23.12.2007 | 18:49
Lygar um andstæðinga kapítalismans - smá ádeila svona rétt fyrir jólin!
Ég veit svosem ekki hvort það telst í anda jólanna eða Þorláksmessunnar að skrifa um pólitík eða lygar fjölmiðlanna um andstæðinga kapítalismans ... en mér finnst það ekki verri tími en hver annar að velta þessu fyrir sér. Nú er fólk jú komið í frí til þess annað hvort að stressa sig gífurlega yfir jólunum og innkaupum, nú eða velja að slaka aðeins á og láta hugann reika um hin ýmsu málefni.
En að fyrirsögninni minni; mig langar til að benda á góða gagnrýni á moggann og ýmsa vestræna fjölmiðla sem láta liggja á milli hluta að segja fólki frá staðreyndum í fréttum sínum. Vésteinn Valgarðsson skrifar um þetta á Eggin.is þar sem hann gerir grein fyrir nýafstöðnum kosningum í Venuzuela og segir okkur aðeins frá Chavez og lygunum um hann...
"Helstu fjölmiðlar heimsvaldaríkjanna hafa étið áróðurinn gegn Chavez hráan. Ágætt dæmi um það sást í Morgunblaðinu á þriðjudaginn (4. des., s. 15), þegar blaðamaðurinn Davíð Logi Sigurðsson kallaði Chavez, alræmdan orðhák. Daginn áður birti blaðið þá frétt (s. 16) að hann þrífst á athygli og nýtur þess að lenda í illdeilum við menn. Þá var rifjað upp að Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, hefði fengið gusu af skömmum yfir sig, án þess að þess væri getið hver tildrög þeirra skamma voru. ...
Hver rangfærslan rekur aðra þegar fjallað er um Chavez. Að vissu leyti er það honum til hróss það er greinilegt að efnahagsaðgerðir hans velgja heimsvaldaríkjunum undir uggum, efnahagslega, en þær hafa miðað að því bláfátækur almenningur Venezuela og víðar geti notið olíuauðsins, frekar en bandarísk olíufyrirtæki og innlend elíta. Hann bar meira að segja þá tillögu upp á OPEC-fundi á dögunum, að OPEC mundi setja baráttu gegn fátækt í forgang hjá sér. Auðvitað verða menn umdeildir þegar þeir sækja ránsfenginn aftur í ræningjabælið og færa réttmætum eigendum. ...
Að forskrift spunameistara í áróðursdeild CIA, hafa fjölmiðlar hamrað og hamrað á því að Chavez, þessi alræmdi orðhákur, sýni einræðistilburði í nýju stjórnarskránni. En hvað felst í breytingunum sem átti að gera? Veit það einhver? Hefur Morgunblaðið séð ástæðu til að fjalla um annað en þessa meintu einræðistilburði?
Stjórnarskráin nýja sem naumlega var felld gekk í gegn um ítarlegar umræður á þinginu. En ekki bara á þinginu: Þingið valdi 20 menn, sem aftur völdu 20 menn hver, sem enn völdu 20 hver, og þessir 8000 fóru um landið og héldu þúsundir málfunda, stóra og smáa, þar sem almenningi gafst kostur á að ræða málin eins ítarlega og hann vildi. Þá var tekið við breytingatillögum og uppástungum um vhað betur mætti fara, sem stjórnarskrársérfræðingar lögðust síðan yfir. Niðurstaðan var þetta plagg, mikið unnið og vandað. Meðal þess sem sætti nýmælum var þetta:
1. Takmarkanir afnumdar á því hvað forseti geti setið mörg kjörtímabil, eins og þekkt er af áróðri fjölmiðla. Er það óeðlilegt fyrir lýðræðislega kjörinn forseta? Er óeðlilegt að forseti geti setið lengur er tvö, ef hann hefur stuðning fólksins? Sat ekki Vigdís Finnbogadóttir fjögur kjörtímabil? Er ekki Ólafur Ragnar á sínu fjórða?
2. Grasrótarlýðræði. Minnsta eining hins pólitíska samfélagspýramída átti að vera hverfisráð. Þar fyrir ofan sveitarstjórn, þar fyrir ofan fylkisráð og þar fyrir ofan þingið. Efst á kransakökunni átti svo forsetinn að vera. Semsagt: Ekki minna heldur meira lýðræði, ekki satt?
3. Fjölbreyttur eignarréttur. Í nýju stjórnarskránni var gert ráð fyrir heilum fimm tegundum af eignarrétti: Einkaeign, þjóðareign, ríkiseign, samvinnu-eign og almenningi. Þar með væri opnað fyrir viðurkenningu á hefðbundnum eignarrétti frumbyggja, og einnig væri leiðin til lýðræðislegs og sósíalísks hagskipulags opnuð.
4. Vinnuvikan. Það átti að stjórnarskrárbinda 36 tíma vinnuviku. Ég er enginn sérfræðingur í stjórnarskrám, en mér er ekki kunnugt um fordæmi þess. Tilgangurinn var að losa fólk úr tvöföldum gapastokki ofur-arðráns annars vegar, meðal annars á götubörnum, og atvinnuleysis hins vegar.
5. Herinn. Í stað varaliðsins sem herinn hefur haft menn sem eru tiltækir í herinn ef hershöfðingjunum þykir þurfa áttu að koma sjálfsvarnarsveitir almennings (militia), sem hefðu styrkt stöðu fólksins í landinu gagnvart hernum, og um leið styrkt stöðu landsmanna sem slíkra gagnvart innrás, ef einhverjum dytti í hug að gera hana."
sjá greinina í heild sinni hér
Sjálf er ég stödd í London og ætla mér til Barcelona í fyrramálið og svo til Feneyja yfir áramótin og mun ekki stressa mig mikið yfir jólunum, heldur frekar spóka mig um í Barcelona og hjúfra mig undir sæng á kvöldin og lesa "Rights of man" litla handhæga bók sem ég var að kaupa mér eftir Thomas Paine.
Ég vil síðan að lokum óska öllum lesendum bloggsins og vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og vona að fólk muni eiga ánægjulegar stundir með vinum og ættingjum yfir hátíðarnar án þess að stressa sig of mikið. "Andi jólanna" ef einhver er, er í það minnsta ekki fullur af stressi og efnishyggju ;)
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs
Athugasemdir
Því miður, Jón, þá held ég að þér skjátlist. Draga úr frelsi almennings? Hvernig? Hann hefur dregið úr frelsi auðvaldsins, en hefur hins vegar fært almenningi dýrmæt réttindi. Loka fjölmiðlum? Ertu að tala um sjónvarpsstöðina sem var neitað um endurnýjað útsendingarleyfi þegar það rann út, eftir að hún hafði opinberlega hvatt til óeirða og hallarbyltingar og farið vísvitandi með rangt mál? Og bannað gagnrýnendum að koma til landsins? Aldrei hef ég heyrt um það, aldrei.
Vésteinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 01:18
Sem gagnrýndi hann? Hún gerði nú gott betur en að gagnrýna hann, hún tók fullan þátt í ofbeldisfullu valdaráni snemma árs 2002, og hélt áfram að hvetja beint og óbeint til ofbeldis gegn stjórnvöldum og flytja fréttir sem voru lítið annað en áróður. Þessi sjónvarpsstöð var málpípa auðvaldsins og rak ódrengilegan málflutning, svo ekki sé meira sagt.
Þessir stúdentar voru stúdentar í einkaskólum, skipulagðir af samtökum sem voru í beinum tengslum við öfl innan bandaríska stjórnkerfisins, sem vinna leynt og ljóst að því að steypa forsetanum.
Chavez er kjaftfor, og ég vissi ekki að það væri glæpur. Það sem hann segir eru oft myndlíkingar, og það er oft tekið úr samhengi og bara haft eftir sem hljómar hneykslanlegast í eyrum Vesturlandabúa. Ég held að vísu að hann hafi misreiknað sig aðeins með stjórnarskrárbreytinguna, með því að ætla sér eins mikil völd og hann gerði. Þannig að ég er ekki hissa á að hún hafi verið felld -- þótt það hafi aðeins verið mjög naumlega. Ýmislegt var samt sagt um hann sem var alls ekki sanngjarnt -- er það t.d. ólýðræðislegt að forseti geti setið fleiri kjörtímabil en tvö?
Athugum líka að hann er ekki bara þjóðkjörinn, heldur hefur hann unnið hvern slag sem hann hefur lent í, að undanskildum þessum nýjustu kosningum. Hann hefur staðist þrjár valdaránstilraunir, vegna þess eins að hann hefur landsmenn með sér í liði. Málflutningurinn sem maður sér um hann í fjölmiðlum er dæmigerður: Stjórnmálamaður í þriðja heiminum setur alþjóðlega auðvaldinu skilyrði og rífur kjaft yfir óréttlæti heimsins -- og vestrænu fjölmiðlarnir bregðast við, eins og on que, með fyrirsjáanlegum áróðursvaðli.
Vésteinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 07:48
Gleðileg jól.
Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:12
Andrea Ólafsdóttir og Vésteinn Valgarðsson hefðu sómt sér vel í Æskulýðsfylkingunni í gamla daga.
Jón Frímann á þakkir skildar fyrir kryfjandi athugasemdir sínar hér.
Á þessari síðu var því alveg sleppt að geta þess, að Chavez ætlaði sér m.a. með stjórnarskrárbreytingunni að ná beinum yfirráðum yfir seðlabanka landsins og áskilja sér rétt til að stinga mönnum í steininn án dómsúrskurðar. Eins og hann hefði ekki gert nóg þegar til að þrengja að athafnafrelsi manna.
Alþýða Venezúela á heiður skilinn fyrir að falla ekki fyrir þeirri gulrótarfreistingu af hálfu forsetans, að vinnudagur yrði styttur úr 8 í 6 stundir á dag, en það var eitt það helzta sem átti að fegra og gylla þessa stjórnarskrá í augum kjósenda. En mjóu munaði, og þjóð landsins er alls ekki búin að bíta úr nálinni með þennan forseta yfir sér.
Og Chavez ekki orðhákur!!! Þvílíkt, að geta boðið lesendum upp á þetta! Höfum við ekki séð og heyrt orðbragð hans á skjánum?!
Jón Valur Jensson, 24.12.2007 kl. 13:51
Þetta er greinilega hinn mætasti maður hann Chaves. Við höfum áður hlustað á hinar vandvirku vestrænu fréttastofur flytja fregnir af málum, sem eru skrumskæling sannleikans. Nægir að nefna Írak og Afganistan sem dæmi.
Að ætla að hringla í klukkunni, hvílik "hneysa".
Gleðileg jól.
Jón Halldór Guðmundsson, 26.12.2007 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.