Leita í fréttum mbl.is

Hvað eru öfgar? Hótanir um ofbeldi vegna skoðana?

"Grafalvarleg eru skrif ungra manna í bloggheimum þar sem fólki sem talar máli kvenfrelsis er hótað ofbeldi, hrottafenginni nauðgun eða öðrum líkamsmeiðingum. Á undanförnum dögum hef ég séð ofbeldis- og hótunarskrif af þessu tagi og hefur þeim verið komið á framfæri við lögregluyfirvöld. Að sjálfsögðu var það gert. Að mínum dómi væri það hreinlega ámælisvert að láta skrifin óátalin." ...

"Það eitt að kvenfrelsisbaráttan kalli á slík viðbrögð segir sína sögu um fordóma sem eru til staðar í þjóðfélaginu gegn því sem margir töldu óumdeild mannréttindi."

segir Ögmundur Jónasson í skrifum sínum um ofbeldishótanir gegn feministum

sjá hér:

ÓÞOLANDI AÐ VERA HÓTAÐ

SJÁLFUM MÉR TIL VARNAR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jónsson

Það eru öfgar að túlka brandari ( sem að vísu var grófur) sem hótun um hópnaugðun.

Ólafur Jónsson, 10.12.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Kolgrima

Spurning um að skilgreina brandara.

Kolgrima, 10.12.2007 kl. 12:30

3 Smámynd: Ólafur Jónsson

Get ekki neitað því að álit mitt rýrnaði talsvert á Ögmundi, en hann hefur alltaf verið sá einstaklingur í VG sem hefur verið samkvæmdur sjálfum sér og rökfastur, ég hef oft staðið mig af því að vera sammála honum.

En að hann hafi skrifað þessa grein án þess að skoða fyrst færsluna frá Gilz eða lesið hana og túlkað hana eins þetta fólk gerir, hann tók risarstórt stökk afturbak í mínum bókum.

Og svo tel ég að aðalmálið sé ekki að skilgreina hvað er brandari heldur hvað er hótun því það er eitthver stórkostlegur misskilningur í gangi. 

Ólafur Jónsson, 10.12.2007 kl. 13:30

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þakka þér fyrir að verða bloggvinur minn.  Baráttukveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 10.12.2007 kl. 17:26

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ungir menn sem hóta ofbeldi hljómar skuggalega kunnuglegt. Fólk sem er heilaþvegið af ofbeldisdýrkun og hefur árum saman legið í manndrápum í tölvuleikjum er sjálfsagt líklegt til að taka upp á hinu og þessu eins og dæmin hafa sannað. Þú mótast jú af þeirri menningu og innrætingu sem þér er seld. Það er augljóst.

Baldur Fjölnisson, 10.12.2007 kl. 21:20

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Enginn getur lengur neitað því að kolbilað fasistahyski sem einskis svífst stjórnar "hinum frjálsa heimi". Maskínan sem hefur komið þessu hyski til valda hefur einnig skipulega staðið fyrir stórfelldri fasistavæðingu á myspace, facebook og með ótrúlegri fasisma- og ofbeldisdýrkun í gegnum ofbeldiskennda tölvuleiki. Heilaþvegnir rugludallar frá þessarri innrætingu fremja reglulega fjöldamorð og mér finnst ekkert óeðlilegt að ofbeldishótanir heilaþveginna ruglustrumpa hér á landi séu skoðaðar í því ljósi.

Baldur Fjölnisson, 10.12.2007 kl. 22:16

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég hef aldrei séð neinn hóta að nauðga þér  í kommentum né hef ég séð það í kommentum hjá sóley , geturðu sýnt mér þau comment?

Alexander Kristófer Gústafsson, 11.12.2007 kl. 00:29

8 identicon

"“Bloggið er mál út af fyrir sig. Þar
er orðinn til vettvangur, þar sem einhver
hópur fólk virðist fá útrás fyrir
sínar verstu kenndir með svívirðingum
og rógi um annað fólk.”"

Leiðari Mbl 10.12.07 

Gisli Asgeirsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 05:42

9 Smámynd: Einar Þór Strand

Auðvitað eru svona skrif ámælisverð, en það er líka málflutningur margra sem eru í forsvari fyrir femínista hér í bloggheimum.  Ef einhver er ekki sammála ykkar skoðunum er sá hinn sami úthrópaður sem kvennhatari og næstum tilvonandi nauðgari og skoðanir hans ætti að banna.  Þið teljið ykkur þau einu sem getið dæmt um hvað er rétt og rangt þegar kemur að kyni og kynferði og aðris em ekki eru sammála ykkur eigi ekki rétt á að tjá sig.  Svona málflutningur hefur oft sést áður og hefur þá verði kenndur við einræði og harðstjórn og var þegar hann kom síðast fram í evrópu kallaður Fasistmi/Nasistmi.  Þið verðið að muna að fólk hefur mismunandi skoðanir og þarfir bæði konur og karlar og það getur enginn einn lítill hópur dæmt hvað er rétt eða rangt.  Það að troða skoðunum sínum uppá samfélagið eins og þið eruð að gera er ein birtingar mynd nauðgunar þó ekki sé um líkamlegt ofbeldi að ræða, nauðgun þarf nefninlega ekki alltaf að vera kynferðisleg, líkamleg eða verklegt ofbeldi hún getur líka verið andleg og ekkert skárri en hin nema auðvitað að þar eru engir áverkar, en þar er heldur engin samúð því það viðurkennir enginn að það hafi átt sér stað brot.

Einar Þór Strand, 11.12.2007 kl. 10:27

10 identicon

Einar Þór talar eins og úr mínum munni.

Hef verið að svipast eftir vetvangi til að mótmæla þessum yfirgangi

og eins og Einar segir ''nauðgun'' á fólki sem hefur ekki sömu skoðun og þau. Femínistum finnst greinilega að þau megi beita hvaða vopnum sem þær vilja. Það er komin tími til að fólk standi upp mótmæli þessum fámenna hópi sem hefur svona hátt.

Þetta hefur ekkert að gera með jafnrétti sem ég er þó fylgjandi.

Þetta er lítill öfgahópur sem stundar hryðjuverk gegn almennum borgurum. 

Þórhallur (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:27

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til allra þeirra sem málið varðar:

Mosi mælir eindregið með að sem flestir lesi ritið Virðing og umhyggja: ákall 21. aldar eftir Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands.

 

Í þessari góðu bók er mjög margt sem nýtist ekki einungis þeim sem starfa að uppeldis- og kennslumálum, heldur einnig fjölmiðlum, upplýsingamálum, þjóðfélagsmálum og jafnvel stjórnmálum.

 

Höfundurinn kryddar ritið með frábærum tilvitnunum, t.d. til Nelsons Mandela:

 

„Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín.“ Er þetta ekki frábært? Verður vart komist lengra að minna stjórnvöld á hve menntun og uppeldi er mikilsverð í samfélaginu.

 

Lærum meðan við lifum, náum ögn lengra á brautinni til betra og farsælla lífs. Tökum tillit til annarra og vöndum það sem við segjum eða látum frá okkur.

 

Bestu kveðjur

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 11.12.2007 kl. 13:54

12 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sko mér finnst þetta ekki öfgar, bara rosalega óhugsað og barnalegt og vissulega alvarlegt að hóta eða niðra aðra á þennan hátt.  Hins vegar eru þessi barnalegu viðbrögð við öfgum sem eru að kollvalta allri jafnvægisbaráttu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.12.2007 kl. 13:59

13 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það vantar ekki hugkvæmnina: Að femínistar nauðgi samfélaginu andlega. Femínismi sé eins og fasismi eða nasismi. Að femínistar stundi hryðjuverk gegn almennum borgurum. Að Ögmundur þekki ekki í sundur hótanir og brandara.

Vitaskuld er freistandi að túlka þetta eins og Baldur, sem táknar sig með mynd af Bush: Að fólk heilaþvegið af ofbeldisdýrkun og ruglað úr tölvuleikjum. Heilaþvegnir ruglustrumpar.

Ég er búinn að sjá klisjur af þessum toga (femínismi sé öfgaskoðun lík fasisma, að fólk sé heilaþvegið af ofbeldi) allvíða. Hvorugt stenst fræðileg rök. Femínismi er fyrir það fyrsta margvíslegar skoðanir, misróttækar, en við þurfum femínisma í jafnréttisbaráttunni og þeir sem tala svona um femínista leggja lóð á vogarskálar gegn jafnrétti. Kannski er Þórhallur sem skrifar að ofan gegn femínisma að gera eitthvað til að koma á jafnrétti - en tefur fyrir því líka með málflutningi af þessum toga. Ofbeldi í tölvum eða annars staðar gerir fólk ekki að ofbeldisfólki á neinn beinan hátt. En eitthvað af þessu síast inn og þykir þar af leiðandi stundum allt í lagi með tímanum, rétt eins og klámið sem flæðir yfir okkur og það sem hneykslaði fyrir tíu árum gerir það ekki í dag.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.12.2007 kl. 18:41

14 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Takk fyrir athugasemdirnar kæra fólk. Gagnrýnin á femínisma er að engu leyti málefnaleg ,ég hef mjög sjaldan rekist á alvöru málefnalega gagnrýni, því miður.

Varðandi ofbeldshótanir á netinu telst það kannski ekki beint ofbeldi og þótt ég persónulega hafi ekki orðið fyrir slíku níði þá veit ég um nokkur dæmi um svona tal, þetta snýst ekki eingöngu um þennan Gilzenegger. Ef um djók er að ræða í hans tilfelli þá er það í það minnsta afar ósmekklegt og ekki skrítið að það sé túlkað á þann hátt sem það er sett fram. Hin dæmin um slík ofbeldisskrif held ég að sé ekki hægt að setja alltaf undir þann hatt að vera bara djók, enda er húmor sem gengur út á slíkt afar ógeðfelldur að mínu mati. 

Mig langar að benda fólki á viðtal við Irmu Erlingsdóttur sem er forstöðukona Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum sem tjáir sig um að þeir sem harðast gagnrýna femínisma virðast ekki hafa kynnt sér hugmyndafræðina né söguna á bakvið hana og ættu kannski að gera það áður.

Viðtal við Irmu

Að halda því fram að femínismi sé eins og nauðgun á samfélagið finnst mér gjörsamlega út í hött að því leyti að það að tjá og hafa femíniskar skoðanir og leggja til leiðir til að bæta jafnrétti í samfélaginu getur á engan hátt talist skaðlegt eða ofbeldiskennt þeim sem ekki hafa sömu skoðanir.  Með slíkum fullyrðingum má eins segja að allar skoðanir og hugmyndafræði sé ofbeldi fyrir þá sem ekki eru sammála þeim... EN ég vil benda á að skoða aðeins betur og spyrja sig hverja er verið að beita ofbeldi? Ég myndi t.d. segja að kapítalismi USA væri að mörgu leyti og grafalvarlegu leyti ofbeldi gegn stórum hluta mannkyns eins og hann líka er ofbeldi gagnvart þeim sem boðberar hans ráðast beint til atlögu gegn, eins og t.d. Írak núna í seinni tíð, en einnig má benda á Chile og ofbeldið þar, tilraun til að steypa af stóli lýðræðislega kjörnum fulltrúa í Venuzuela, Chavez og svo mætti lengi áfram telja. Þetta er beint ofbeldi ráðamanna og boðbera kapítalismans en ekkert slíkt get ég séð hjá femínistum eða í hugmyndafræði femínisma sem gengur út á að jafna stöðu kynjanna til þess eins að gæta mannréttinda og laga. 

Jón Hnefill, þú getur skráð þig í feministafélagið hér :) http://www.feministinn.is/almennt/skraning.html

Andrea J. Ólafsdóttir, 12.12.2007 kl. 09:50

15 Smámynd: Ólafur Jónsson

Ég þarf ekki að kynna mér hugmyndafræði og sögu á bak við femínisma til að vera ósammála einvherju sem femínisti segir, það er furðulegt að halda slíku fram.

Ég hef sjaldan séð einn hóp sem hefur tileinkað sér eins mikið "Annað hvort ertu með öllu sem við segjum eða móti öllu".

Ólafur Jónsson, 12.12.2007 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband