12.12.2006 | 11:36
Hátíð ljóss og friðar?
Allt frá því að ég gat talist í fullorðinna kvenna tölu hef ég mikið velt því fyrir mér, eins og svo margir aðrir íslendingar, hvort jólin hafi orðið fyrir hryðjuverkum markaðsaflanna. Já, mig langar mest að kalla þetta hryðjuverk, því þannig líður mér þegar ég sé hátíð ljóss og friðar skemmda á þann hátt sem markaðsöflin leyfa sér. Hátíðin hefur í margra hugum breyst í afskræmda mynd og boðar hvorki ljós né frið, heldur frekar álag, stress og kaupæði. Í því felst enginn friður að mínu mati.
Blessuð börnin okkar þrá það mest af öllu að eiga tíma með foreldrum sínum og njóta jólamánaðarins með þeim í föndri, bakstri og skemmtilegum jólaundirbúningi, finna ást þeirra og hlýju og friðinn í hjarta. Í staðinn þurfa þau oft og tíðum að vera lengur í gæslu á daginn, þeytast í búðir í mikilli traffík og fá ekki þá afslöppun sem þau þurfa með mömmu og pabba.
Í dag er ég að reyna að aðstoða unga stúlku sem hefur verið hent út af heimili sínu og hefur ekki í nein hús að venda. Það er hræðilegt að vita til þess að börn í slíkum aðstæðum hafi ekki neyðarathvarf til að leita til og ekki skrítið að þau lendi í alls kyns rugli ef þau leita í félagsskap á götum borgarinnar á næturna.
Mig langar því til að biðja alla sem þetta lesa að hugsa hvernig við getum búið börnum okkar og fjölskyldum aðstæður í kringum jólin og helst allan ársins hring þannig að við getum sinnt þeim og fangað með þeim hátíð ljóss og friðar í afslöppun og reynum að gera allt sem við getum til að slaka á sjálf, njóta tímans í rólegheitum og kærleika með börnum okkar. Kannski þurfum við stundum að slökkva á sjónvarpi og sleppa búðarrápi á þessum tíma til að börnin verði ekki fyrir sífelldu áreiti markaðsaflanna á þessum tíma. Einnig langar mig til að biðja þá sem geta séð af tíma aflögu til að bjóða fram þjónustu sína í þágu samfélagsins og hjálpa þar sem hjálpar er þurfi. Það er hægt að hjálpa í gegnum Rauða krossinn, Blátt áfram, mögulega Kvennaathvarfið osfr.
Njótið jólamánaðarins og varist að fara yfir um á stressi
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs
Athugasemdir
Aðalstressið á mínu heimili eru próf og ritgerðir. Gef fáar og smáar jólagjafir í fjölskyldunni, við erum öll hófsöm í því.
kókó (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 10:28
jamm gott innlegg hjá þér....jólakveðja
Ólafur fannberg, 13.12.2006 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.