Leita í fréttum mbl.is

Kynningarfundur varðandi Straumsvík á fimmtudag

Kosið á laugardaginn – síðasti kynningarfundurinn haldinn á morgun fimmtudag kl. 19. Einnig eru Hafnfirðingar og höfuðborgarbúar allir hvattir til að fara á sýninguna Draumalandið í Hafnarfjarðarleikhúsi. Fór á það um daginn og það var alveg frábær sýning, vel upp sett, skemmtileg og fróðleg.  

 

Hafnfirðingar eru hvattir til að mæta á síðasta kynningarfundinn um málefni tengd deiliskipulagstillögunni sem greiða á atkvæði um. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. mars í Hafnarborg, kl. 19.00 og verður sendur út bæði í Vefveitunni og að hluta til á Stöð 2.

Hverjir hafa kosningarétt? Um atkvæðagreiðsluna gilda í meginatriðum sömu reglur og við sveitarstjórnarkosningar, en kosningabærir teljast þeir Hafnfirðingar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum sbr. 2. gr. og 5. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.

Rafræn kjörskrá :  Í kosningunum 31. mars verður í fyrsta sinn í Hafnarfirði notast við rafræna kjörskrá. Það þýðir að kjósendur eru ekki lengur bundnir af kjördeildum heldur geta nú farið á hvaða kjörstað sem er til að kjósa. Á kjörskrá eru 16.648 manns.

Kjörstaðir : Áslandsskóli, Íþróttahúsið við Strandgötu og Viðistaðaskóli. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 19.00.

 

Á hvaða upplýsingum eiga bæjarbúar að byggja sína ákvörðun?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

innlitakvitt

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 05:41

2 identicon

Kjósendur eru hvattir til að skoða þessar upplýsingar þegar þeir taka ákvörðun sína um þetta mál.  Forðumst öfgahyggjuna og notumst við raunsæi.  

Eins og góðra stjórnmálamanna er siður reikna ég með að Andrea leyfi öllum sjónarmiðum að koma fram.

Dharma 

Dharma (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 15:42

3 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Ég leyfi þér að sjálfsögðu að hanga inni Dharma minn þegar þú ert ekki með leiðindi

Bendi líka á að Hafnarfjarðarbær mun alveg fá fullt af tekjum þó svo álverið verði ekki stækkað og ég tel bæinn hafa mun meiri möguleika ef álverið stækkar ekki.

Það er ljóst að ef landið sem á að taka undir stækkun verður ekki notað í það mun það verða notað undir iðnaðarlóðir. Fasteignagjöld af þeim eru líka peningar.

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands var, af bæjaryfirvöldum og með samþykki bæði Sólar í Straumi og Alcan, sérstaklega fengin til að gera úttekt á stækkun álversins annars vegar og eðlilegri þróun hins vegar.

Hagfræðistofnun HÍ fann út að hagnaður hvers Hafnfirðings af stækkun yrði á bilinu 6-8 þúsund krónur á ári. Þá var ekki tekið tillit til umhverfiskostnaðar.

Andrea J. Ólafsdóttir, 29.3.2007 kl. 16:14

4 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Þess má einnig geta að greiningardeildir bankanna hafa gefið það út að ef haldið verður áfram á þessari virkjana- álvers braut með þeim hraða sem ætlað er þá mun verðbólga aukast og þenslan viðhaldast þannig að vextir okkar og lán munu hækka. Það yrði mikið álag á samfélagið allt af af þessari stækkun yrði og öðrum áformum. 

Auk þess má geta þess að hagvaxtör á síðasta ári dvar ekki eins mikill og búið var að spá, lifði ekki upp til væntinga, vegna þess hve mikið gleymdist að taka með í reikninginn að til dæmis fyrirtæki færu úr landi og vaxtarmöguleikar þeirra skertust á þessum sama tíma.  

Andrea J. Ólafsdóttir, 29.3.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband