Færsluflokkur: Bloggar
20.2.2007 | 20:35
Það á aldeilis að taka til í stjórnarráðinu ...
svona korteri fyrir kosningar! :)
því ber að fagna að um jafnréttið sé að komast á þverpólitísk samstaða ;) en jafnframt verður að athuga að ekki eru allir flokkar jafn trúverðugir í þeim málum.
jafnréttismálin eru bara að komast upp á pallborðið hjá flestum flokkum... enda munu góð málefni ávallt sigra.
Endurskoðuð áætlun í jafnréttismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.4.2012 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 11:44
Þverpólitísk samstaða gegn klámráðstefnunni?
Borgarstjórinn var virkilega kúl að fara fram á að hafin yrði lögreglurannsókn á klámframleiðendum sem hyggjast halda ráðstefnu hér á landi þann 8. mars. Hann fékk um þetta ábendingu frá Stígamótum sem eindregið hvatti alla ráðamenn þjóðarinnar til að koma í veg fyrir ráðstefnuna. Ég hef grun um að þverpólitísk samstaða muni nást um málið og klámframleiðendurnir muni ekki fá inngöngu í landið þar sem þeir hafa nú þegar lýst því yfir að ætla að taka upp klámmyndir í Bláa lóninu. Þeir lýsa þar með yfir einbeittum brotavilja gegn íslenskum hegningarlögum sem banna bæði framleiðslu og dreifingu á klámi. En þar segir:
"210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum
1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.]2)
Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.
[Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt.].3) Sömu refsingu varðar að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt.]2)"
Eðlilegast væri að sjálfsögðu að einnig væru til skilgreiningar á klámi í lögum til þess að auðvelt væri að framfylgja þeim. En ég tel að skilgreining Diana Russell sé vel nothæf, enda skilgreinir hún ekki bara klám heldur líka erótík. Skilgreiningarnar eru eftirfarandi:
"Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar."
"Erótík vísar til kynferðislega örvandi efnis sem er laust við kynjafordóma, kynþáttafordóma eða fordóma gagnvart samkynhneigð og virðing skal borin fyrir öllum manneskjum og dýrum."
Sem betur fer fær þetta umfjöllun í fjölmiðlum og hafa þó nokkrir lýst andstöðu sinni gegn þvílíkri ráðstefnu. UVG gáfu meðal annarra út yfirlýsingu sem sjá má hér og einnig hefur biskup Íslands gefið út yfirlýsingu gegn því að framleiðendur kláms fái inngöngu í landið og fagna því að ráðamenn skuli taka á þessu máli af ábyrgð, sjá hér og hér.
Þess má einnig geta að rannsóknir síðustu áratuga sýna að samband er milli ofbeldishneigðrar hegðunar og nauðgana á konum og börnum og áhorfs kláms þar sem niðurlæging kvenna, nauðganir og ofbeldi gagnvart konum er viðhaft (Russell, 1988). Klám sýnir oft mjög brenglaðar myndir sem eiga sér enga stoð í veruleikanum, en rannsóknir hafa sýnt að menn eru líklegri til að hafa hvatir til að nauðga eftir að horfa á klám (Russell, 1988,1993). Í rannsókn Einsiedel (1986) sem greint er frá í Russell (1993) á kynferðis- afbrotamönnum kemur fram að yfir þriðjungur þeirra notaði klám til að undirbúa nauðgunina og 53% þeirra sem nauðguðu börnum. Hinir afbrotamennirnir í þeirri rannsókn viðurkenndu að þeir notuðu það stundum. Og í enn einni rannsókn sem Russell greinir frá kemur fram að 56% nauðgara og 42% barnanauðgara greindu frá því að klám hefði haft áhrif á þá til að fremja brotin.
Ég er algerlega sannfærð um að þverpólitísk samstaða mun nást um málið, vonandi bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Hér má sjá þverpólitíska ályktun borgarstjórnar um málið. Það er kannski einna helst að þurfi að hafa áhyggjum af viðhorfum XD á þingi. En vonum að Geiri kallinn komi til og lýsi yfir andstöðu sinni líka.
Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
20.2.2007 | 10:40
Stóriðjustefna Íslands til umfjöllunar í New York Times
Á dögunum birtist grein um Ísland og stóriðjuna í New York Times.
Smokestacks in a White Wilderness Divide Iceland in a Development Debate
Kíkið endilega á viðtal við Andra Snæ í Iceland Review
Hér er svo á að líta frétt á BBC um mögulega áætlaða yfirtöku Rio Tinto á Alcoa og hér má síðan sjá aðeins um Rio Tinto og sögu þess hvernig þeir hafa reynt að koma í veg fyrir verkalýðsbaráttu og réttindi vinnufólks.
"Environmental, political, safety and labour rights concerns have been raised against Rio Tinto by both environmental groups and unions, in particular the Construction, Forestry, Mining and Energy Union (CFMEU). The CFMEU ran a campaign against the company which tried to de-unionise its workforce after the introduction of the Howard Government's Workplace Relations Act 1996."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 10:12
Stækkun í Straumsvík þýðir hátt í þrefalda mengun!
Það er sérstaklega ósmekkleg hótun Alcan að segjast ætla að loka og senda sitt fólk út á guð og gaddinn fái það ekki að stækka álbræðslu sína í Hafnarfirði. 70% af öllum álverum Alcan eru 200.000 tonn eða minni og að sú stærð er og verður hagkvæm á Íslandi a.m.k. næsta áratuginn. Reyndar væri ég sjálf því fegin að þeir flyttu og þarna væri hægt að reisa blómlega byggð í framtíðinni án mengandi álvers í bakgarði fólks. Eins myndi það bara draga úr þeirri mengun sem hlýst af flutningum á þessu frumunna áli til annarra landa þar sem það er unnið áfram. Auðvitað ættu öll álver að keppast við að hafa sem stærstan part vinnslunnar innan við sama land eða landsvæði þannig að ekki þurfi alla þessa flutninga sem líka menga. En auk þess verðum við líka að athuga það að okkur jarðarbúum ber að draga verulega úr álframleiðslu í framtíðinni því við höfum hreinlega ekki not fyrir allt þetta ál. Drykkjardósir og matvælaumbúðir má til dæmis takmarka að séu úr áli og eins mætti segja að umhverfisvænna sé að nota stál í byggingariðnaði í mörgum tilfellum. Þar að auki ber okkur aðeins að spá í hvort við höfum í raun not fyrir að vera að taka þátt í og ýta undir vopna og hergagnaframleiðslu sem Alcoa er m.a. þátttakandi í. Já - það er í raun framtíðin að okkur beri að draga verulega úr álframleiðslu í mörgum tilfellum... en þar með er ég ekki að segja að ál sé ekki nothæft í neitt. Við þurfum bara að fara mjög gætilega með þennan málm, því hann er bæði agalega orkufrekur í framleiðslu og hann er afar mengandi líka í framleiðslu. Þess vegna hef ég verið að vekja máls á því að okkur ber að draga úr notkun hans þar sem hægt er og finna aðrar leiðir. Eins ættum við ekki að þurfa að taka þátt í hergagna- og vopnaframleiðslu.
Á fjölmiðlafundinum um daginn hélt bæjarstjóri Hafnarfjarðar því fram að með þessum nýju tillögum væri verið að draga stórlega úr mengun frá álbræðslunni við stækkun og í dag hafa fjölmiðlar vitnað í þau orð hans að mengunin verði óbreytt við stækkun. Þetta er auðvitað ekki rétt, bæjarstjóri hefur ekkert í hendi um minni mengun frá álbræðslunni eftir stækkun. Samkomulag Alcan við bæinn felur ekkert í sér nema markmið um brennisteinsmengun sem reyna á eftir megni að draga úr. Það er ábyrgðarleysi af bæjarstjóra að bera ósannindi sem þessi á borð fyrir bæjarbúa.
Hér er samanburður á mengun frá álbræðslunni í Straumsvík fyrir og eftir stækkun:
Sjónmengun eykst til muna bæði af verksmiðjunni og línumannvirkjum..
Loftmengun eykst líka mjög mikið við stækkun (2,5 földun), öll mengunargildi verða eftir stækkun 250% af gildunum fyrir stækkun:
Svifryk frá bræðslunni fer úr 470kg í 1.175kg á sólarhring
Flúoríð frá bræðslunni fer úr 270kg í 675kg á sólarhring
Brennisteinsdíoxíð fer úr 7,2 tonnum í 19 tonn á sólarhring
CO2 (gróðurhúsalofttegund) fer úr 880 tonnum í 2.200 tonn á sólarhring
magn kerbrota fer úr 8,4 tonn í 21 tonn á sólarhring.
Þetta eru losunarheimildir samkvæmt starfsleyfi. Yfirlýsingar um að stefna beri að eftir megni að minnka brennisteinsmengun frá álbræðslunni gefur engin tilefni til þeirra stóru yfirlýsinga sem bæði Lúðvík og Rannveig Rist létu falla í fjölmiðlum í gær.
Það ber líka að hafa í huga að mengunarsvæðið sem er í dag 10 ferkílómetrar verður ónýtt sem svæði undir framtíðarbyggð Hafnarfjarðar svo lengi sem álbræðslan er í rekstri. Nýjir útreikningar á stærð svæðisins breyta engu þar um.
Sól í Straumi
-------------------------
Þessi frétt er að hluta tekin orðrétt eftir tilkynningu sem Sól í Straumi sendi á póstlista sinn nýverið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
13.2.2007 | 09:34
Gleðilegt að andstaða gegn virkjunum og álverum er sífellt að aukast
Fólkið í landinu er að átta sig á skelfilegum afleiðingum þeirrar stóriðjustefnu sem nú er ríkjandi. Jafnframt mjög skrítið hvað ríkisstjórnin er treg, heldur fast við sitt gamla plan og finnst óskaplega erfitt að hleypa lýðræðinu fram á Íslandi með þjóðaratkvæða- greiðslu. Sjálf spurði ég Valgerði Sverris á fundi á síðasta ári af hverju Íslendingar fengju ekki bara að greiða atkvæði um þetta mál, þannig að vilji þjóðarinnar lægi fyrir og þá gæti ríkisstjórnin ekki verið að rugla svona gegn vilja fólksins ... svar hennar var að við byggjum nú við fulltrúalýðræði og þyrftum bara að treysta fulltrúum okkar á þingi fyrir hlutunum! Verð að viðurkenna að mér fannst þetta ekki alltof gáfulegt svar, en þó í anda þessarar stjórnar sem hefur hvað eftir annað framkvæmt gegn vilja fólksins í landinu.
Troðfullt í Árnesi á fundi gegn virkjunum neðri hluta Þjórsár
Í greinargerð segir, að óafturkræf og veruleg náttúruspjöll verði af virkjunarframkvæmdum. Í ljósi umræðu um þá ógn, sem stafi af hlýnun af mannavöldum sé óviðunandi að fara í þessar framkvæmdir. Fyrirhugaðar framkvæmdir muni auka á óstöðugleika hagkerfisins og skila þeim byggðum sem leggji til orkuna, fáum störfum þegar til framtíðar sé litið. Þá sé Þjórsá á virku jarðskjálfta- og leku spungusvæði.
Ál eða ekki ál? (kíkið á greinina)
Í hvað fer svo öll álframleiðslan? Okkur er sagt að flugvélaiðnaðurinn noti mikið ál, en einungis 5% álframleiðslu heimsins fer í flugvélasmíði, en koltrefjaefni eru í sívaxandi mæli að taka þar við, t.d. er ál einungis 20% af heildarþyngd nýjustu farþegaþotu Boeing-verksmiðjanna. Stór hluti álframleiðslunnar fer í umbúðir. Tölur sem ég hef fundið eru þó nokkuð á reiki, en þær hljóða upp á að allt frá 20% upp í 75% heildarálframleiðslunnar séu notuð í umbúðir. Dósir undir gosdrykki og bjór, álbakkar undir matvæli, álpappír utan um sælgæti og ýmis matvæli o.s.frv., o.s.frv. Ál er auðvelt að endurvinna, litla orku þarf til að bræða það upp aftur, en einungis sáralítill hluti umbúða er endurunninn, megnið fer bara á haugana. Ál er m.a. einnig notað í stríðstól, svo sem flugskeyti o.fl., auk þess í ýmiskonar vélar, tæki og tól.
Ef þörf er að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf okkar, er þá æskilegt að það séu eintómar álstoðir? Nú þegar vinna um 100 manns við skógrækt á Austurlandi; á við hóp í meðal útgerð eða hjá meðal iðnfyrirtæki. Nokkrir ferkílómetrar skóglendis skapa jafn mörg störf og eitt meðalstórt álver. Hvað með þekkingariðnað? Hvað með smáiðnað? Íslensk ylrækt gæti orðið stóriðja á íslenskan mælikvarða fengi hún t.d. raforku á stóriðjutaxta.
****
Hér eru fleiri fréttir utan úr heimi þar sem mengunin er slík af súrálvinnslu að fólk er þar fárveikt: Something in the Air
Það er kominn tími til að við förum að horfa á hlutina í stærra ljósi, hugsa um heiminn í heild og það sem við erum að gera umhverfinu okkar og fólki. Horfum fram á veg. Við þurfum að hugsa upp nýjar aðferðir og við þurfum að draga úr álframleiðslu. Við ættum til dæmis ekki að hafa neina drykki í álumbúðum. Þær eru til dæmis ekki leyfðar í Danmörku (voru það allavega ekki fyrir nokkrum árum síðan).
Troðfullt í Árnesi á fundi gegn virkjunum neðri hluta Þjórsár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.2.2007 | 16:04
Álfyrirtæki gefa ekki til samfélagsins segir í viðtalinu...
Bendi ykkur á viðtal við þá Ómar og Andra Snæ varðandi álver og stækkanir í síðasta tölublaði Framtíðarlandsins.
Hvet ykkur líka til að skoða myndefnið sem boðið er upp á hjá Framtíðarlandinu
Náttúran breytist í Állandið Ísland
Í viðtalinu kemur meðal annars þetta fram:
Álverið í Straumsvík ekki óarðbært
Ómar varar við því að láta röksemdir ÍSAL styggja sig, og bendir á að 1000 ný störf verði til af sjálfu sér árlega á höfuðborgarsvæðinu: Fólk fórnaði höndum yfir brotthvarfi varnarliðsins, en starfsfólkið þar er löngu búið að fá atvinnu og jafnvel þótt álverið hyrfi úr Hafnarfirði yrðu þeir nokkur hundruð starfsmenn sem þar eru ekki í vandræðum með að finna sér vinnu í líflegu bæjarfélagi. Andri Snær og Ómar eru þó ekki trúaðir á álverið fari í raun þótt stækkun verði hafnað og þykjast báðir sjá í gegnum röksemdir forsvarsmanna Ísals, ekki síst þeim sem lúta að hagkvæmni rekstrarins. Ómar segir: Álverið í Straumsvík er eitt arðbærasta álver Alcans, enda nýtur það skattfríðinda og lágs orkuverðs sem á sér enga líka. Og það er einfalda ástæðan fyrir því að þeir vilja stækka það. Andri segir að menn verði að fara að skoða þessi mál í samhengi. Ef álverið í Straumsvík fær ekki að verða 460.000 tonn er það kallað 'upphafið að endinum'. En nýjustu tillögur um álver á Húsavík eru helmingi minni. Er það þá ekki líka upphaf að endinum, órekstrarhæf eining sem þarf annaðhvort að stækka eða loka innan örfárra ára? Og hvaðan á þá orkan að koma?Álfyrirtæki gefa ekki til samfélagsins
Andri Snær hefur kynnt sér álvinnslugeirann í þaula, bæði fyrirtækin sem starfa hérlendis sem og iðnaðinn á heimsvísu. Það er ábyrgðarleysi að kynna sér ekki sögu álrisanna. Gerir fólk sér grein fyrir því að Alcoa er fyrirtæki sem hefur áhrif á ríkisstjórn Bandaríkjanna? Hvar stendur þá bæjarstjórnin á Húsavík? Hugsum um áhrifin sem Alcoa á eftir að hafa í Norðausturkjördæmi, með eitt álver á Reyðarfirði og annað á Húsavík. Andri telur að stjórnvöld séu nú að reyna að fría sig ábyrgð á stóriðjustefnunni með því að hleypa álrisunum fram hjá sér og beint inn í fámenn sveitarfélög.
Andri segir álfyrirtækin alltaf beita þvingunum til að koma sér í þá aðstöðu að vera free riders, þau fá undanþágur frá orkuverði, skattaafslátt o.s.frv.: Þau gefa svo ekkert til baka til samfélagsins nema einhverja opinbera bitlinga segir Andri. Áhrifin sem slík stórfyrirtæki geta haft á forgangsröðunina í einu sveitarfélagi eru vart umdeild. Ómar rifjar upp að enginn heilsársvegur liggi að Dettifossi á meðan vegur var á sínum tíma lagður að kísiliðjunni við Mývatn sem nú er hætt starfsemi.Uppgjöf mannsandans
Ein algengasta röksemdin fyrir uppbyggingu stóriðju er að hún efli byggð úti á landi. Ómar Ragnarsson er hins vegar ekki á því að slík uppbygging muni brúa bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Með áframhaldandi stefnu er verið að skapa hræðilega og enn dýpri gjá. Landsbyggðin verður land verksmiðjanna en suðvesturhornið fleytir á sama tíma rjómann af því sem er 21. öldin: hátækni og þekkingariðnaður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.2.2007 | 14:02
Við þurfum úrræði fyrir barnaníðinga og fórnarlömb
Kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi á börnum er skelfilegt og niðurbrjótandi fyrir flestar manneskjur. Gerendur eru í flestum tilfellum karlmenn og hafa oft sjálfir þurft að líða slíkt. Ef á að komast fyrir slík vandamál í samfélaginu, eða í það minnsta minnka þau til muna, þá þarf að hjálpa ofbeldismönnunum sjálfum. Einnig þarf að hjálpa börnunum og fórnarlömbum til að koma í veg fyrir að þau beiti sömu aðferðum sjálf gagnvart öðrum. Ég vil byrja á því að þakka bæði Kompás og Kastljósinu fyrir að fjalla um þessi gríðarlega erfiðu mál. Margir í bloggheimum og víðar eru hneykslaðir á því hvernig það hefur verið gert, en ég ætla mér ekki út í það, mér finnst umræðan nauðsynleg. Slíkt stofnanaofbeldi á sér örugglega stað enn í dag og víðar en á þeim heimilum sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Þetta er gríðarstórt vandamál og gerendur eiga sér mörg fórnarlömb. Það verður eftir fremsta megni að finna aðferðir sem geta hjálpað þessum einstaklingum og minnka líkurnar á að þeir geri slíkt aftur. Ég set hér fram eins konar fræðilega samantekt, því þótt ég geti verið bálreið yfir þessu eins og flestir aðrir, þá tel ég ekki að reiðin eða fangelsi eitt og sér leysi vandamálið. Það þarf að koma til hjálpar og finna meðferðarúrræði sem hafa virkað.
Í meirhluta tilfella eru barnaníðingar menn sem hafa sjálfir orðið fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku eða 57% tilfella samkvæmt Burgess (1985). Því hefur verið haldið fram að það sé tenging milli afbrigðilegrar örvunar annars vegar og sögu um kynferðislega og/eða líkamlega misnotkun hins vegar. Flest karlkyns fórnarlömb barnaníðinga verða þó ekki barnaníðingar sjálfir en Salter og samstarfsmenn (2002) komust að því að 12% af 224 karlkyns fórnalömbum urðu níðingar sjálfir seinna á ævinni og þá að meðaltali um 14 ára aldur. Semsagt: í hópi þeirra sem misnota börn eru samkvæmt þessu meirihluti barnaníðinga menn sem hafa verið misnotaðir sjálfir. Það má því spyrja sig hvort það þurfi ekki að vinna með börnin (drengi) sem eru misnotuð til að koma að mestu í veg fyrir að þau verði síðar barnaníðingar. Sem betur fer er þó ekki meirihluti þeirra sem eru misnotaðir sem gerast barnaníðingar - EN þeir sem eru barnaníðingar hafa í meirihluta verið misnotaðir og eiga sér oftast mjög mörg fórnarlömb.
Klám getur líka haft áhrif á svona kenndir í mönnum þar sem klám sýnir oft mjög brenglaðar myndir sem eiga sér enga stoð í veruleikanum, en rannsóknir hafa sýnt að menn eru líklegri til að hafa hvatir til að nauðga eftir að horfa á klám (Russell, 1988,1993). Rannsóknir síðustu áratuga sýna að samband er milli ofbeldishneigðrar hegðunar og nauðgana á konum og börnum og áhorfs kláms þar sem niðurlæging kvenna, nauðganir og ofbeldi gagnvart konum er viðhaft (Russell, 1988). Í rannsókn Einsiedel (1986) sem greint er frá í Russell (1993) á kynferðis- afbrotamönnum kemur fram að yfir þriðjungur þeirra notaði klám til að undirbúa nauðgunina og 53% þeirra sem nauðguðu börnum. Hinir afbrotamennirnir í þeirri rannsókn viðurkenndu að þeir notuðu það stundum. Og í enn einni rannsókn sem Russell greinir frá kemur fram að 56% nauðgara og 42% barnanauðgara greindu frá því að klám hefði haft áhrif á þá til að fremja brotin.
Meðferðir virðast skila einhverjum árangri og auknar líkur eru á bata ef einstaklingurinn hefur ekki brotið gegn mörgum börnum, beitti ekki öðru líkamlegu ofbeldi, hefur góð félagleg tengsl, hefur stöðuga vinnu og viðurkennir að brot hans séu brot (Björn Harðarsson og Eygló Guðmundsdóttir, e.d.). Síðan í lok 9. áratugarins hefur barnahneigð ekki verið talin læknanleg og nú er hún talin ólæknandi (krónísk) röskun. Þess vegna ætti meðferðin að beinast að því að koma í veg fyrir atferlið og ná fram langvarandi breytingum á hegðun barnaníðingsins í samfélaginu. Notast hefur verið við aðferð sem kallast The cognitive and social components of treatment sem er hópmeðferð sem notuð er með lyfjagjöf með testesteron lækkandi lyfjum. Flestar rannsóknir sýna að árangur náist af meðferð og að meirihluti einstaklinga sem gangast undir einhvers konar meðferð brjóti ekki af sér aftur. Oft eru samtalsmeðferðir, einstaklingslega eða í hóp, notaðar með lyfjagjöfum (Fagan, Wise, Schmidt og Berlin, 2002).
Í Bandaríkjunum hafa atvinnurekendur aðgang að gögnum um barnaníðinga til að reyna að koma í veg fyrir það að þeir vinni með börnum. Hugmyndin af því að reyna að koma í veg fyrir það að þetta fólk vinni með börnum er ekki ný. Þar í landi hefur dómari heimild að dæma barnaníðing vanhæfan að vinna með börnum (Cobley, 2003). Welch (1994) skrifaði góða grein um það hvernig það kom til að hann ákvað að láta samfélagið vita þegar bróðir hans, sem var dæmdur barnaníðingur, slapp úr fangelsi. Welch var sjálfur fórnarlamb bróður síns og vildi reyna að fyrirbyggja það að hann gæti níðst á fleiri börnum með því að segja frá sögu sinni.
En á meðan tölur sýna okkur það að mál sem koma til barnaverndarstofu og lögreglu ná sjaldnast svo langt að komi til réttarhalda er ekki víst að börn nái fram neinu réttlæti í kerfinu í sínum málum. Þegar svo mál hljóta þá náð að ná til dómstóla eru dómarnir mjög vægir í flestum tilfellum og hefur mikið verið rætt að það þurfi að endurskoða réttarkerfið og lögin með sérstöku tilliti til sérstæðu þessara brota og því hversu seint þolendur segja frá, þar sem um börn er að ræða. Barnaverndarstofa (2005) hefur lýst yfir áhyggjum af þróun mála í sakfellingum í kynferðisbrotum gegn börnum á síðast liðnum áratug. Á meðan málum hjá þeim hefur tvöfaldast fjölgar sakfellingum ekkert, það er að meðaltali sami fjöldi ár frá ári á þessum áratug frá 1995-2004. Barnaverndarstofa telur að þessar upplýsingar kalli á endurmat á gildandi lagareglum.
Í mörg ár hefur umboðsmaður barna lagt fram tillögur um breytingu og afnám á fyrningu þessara brota vegna sérstöðu þeirra. Ágúst Ólafur Ágústsson o.fl. hafa einnig lagt fram frumvarp til löggjafarþings um afnám fyrningar þegar brotið er gegn börnum fyrir 14 ára aldur. Í stuttu máli sagt fyrnast kynferðisafbrot gegn börnum frá 5 árum til 15 ára og fer lengd fyrningarfrestsins eftir alvarleika brotsins. Í norrænum rétti hefur verið gengið út frá að brot geti verið ófyrnanleg þegar um er ræða alvarlegustu brotin samkvæmt refsimati löggjafans. Í umræddu frumvarpi er talið að þurfi að endurskoða alvarleika þessara brota samkvæmt löggjafanum og að kynferðisafbrot gegn börnum verði sett í flokk alvarlegustu afbrota hvað varðar fyrningu (Ágúst Ólafur Ágústsson o.fl., 2005).
Í ljósi þess hve margir gerendur eiga sér mörg fórnarlömb eins og fram kemur í Gado (e.d.) að einn gerandi getur átt sér yfir hundrað fórnarlömb og brjóta oft af sér eftir afplánun, mætti einnig taka til fyrirmyndar lög sem sett voru í Bandaríkjunum árið 1996. Bill Clinton þáverandi forseti skrifaði undir lög sem kölluð hafa verið Megan's Law sem nefnd eru eftir stúlku sem var nauðgað og síðan myrt af skráðum og dæmdum kynferðisbrotamönnum. Lögin skylda opinbera skráningu persónulegra upplýsinga og búsetu um dæmda kynferðisbrotamenn og einnig að hinu opinbera beri skylda til þess að miðla þeim upplýsingum til samfélagsins um leið og þeir hafa afplánað dóma sína og er hleypt aftur út í samfélagið (Megans-Law.net, 2004).
Það er einlæg ósk mín og von að samfélag okkar geti orðið bjartara og heilbrigðara. Til þess að uppræta ofbeldi margs konar tel ég að það þurfi virkilega að hjálpa ofbeldismönnum. Einnig þarf að koma þolendum ofbeldis til hjálpar þannig að skaðinn verði sem minnstur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi í æsku sé mun veikara fyrir, semsagt mikið af krónískum veikindum er hægt að rekja til vanlíðunar í æsku. Á þessu eru sumir læknar að reyna að vekja athygli þannig að hægt verði að vinna með andlega vanlíðan og þannig bæta líkamlega heilsu líka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2007 | 18:11
Útlitið er svart fyrir jörðina - en þú getur lagt þitt af mörkum
SÞ birtir svarta loftslagsskýrslu
Ákaflega brýnt að taka strax til aðgerða - en Bush lætur eins og lítill þrjóskur frjálshyggjukrakki og neitar að setja nokkur lög sem eigi að stuðla að minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda... NEI það má aldrei setja neinar hömlur á hinn frjálsa markað. Frelsi markaðarins er að tröllríða heiminum - en það má ekkert gera?!! Ég hef aldrei heyrt neinn nema verstu frjálshyggjupostula heimsins segja það að frelsinu fylgi engin ábyrgð. Allir virðast átta sig á því að öllu frelsi fylgir ábyrgð - nema þá helst frjálshyggjufólkið. Því fyrr sem frjálshyggjufólkið áttar sig á því að öllu frelsi fylgir ábyrgð, því fyrr verður hægt að gera líft á jörðinni fyrir komandi kynslóðir. En öll berum við ábyrgð.
Og um leið og skýrslan kemur út þar sem vísindamenn segja óyggjandi sannanir fyrir því að hlýnun jarðar stafar af mengun frá mönnunum, nú þá tekur peningavaldið sig til og vill greiða fyrir gagnrýni á skýrsluna, því ekki mega þeir missa gróðann!
En það góða við internetið og upplýsingaheiminn er að við getum sjálf sem einstaklingar og þjóðir tekið höndum saman og viðurkennt vandann. Horfst í augu við hann, dregið okkur sjálf til ábyrgðar og hafist handa við að gera eitthvað í því að draga úr okkar eigin losun. Við þurfum ekki að vera eins vitlaus og spillt og gráðug og hin mjög svo varasömu stórfyrirtæki út í heimi. Nei við getum svo sannarlega gert eitthvað sjálf.
Endilega kíkið á hversu margar jarðir myndi þurfa ef allir hegðuðu sér eins og þú á http://ecofoot.org/ ... þarna má líka sjá leiðir til að draga úr eigin losun og hegða sér skynsamlega gagnvart jörðinni okkar.
Eins ber að minnast á það að ef við hættum að nota nagladekk, þá getum við dregið til muna úr svifryksmengun. Nagladekkin af, harðkornadekkin á. Eða bara kippa nöglunum úr nagladekkjunum. Það verður mitt næsta verkefni þegar ég fer að nota bílinn minn aftur, þeas. EF ég fer að nota hann aftur... en það hefur reynst mér ágætlega að vera í strætó og á hjóli síðast liðið ár.
Einnig ber að nefna góða úttekt á landvernd.is þar sem gefin eru ráð til að vera vistvæn í verki
Nú svo er ekki ónýtt að geta bent á hóp ungmenna sem eru að leggja sitt af mörkum til að draga úr græðgisvæðingu íslensks samfélags og hvetja fólk til að kaupa ekkert nema nauðsynjavörur í tvo mánuði. Flott framtak.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.2.2007 | 01:51
5 mín. rafmagnshvíld fyrir jörðina ...
Sá þetta reyndar aðeins of seint og get því ekki gert þetta fyrr en í dag, 2.feb. en ég er svosem mjög meðvituð um einmitt að spara rafmagnið eins og ég get alltaf, endurvinna eins mikið og mögulega, allt plast, öll batterí, allan pappír, allan málm og allt gler, einn stór svartur ruslapoki inn í skáp fyrir hvern flokk sem fer svo annnað slagið í endurvinnsluna og það er ótrúlegt hvað venjulega ruslafatan er þá lengi að fyllast :) Hvet ykkur öll til að leggja það á ykkur fyrir blessuðu jörðina okkar... en hún er að sligast undan ágangi okkar.
5 MIN. RAFMAGNSHVÍLD FYRIR JÖRÐINA 1. FEB. 2007.
Tökum þátt í alheimsfjöldahreyfingu jarðarbúa sem vilja leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á gróðurhúsaáhrifum jarðar.http://www.lalliance.fr/
Það er upphaflega hópur ábyrgra borgara í Frakklandi, sem hvetur til þess að orkunotendur slökkvi á rafmagni, geri hlé á allri orkunotkun í fimm mínútur Í DAG, í tilefni af útkomu skýrslu loftslagsnefndar. Skýrsla þessi var gerð opinber í Paris í dag sem er ástæða dagsetningarinnar 1. febrúar. Skýrsla þessi segir okkur að gróðurhúsaáhrifin á jörðina eru enn meiri en talið var.
Með þáttöku getum við hvert og eitt gefið merki um samstöðu með jörðinni og umhverfinu. Tímasetningin er kl. 18:55 19:00 að íslenskum tíma og hvet ég sem flesta til að taka þátt. Þannig gefst okkur öllum tækifæri til að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og þrýsta á stjórnvöld, stjórnmálamenn og fjölmiðla, svo að sem flestir geri sér grein fyrir ábyrgð sinni.
Jörðin er sameign allra jarðarbúa
Við berum ábyrgð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2007 | 20:59
Það er skýr stefna XD að vera stefnulaus í stóra kosningamálinu
Skv. formanni Heimdallar í viðtali við Ísland í bítið er XD með skýra og fast mótaða stefnu í því að vera algerlega stefnulaus í einu stærsta kosningamáli samtímans. Skondið. Viðtalið má sjá aftast í þættinum þar sem hún og Gummi Steingríms mætast. Mér finnst reyndar orðið ansi áberandi eftir að ég fór að horfa á þáttinn næstum daglega að þar er aldrei neinum frá VG boðið í viðtöl um pólitík, þeim er algerlega haldið frá umræðunni. Hins vegar kemur sama fólkið aftur og aftur frá SF og XD, Mörður og Pétur Blöndal mætast reglulega og svo kemur Gummi Steingríms og þessi ómálefnalega kona frá Heimdalli. Fyndin þöggun fjórða valdsins á VG, þrátt fyrir að hann mælist nú næststærsti flokkurinn í skoðanakönnunum.
En Erla, formaður Heimdallar, barðist í bökkum við að segja hlustendum hversu ótrúverðug SF væri vegna ólíkra skoðana í flokknum og stefnuleysi, en sagði í næsta orði hversu frábært það væri í XD þar sem ólíkar skoðanir rúmuðust innan flokksins?!?!? Grátleg mótsögn þar á ferð. Hún tuggði á því að stefna XD væri svo skýr og flott en gat svo ekki svarað hver stefnan væri í stóriðju- og umhverfismálum. Hún reyndi að vísa í grein eftir Illuga, sem hefur einhverjar hugmyndir um að það beri að vernda náttúruna á einhvern hátt, en XD hefur ekki lýst yfir að það sé stefna flokksins. Erla bara gat ekki svarað, það er bara svo einfalt að XD hefur ekki mótað neina stefnu í stóriðju- og umhverfismálum.
Þeir láta eins og álverin og stóriðjan séu að fara að færa okkur svo gríðarlegar tekjur, en annað segja hagfræðingar sem hafa reiknað það út. Tekjurnar fara úr landinu og virkjanirnar borga sig ekki einu sinni upp á mörgum áratugum. Skynsöm nýting á fé almennings? Nei, ekki beint - og hefði mér allra síst þótt líklegt að slíkt kæmi frá peningaflokknum sjálfum. Tekjur sem íslendingar fá af ferðamennsku og fiskiðnaði eru margfalt meiri en af áliðjunni. XD þandi út hagkerfið þannig að það er allt í óefni núna og þeir státa sér af góðri efnahagsstjórn. "góður" þýðir kannski eitthvað allt annað í dag en það gerði þegar ég lærði meiningu þess orðs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs