Leita í fréttum mbl.is

Geir hafnar Life Earth á Íslandi

Geir H Haarde, forsætisráðherra Íslands, fékk nýlega bréf þar sem honum og Íslandi var formlega boðið að Reykjavík yrði ein þeirra borga sem taka þátt í Live Earth tónleikaröðinni sem haldin verður 7. júlí í sumar. Geir hafnaði tilboðinu. Hinar borgirnar voru Rio, New York, London, Shangai, Sidney og Höfðaborg. Live Earth er meiriháttar tónleikaröð og áttu tónleikar að fara fram á Miklatúni eins og Sigurrósartónleikarnir síðasta sumar og hefði getað orðið frábær uppákoma.

Meiriháttar erlendir listamenn voru væntanlegir auk þess sem þetta var tækifæri fyrir íslenskt tónlistarfólk. En Geir hafnaði tilboðinu. Nú er leitað leiða til að fjármagna tónleikana en ...

Geir - hann er leiðtoginn sem hafnaði heiminum fyrir álbræðslur og Alcoa.

Kíkið á grein Andra Snæs um ár hinna glötuðu tækifæra 

Kíkið á nýútkominn disk: Hálendi Íslands e. Jóhann G. Jóhannsson, kíkið á frétt hér  

http://www.landvernd.is/myndir/Halendi_Islands_JohannG.mp3.

 

 

Live Earth staðreyndir

 

Markmið:

Að skapa alheimshreyfingu í gegnum 24 stunda útsendingu með áherslu á

umhverfisvernd og hrinda af stað breytingum hjá neytendum, fyrirtækjum og

á pólitískum vettvangi.

Dagsetning: 07/07/07

Staðsetningar:  Jóhannesarborg – Afríka, London – Evrópa, Sydney – Ástralía, New York – Norður Ameríka, Shanghai – Asía, Rio de Janeiro – Suður Ameríka, Tokyo – Asía, Reykjavík – Evrópa, Aðrir möguleikar: Mumbai – Indland

Þáttakendur: Tónlistarfólk: 150 + á heimsmælikvarða.

Kynnar: Rithöfundar, íþróttafólk, skemmtikraftar, stjórnmálamenn, forstjórar og vísindamenn.

Skilaboð: Verðlaunahöfundar og leikstjórar búa til stuttmyndir og skilaboð sem send verða út á öllum miðlum og á sviðum meðan tónleikarnir og útsendingin fer fram.

Útbreiðsla á heimsvísu: Áætlað er að 2 milljarðar manna muni ná 24 stunda lifandi útsendingunni í gegnum sjónvarp, internet, útvarp, farsíma og í kvikmyndahúsum.

2 milljónir áhorfenda viðstaddir tónleikana út um allan heim.

 

Áhugaverðir punktar: Staðsetningar: Hver tónleikastaður verður hannaður og reistur af teymi umhverfisverkfræðinga og hönnuða sem hafa sérþekkingu á sjálfbærri þróun og vistvernd. Teymið mun leita leiða til að umgjörð hvers tónleikastaðar endurspegli helstu áherslumál í umhverfisvernd og orkumálum hvers svæðis.

Styrktaraðilar: Fyrirtæki sem hafa tileinkað sér hina grænu Live Earth stefnu verða fengin um borð sem opinberir styrktaraðilar á alheimsvísu með áherslu á vörumerkjatengingu og aðgerðir.

Þátttakendur: Áhorfendur á vettvangi og í gegnum miðla verða fræddir um það hvernig þeir geta stoppað neikvæð áhrif sín á umhverfið.

 
LIVE EARTH

Opinber heimasíða: www.liveearth.org  opnar í janúar 2007

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú afsakar, þetta eru væntanlega frábærir tónleikar en er ekki miklu nær að nota þessar 15 milljónir af skattfé í t.d. menntamál, heilbrigðismál eða jú umhverfismál heldur en að styrkja tónleikahald?

Þar að auki er afar undarlegt að niðurgreiða með skattfé tónleika sem er m.a. ætlað að safna fé til styrktar umhverfisvernd. Væri þá ekki frekar nær að nota þessar 15 milljónir beint í umhverfisvernd? 

Bendi þar að auki á http://www.bbc.co.uk/6music/news/20070411_green.shtml 

Andri Thorstensen (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 11:24

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ótrúlegt, við þurfum oft að sjá lengra en að nefinu, það að taka þátt í þessu, myndi vekja athygli á íslandi, sem svo gæfi pening til þess sem vantar ílandinu

sorglegt þegar þröngsýnin er svona mikil.  

Ljós til þín !

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 12:15

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekki hissa að menn hugsi sig tvisvar um að styrkja svona lagað þegar vg leggur það til. Þá hlytur að vera maðkur í mysunni. Svo tek ég eftir því að athugasemdarkerfi þitt lokar nánast strax á komment. Dæmigert fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð kommúnista

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 17:53

4 identicon

Markmið:

„Að skapa alheimshreyfingu í gegnum 24 stunda útsendingu með áherslu á umhverfisvernd og hrinda af stað breytingum hjá neytendum, fyrirtækjum og á pólitískum vettvangi.“

Hér fyrir ofan er klippt úr pistli Andreu eitt af markmiðum Life Earth. Þetta markmið er nokkuð sem verið er að reyna að vinna fylgi alls staðar í heiminum í ljósi spár vísindamanna um þá ógn sem stafar m.a. af verkum okkar mannanna hingað til.

Mér finnst alltaf svo sorglegt þegar málefni sem við þurfum að standa saman um lenda ofan í flokkspólitískum skotgröfum. Af því að það heitir Life Earth er það óðar stimplað vinstra megin á ásnum og jafnvel fyrst og fremst hafnað á þeim grunni, miklu frekar en fjárhagslegum. Síðan fylgja hinir flokkshollu sínum línum og skipa sér í liðið með/á móti. Þegar maður horfir upp á þetta gerast aftur á aftur finnst manni alltaf vera minni og minni von um að tekið verði af einhverri skynsemi á þessari umhverfisvá sem ógnar bókstaflega lífi mannkyns þegar til framtíðar er litið.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 18:18

5 Smámynd: Halldór Kristinn Haraldsson

er það landlægur sjúkdómur hjá hægrimönnum þessa lands að vekja athygli á hversu grunnt er á þeirra gáfum ? ÞETTA MÁL VARÐAR OKKUR ÖLL OG ÞÁ SÉRSTAKLEGA BÖRNIN OKKAR !!!!!! ÞETTA ER EKKI SPURNING UM HÆGRI EÐA VINSTRI   ! því fyrr sem hægri menn í þessu landi átta sig á því að við erum ekki að ráðast gegn þeim með þessu við eru að ráðast í aðgerðir sem eru nauðsinlegar fyrir áframhaldandi líf á plánetuni jörð. Þetta er ekki hægt, Hvenær á að fara tala málefnalega um þessi mál hér á íslandi ? ekki fyrr enn það tekur við ríkistjórn sem ber hag borgara þessa lands í brjósti enn ekki einhverja stóriðjustefnu og gróðasjónamið . Dæmi um ahverju geir vill ekki ræða þessi mál álver alcoa á reyðarfyrði blæs út 541.000 tonnum af co2 árlega það er meira enn allur bílafloti landsmanna sem eru þó 220.000 talsins vill ég benda öllum sem eru efins um þessi mál að lesa skýrslu IPCC  (Intergovernmental Panel on Climate Change). Kom hún út í gær en það sorglega er að hún hefur ekki notið áheyrnar ísleskra fjölmiðla. hérna má nálgast skýrsluna og fréttamannafund IPCC http://www.ipcc.ch/

Halldór Kristinn Haraldsson, 5.5.2007 kl. 19:39

6 Smámynd: Halldór Kristinn Haraldsson

http://kiddih.blog.is/blog/kiddih/entry/199888/

Halldór Kristinn Haraldsson, 5.5.2007 kl. 19:46

7 Smámynd: Halldór Kristinn Haraldsson

Svo það sé á hreinu þá er ég fylgjandi tónleikum sem þessum þar sem markmiðið er að vekja athygli á mikilvægasta vandamáli sem mannkyn hefur nokkurtíman staðið frammi fyrir.

Halldór Kristinn Haraldsson, 5.5.2007 kl. 22:14

8 Smámynd: Halldór Kristinn Haraldsson

Get ég ekki staðist það að að þakka Gunnari Th  góð og málefnaleg skrif  hér að ofan  hlítur þessi pistill hanns að taka af allan vafa um að þetta sé vandamál heldu hugarsmíði hina illu kommúnista afla í þessu landi. Think global ! þetta er ekki lengur deilumál erlendis. Hérna er grein af guardian.co.uk http://environment.guardian.co.uk/climatechange/story/0,,2073006,00.html

hafa sérfræðingar UN talað um 8 ár til þess að draga úr útblæstri  þessu við annars verður ekkki við neitt ráðið

Halldór Kristinn Haraldsson, 5.5.2007 kl. 22:30

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég veit að Gunnar Th. er enginn kjáni að upplagi. En það er með ólíkindum hversu fyrirmunað frjálshyggjumönnum er að skilja að verðmæti eru ekki afmarkað hugtak. Og kommúnistaávarp þessara manna er auðvitað afar glöggt merki um slæman sjúkdóm sem er mjög erfitt að lækna. Kommúnismanum kynntist þessi þjóð ekki fyrr en með ráðstjórn Sjálfstæðismanna. 

Sú guðsblessun birtist grandalausu fólki í sjávarbyggðum með því að réttur þeirra til sálfsbjargar var tekinn af þeim og færður mönnum sem höfðu vit á peningum og kunnu á Hagvöxtinn. Í sovétinu fóru þeir öfugt að og klúðruðu dæminu fljótt eins og þeirra er siður. Kommúnismi sjálftæðismanna svínvirkaði strax og nú fóru sægreifarnir að skapa Hagvöxt með því að selja öðrum fyrir milljarða það sem nýkommúnisminn hafði gefið þeim.

Nú fór pöpullinn í sjávarbyggðunum að æmta og ráðstjórnin sendi frá sér tilkynningu um bréf frá óesédé þar sem stóð skýrum stöfum að efnahagsbatinn á Íslandi væri stærstu söguleg tíðindi í heimi þróaðra ríkja. Ráðstjórnin sagði jafnframt að nú hefði verið ákveðið að byggja álver handa öllu því fólki sem teldi sig þurfa yfir einhverju að kvarta. Ráðstjórnin sagði að menntaðir menn hefðu komist að því að stærsta tjón þessara þjóðar væri rennandi vatn sem komist hefði upp með í gegnum aldir að flýta sér til sjávar landi og þjóð til bölvunar en öngvum til gagns. Og nú væru búnir að gefa sig fram útlendir menn sem af gæsku sinni byðu öllum hungruðum og þjáðum með þessari þjóð að vinna í álverum sínum og láta öll fallvötn okkar framleiða orku til álbræðslu ef þeir bara fengju orkuna fyrir ekkert. Og við þetta situr í dag.

Svona við og við sendir ráðstjórnin þjóðinni sinn pólitíska boðskap svofelldan:

Við erum flokkur einstaklingsframtaksins, Varið ykkur á kommúnismanum sem stelur af ykkur frelsinu með lævísum lygaáróðri. Sjáiði hvernig fór hjá sovétinu sem tók framfyrir hendurnar á fólkinu, drap niður möguleikana til sjálfsbjargar á eigin forsendum og setti upp áætlunarbúskap.

Takið hinni postullegu kveðju!  

Árni Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 23:34

10 Smámynd: Bergvin

Ég yrði nú mjög hissa ef þessar örfáu milljónir myndu ekki lenda aftur í ríkiskassanum og jafnvel meir í skattatekjum við heimsókn þessa fólks til landsins, ...að ógleymdu auglýsingagildi svona uppákomu á heimsmælikvarða.

Það er sem sé EKKI X-D þessar kosningarnar

Bergvin, 5.5.2007 kl. 23:51

11 Smámynd: Halldór Kristinn Haraldsson

fer lítið fyrir fræðslu um þessi mál frá hinu opinbera skrýtið hvað er mikið líkt með íslenskri hægri pólutík og kínverskum kommúnisma !

http://news.yahoo.com/s/afp/20070505/sc_afp/unclimatewarmingchina

Halldór Kristinn Haraldsson, 6.5.2007 kl. 00:08

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Gaman þegar fólk eins og Gunnar Th. gagnrýnir athugasemdatakmarkanir á síðum vinstrafólks sem lýðræðistálmanir þegar margir ágætir hægrimenn leyfa bara alls engar athugasemdir.

Mér finnst þetta mjög djarft og ekki gáfulegt af Geir svona rétt fyrir kosningar. Nema hann sjái fleiri atkvæði fólgin í tóndaufum leiðindapúkum... nokkur sýnishorn hér að ofan

Laufey Ólafsdóttir, 6.5.2007 kl. 05:15

13 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er yndislegt að vita til þess hve tilgerðarlitlir og atgerfissmáir ráðamenn okker eru. Þetta er tækifæri til að markaðssetja Ísland og Íslendinga sem vakthafa náttúruverndar, umhverfisvænnar orku, nýrrar hugsunar og alheimsvitundar.Sem herlausa, friðelskandi smáþjóð sem hefur fundið sinn farveg. En nei, það heyrist ekki orð frá möppudýrunum í stjórnarráðinu. Óttast þeir að þurfa að lifa undir umhverfisvitundarstimplinum? Erum við virkilega með reglugerðarriddara og möppudýr í öllum helstu embættum? Fólk sem getur ekki tekið afstöðu nema það sé ákvæði í handbók um framhaldið?. Það var send beiðni til ríkisstjórnar álvera á Íslandi um stuðning við alheimstónleika þar sem Reykjavík yrði í forgrunni ásamt öðrum heimsborgum. Þessum tónleikum fylgir margra milljarða króna auglýsing. En Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilja frekar athygli vafasamra auðhringja en alþjóðar. Þetta er aumara en andskotinn í allri sinni dýrð.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.5.2007 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband