Leita í fréttum mbl.is

Vinstri græn boða stóriðjustopp

Stóriðjustopp og verndun náttúru Íslands er stefna okkar Vinstri grænna í vor, grænasta vori í kosningasögu Íslands. Það mun engan veginn stöðva framþróun né heldur draga úr hagvexti, þvert á móti mun það tryggja betri afkomu þeirra fyrirtækja sem hér eru og draga úr verðbólgu og þenslu í samfélaginu sem er að tröllríða heimilunum og öðrum fyrirtækjum. 

Það er mikilvægt fyrir okkur öll að átta okkur á mikilvægi þess að vernda náttúru Íslands og meta hana meira en sem tombólu fyrir erlenda auðhringi. Með því að selja orkuna okkar á undirverði erum við í raun að stuðla að og ýta undir ennþá meiri sóun áls og mengun í heiminum. Áætlun núverandi ríkisstjórnar gengur út á fullvirkjun Íslands í þágu áliðnaðar. 

Hlutfall endurvinnslu áldósa hefur farið stöðugt lækkandi í USA frá 1990 og er nú undir 50%. Stjórnvöld þar í landi og stórfyrirtæki axla ekki þá ábyrgð sem þeim ber; að endurvinna ál sem mundi draga verulega úr þörf fyrir frumvinnslu á áli og þar með draga úr bæði mengun og náttúrufórnum sem af því hlýst. Ef einungis er talin sú óábyrga sóun sem fór fram á síðasta áratug (1990-2000) jafngilti það 316.000 Boeing 737 farþegaþotum. Já, á einum áratug var hent svo miklu af áldósum á haugana að nægt hefði til að endurnýja allan flugflota heims 25 sinnum!!! Þar á síðan eftir að bæta við öllu hinu álinu sem hent er á haugana, sem er yfir 2,5 milljónir tonna í allt á ári hverju í Bandaríkjunum einum saman og á eftir að reikna með öllu því sem hent er víða annars staðar í heiminum. En ýmis lönd eru mun ábyrgari í endurvinnslu en Bandaríkin. 

Endurvinnsla áls krefst einungis 5-10% af þeirri orku sem fer í frumvinnslu þess.
 

Það er ábyrg og skynsöm stefna Vinstri grænna að stuðla að stóriðjustoppi og það er ábyrg og skynsöm stefna jarðarbúa að þrýsta á álfyrirtækin og bandarísk stjórnvöld að draga úr þessari gífurlegu sóun sem veldur eyðileggingu jarðar. 

Ég bendi á grein Álfheiðar Ingadóttur um stóriðjustopp í mbl .

Ísland er ekki að bjarga heiminum með því að fórna náttúrunni til að virkja allt í þágu slíkrar sóunar. Með því eru Íslendingar þvert á móti að ýta undir óábyrga hegðun og neyslumynstur í óábyrgum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Í það ber okkur ekki að fórna okkar náttúru og slíkt eiga íslenskir skattgreiðendur ekki að greiða niður með óarðbærum framkvæmdum eins og Kárahnjúkavirkjun. 

 

Vegna miður gáfulegra athugasemda sem ég hef fengið þætti mér gaman að benda á nokkrar síður til upplýsingar og til að líta aðeins á heildarmyndina af áliðnaði.

 

http://fluoridealert.org/aluminum-respiratory.htm

http://www.fluoridealert.org/health/index.html 

http://www.rvi.net/~fluoride/000138.htm

http://www.halifaxinitiative.org/index.php/All_ResearchReport/411

http://www.nosmeltertnt.com/alcoa_pollution.html

http://www.jbeo.com/ 

http://www.landvernd.is/frettirpage.asp?ID=1998

http://www.landvernd.is/page3.asp?ID=1067

http://www.eldhorn.is/hjorleifur/vett2006/120506.htm 

Losun flúoríðs. Losun loftborins flúoríðs frá þurrhreinsun er samkvæmt frummatsskýrslu Alcoa 224,2 g á hvert framleitt tonn, en væri 175,9 g á tonn með vothreinsun, þ.e. hækkar um 42% ef vothreinsun er sleppt. Mat Norsk Hydro vorið 2001 vegna Reyðaráls (420 þús.t/ári) sýndi að með  vothreinsun losnuðu aðeins 130 g á tonn, og er munurinn 73% lakari hjá Alcoa með þurrhreinsun.

 

According to the U.S. Environmental Protection Agency:  

    “Sulfur dioxide (SO2) causes a wide variety of health and d people with heart or lung disease.  Peak levels of SO2 in the air can cause temporary breathing difficulty for people with asthma who are active outdoors.  Longer-term exposures to high leveenvironmental impacts because of the way it reacts with other substances in the air.  Particularly sensitive groups include people with asthma who are active outdoors and children, the elderly, anls of SO2 gas and particles cause respiratory illness and aggravate existing heart disease. SO2 reacts with other chemicals in the air to form tiny sulfate particles.  When these are breathed, they gather in the lungs and are associated with increased respiratory symptoms and disease, difficulty in breathing, and premature death.”

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Mig minnir að ég sé búinn að sjá svipaða færslu hér áður. Sóun á áli er náttúrulega umhverfisglæpur en eru stóriðjustopp og kvenforréttindi einu baráttumál VG í þessum kosningum? Auglýsi enn og aftur eftir útspili VG í atvinnumálum.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 15.3.2007 kl. 21:49

2 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Stóriðjustopp eins og VG kalla það er á  ekkert  skyllt  við  neina  skynsemi miklu  fremur  hið gagnstæða vildi  bara  leiðrétta þennan  miskilning

Gylfi Björgvinsson, 15.3.2007 kl. 22:13

3 identicon

Vinur minn og kollegi Ingi Rúnar Eðvarðsson vitnaði í blogginu sínu í dag í meistara Þórberg Þórðarson sem sagði: „Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndarafli“. Mér datt þetta í hug þegar ég las færslu Guðmundar Ragnars í viðbrögðunum hér fyrir ofan. Mér hefur nefnilega alltaf frekar fundist skorta á ímyndunaraflið í atvinnumálum hjá álvers- og stórvirkjanaaðdáendum heldur en hjá umhverfisverndarsinnum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 00:24

4 identicon

Skrítið með VG hve þeir eru mikið á móti "Renewable energy sources" í anda "Sustainable Development" og þar ber hæst andstaða við vatnsorku okkar íslendinga.  Jú, þeir vilja leyfa svokallaðr rennslisvirkjanir þar sem aðeins er notast við rennsli í ám og þá minnsta rennsli því annars fæst ekki stöðugt afl heldur mismikið eftir árstíðum í jökulfljótum. Það þarf að nýta þessa virkjunarkosti og það kallar á mannvirki eins og stíflur. Reyndar virðast VG vera voða hræddir við stíflur - þær eru svo illa gerðar og áhættumatið ekki pappírsins virði, sagði Álfheiður Inga síðasta sumar.  Jahá, gott að fá það sérfræðiálit og var það alveg sérstaklega málefnanlegt innlegg í umræðu sem í kjarnann snýst um sjálfbæra þróun!  Vatnsorka "Hydropower" er talið upp undir merkjum sjálfbærrar þróunar sem endurnýtanlegir orkugjafar og þá er rétt að snúa sér nú almennilega að því að nýta þá - um það ættu nú allir að geta verið sammála. Enda er lofthjúpurinn yfirfullur af CO2 - koltvísýrling.  Hvers konar froðasnakk er þetta hjá VG að tala jöfnum höndum um sjálfbæra þróun sem "Divine" hugtak en meina samt eitthvað allt annað. Óábyrg stefna  VG í umhverfismálum verður örugglega ekki endurnýtt enda alls ekki í anda sjálfbærrar þróunnar.

kær kveðja

Sveinn 

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 00:33

5 identicon

Sjálfbær þróun kemst ekki að fyrir einhverju kanahatri í VG sbr.:

"Ísland er ekki að bjarga heiminum með því að fórna náttúrunni til að virkja allt í þágu slíkrar sóunar. Með því eru Íslendingar þvert á móti að ýta undir óábyrga hegðun og neyslumynstur í óábyrgum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Í það ber okkur ekki að fórna okkar náttúru og slíkt eiga íslenskir skattgreiðendur ekki að greiða niður með óarðbærum framkvæmdum eins og Kárahnjúkavirkjun. "

Nú hentar VG ekki að "bjarga" heiminum en í öðrum málaflokkum er ekki hikað við að gefa það í skyn sbr. umræðu formanns um netlögreglu, klám og allt það sem VG ætlar að gera.  Svo skulum við ekki gleyma þróunaraðstoða (sem er góðra gjalda verð) þá hentar að tala á slíkum hástemdum nótum en alls ekki, bara alls ekki í stóra máli Græningjanna Umhverfismálum - "nei við björgum ekki heiminum þá."   

Eitt þessu og annð í hinu við eru jú ekki kreddufastur flokkur. Rosalega var þetta nú flott að geta rökstutt ekki-heimsbjörgn í umhverfismálum með hinum "sí-illu" Bandaríkjunum. Þið eruð algerir snillingar ég fell gjörsamlega í stafi yfir þessari rökfestu ykkar. 

Óábyrg umhverfisstefna VG sem gefur sig út fyrir að ætla að bjarga umhverfinu er eitt furðulegast fyrirbærið á þessu ágæta landi í landi í dag.

Kær kveðja

Sveinn 

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 00:48

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Ef ég byggi á Íslandi myndi ég kjósa vinstri græna !

gott fólk, með góð markmið.

Ljós frá Lejre.

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 06:29

7 identicon

Bjarni Magnús (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 13:15

8 identicon

Álfheiður og aðrir Vinstri-grænir (og fleiri) vita því miður ekki mikið arðbærar framkvæmdir né hugsun. Man einhver eftir því síðasta sumar þegar þau lögðu til að ekki yrði fyllt í Hálslón? Virkjunin væri sett á ís án orkuframleiðslu!! Ég man ekki alveg hvernig þau ætluðu sér að standa við skuldbindingar um orkuafhendingu. En gefum okkur að þau hefðu verið við stjórnvölinn og hlustað hefði verið á þessa tillögu ! Ég held að þá hefði íslenskt þjóðfélag verið svo gott sem gjaldþrota vegna endurkröfu orkukaupandans og fleiri. Ímyndið ykkur slíkt fólk að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar. Það fer hrollur um mann.

S02 (brennisteinssambönd). Bent var á það af sérfræðingi Umhverfisstofnunar (Þór Tómasson) að mengun frá bílaumferð í Reykjavík (þ.m.t. brennisteinn) væri miklu meiri en frá stækkuðu álveri í Straumsvík, sjá viðtal á Stöð 2 líklega á mánudagskvöld. Hann nefndi sérstaklega að ungbörnum væri meiri hætta búin við Miklubraut en hverfinu sem er næst álverinu í Straumsvík. Þ.e.a.s. ef menn vilja fara í samanburð. Punkturinn hjá honum var bara að segja að mengun frá álveri er svo gott sem hættulaus byggðinni. Hann nefndi það sérstaklega ef hætta ætti að vera vegna lungnaskaða þyrfti maður að setja hausinn í reykstrompinn !

Sjáum nú málflutning Vinstri-vænna hér að ofan. Eru þessi dæmi tiltekin. Nei, endar hentar það ekki trúarbrögðunum að vera á móti "stóriðju".

Að lokum. Ætlar VG o.fl. að sýna fordæmi með að hætta að ferðast eða stórminnka það, t.d. í flugvélum eða bílum. Jafnvel líka á reiðhjólum því það skapar einnig aukna eftirspurn eftir áli. Það er eitthvað sem segir mér það að þeir sem gala hæst ætla ekki að minnka við sig lífstílinn og kröfurnar um aukin ferðalög. Þeir ætla öðrum það.

Með kveðju, Gísli

Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 13:58

9 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Náttúruvernd er góð og gild. Að stöðva algerlega stóryðju og lifa í einhverri drauma veröld þar sem náttúran er látin fremst í forgangsröð gegn því að fólk haldi vinnu og uppbyggingu byggða er frekar barnaleg. Þetta mun aldrei komast í gegn.

Ómar Örn Hauksson, 16.3.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband