Færsluflokkur: Bloggar
17.6.2007 | 13:51
Gleðilegan 17. júní
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 23:45
Íslensk klámmynd í bígerð
Það hefur verið draumur hans Sigga lengi vel að framleiða íslenska klámmynd ... og hann Palla langar örugglega alveg rosalega að flytja inn gott klassa heróín og selja á fínu verði.
Siggi lýsir þessu í viðtali við Ísland í dag þar sem hann kemur fram undir nafni og segist vera með klámsíðu og ætli sér að framleiða íslenskt klám. Svo virðist sem maðurinn sé ekki að átta sig á að hann er með því að brjóta íslensk lög þrátt fyrir að þáttarstjórnendur bendi honum á það. Ég myndi halda að þarna sé komin ástæða fyrir lögreglu að hefja rannsókn á manninum, en ætli það þurfi að kæra hann?
Mér þætti forvitnilegt að sjá það í fréttum á Íslandi að talað væri við dópdíler sem hygðist dreifa góðu heróíni hér á landi eins og ekkert væri athugavert við það
Sennilega myndi lögreglan fara beint í rannsókn sæju þeir slíkar yfirlýsingar frá dópdíler í sjónvarpinu... en hvað ætli þeir geri við þennan gaur og þessar yfirlýsingar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.6.2007 | 21:09
Íslenskir karlmenn!?
Vissulega eru komment á vísisvefnum ekki alltaf þau gáfulegustu í heimi, en engu að síður má þarna sjá glöggt merki þess að enn er afar stutt í ástandsviðhorfið" frá því hér um árin. Það er kannski ekkert skrítið að sumir karlmenn skuli hræðast samkeppnina við 700 erlenda dáta í einkennisbúningum... EN er hin íslenska karlþjóð eitthvað minna dugleg við að stunda kynlíf um borg og bý um hverja helgi hér á landi heldur en kvenþjóðin? Eru það bara íslenskar konur sem eru að því? Er það ekki bara alls konar fólk sem stundar kynlíf út um allt? Hvað er eiginlega að þessu fólki sem lætur svona hluti útúr sér?
Bloggar | Breytt 15.6.2007 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
8.6.2007 | 17:44
Kárahnjúkavirkjun verður okkur dýrkeypt spaug!
Alcoa verði fyrir fjárhagslegum skaða vegna tafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.6.2007 | 13:03
Af hverju ertu EKKI feministi?
"Feminism has fought no wars. It has killed no opponents. It has set up no concentration camps, starved no enemies, practiced no cruelties. Its battles have been for education, for the vote, for better working conditions.. for safety on the streets... for child care, for social welfare...for rape crisis centers, women's refuges, reforms in the law."
(If someone says) 'Oh, I'm not a feminist,' (I ask) 'Why? What's your problem?'"
- Dale Spender, author of For the Record: The Making & Meaning of Feminist Knowledge, 1985
Langar að benda fólki á greinar á Vefritinu um jafnréttið sem sumir virðast halda að komi bara að sjálfu sér... þrátt fyrir að sagan sýni okkur og sanni það að engar breytingar í átt til frekara jafnréttis kynjanna eða mannréttinda almennt í mannkynssögunni hafa komið að sjálfu sér... það hefur alltaf þurft að berjast fyrir þeim.
...Stundum er svo gott að líta aftur í tímann og sjá hvernig sömu klisjurnar eru tíundaðar trekk í trekk. Frelsi er augljóslega ekki tískuhugtak heldur hefur verið notað lengi til að boða og réttlæta einstaklingshyggju. Dæmið hefur verið sett upp þannig að ef þú aðhyllist ekki einstaklingshyggju og hægristefnu ertu á móti frelsi. Það hljómar að sjálfsögðu sérlega neikvætt enda vilja fæstir tengja skoðanir sínar á einhvern hátt við þrælahald, fjötra eða múra.
Þetta er alveg að koma :
...Þeir sem kalla sig jafnréttissinna eru ósáttir við róttækni femínistanna sem krefjast breytinga og aðgerða strax. Þeir segja gjarnan að þetta sé alveg að koma. Við þurfum bara að bíða aðeins og svo jafnist þetta út á endanum. Það er jú bundið í lög að ekki megi mismuna fólki launalega sökum kynferðis og því hlýtur kynbundinn launamunur að vera úr sögunni innan skamms. Að minnsta kosti þegar dætur okkar verða fullorðnar.
Raddir kvenna og stjórnmálajafnrétti :
...Jafnréttið kemur af sjálfu sér
á sex öldum!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.6.2007 | 10:02
Guðfríður Lilja flottust á Alþingi!
Í gær hélt forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnarinnar. Guðfríður Lilja sló honum hins vegar algerlega út og benti honum réttilega á það að hæglega hefði verið hægt að byrja jafnréttisstefnu nýrrar ríkisstjórnar í eigin ranni, jafnvel hægri öfl í Frakklandi raða kynjum jafnt í ráðherrastóla. Einnig benti hún á að kynbundinn launamunur er brot á lögum og stjórnarskrá, en samt stefnir ný stjórn einungis að því að minnka þennan brotlega launamun... af hverju er ekki stefnt að því að EYÐA honum með öllu??? Það hefði manni nú þótt aðeins metnaðarfyllra.
Að sama skapi segi ég að mér finnst alls ekki nægilega skýrt ennþá hver er stefna Samfylkingar og nýrrar ríkisstjórnar í náttúruverndarmálum. Mér fannst þó Þórunn Sveinbjarnardóttir nokkuð góð og ég treysti henni persónulega... en þótt hún vilji vel og muni gera sitt besta er ekki víst að henni takist að stöðva álversáform í Helguvík og Húsavík þrátt fyrir að þau séu engan veginn komin of langt á veg. Vonandi gerir hún, ásamt Össuri, allt sem í þeirra valdi stendur til þess að orkan fyrir norðan verði notuð í annað en álver - en að þar verði samt atvinnusköpun innan fárra ára.
Spennandi verður að sjá hvort velferðarmálefnin ná fram að ganga og hvort XD hverfur af braut einkavæðingar almenningseigna eins og Landsvirkjunar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.5.2007 | 12:27
Heilindi markaðarins...?
eru dregin verulega í efa ... frelsi virðist vera í einkaeigu hinna ríku ... vissulega ekki hægt að tala um frelsi fyrir alla.
spurning hvort markaðsvæðingin og hnattvæðingin hafi endilega skilað okkur betri heim eins og sumir halda fram ... eða hvort það hafi skapað nýtt kerfi valdaklíku sem byggir á að viðhalda "réttindum" auðmannsins frekar en á heilindum. stór hluti markaðarins vinnur eindregið gegn réttindum hins vinnandi manns sem skapar þó auðinn fyrir auðmanninn. tek fram að ég hef ekkert á móti því að fólk geti haft það mjög gott svo lengi sem það byggir ekki á launakúgun og misrétti annarra... sem það svo oft gerir í hinum kapítalíska heimi. varasamt með meiru.
"peculiar kind of freedom" - skrítið frelsi sem últra kapítalisminn boðar
Bendi á góða heimildamynd frá BBC.
The Trap - Adam Curtis - 1. hluti
Bloggar | Breytt 31.5.2007 kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2007 | 20:19
Ný stjórn er tilhlökkunarefni
Ég hlakka til að sjá nýjan stjórnarsáttmála
Ég hlakka til að sjá hversu langt XS ætlar að ganga í að vernda Fagra Ísland
Ég hlakka til að sjá hvort einhver árangur næst í jafnréttismálum á Íslandi næstu árin og hvort launamunur kynjanna verður í raun leiðréttur eitthvað að ráði
Ég hlakka til að sjá hvort búið verður betur að öldruðum og börnum í þessu samfélagi
Ég vona innilega að Ísland verði betra land til að búa í eftir nokkur ár...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.5.2007 | 11:05
Minnihluti Íslendinga kaus D&B
Ef Geir H. Haarde er í raun ábyrgur maður og ábyrgur stjórnandi mun hann ekki halda áfram að starfa með Framsókn, svo mikið er víst. Ef hann er jafnframt svo ábyrgur að hann hlusti á tilkall þjóðarinnar til náttúruverndar mun hann heldur ekki halda áfram að starfa með Framsókn.
Það sem mér finnst í raun hræðilegast er það að "meirihluti" XD og XB hélt velli, þrátt fyrir að vera aumur. Í báðum tilfellum ráða núna þessir tveir flokkar bæði í borg og landi þrátt fyrir það að þeir hafa eingöngu um 48-49% fylgi. Finnst engum nema mér það réttmæt krafa í lýðræðislegu ríki að eingöngu megi mynda ríkisstjórn flokka sem hafa meirihluta fylgi í prósentum talið? Reyndar er kannski ekki ráðið ennþá hvort XD&XB verða áfram í hinni spilltu hjónasæng í stjórnarráðinu ... vonandi kemur annar flokkur í stað XB.
En ef þessi hrikalega stjórn ætlar sér að starfa áfram og XB jafnvel að taka upp á því sem Jón sagði með að setja fólk í ráðherrastóla og varamenn á þing í staðinn og tvöfalda þannig styrk sinn í stað þess að horfast í augu við að flokkurinn á bara að draga sig til hlés.
Ég spái því (án þess að hafa nokkra hugmynd um stjórnarmyndunarviðræður) að innan fárra daga verði mynduð ríkisstjórn D+V
Bloggar | Breytt 18.5.2007 kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.5.2007 | 13:01
Í dag kjósum við um einkaeignarrétt á vatni
Á liðnu þingi vöru lögð fram frumvörp um vatnsveitur sveitarfélaga. Borið hefur á því að stjórnarþingmenn skilji ekki sjálfir hvert inntak frumvarpanna er, og er þá ráð að upplýsa þá um það hér í stuttu máli.
Í sinni endanlegu mynd eru frumvörðin fyrstu skrefin í átt að einkavæðingu vatnsveitnanna í landinu. Í þeim er meðal annars opnað fyrir að sveitarfélög einkavæði vatnsveiturnar í landinu. Ef hægrimeirihlutinn í Reykjavík vill til dæmis einkavæða Gvendarbrunna er þeim frjálst að gera það eftir að lögin taka gildi í haust. Gott og vel, segja sumir, ef íbúar sveitarfélags vilja kjósa flokka sem ætla sér að einkavæða vatnið og gera það að söluvöru, þá ættu þeir að mega það. Því miður er málið ekki svo einfalt.
Einkavæðing vatnsveitna er tiltölulega einföld stjórnvaldsaðgerð þær eru seldar hæstbjóðanda. Öðru máli gildir um að koma vatnsveitum aftur í almannaeign eftir að þær hafa verið einkavæddar. Reynslan sýnir að auðlindir sem hafa verið einkavæddar komast seint aftur í almannaeigu. Ein af ástæðunum er einfaldlega sú að það kostar að minnsta kosti jafnmikið að kaupa vatnsveiturnar aftur eins og þær voru seldar á. Einkafyrirtæki græða oft grimmt á að reka slíka þjónustu og eru því treg til að selja vatnsveiturnar aftur nema með miklum gróða. Með því að opna fyrir að sveitarfélögin geti einkavætt vatnsveiturnar er því í reynd verið að stuðla að því að vatnsveiturnar verði smátt og smátt komnar í eigu einkaaðila í mörgum sveitarfélögum.
Hitt er svo enn alvarlegra mál að ríkisstjórnin hefur samþykkt að vatnið sjálft verði gert að einkaeign í stað þess að vera sameign þjóðarinnar líkt og verið hefur hingað til. Einstaklingar hafa að vísu haft skýran afnotarétt af vatni um langt skeið, en nú hefur verið samþykkt að einstaklingar geti átt vatn og selt það líkt og um aðra markaðsvöru væri að ræða. Það gengur þvert á yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna þess efnis að drykkjarvatnið heyri til mannréttinda og að ekki skuli líta á það sem hefðbundna markaðsvöru. Á þessu byggist afstaða þeirra flokka sem hafna alfarið að opnað sé fyrir einkavæðingu vatnsveitnanna í landinu.
Í raun er bara eitt jákvætt við meðferð þessara mála í þinginu. Það er að lögin sem samþykkt voru taka ekki gildi fyrr en eftir þingkosningarnar sem nú nálgast óðfluga. Í dag verður kosið um það hvort farið verður í þá átt að þessi lög taki gildi um einkaeignarrétt á vatni, eða hvort við komum í veg fyrir það og tryggjum að vatn sé ávallt almannaeign þjóðarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs