Færsluflokkur: Bloggar
29.1.2007 | 11:15
Er það vinstri-öfgamennska að vilja FRIÐ á jörðu?
Ef svo er, þá væri niðurstaðan líklega einnig sú að hægri-öfgamennska væri í þeim anda að styðja stríð og senda um það yfirlýsingar um alla veröld, rétt eins og okkar hægri stjórn gerði.
Það má spyrja sig hvort það sé vinstri-öfga-manneskja sem vill að Ísland segi ALDREI neinni þjóð stríð á hendur og vill ávallt halda sig utan stríðsyfirlýsinga eins og Svíþjóð hefur gert? Skynsemi mín svarar því alfarið neitandi, en ef svo væri raunin, þá væri ég stolt af því að kalla mig "vinstri-öfgamanneskju" fyrir friði á jörð. Eru það kannski öfgar líka að vilja ÖLLU fólki vel, líka þeim sem standa verst í samfélaginu? Er það öfga-manneskja sem vill tryggja það að allir launþegar fái almennilega greitt fyrir vinnu sína frá hægri öfgamönnum sem eiga fyrirtækin og vilja umfram allt græða peninga? Mig langar að spyrja fólk eins og Óðinn sem kommenterað hefur á bloggið mitt um vinstri-öfgamennsku að því hvernig eiginlega vinstri öfgamaður lýsir sér
Mér finnst nokkuð leiðinlegt að tala um fólk sem öfgamenn þótt þeir hafi mögulega aðra skoðun en maður sjálfur. Eru Geir H. Haarde, Davíð og Halldór þá ekki hægri öfgamenn sem styðja stríð í þágu kapitalismans? Eru þeir ekki hægri-öfgamenn sem er alveg sama um það hvort hluti þjóðarinnar lifi við og undir fátæktarmörk, fái lítið sem ekkert greitt fyrir fullan vinnudag ... svona allavega á meðan þeir sjálfir, fjölskyldur þeirra, fyrirtækjaeigendur og þeir sem hæstir eru í launastiganum hafa það gott? Þá þurfum við ekkert að vera að spá í hitt fólkið sem vinnur hörðum höndum í fyrirtækjunum þeirra svo hægt sé að græða peningana - EÐA HVAÐ? Við skulum aldrei gleyma því hverjir skapa arðinn í raun og veru í fyrirtækjunum, það er ekki eingöngu forstjórinn og hans millistjórnendur, NEI, það er líka fólkið á færibandinu, fólkið sem veitir þjónustuna, fólkið sem býr til afurðina. Gleymum því ekki!
Ég vil benda á það að vilji til að hafa frið á jörð og sanngjörn laun fyrir alla er engin öfgamennska! Væri þá kannski líka hægt að kalla Gandhi og Dalai Lama öfgamenn? Nei, því er nú einu sinni svo farið að það eru sum okkar í þessum heimi sem munum aldrei samþykkja stríð og viljum alls ekki að okkar þjóð taki þátt í stríðsburðum eða yfirlýsingum um stríð á hendur annarra þjóða. Í okkar fyrstu mistökum á því sviði, sem XD og XB gerðu, er réttast í stöðunni að læra af þeim og draga þessa yfirlýsingu til baka og biðjast afsökunar á slíku framferði - sérstaklega í ljósi þess að ráðamenn þjóðarinnar tóku ákvörðun byggða á röngum upplýsingum eða jafnvel engum upplýsingum.
Ísland á að vera friðarríki.
Um það held ég að flestir íslendingar séu sammála.
Bloggar | Breytt 22.4.2012 kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
25.1.2007 | 22:47
MÁLEFNIÐ SIGRAÐI - ég tek samherjum í náttúruvernd opnum örmum
Já loksins loksins getum við boðið XS upp í dans og tekið samstíga spor í tangó þannig að enginn má missa af! Náttúran og réttlæti í heiminum á hjarta mitt og ég tel XS vera næst VG og mest samstíga í flestum málaflokkum. Ég legg því til að XS og VG hætti að karpa sín á milli og taki dansinn saman, samstíga um málefnin sem skipta þjóðina okkar og landið gríðarlegu máli.
Mikið hefur farið fyrir náttúruvernd á undanförnum misserum, og alltaf meira og meira. Ég fagna því af einlægni fá mínum dýpstu hjartarótum að nú er loksins að verða breið samstaða um náttúruvernd innan stjórnarandstöðuflokkanna sem geta orðið raunverulegur valkostur kjósenda í vor í kosningum.
Þetta verður sterkasta liðið í vor, liðið sem boðar breytta tíma, sem boðar verndun náttúru Íslands.
Ég tek opnum örmum og fagnandi nýlegri stefnumótun XS um Fagra Ísland - það er vissulega fagnaðarefni að vakningin skuli vera orðin svo mikil sem raun ber vitni, því það eykur verulega líkurnar á því að náttúran fái fyrir alvöru að njóta vafans á næstu árum þegar við störfum saman í stjórnarráðinu. Ég tek því fagnandi að XS skuli vera að stilla saman strengi við landsbyggðarfólkið sitt eins og fram kemur hér : Um verndun jökulsánna í Skagafirði
Það er alger VENDIpunktur í íslensku samfélagi framundan, það sem máli skiptir eru málefnin og aftur málefnin - einbeitum okkur að því að stilla saman strengi hins raunverulega valkostar við núverandi ríkisstjórn - fellum hana saman í vor og byggjum upp réttlátara samfélag á Íslandi í anda velferðarríkja Norðurlandanna, samfélag sem er fylgjandi friði, réttlæti og virðingu fyrir öllum manneskjum og náttúrunni!
Bloggar | Breytt 26.1.2007 kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.1.2007 | 20:09
Styðjum Höllu! - í einu sem öllu!
Ég skora á alla landsmenn sem láta sig boltann varða að styðja Höllu Gunnars til formannsstarfa í KSÍ. Ekki eingöngu vegna þess að hún er algerlega framúrskarandi dugleg og hefur mikinn áhuga á fótbolta, heldur er hún einfaldlega hæfasti frambjóðandinn með bestu baráttumálin. Ég tel að brennandi áhugi hennar, réttlætiskennd og lífssýn munu verða til að virkja mjög marga til þátttöku og efla fótbolta sem almenningsíþrótt. Vegur kvenna mun batna undir hennar forystu en einnig vegur karla, það er ég viss um. Með hana í fararbroddi myndi KSÍ hreinlega græða alveg helling og ég treysti henni til þess að gera fótbolta að íþrótt fyrir alla, bæði konur og karla, jafnt sem stelpur og stráka. Einnig held ég að hún sé bara svo ábyrg og skynsöm kona með mikinn drifkraft að henni tækist jafnvel að koma með fleira en það sem ég get séð fyrir í svo stuttu máli sem gæti komið íslensku þjóðinni á óvart. Ég treysti henni einnig til að fara vel með það uppeldis- og forvarnarhlutverk og starf sem boltinn getur verið fyrir börn og unglinga.
Áfram Halla, frú forseti KSÍ!
Ég vil líka taka undir með Kristínu Atladóttur sem segir:
"Tel hinsvegar að manneskja, sem hefur kjark til að stilla sér berskjölduð í fremstu röð í átaki gegn inngrónum fordómum og misrétti sem byggir á hefðum, sé manneskja sem hvorki KSÍ né samfélagið í heild hafi efni á að vera án. Áfram KSÍ - sýnið sama kjarkinn og rífið ykkur uppúr hjólförunum."
Þau sem vilja vinsamlegast skráið ykkur á stuðningsmannalista Höllu
Gunnarsdóttur sem næsta formann KSÍ. Ég náði reyndar ekki að skrifa mig á listann, það gerðist bara ekkert... veit ekki hvort þetta er eitthvað ekki að virka, en vona að það komist í lag.
Fótbolti fyrir alla! Konur og kalla
http://halla-ksi.blog.is/blog/halla-ksi/guestbook/
Heimasíða stuðningsmanna Höllu er http://halla-ksi.blog.is/blog/halla-ksi/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.1.2007 | 12:53
Hún er með leeeeeeg - frábær kona í formannskjöri KSÍ
Í 8. grein laga KSÍ segir
1 Knattspyrnuþingið sitja fulltrúar frá þeim aðilum, sem mynda KSÍ.
2 Fulltrúafjöldi þeirra ákvarðast af þátttöku félaga í Íslandsmóti meistaraflokks sem hér segir:
a. Fyrir félag, sem hefur rétt til þátttöku í 0. deild karla eða kvenna [Landsbankadeild karla eða kvenna] á komandi leiktíð, komi 4 fulltrúar,
b. fyrir félag, sem hefur rétt til þátttöku í 1. deild karla á komandi leiktíð, komi 3 fulltrúar,
c. fyrir félag, sem hefur rétt til þátttöku í 2. deild karla á komandi leiktíð, komi 2 fulltrúar,
d. fyrir félag, sem hefur rétt til þátttöku í neðstu deild karla eða kvenna á komandi leiktíð, komi 1 fulltrúi, enda hafi það tekið þátt í Íslandsmóti meistaraflokks 3 leiktíðir af síðustu 5, þar sem ein skal vera sú síðasta,
Og nú spyr kona sig; Eru engar 1. og 2. deildir í kvennaboltanum?
Í öllu falli vonast ég til að Halla Gunnar verði næsti formaður KSÍ og það með stæl - Áfram Halla!
Halla gefur kost á sér í formannskjöri KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.1.2007 | 14:14
Fréttastofa RÚV hlutdræg með ólíkindum
Ég hélt mig svolítið í hlé frá bloggheiminum eftir áramótin því ég þurfti aðeins að jafna mig eftir svik fréttastofu RÚV við almenning í landinu. Ein meginskylda Ríkisútvarpsins skv. lögum er að það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Hlutleysið eða óhlutdrægnin er greinilega ekki til staðar í hvívetna og í áramótafréttaannál RÚV kom í ljós alger þöggun og skýr afstaða fréttastofu (eða þeirra starfsmanna sem tóku saman efnið í annálinn) með stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Ég velti því fyrir mér í framhaldinu hvort fréttastofa RÚV sé í raun og veru búin að lýsa sig vanhæfa í að flytja fréttir um allt er varðar stóriðju? Svona rétt eins og fréttastofan dæmdi Ómar Ragnarsson úr leik frá öllum fréttaflutningi um umhverfismál þegar hann tók opinberlega afstöðu gegn stóriðjustefnunni og frekari álvæðingu. Ómar bloggar nú um virkjanafíkn íslendinga, kíkið endilega á síðuna hans.
Blessaða kryddsíldin á Stöð 2 var ágæt að sumu leyti, en þar fannst mér leiðinlegt að sjá að Stöð 2 hafi ekki haft smávegis smekkvísi í vali á styrktaraðila. Í einni andrá var Ómar heiðraður sem maður ársins, en í næstu andrá fékk maður framan í sig auglýsingu frá Alcan, og það í hverju auglýsingahléi. Það var semsagt Alcan sem studdi útsendingu þáttarins. Að mínu mati hefði fréttafólk á Stöð 2 átt að velja eitthvað aðeins minna pólitískt fyrirbæri til að styrkja þáttinn þetta árið og alveg hægt að spyrja sig hvort fréttastofan hafi þar með gert sjálfa sig nokkuð tortryggilegan flytjenda frétta af virkjanamálum með þessu.
Mestu vonbrigði mín beinast hins vegar að hinum "hlutlausa" sjónvarpsmiðli landsmanna allra, RÚV, sem kaus að sýna aðeins mjög lítið brot af þeim mótmælum sem virkjanamálin hafa kallað fram hjá þjóðinni á árinu - og það á einu mesta mótmælaári í sögu landsins! Vart hafa sést önnur eins og margmenn mótmæli í sögu lýðveldisins, nema þá á Kvennafrídeginum og gagnvart hernum - en friðsamleg mótmæli þúsunda og tugþúsunda íslendinga á árinu fannst fréttastofunni ekki fréttnæm. Í annálnum valdi Rúv að sýna mjög skýrt fram á hlutdrægni sína í fréttamati og flutningi. Það sem sýnt var af mótmælum var kallað "brambolt" á Kárahnúkasvæðinu og tekið fram að mótmælendur hefðu hlotið fangelsisdóma og sektir. Sýnt var frá því er Húsvíkingar (innan við 50 manns) héldu "álvöku" og fögnuðu og lýstu yfir stuðningi við álversframkvæmdir á Húsavík - en fréttastofan lét liggja milli hluta að sýna mótvægið sem kom stuttu síðar, sem var "Ál-andvaka" sem haldin var af Húsvíkingum ásamt Reykvíkingum á höfuðborgarsvæðinu og var í það minnsta jafn fjölmenn og álvakan á Húsavík. Í fréttinni um Kárahnúka töluðu starfsmenn Landsvirkjunar um "stærstu virkjun hér á landi", "stærsta fallvegginn", "lengstu borgöngin" o.s.frv, og risavaxið Hálslón var sýnt fagurhvítt undir snjóþekju eins og jólakort. Ekkert var talað um stórtónleikana í Laugardalshöll sem mörg þúsund manns sóttu og ekki var minnst einu orði á göngu Íslandsvina á kosningadag. Ég hugsaði því með mér að líklega hefðu þeir bara ákveðið að sýna opinberun Ómars Ragnarssonar sem var kosinn maður ársins af þjóðinni og fleirum, gönguna miklu sem hann efndi til og fylgikálf Morgunblaðsins sem hann lét prenta á eigin kostnað. EN - NEI - það var ekki einu orði minnst á gönguna hans Ómars, þar sem um 11-15.000 manns tóku loks af skarið og lýstu yfir óánægju sinni og andstöðu við stóriðjustefnuna, ásamt Ómari, Vigdísi og Andra Snæ, sem leiddu gönguna.
Ef einhver man þetta betur eða telur sig geta leiðrétt, þá er það alveg Guðvelkomið, því það væri frábært ef þetta væri allt saman bara bull í mér og ég myndi miklu frekar sætta mig við að ég hafi haft móðu fyrir augunum eða eitthvað slíkt heldur en að þetta sé rétt. En ég tel mig þó hafa tekið ótrúlega vel eftir á meðan á annálnum stóð því ég var alltaf að bíða eftir að þeir sýndu alla söguna - með mótmælum og meðmælum þúsunda íslendinga.
Þessi þöggun er þó alveg í takt við fréttaflutning af Íslandsvinagöngunni og Ómarsgöngunni á sínum tíma, en varast var að segja frá því þegar þær voru í undirbúningi og fréttastofan flutti fyrst fréttir af Ómarsgöngunni þegar hún var hafin, líklega til að tryggja að færri kæmu - að ekki sé minnst á þöggunina sem átti sér stað á kosningadag þegar Íslandsvinir gengu saman, um 2-3000 manns. Þá ákvað fréttastofan "hlutlausa" að sýna ekki fréttina fyrr en kvöldið eftir (sem þó var tekin upp um miðjan dag og var tilbúin til útsendingar). Ætli efnið hafi þótt of eldfimt á kosningadag? Ársannáll RÚV staðfesti enn á ný grun manns um þessa þöggun á fréttastofu allra landsmanna. Maður veltir því fyrir sér hvort það hafi verið fréttamennirnir sem sáu um annálinn eða aðrir yfirmenn sem lögðu línurnar?
Já ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum yfir þöggun og fréttaflutningi RÚV, sem á að gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.
Það hefði aldeilis þótt markvert og fréttnæmt ef milljónir manna hefðu farið á götur út til að mótmæla í Englandi eða USA en ef fjöldinn er borinn saman við t.d. USA eða Stóra-Bretland eru þessar tölur eru sambærilegar við :
Íslandsvinaganga á kosningadag ca 1% þjóðarinnar = 3 milljón manns í USA
Ómarsgangan ef 11 þús manns = 11 milljónir í USA eða ef það voru 15þús manns = 15 milljónir manns í USA. Um 60 milljónir búa í UK og þar hefði því þurft 2,2 - 3 milljónir manna til að það væri sambærilegt
Hver eru skilaboð RÚV með þessu? :
"Rúv styður stóriðjustefnuna" ?
"RÚV þykir margþúsundamótmæli á árinu ekki fréttnæm"?
"Hafiði hljótt um skoðanir ykkar á stærstu framkvæmdum og stærstu náttúruspjöllum Íslandsögunnar"!?
Vissulega voru skýr hlutdræg skilaboð sem fylgdu slíku fréttamati. En þar sem ég er að halda af stað inn í nýtt ár - ár ljóssins - þá ætla ég ekki að leyfa reiði að ná neinum tökum á mér. Ég ætla frekar að vonast til að RÚV geri ekki slík mistök í framtíðinni og gæti framvegis fyllsta hlutleysis í öllum fréttaflutningi sínum, sérstaklega af stóriðjumálum og auðvitað vonast ég eftir hlutleysi í öllu fréttamati almennt. Ég vonast líka til að starfsfólk fréttastofunnar fari að lögum í framtíðinni og gæti fyllstu óhlutdrægni í frásögn og túlkun frétta.
Ég ætla samt miklu frekar að einbeita mér að því að hugsa um ljósið sem er framundan, ljósið sem getur fært okkur virðingu fyrir bæði fólki og náttúru, jafnrétti kynjanna og réttlátari heim. Ég vonast til að litla Ísland geti náð árangri í að byggja réttlátara og virðingarfyllra samfélag með nýrri stjórn í vor.
Bloggar | Breytt 18.1.2007 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.1.2007 | 17:25
Matvælaiðnaðurinn kaupir vísindamenn og niðurstöður sér í hag
Að mínu mati er matvælaiðnaðurinn eitt af þeim fyrirbærum sem einna mest getur skaðað heilsu okkar mannanna og ber að varast að trúa auglýsingum á borð við "mjólk er góð" eða að halda að gos- og ávaxtadrykkir sem innihalda aspartame séu skaðlausir. Alls kyns aukefni í matvælum og vinnsla þeirra getur nefnilega verið mjög varhugaverð og mjög skaðleg heilsu okkar.
Á ruv.is má sjá frétt um hvernig stórfyrirtæki og matvælaiðnaðurinn getur greinilega keypt sér hagstæðar rannsóknarniðurstöður vísindamanna:
Sérfræðingar Barnasjúkrahúss Boston- og Harvardháskóla biðja almenning gjalda varhuga við niðurstöðum rannsókna á hollustu ýmissa matvæla, jafnvel þótt þær séu unnar af vísindamönnum. Oft og iðulega sé mælt með vörunni hafi framleiðandi hennar borið kostnað af rannsókninni. Frá þessu er sagt í veftímaritinu PLoS Medicine. Sérfræðingarnir beindu sjónum sínum aðallega að rannsóknum á hollustu drykkja; mjólkur, ávaxtasafa og gosdrykkja.
Þrennt olli valinu. Börn og ungmenni neyta þessara drykkja í miklu mæli, framleiðendur þeirra græða á tá og fingri og hagstæðar rannsóknarniðurstöður auka ágóðann enn meira. Sérfræðingarnir fóru ofaní saumana á 111 rannsóknum frá árunum 1999-2003. Niðurstaðan er sláandi. Greiði framleiðandi fyrir rannsókn eru fjórum til átta sinnum meiri líkur á því að niðurstaðan sé honum að skapi. Af 22 rannsóknum sem framleiðendur drykkjarvara báru kostnað af leiddu aðeins 3 til neikvæðrar niðurstöðu. 13,6 prósent.
Ef heilbrigðisyfirvöld og sjálfstæðar stofnanir fengu hins vegar vísindamenn til rannsókna var niðurstaðan oft allt önnur. Þá var liðlega þriðjungur niðurstaðna óhagstæður vöruframleiðandanum, eða 38 prósent. Martijn Katan, prófessor í næringarfræði við Vrije háskólann í Amsterdam, segir þetta vísbendingu um að sumir matvælaframleiðendur villi um fyrir almenningi með vafasömum auglýsingum um ágæti vöru sinnar, auglýsingum sem hafi á sér vísindalegt yfirbragð.
Fengið af www.ruv.is
Í viðtali við Morgunblaðið á síðasta ári sagði ég aðeins frá athugun minni á vísindarannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á sætuefninu aspartame. Hægt er að finna niðurstöður rannsókna sem sýna mikil og heilsuskaðleg áhrif sætuefnisins, en einnig er hægt að finna fjölda rannsókna sem segja það skaðlaust. Ef hins vegar er skoðað hvaða rannsóknir segja það skaðlaust, kemur í ljós að þær eru ekki óháðar, heldur studdar af drykkjar- og matvælaframleiðendum, sem geta engan veginn talist óháðir aðilar. Hinar óháðu rannsóknir sýna okkur hins vegar að ég tel sannleika málsins, að sætuefnið er verulega varhugavert og í það minnsta að það þurfi virkilega að rannsaka það frekar og skoða óhefta og alltof útbreidda notkun þess. Sérstaklega í ljósi þess að til eru önnur sætuefni sem talin eru algerlega skaðlaus, eins og til dæmis xylitol.
Úr viðtali við mig í mbl:
Skiptar skoðanir eru um aspartame en það finnst í yfir 6000 vörutegundum og er annað mest notaða sætuefni í heimi segir á heimasíðunni www.aspartame.worldwidewarning.net. Það finnst meðal annars í flestum sykurskertum drykkjum og matvörum, eftirréttum, jógúrti, vítamíni (m.a. Latabæjar- vítamínum), morgunkorni, sælgæti og tyggjói. Um þrjátíu ár eru síðan sætuefnið var samþykkt af lyfjaeftirlitinu í Bandaríkjunum (FDA).
Andrea Ólafsdóttir er nemi í uppeldis-og menntunarfræði og áhuga- manneskja um heilsu og áunna sjúkdóma vegna aukefna í matvælum. Þegar ég sá heimildamyndina "Sweet Misery A poisoned world" staðfesti það áður fenginn grun minn um skaðsemi aspartame og ég fór að leita frekari upplýsinga um efnið.
Í myndinni eru læknar og vísindamenn að vekja athygli á því hversu illa var staðið að því ferli að samþykkja aspartame á sínum tíma. Þeir segja að allar rannsóknir sem sýndu fram á neikvæða þætti þess hafi verið þaggaðar niður. Auðvitað er það kannski bara vísbending um að frekari rannsókna sé þörf, en ætti þó að vera ástæða fyrir hinn almenna neytanda að leita sér frekari upplýsinga, en ekki neyta efnisins grunlaus án þess að kynna sér málið og spyrja spurninga. Eituráhrifin af aspartame koma m.a fram í skapsveiflum, jafnvægistruflunum, svima, sjón- og svefntruflunum, og útbrotum. Andrea segir svona eituráhrif vera nóg fyrir sig sjálfa til að varast vörur sem innihalda þetta efni. Líkaminn losar sig ekki við efnið, það safnast upp og getur valdið skaða löngu seinna, eða eftir áralanga neyslu."
Í myndinni kom m.a fram að hægt var að rekja krabbamein til mikillar notkunar á vörum sem innihalda aspartame. Vísindamenn hafa ennþá efasemdir um efnið þrátt fyrir samþykki lyfjaeftirlits Bandaríkjanna og árið 2005 gerði ítali rannsókn á 1800 rottum (http://www.medscape.com/viewarticle/509619?src=search ), hann gaf helmingi þeirra mismunandi stóra skammta af aspartame og hinn helmingurinn fékk ekki neitt. 62% af þeim rottum sem fengu aspartame greindust með (hvítblæði og) krabbamein en í hinum hópnum var engin rotta sem fékk krabbamein. Þar að auki voru nokkrar rottur sem fengu heilaæxli, en engin fékk það í viðmiðunarhópnum. Að mínu mati er mjög stór ástæða fyrir neytendur að spyrja sig spurninga þegar svo virðist sem um 90-100% óháðra rannsóknaraðila finna eitthvað að efninu, á meðan þeir sem studdir eru af stórfyrirtækjum sem nota sjálfir efnið eða hafa einhverra viðskiptahagsmuna að gæta segja það skaðlaust. Við það set ég í það minnsta mjög stórt spurningamerki.
Í myndinni er verið að varpa ljósi á að með samþykkt aspartames hafi átt sér stað ferli sem lét viðskiptahagsmuni og peninga ganga fyrir allt annað og er sagt frá því að illa hafi verið staðið að rannsóknunum á þeim tíma og að niðurstöðum sem sýndu fram á varasamar afleiðingar hafi verið leynt.
Andrea segir fólk auðvitað getað skaðað heilsu sína á ýmsan hátt en að það sé í lagi að vekja athygli fólks á öllu því sem er talið skaðlegt þegar það hefur verið rannsakað af óháðum aðilum og þeir sem vilja geta þá passað sig á því. Þannig er neytandinn meðvitaðri um val sitt, rétt eins og þegar fólk velur að reykja þó það viti að það geti valdið krabbameini og dauða. Ef samþykkt lyfjaeftirlitsins er á þeim forsendum að fólk geti orðið mjög veikt og jafnvel fengið krabbamein af neyslu efnisins er rétt að geta þess einhvers staðar á umbúðum eins og nú er gert með sígaretturnar.
Ég spyr mig líka af hverju heilsufar fólks hefur versnað og af hverju geðraskanir eins og þunglyndi, ofvirkni og líka alls kyns krabbamein er orðið svo miklu algengara en áður? Ég hef lesið mig til um rannsóknir sem benda til þess að slík veikindi geti verið áunnið ástand vegna breyttra matvæla og ónógrar næringar og finnst mér ástæða til að rannsaka þá hlið miklu meira í stað þess að einblína eingöngu að finna ný og ný lyf við slíkum veikindum. Þegar svo mikið af vísbendingum eru til um það að fólk geti bætt heilsu sína og losnað við ýmsa kvilla með því að breyta mataræði sínu, er þá ekki vænlegt að fara þá leið í stað þess að dæla hundruðum milljóna í lyfjaiðnaðinn? Ef ég mætti velja myndi ég setja meiri pening í rannsóknir á því sviði næringarfræði og athuga hvort ekki er hægt að draga úr lyfjanotkun með breyttu mataræði.
Að mínu mati er aukning sjúkdóma ekki aðeins vegna þess að við séum duglegri að greina þá, heldur líka vegna þess að við erum að borða eitthvað vitlaust, ekki að fá nóg af næringarefnum og borða of mikið af skaðlegu eitri í unnum matvælum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
11.1.2007 | 15:18
Loksins loksins fær HÍ aukið fjármagn - korteri fyrir kosningar
HÍ getur nú loksins fengið raunhæft tækifæri til þess að verða alþjóðlega samkeppnisfær, því nú á að skapa forsendur til þess að uppfylla skilyrði eftir mælikvarða sem notaður er til að meta háskóla inn á topp 100 listann sem gæti aukið vinsældir hans á alþjóðavísu. Kíkið á fréttina:
Mér virðist þó á þessum samningi að áfram verði kennsla á grunnstigi, eða BA/BS stigi fjársvelt eins og verið hefur. Hér er einungis verið að styðja betur við meistara og doktorsnema og er markmiðið að koma HÍ inn á topp 100 listann, sem er í sjálfu sér bara mjög gott markmið. Kennsla og nám á grunnstigi þarf þó líka aukið fjármagn því þar er sultarólin virkilega hert. Við skulum þó vona að þetta sé skref í framfaraátt og komi sér að lokum vel fyrir alla nemendur skólans, líka BA/BS nema.
Það sem mér finnst svolítið merkilegt við að fylgjast með ráðherrum og meðlimum núverandi ríkisstjórnar (sem ég vonast til að falli í vor) er að það virðist eiga að kippa öllu í liðinn núna á síðustu metrum fyrir kosningarnar og vonast svo til að landinn verði búinn að gleyma öllu sem á undan er gengið og kjósi þetta yfir sig enn og aftur!
Mín von er sú að fólk, almenningur í landinu muni sjá í gegnum svona kosningabrellur og kjósi nú algerlega nýja stjórn í vor - að stjórnarandstaðan fái nú tækifæri til að byggja upp gott velferðarkerfi eftir fyrirmynd hinna Norðurlandanna. Einnig er ekki seinna vænna að kjósa nýja stjórn í stjórnarráðið til þess að stöðva nú fyrir fullt og allt þá stóriðjustefnu sem er að tröllríða hagkerfinu og náttúrunni. Látum ekki blekkja okkur með "á síðustu stundu" lausnum sem ríkisstjórnin kemur með núna korteri fyrir kosningar. Verum skynsöm og höldum gagnrýnni hugsun og gleymum ekki því sem á undan er gengið.
En fínt framtak samt fyrir HÍ :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2006 | 15:32
Megi hamingjan og velgengni elta þig á röndum!
Ég vil óska lesendum mínum, landsmönnum öllum og jarðarbúum gleðilegs árs og vona að þeir verði aðnjótandi gleði, ánægju og lífsfyllingu á næsta ári og í lífinu almennt.
Mér er afskaplega annt um landið mitt, jörðina og lífið sjálft. Ég vona því að sem flestir landsmenn séu vaknaðir til meðvitundar um hversu mikilvægt það er fyrir bæði okkur í núinu og komandi kynslóðir að vernda landið okkar og náttúru. Ég vona líka að jarðarbúar fari að vakna til vitundar í auknum mæli um að hlýnun jarðar vegna útblásturs CO2 er að valda hrikalegum afleiðingum í lífi okkar og veðurfari jarðar. Það er kominn tími til að við lifum lífinu af skynsemi og ábyrgð.
Á árinu vonast ég til að sjá stórt stökk í umhverfis- og jafnréttismálum innan stjórnmálanna. Einnig þætti mér gott að sjá ríkið standa betur að málefnum aldraðra og barna hér í landi. Fátækt er engan veginn ásættanleg í svo ríku landi sem okkar - alveg sama hversu margir eða fáir eru undir þeim viðmiðunarmörkum sem við setjum okkur. Til þess að breytingar verði á áherslum í meðferð fólks og lands held ég að landsmenn þurfi að kjósa öðruvísi í vor en þeir hafa gert á síðustu árum. Við þurfum nýja stjórn í stjórnarráðið í vor.
Gleðilegt ár og farsælt líf kæru lesendur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.12.2006 | 15:00
Áramótaheit þessi áramót?
Nú nálgast nýja árið óðum og þetta hefur liðið ótrúlega hratt. Ert þú ein/n af þeim sem spyr sig um hver áramót hvert þú stefnir nú á nýju ári? Ég er ein af þeim sem trúi á drauma og að láta þá rætast fyrir alvöru - eltast við og ýta sjálfum sér til að láta drauma sína og langanir rætast og verða að veruleika því ég trúi því að þannig lifi maður lífinu til fullnustu og ekki öðruvísi. Hins vegar kemur oft upp að maður gleymir sér og fer af braut ef maður er ekki nógu einbeittur á ferðinni ... en þá getur maður jú alltaf tekið upp draumana síðar og fundið nýjar leiðir eða einbeitninguna aftur.
Þá sem langar til að láta drauma sína um líf sitt rætast og ná árangri í því sem þá langar til vil ég benda á námskeiðið "þú ert það sem þú hugsar" sem ég ætla að taka þátt í núna um miðjan janúar sem er til þess gert að skoða líf sitt og hvernig maður ætlar að haga því og hvaða leiðir maður ætlar að nota til að fara þá leið sem manni langar. Ég hlakka til að sjá hvað það gerir fyrir mig, eða hvað ég get gert með það frekar ... en ég hef áður tekið þátt í námskeiði sem virkilega færði mig nær minni eigin braut og draumum á ný eftir tímabil erfiðis
Annars óska ég öllum lesendum bloggsins og landsmönnum nær og fjær og bara jarðarbúum öllum gleðilegs árs og farsældar á því næsta. Megi draumar ykkar og langanir rætast í lífinu.
Lifið í lukku en ekki í krukku
Bloggar | Breytt 31.12.2006 kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.12.2006 | 08:56
Barnaperra-sendingin ...
Rannsóknir sýna að barnamisnotkun á Íslandi er algeng, um fimmta hver stúlka og áttundi hver drengur, eða um 17% barna. Ansi stór hluti samfélagsins hefur því þurft að glíma við afleiðingar slíkrar misnotkunar. Það er vissulega þess virði að ræða hvernig fréttir og umræða er birt í fjölmiðlum sem eru jú fjórða valdið í hverju samfélagi. Við megum ekki líta fram hjá því sem raunverulega er verið að vekja athygli á og ræða um - það er samfélagslegt mein sem felst í barnaperraskap og virðist vaxandi með tilkomu netsins.
Jú vissulega var það mamman sem sendi póstinn áfram út á netið og kona spyr sig hvort það er vegna vantrausts á kerfið og dómstóla í slíkum málum. Það sem kemur fram í póstinum er hins vegar það að maðurinn er að tala við 14 ára barn að því er hann best veit. Það er dóttirin sem er með manninn sem tengill inn í msn-inu sínu að því er virðist. Réttast er auðvitað að tilkynna slíkt til lögreglu og það gerði ég þegar ég fékk þennan póst, sérstaklega þó vegna þess að ég þekkti andlitið á myndinni. Myndi maður ætla að lögreglan ætti að hafa möguleika á að rannsaka málið, því slíkt hlýtur að gefa þeim ástæðu til rannsóknar á málinu þó ekki sé nema það.
Í umræðu Kastljóssins var enginn dómur felldur. Lögreglumaðurinn talaði aldrei um að maðurinn væri sekur, en málið var til umfjöllunar á overall basis eða til að vekja umræðu á því hvað hægt er að gera í slíkum málum og að tilkynna beri slíkt til lögreglu til að hægt sé að rannsaka. Það finnst mér algerlega réttmæt umfjöllun og með öllu nauðsynleg í okkar samfélagi þar sem barnamisnotkun er nokkuð algeng, skv. nýlegri rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur er um fimmta hver stúlka misnotuð kynferðislega fyrir 18 ára aldur og áttundi hver drengur. Hvort nauðsynlegt var að sýna typpamyndirnar er síðan aftur spursmál. En umræðan og vakning foreldra á þessum málum er með öllu nauðsynleg, en mér finnst líka þurfa að ræða lausnir ... þeas hvað geta foreldrar í raun gert til að vernda börnin sín gegn slíku?
Mér fannst í sjálfu sér gott að lögreglan viðurkenndi að mögulega sé það nauðsynlegt að nota tálbeitur eða svona aðferðir við að ná kynferðisafbrötamönnum. Ég sé ekkert athugavert við að nota tálbeitur til þess, rétt eins og gert er í eiturlyfjamálum og öðru. Það er algerlega nauðsynlegt að lögreglan hafi einhverja miðla eða tæki til að ná slíkum mönnum sem stunda barnaperraskap á netinu. Með því var ekki verið að sakfella þennan einstaka mann, heldur benda á nauðsyn þess í öllum slíkum málum þar sem grunur leikur á misnotkun, eða yfirvofandi misnotkun.
Í svona málum er hins vegar alveg augljóst að fólk hefur ekki trú á kerfinu og dómstólum enda ekkert skrítið miðað við hvernig dómar eru í kynferðisbrotum gegn börnum. Refsirammi hegningarlaga fyrir barnaklám er ekki nema 2 ár og sá refsirammi virðist aldrei nýttur. Dómarnir eru meira eins og áminning til perranna, bara svona slegið á hendina á þeim og sagt "skammastín". Dómarnir fyrir beina kynferðismisnotkun, þe. snertingu og nauðgun á börnum virðast líka ansi stuttir.
Við leit í dómasafni Hæstarétts má sjá á árunum 1999-2005 alls 38 dóma er tengdust kynferðisbrotum gegn börnum. Þar af eru sakfellingar í 33 málum og í flestum þeirra dæmdar miskabætur til þolenda (71%). Í 5 málum var sýknað vegna ónógra sannana eða fyrningar og í sumum tilfellum þar sem sakfellt var, var þó fyrning af hluta brota. Fimm mál fengu skilorð en ekki fangelsisvist og fjögur af þeim málum sem dæmt var til fangelsisvistunar var þó skilorð að hluta. Flestir fengu 6-12 mánaða fangelsi (24%) eða 18 mánaða fangelsi (18%). Lengstu dómarnir voru 5 ½ árs fangelsisvist og var þar um grófa misnotkun að ræða árum saman, annars vegar í 4 ár samfellt og hins vegar í 12-13 ár daglegt samræði (Hæstiréttur Íslands, 2005). Ef bera á saman tölurnar við tölur frá Barnahúsi (2004) þar sem talin voru 720 börn á árunum 1999-2003 og borið saman við dóma sem féllu á þeim árum, voru dómarnir sem leiddu til fangelsisvistar eingöngu 21 talsins. Af þessum tölum virðist sem svo að eitthvað þurfi að athuga í réttarkerfinu varðandi slík brot á börnum.
Í námi mínu í HÍ hef ég skoðað þessi mál gaumgæfilega og skrifað um það ritgerð sem ég ætlaði að setja tengil á hérna, en ég virðist ekki geta sett inn skjöl beint úr tölvunni minni. Ég setti í staðinn tengil inn á dómasafn Hæstaréttar sem ég vitna í hér að ofan og getur fólk skoðað sjálft alvarleika brota og hvernig dómarnir voru. Þrátt fyrir mjög alvarleg/gróf brot eru dómarnir mjög stuttir í flest öllum tilfellum.
bætur | mán | mán | mán | 2-3 ár | 3-6 ár | skilorð | sýknun | |
44/2003 | 1 | 1 | ||||||
11/2001 | 1 | 1 | ||||||
96/2002 | 1 | 1 | ||||||
148/2005 | 1 | 1 | ||||||
307/2000 | 1 | 1 | ||||||
454/2001 | 1 | 1 | ||||||
409/2000 | 1 | 1 | ||||||
463/2003 | 1 | |||||||
176/2003 | 1 | 1 | ||||||
4/2003 | 1 | 1 | ||||||
56/2005 | 1 | 1 | ||||||
356/2004 | 1 | 1 | ||||||
99/2004 | 1 | 1 | ||||||
464/2003 | 1 | 1 | ||||||
475/2003 | 1 | 1 | ||||||
212/2001 | 1 | 1 | ||||||
152/2005 | 1 | 1 | 1 | |||||
86/2002 | 1 | |||||||
393/2004 | 1 | 1 | ||||||
414/2003 | 1 | 1 | ||||||
359/2002 | 1 | 1 | ||||||
40/2002 | 1 | 1 | ||||||
410/2002 | 1 | 1 | ||||||
394/2002 | 1 | 1 | ||||||
83/2002 | 1 | 1 | ||||||
27/2005 | 1 | 1 | ||||||
460/2001 | 1 | 1 | ||||||
273/2003 | 1 | 1 | ||||||
Samtals | 24 | 2 | 9 | 7 | 5 | 4 | 9 | 5 |
286/1999 | 1 | |||||||
32/2004 | 1 | |||||||
334/2004 | 1 | 1 | ||||||
22/2002 | 1 | |||||||
10/2002 | 1 | |||||||
511/2002 | 1 | |||||||
413 /2001 | 1 | 1 | ||||||
215/2004 | 1 | |||||||
335/2004 | 1 | |||||||
169/2002 | 1 | 1 |
Með umræðu Kastljóssins er alls ekki verið að dæma mannin sekan, heldur vekja athygli á slíku athæfi og vara við og einnig koma til skila að fólki ber að tilkynna slíkt ef grunur leikur á um misnotkun á börnum. Það er absolut samfélagsleg skylda að tilkynna slíkt og er bundið í lög að okkur ber að gera það. Í því sambandi langar mig að minna fólk á IV kafla barnaverndarlaga sem segir frá tilkynningarskyldu. Það þarf ekki að vera meira en grunur, það þarf ekki að vera sannað eða að fólk hafi orðið vitni... það þarf eingöngu að vera grunur um misnotkun til að tilkynna slíkt til rannsóknar.
Bloggar | Breytt 22.4.2012 kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs