl: 20:30 í ASÍ húsinu við Grensásveg 13A. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2007 | 21:31
Kynningarfundur varðandi Straumsvík á fimmtudag
Kosið á laugardaginn síðasti kynningarfundurinn haldinn á morgun fimmtudag kl. 19. Einnig eru Hafnfirðingar og höfuðborgarbúar allir hvattir til að fara á sýninguna Draumalandið í Hafnarfjarðarleikhúsi. Fór á það um daginn og það var alveg frábær sýning, vel upp sett, skemmtileg og fróðleg.
Hafnfirðingar eru hvattir til að mæta á síðasta kynningarfundinn um málefni tengd deiliskipulagstillögunni sem greiða á atkvæði um. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. mars í Hafnarborg, kl. 19.00 og verður sendur út bæði í Vefveitunni og að hluta til á Stöð 2.
Hverjir hafa kosningarétt? Um atkvæðagreiðsluna gilda í meginatriðum sömu reglur og við sveitarstjórnarkosningar, en kosningabærir teljast þeir Hafnfirðingar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum sbr. 2. gr. og 5. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.
Rafræn kjörskrá : Í kosningunum 31. mars verður í fyrsta sinn í Hafnarfirði notast við rafræna kjörskrá. Það þýðir að kjósendur eru ekki lengur bundnir af kjördeildum heldur geta nú farið á hvaða kjörstað sem er til að kjósa. Á kjörskrá eru 16.648 manns.
Kjörstaðir : Áslandsskóli, Íþróttahúsið við Strandgötu og Viðistaðaskóli. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 19.00.
Á hvaða upplýsingum eiga bæjarbúar að byggja sína ákvörðun?
Bloggar | Breytt 29.3.2007 kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2007 | 21:30
Kynningarfundur varðandi Straumsvík á morgun
Kosið á laugardaginn síðasti kynningarfundurinn haldinn á morgun fimmtudag kl. 19. Einnig eru Hafnfirðingar og höfuðborgarbúar allir hvattir til að fara á sýninguna Draumalandið í Hafnarfjarðarleikhúsi. Fór á það um daginn og það var alveg frábær sýning, vel upp sett, skemmtileg og fróðleg.
Hafnfirðingar eru hvattir til að mæta á síðasta kynningarfundinn um málefni tengd deiliskipulagstillögunni sem greiða á atkvæði um. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. mars í Hafnarborg, kl. 19.00 og verður sendur út bæði í Vefveitunni og að hluta til á Stöð 2.
Hverjir hafa kosningarétt? Um atkvæðagreiðsluna gilda í meginatriðum sömu reglur og við sveitarstjórnarkosningar, en kosningabærir teljast þeir Hafnfirðingar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum sbr. 2. gr. og 5. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.
Rafræn kjörskrá : Í kosningunum 31. mars verður í fyrsta sinn í Hafnarfirði notast við rafræna kjörskrá. Það þýðir að kjósendur eru ekki lengur bundnir af kjördeildum heldur geta nú farið á hvaða kjörstað sem er til að kjósa. Á kjörskrá eru 16.648 manns.
Kjörstaðir : Áslandsskóli, Íþróttahúsið við Strandgötu og Viðistaðaskóli. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 19.00.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 16:14
Fundur Framtíðarlandsins í kvöld í Hafnarfirði
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, en sætapláss er takmarkað svo við bendum ykkur á að mæta tímanlega!
- - - - -
* Framtíðarsáttmálinn 10 daga gamall *
UMRÆÐUFUNDUR Í HAFNARFJARÐARLEIKHÚSINU MEÐ FULLTRÚUM STJÓRNMÁLAFLOKKANNA
Framtíðarlandið efnir til umræðufundar í tilefni þess að tíu dagar eru liðnir frá því "Sáttmáli um framtíð Íslands" var lagður fram. Í pallborði verða fulltrúar allra stjórnmálaflokka, en umræðum stýrir Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður.
Í pallborði sitja:
* Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar
* Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks til Alþingis
* Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs
* Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar
* Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins
* Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins
Gestgjafar fundarins í Hafnafjarðarleikhúsinu munu krydda kvöldið með atriðum úr leikritinu Draumalandið, sem sýnir í spéspegli þau ólíku sjónarmið sem hafa ríkt í umræðunni um stóriðju- og virkjunarmál.
Staður: Hafnarfjarðarleikhúsið, Strandgötu 50, Hafnarfirði
Tími: Miðvikudagur 28. mars, 20:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2007 | 00:44
Metnaðarfull stefnumál VG geta varla talist bannhyggja
Kíkið endilega á Silfur Egils frá því sunnudag þar sem ég var ásamt öðrum að ræða stjórnmálin. Eitt af því sem ég hugsaði vel og vandlega um og þótti miður aðlaðandi við stjórnmál þegar ég var að ákveða hvort ég ætlaði í framboð var karpið og leiðindin sem oft verða í umræðunni. Það þykir mér afar miður að þurfi að vera ráðandi í pólitískri umræðu og málefnin tínast í. Í Silfrinu í dag var reynt að ráðast að mér með ómálefnalega og innantóma gagnrýni. Ég taldi það ekki svara vert.
Ég velti því nú samt fyrir mér þegar fólk spyr á þennan hátt hvort það þekki yfir höfuð stefnumál okkar. Hvar er bannhyggjan í því að leggja áherslu á jafnréttismál og vilja gott velferðarkerfi og öflugar rannsóknir í heilbrigðisvísindum sem geta orðið til heilsueflingar? Hver er afturhaldssemin í því að ætla að leggja áherslu á einstaklingsbundið nám, afnema samræmd próf og stórefla menntakerfið? Það þætti nú framsýnt í flestra augum, nema þá kannski þeirra sem hafa þau full af þyrnum. Og ég spyr aftur, hver er afturhaldssemin eða bannhyggjan í því að ætla að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu og afnema fjármagnstekjuskatt af 90% þjóðarinnar? Hver er bannhyggjan í því að ætla að draga úr þenslu og verðbólgu í landinu? Það þætti nú víðast hvar ábyrgðarfull efnahagsstjórn - nema þá kannski þar sem merkingu þess hefur verið snúið við.
Það var fróðlegt að sjá Egil í pistlinum sínum taka það fram að hér hefur árum saman ríkt ákaflega óábyrg efnahagsstjórn og er held ég kominn tími til að tala um einmitt þetta. Það hlýtur að teljast óábyrg og slæm efnahagsstjórn þegar verðbólgan hleypur upp úr öllu valdi og viðskiptahallinn er svo mikill sem raun ber vitni. Síðasta vinstri stjórn þurfti líka, eins og sú næsta kemur til með að þurfa að gera, að hreinsa upp eftir sjálfstæðisflokkinn og hans óábyrgu stjórn. Þegar síðasta vinstri stjórn var hér tókst þeim að fá þjóðina í sameiginlegt átak til að ná niður ofurverðbólgu upp á 20-30% niður í 2%. Það talar enginn um þetta. Nei, það er víst vissara að halda hræðsluáróðrinum á lofti. Það er taktík stjórnarinnar núna - sem gefur til kynna að þeir eru orðnir skíthræddir.
Óskaplega þykir mér nú leiðinlegt að þurfa að standa í skítkasti frá öðru fólki í garð flokks sem ekki hefur fengið tækifæri til að sanna sig í stjórn landsins. Auðvitað hefur flokkurinn sýnt og sannað að málefnin eiga brýnt erindi til fólksins í landinu og hafa fulltrúar flokksins á Alþingi verið duglegir við að koma hinum ýmsu málum að. Það er vissulega gleðiefni að íslenska þjóðin er að vakna til vitundar um mikilvægi náttúrunnar og ég tel að fylgi okkar sé einnig að aukast vegna jafnréttis- og velferðarmála. Ég er sannfærð um að íslenska þjóðin aðhyllist velferðarsamfélag með öflugt og fjölbreytt atvinnulíf, líkt og við þekkjum frá Norðurlöndunum, sem er einmitt það sem VG leggur áherslu á.
Vinstri grænt vor í vor
Bloggar | Breytt 9.4.2012 kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
24.3.2007 | 18:28
Tónleikar gegn stækkun álvers í Hafnarfirði í kvöld
Sól í straumi hvetur borgarbúa og Hafnfirðinga til að sækja baráttutónleika gegn stækkun álvers í STraumsvík í kvöld sem haldnir eru í íþróttahúsinu við Strandgötu og hefjast kl. 19:30. Hljómsveitin Úlpa sér um tónlistina, en meðal ræðumanna eru Jón Baldvin Hannibalsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Matthíasson. Dagskrá kvöldsins mun svo ljúka með atriði úr uppsetningu Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnason.
Ég fór um daginn að sjá leikritið Draumalandið og hvet alla til að fara að sjá það. Það var mjög vel gert, bæði fræðandi og skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2007 | 08:40
Rannsókn - viðhorf unglinga til kláms
Hér er fjallað um rannsókn sem ég gerði í sumar ásamt Hjálmari G. Sigmarssyni, þar sem fram komu ýmsar áhugaverðar hugleiðingar unglinganna.
Hlakka til að lesa greinina í blaðinu í dag.
"Klám er úti um allt á Netinu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2007 | 14:53
Stríð eða friður? Ábyrgð okkar í Írak
Íslendingar (eða Dabbi, Dóri, XD&XB réttara sagt) bera að hluta til ábyrgð á stríðinu í Írak þar sem tugþúsindir systkina okkar hafa látið lífið. Hvers vegna? Ekki af því að Írakar bjuggu yfir óteljandi "weapons of mass destruction" - nei, það var ekki málið... málið var olía. Spáiði í það að saklaust fólk sé að láta lífið vegna þess hversu heimskir og gráðugir þessir Bandaríkjamenn sem standa fyrir stríðinu eru. Hræðilegt í einu orði sagt. Græðgin er ein stærsta synd mannverunnar og getur leitt af sér ýmsa hræðilega hluti eins og mörg dæmi eru um.
Ég hvet alla Íslendinga að sýna því fólki sem liðið hefur ómældar þjáningar vegna stríðsins í Írak þá virðingu að mæta á opinn fund stríðsandstæðinga þann 19. mars kl. 20 í Austurbæjarbíó.
Bloggar | Breytt 19.3.2007 kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2007 | 21:27
Vinstri græn boða stóriðjustopp
Stóriðjustopp og verndun náttúru Íslands er stefna okkar Vinstri grænna í vor, grænasta vori í kosningasögu Íslands. Það mun engan veginn stöðva framþróun né heldur draga úr hagvexti, þvert á móti mun það tryggja betri afkomu þeirra fyrirtækja sem hér eru og draga úr verðbólgu og þenslu í samfélaginu sem er að tröllríða heimilunum og öðrum fyrirtækjum.
Það er mikilvægt fyrir okkur öll að átta okkur á mikilvægi þess að vernda náttúru Íslands og meta hana meira en sem tombólu fyrir erlenda auðhringi. Með því að selja orkuna okkar á undirverði erum við í raun að stuðla að og ýta undir ennþá meiri sóun áls og mengun í heiminum. Áætlun núverandi ríkisstjórnar gengur út á fullvirkjun Íslands í þágu áliðnaðar.
Hlutfall endurvinnslu áldósa hefur farið stöðugt lækkandi í USA frá 1990 og er nú undir 50%. Stjórnvöld þar í landi og stórfyrirtæki axla ekki þá ábyrgð sem þeim ber; að endurvinna ál sem mundi draga verulega úr þörf fyrir frumvinnslu á áli og þar með draga úr bæði mengun og náttúrufórnum sem af því hlýst. Ef einungis er talin sú óábyrga sóun sem fór fram á síðasta áratug (1990-2000) jafngilti það 316.000 Boeing 737 farþegaþotum. Já, á einum áratug var hent svo miklu af áldósum á haugana að nægt hefði til að endurnýja allan flugflota heims 25 sinnum!!! Þar á síðan eftir að bæta við öllu hinu álinu sem hent er á haugana, sem er yfir 2,5 milljónir tonna í allt á ári hverju í Bandaríkjunum einum saman og á eftir að reikna með öllu því sem hent er víða annars staðar í heiminum. En ýmis lönd eru mun ábyrgari í endurvinnslu en Bandaríkin.
Endurvinnsla áls krefst einungis 5-10% af þeirri orku sem fer í frumvinnslu þess.
Það er ábyrg og skynsöm stefna Vinstri grænna að stuðla að stóriðjustoppi og það er ábyrg og skynsöm stefna jarðarbúa að þrýsta á álfyrirtækin og bandarísk stjórnvöld að draga úr þessari gífurlegu sóun sem veldur eyðileggingu jarðar.
Ég bendi á grein Álfheiðar Ingadóttur um stóriðjustopp í mbl .
Ísland er ekki að bjarga heiminum með því að fórna náttúrunni til að virkja allt í þágu slíkrar sóunar. Með því eru Íslendingar þvert á móti að ýta undir óábyrga hegðun og neyslumynstur í óábyrgum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Í það ber okkur ekki að fórna okkar náttúru og slíkt eiga íslenskir skattgreiðendur ekki að greiða niður með óarðbærum framkvæmdum eins og Kárahnjúkavirkjun.
Vegna miður gáfulegra athugasemda sem ég hef fengið þætti mér gaman að benda á nokkrar síður til upplýsingar og til að líta aðeins á heildarmyndina af áliðnaði.
http://fluoridealert.org/aluminum-respiratory.htm
http://www.fluoridealert.org/health/index.html
http://www.rvi.net/~fluoride/000138.htm
http://www.halifaxinitiative.org/index.php/All_ResearchReport/411
http://www.nosmeltertnt.com/alcoa_pollution.html
http://www.jbeo.com/
http://www.landvernd.is/frettirpage.asp?ID=1998
http://www.landvernd.is/page3.asp?ID=1067
http://www.eldhorn.is/hjorleifur/vett2006/120506.htm
Losun flúoríðs. Losun loftborins flúoríðs frá þurrhreinsun er samkvæmt frummatsskýrslu Alcoa 224,2 g á hvert framleitt tonn, en væri 175,9 g á tonn með vothreinsun, þ.e. hækkar um 42% ef vothreinsun er sleppt. Mat Norsk Hydro vorið 2001 vegna Reyðaráls (420 þús.t/ári) sýndi að með vothreinsun losnuðu aðeins 130 g á tonn, og er munurinn 73% lakari hjá Alcoa með þurrhreinsun.
According to the U.S. Environmental Protection Agency:
Sulfur dioxide (SO2) causes a wide variety of health and d people with heart or lung disease. Peak levels of SO2 in the air can cause temporary breathing difficulty for people with asthma who are active outdoors. Longer-term exposures to high leveenvironmental impacts because of the way it reacts with other substances in the air. Particularly sensitive groups include people with asthma who are active outdoors and children, the elderly, anls of SO2 gas and particles cause respiratory illness and aggravate existing heart disease. SO2 reacts with other chemicals in the air to form tiny sulfate particles. When these are breathed, they gather in the lungs and are associated with increased respiratory symptoms and disease, difficulty in breathing, and premature death.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs