Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Áhugaverður Kompásþáttur um álverið í Sraumsvík

Kíkið endilega á Kompás umfjöllun um álverið í Straumsvík og stækkun eða ekki stækkun.

Hvaða sérfræðingar eru það sem segja að vothreinsun sé ekki betri en þurrhreinsun? Rist segir ekkert hverjir það eru sem ráðleggja henni það. Hennar sérfræðingum virðist ekki bera alveg saman við aðra sérfræðinga sem segja vothreinsun gera það að verkum að SO2 myndar hlutlaust efnasamband í sjónum. Vissulega verður einhver mengun í sjónum vegna annarra efna sem berast í sjóinn ... en hún verður bara mun meiri þegar henni er sleppt í andrúmsloftið.

Kíkið endilega líka á skýrslu um álvinnslu: Foiling the aluminum industry 

 

Góðu fréttirnar eru þær að ótrúlega duglegt fólk er að reyna að bera út boðskap til fólks í Hafnarfirði, svo það er mótvægi við áróður álbræðslunnar í Straumsvík. Sól í straumi þakka ég kærlega fyrir ötult og óeigingjarnt starf á því sviði. Það var ánægjulegt að vera með þeim við opnun kosningarskrifstofu um helgina.  


Chomsky, einn greindasti maður heims - talsmaður sannleikans

Þessi maður er að mínu mati einn af fremstu og greindustu mönnum heims. Hann er ötull talsmaður sannleikans og oft útilokaður frá mainstream fjölmiðlaumræðu vegna þess að hann segir sannleikann um valdníðslu og terrorisma Bandaríkjastjórnar sjálfrar. Það fellur stjórninni ekki sérstaklega vel í geð. Oft er það nú þannig að þeim sem hafa verið lengi við völd fellur ekki sérstaklega vel í geð þegar einhvers konar mótmæli eða andóf rís og fólkið á götunni reynir að upplýsa hvort annað um rotnu eplin í stjórninni :)

 

Noam Chomsky er minn maður - fluggreindur aktivisti og talsmaður sannleikans.

Kíkið endilega á hann á Conversations with Chomsky eða á youtube:

Noam Chomsky ~ Activism, Anarchism & Power [1/5]

Noam Chomsky ~ Activism, Anarchism & Power [2/5]

Noam Chomsky ~ Activism, Anarchism & Power [3/5]

Noam Chomsky ~ Activism, Anarchism & Power [4/5]

Noam Chomsky ~ Activism, Anarchism & Power [5/5]

 

Einnig vil ég benda á síðuna hans hér www.chomsky.info 


TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN KONUR!

Í dag, þann 8.mars er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir friði og jafnrétti. Af því tilefni er þéttskipuð dagskrá til að halda upp á daginn.

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 
fyrir friði og jafnrétti.


Opinn fundur fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17
í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.


Virkjum kraft kvenna.

Fundarstjóri: Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM

Harpa Njálsdóttir, félagsfræðingur
Hvað þarf til að rétta hlut fátækra kvenna?

Ezter Toth, í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna 
Friður og jafnrétti á heimilum. 

Halldóra Malín Pétursdóttir, leikkona - atriði úr einleiknum “Power of Love”.

Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands 
Jöfnun tækifæra.

Gunnar Hersveinn, heimspekingur
Friðarmenning.

Tónlist: Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari

María Kristjánsdóttir, leikstjóri
Frelsi til að vera fátækur.

Pálína Björk Matthíasdóttir 
Grameen-banki. 

Ljóðalestur: Guðrún Hannesdóttir, handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör 2007.

María S. Gunnarsdóttir, form. Menningar- og friðarsamtaka MFÍK 
Jöfnuður - jafnrétti – jafnræði.


Harpa Stefánsdóttir og Ármann Hákon Gunnarsson sýna ljósmyndir í salnum.

 

 

 

 Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, efnir femínistafélagið Bríet til baráttugleði á Barnum (Laugavegi 22) kl. 20:00. Kvöldið verður pakkfullt af baráttuþrungnum þrumuræðum, tónlist og skemmtilegheitum. 

 


Klámkvöld í kvöld!

Klámkvöld Karlahóps Femínistafélags Íslands

Miðvikudagskvöldið 7. mars
Barinn, Laugavegi 22, 2. hæð.
Húsið opnar kl. 20:00

Næstkomandi miðvikudagskvöld heldur Karlahópur Femínistafélagsins
klámkvöld. Þar verður klám rætt í kynjuðu samhengi og meðal annars
fjallað um neyslu ungs fólks á klámi, klámvæðinguna í samfélaginu,
ímyndir í klámi, klámiðnaðinn og margt fleira. Einnig verður reynt að
varpa ljósi á tengsl kláms og karlmennsku. Markmiðið er að fjalla um
klám og þá umræðu sem átt hefur sér stað undanfarnar vikur. Um leið
hvetjum við karlmenn til að sýna ábyrgð í umræðunni um klám.

Að erindum loknum opnum við fyrir umræður. Aðgangur ókeypis. Opið
fyrir alla, konur og karla!

Fundarstjórn:
Gísli Hrafn Atlason, mannfræðingur og ráðskona Karlahóps.

Frummælendur eru:

Gunnar Hersveinn - ,,Klámvæðing, siðvæðing."
Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur fjallar um klámvæðingu
tengda börnum og unglingum. Hann teflir fram siðvæðingu sem felst í
gagnrýnni og skapandi hugsun gegn klámvæðingu á Íslandi. Hann greinir þær
dyggðir sem prýða "klámstúlkuna" sem á að uppfylla drauma "karlmannsins." Hann
nefnir dæmi um hvernig barnaklám hefur átt greiða leið til landsins sem
fjöldaframleidd vara.

Siggi Pönk - ,,Í leit að ofbeldislausu klámi."
Siggi veltir fyrir sér af hverju það er svo erfitt fyrir femínista með
áhuga á klámi að finna spennandi efni sem er ekki fullt af ofbeldi.

Hjálmar G. Sigmarsson - ,,Í klámvæddum heimi."
Hjálmar mun fjalla um rannsókn sem hann vann ásamt Andreu Ólafsdóttur
síðastliðið sumar, um upplifun og viðhorf unglinga til kláms. Hann mun
draga fram helstu niðurstöður ásamt því að skoða hvernig
klámiðnaðurinn hefur þróast undanfarna áratugi. Að lokum mun hann
skoða afleiðingar kláms á kynjaímyndir og áhrif þess á hugmyndir um
karlmennsku.

Meirihluti andvígur stækkun í Straumsvík

  

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins eru rúm 63% landsmanna andvíg stækkun álvers í Straumsvík og tæp 36 prósent fylgjandi - af þeim sem tóku afstöðu. Úrtakið var 800 manns og um 70 prósent tóku afstöðu.

Um daginn kom í ljós að skv. skoðanakönnun í Hafnarfirði er rúmlega helmingur Hafnfirðinga einnig andvígur stækkun í Straumsvík. Svo virðist sem flestir þar geri sér grein fyrir hve hrapalegt slys það yrði til frambúðar. 

Ennfremur segir visir.is frá því að ,,Landsmenn eru bjartsýnni en nokkru sinni fyrr, samkvæmt væntingavísitölu, sem Gallup mælir. Hún mælist nú tæp 150 stig , eða hærri en nokkru sinni fyrr. Þessi mæling lýsir viðhorfum til efnahags og atvinnumála í næstu framtíð."

Má ætla að almenningur viti af þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins þar sem fram kemur að hagvöxtur verði áfram þokkalegur næstu ár þó svo að ekki verði af frekari stóriðjuframkvæmdum?

 
 
 

« Fyrri síða

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband