Leita í fréttum mbl.is

Íslenskir karlmenn!?

"Íslenskar konur eru lausgyrtar og kunna ekki að skammast sín", segir á vísir.is. Alveg finnst mér með ólíkindum að sjá hvernig þessir íslensku karlmenn tala um íslensku kvenþjóðina, það er beinlínis ógnvekjandi hversu mikil kvenfyrirlitning sést í þessum málflutningi.

 

Bendi ykkur á að lesa kommentin við þessa frétt hér:

 

Vissulega eru komment á vísisvefnum ekki alltaf þau gáfulegustu í heimi, en engu að síður má þarna sjá glöggt merki þess að enn er afar stutt í „ástandsviðhorfið" frá því hér um árin. Það er kannski ekkert skrítið að sumir karlmenn skuli hræðast samkeppnina við 700 erlenda dáta í einkennisbúningum... EN er hin íslenska karlþjóð eitthvað minna dugleg við að stunda kynlíf um borg og bý um hverja helgi hér á landi heldur en kvenþjóðin? Eru það bara íslenskar konur sem eru að því? Er það ekki bara alls konar fólk sem stundar kynlíf út um allt? Hvað er eiginlega að þessu fólki sem lætur svona hluti útúr sér?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær eiga auðvitað ekkert að skammast sín, eiga að vera stoltar af eigin kynfrelsi og lífsstíl rétt eins og karlmenn.

En eru ekki flestir feministar einnig á móti lauslæti kvenna? Bara orða það betur. 

Geiri (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Nú er ég alveg "stúmm" eins og einhver góð kona sagði - þegar hún vissi ekki hvernig hún átti að taka hlutunum  

Ætli þessi ummæli bloggara á vísi segi ekki eitthvað meira um þá sem þar tjá sig en íslenskar konur - og hvað er að Erlendsbörnum og Hermannsbörnum? Ætli það séu ekki viðhorf þeirra sem þar tjá sem eru vandamál frekar en börn hermanna sem hafa fæðst hér á land á undaförnum áratugum.

 Það væri nær að þeir tjáðu sig um komu herskipanna - í öðru samhengi t.d. hvað þeim finnist um það að nú liggja skip í höfninni sem hafa verið notuð í stríði í Írak og Bosníu.

Valgerður Halldórsdóttir, 15.6.2007 kl. 00:24

3 identicon

Þar sem það tíðkast ekki lengur að rassskella óþekktaranga þá held ég að það sé best að nota virka hundsun á þessi ljótu ummæli.

Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 02:27

4 Smámynd: Lýður Árnason

Smá innlegg:  Karlar eru í eðli sínu einföld gangverk, skjóta föstum skotum í ljósleiðarann en í fiðurmjúkum kvenmannsörmum eru þeir iðulega bráðið smér.  Ofangreind ummæli um lausgyrðingu kvenna eru sennilega afsprengi einsemdar og ættu ekki að æra neinn.  Strákar monta sig af bólförum, stelpur fyrirverða sig, afhverju?  Brókarsótt er beggja kynja mein, náttúruleysi líka.  Við stjórnum aðeins einu eintaki, okkur sjálfum.  Buxur á hælum getur boðað gott, líka hjá kvenfólki.

Lýður Árnason, 15.6.2007 kl. 03:51

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég las yfir þetta á vísir.is.. og ég les ekki neina kvenfyrirlitningu út úr þessum umælum heldur sé ég ummælu vanþroskaðra einstaklinga sem eru að fíflast en skilja ekki að þeir eru á vef sem allir geta séð sem hafa tilgang að internetinu..

Hef orðið var við svipuð ummæli frá kvenþjóðinni í heita pottinum í vesturbæjarlaug um karlpeninginn.

Ég er nú þeirrar skoðunnar að ultra-feministar hafi nú kynt undir svona ummæli frekar en hitt.. 

Óskar Þorkelsson, 15.6.2007 kl. 07:27

6 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Ef þessir herdallar væru fullir af herkonum ætli íslenskur karlpeningur sæti bara heima á meðan ? Ég held ekki :0)

Tjörvi Dýrfjörð, 15.6.2007 kl. 10:50

7 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

"Strákar monta sig af bólförum, stelpur fyrirverða sig, afhverju?"

 Á maður að trúa því að fólk láti svona út úr sér?  Hvers konar afneitun og vanþroski er í gangi hjá þeim mönnum sem hér tjá sig.

1. Konur eiga rétt á því að stunda það kynlíf sem þær vilja, með þeim sem þær vilja, og eins sjaldan eða oft og þær vilja.  Þetta kallast kynfrelsi og tilheyrir grundvallar mannréttindum.

2. Hvers vegna í ósköpunum ímynda karlmenn sér að konur fyrirverði sig fyrir það kynlíf sem þær stunda af frjálsum vilja?  Wishful thinking maybe....? en nei, þannig er það ekki.

3. Karlmenn þurfa að sætta sig við að konur hafi sjálfstæðan vilja njóti kynfrelsis síns, en hagi sér ekki eins og þeim finnst konur eigi að vera. Ég veit að þetta er erfitt, en strákar, kommon....

Bergþóra Jónsdóttir, 15.6.2007 kl. 11:07

8 Smámynd: Anna Sigga

 Ég túlka þessar athugasemdir á vísi.is sem tilraun til hnyttni og skemmtilegheita, ansi misheppnaða tilraun þó. Mér misbýður einna helst alhæfingin sem felst í því að tala um "alla" íslensku kvenþjóðina, "allar" konur frá 14-60, ég held að ég sé í hópi kvenna 14-60 og ekki ætla ég, hef aldrei farið og mun líklegast aldrei gera það, allavega ekki í þeim tilgangi að girða niður um mig.

  Svona hugsanagangur pirrar mig samt hreint óstjórnlega, ég er bara því miður svo veikgeðja. Getur ekki verið að meint há tíðni bólfara kvenna megi að e-u leiti rekja til þess að karlmenn fá þær oft til lags við sig með loforðum og gylliboðum. Þær sem ég þekki til "sofa" oftast hjá strákum sem þær halda að þær séu e.t.v að fara stofna til sambands með og ætla því ekki að tjalda til einnar nætur, svo kemur á daginn að gæjinn er horfinn á braut.

 Ég er ekki að segja að það sé alltaf málið en ég veit að í mínum vinahópi hefur það oft verið raunin.

 Það er svo annað mál að þetta á ekki að skipta neinu máli og er einkamál hvers og eins, karls eða konu.

Anna Sigga, 15.6.2007 kl. 11:39

9 Smámynd: TómasHa

Eru ekki nákvæmlega fordómar sem birtst í fyrirsögninni. Íslenkir karlar.  Ekki hef ég áhuga á að vera dæmdur út frá því sem nokkrir einstaklingar skrifa á vef vísir.is. Það virðist alltaf verið í lagi að fullyrða um íslenska karla, en svo er það hneyksli þegar talað er um íslenskar konur.

TómasHa, 15.6.2007 kl. 12:40

10 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Bergþóra, þú ert að misskilja hann Lýð, ég er alveg sammála þér að hver og einn, konur meðtaldar eiga rétt til að stunda það kynlíf sem þeim sýnist etc. etc. Það er einmitt kjarni málsins þetta er einkamál hvers og eins.

Ég held að Lýður hafi nú bara verið að nefna það sem hefur nú gjarnan verið almennt viðhorf að karlar hreyki sér af fjöllyndi en konur síður.

Hann hittir naglann á höfðið, svona ummæli í garð kvenna eru sprottin af einsemd og minnimáttarkend.

Bjarni Bragi Kjartansson, 15.6.2007 kl. 13:48

11 identicon

Mér finnst fallegt þegar íslenskar gyðjur sænga með þessum vígamönnum. Ég er viss um að hjörtu þeirra verða meyrari á eftir.

Ég skil ekki þetta tuð um lauslæti íslensku konunnar. Sjálfur tel ég það hreina guðsblessun og hef oft notið góðs af.

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 13:58

12 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Þetta er nú meira bullið. Hvað fólk gerir, hvar og með hverjum hlýtur að vera einkamál hvers og eins og ekki annara að dæma eða skipta sér af..og hana nú.

Brynja Hjaltadóttir, 15.6.2007 kl. 14:01

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hrafnkell og Raggi, lauslæti er svo úrelt hugtak að það er ekki fyndið. Sé kynhegðun íslenskra kvenna í svaði er það Icelandair að kenna. (og Raggi, ég er ekki skilin...)

TómasHa, hvers vegna heldur þú að spurningamerkið sé eftir fyrirsögninni?

Minnimáttarkennd, jámm, bókað. Og miðað við sum ummælin er hún fyllilega verðskulduð.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.6.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband