Leita í fréttum mbl.is

XD neitar að horfast í augu við raunveruleikann

Jú, þeir ætla að einkavæða Landsvirkjun! þeir vilja líka einkavæða öll orkufyrirtæki landsins og neita þar með að horfast í augu við þá reynslu sem það hefur gefið öðrum löndum. Slíkar breytingar á þeirri grunnþjónustu í vestrænum ríkjum að útvega rafmagn og hita í hús almennings á kostnaðarverði hefur alltaf leitt til hærra orkuverðs - svo einfalt er það. Vinstri flokkarnir - eða að ég held allir flokkar nema XD&XB telja að slíkt eigi að vera í rekstri og á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga til að tryggja almenningi sem lægst orkuverð og á að vera hluti af þeirri grunnþjónustu sem samfélagið rekur í sameiningu. 

 

Sem kunnugt er hafa fyrstu skrefin í átt til einkavæðingar orkugeirans þegar verið stigin. Og afleiðingarnar hafa þegar komið fram í stórhækkuðu raforkuverði. Fyrirmyndin er sótt til Evrópu en sem kunnugt er voru settar reglur og gefnar út tilskipanir á tíunda áratug síðustu aldar um að búið skyldi í haginn fyrir þessa þróun. Nú er að koma í ljós að hún hefur ekki gefið góða raun.

 

"Fíaskó" fyrir heimili og atvinnulíf

Í tímaritinu Verktækni sem samtök verkfræðinga gefa út er að finna afar athyglisverða umfjöllun um danska skýrslu sem segir markaðsvæðingu raforkugeirans hafa verið "fíaskó" fyrir notendur. Verð hafi hækkað um þriðjung, fyrirtækjum á markaði hafi fækkað með tilheyrandi fákeppni. Í tímariti verkfræðinga er rakið hvernig skýrsluhöfundarnir dönsku sýna fram á að raforkuverð hafi hækkað, miðað við fast verðlag, um 25% árin 2000-2005 til iðnfyrirtækja og um 33% til almennra raforkukaupenda. "Fullyrðingar um ávinning af frjálsum raforkumarkaði standist einfaldlega ekki. Þeir leggja til að Danir beiti sér fyrir því ... að ESB semji ný raforkulög frá grunni." Í greininni í Verktækni kemur einnig fram að samkeppnisyfirvöld innan Evrópusambandsins taki undir þessa gagnrýni.
Þetta kemur heim og saman við aðrar rannsóknarskýrslur sem birtar hafa verið. Sjálfstæðisflokknum íslenska virðist hins vegar ekki koma það við þótt reynslan af þessum kerfisbreytingum sé slæm. Í ljósi þess leyfi ég mér að beina þeirri spurningu til kjósenda hvort þeim finnist rétt að kjósa til valda stjórnmálaflokk sem boðar stefnu sem allt bendir til að sé neytendum – jafnt fyrirtækjum sem öllum almenningi – óhagstæð. Finnst fólki það vera eftirsóknarverð framtíðarsýn að auðhringir á borð við Alcan og Alcoa eignist Landsvirkjun, Hitaveitu Suðurnesja og önnur orkufyrirtæki?

 

En stefna XD er skýr, þeir vilja einkavæða og tryggja það að fjármagnseigendur þessa lands fái að hafa puttana í rekstri orkufyrirtækja og geti orðið ríkari fyrir vikið á meðan við hin greiðum brúsann í hærra orkuverði. Þetta settu þeir inn í ályktanir landsfundarins.

Hér segir að tryggja eigi Finni Ingólfs hluta af kökunni, en hvað sá maður er eitthvað gulltryggður hjá þessari ríkisstjórn - hvað ætli hann hafi gert til að vinna sér inn alla þessa góðvild ríkisstjórnarinnar? 

Landsvirkjun sögð á sölulista stjórnvalda

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband