Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að gerast?

Jæja, loksins finnst mér kominn tími til að byrja að blogga aftur eftir all langt hlé. En ég ákvað í sumar að taka kannski bara svona þingmanns-sumarfrí til að æfa mig :)

Það eru aldeilis sviptingar í Reykjavíkurborg þessa dagana... þótt almenningur verði ekki mikið var við það í sínu daglega lífi að það hafi orðið stjórnarskipti. En að borgarstjórn skuli hafa leyst upp samstarfið þykir mér aldeilis tíðindi. Á þá kannski að byrja að kalla XD flokk sundrungar? :) ... smá djók verður að vera með þegar tilefni er til ... en sjálfstæðismenn virðast hafa voða gaman að því að tala um vinstri flokka sem einhverja sundrung. En hreinar vinstri stjórnir hafa sjaldan verið við völd á Íslandi og því lítil saga af sundrung, enda svosem ekki um langa sögu að ræða síðan 1944. 

En svona í alvöru, þá þykja mér þetta aldeilis tíðindi og var mjög hissa að sjá þessar fréttir ... en ég hef fylgst mjög lítið með þeim þessa dagana þar sem ég er að koma mér fyrir í Slóveníu fyrir veturinn. Eins finnst mér alls ekki alveg ljóst nákvæmlega hvað gerðist, hvers vegna Björn Ingi vildi slíta samstarfinu ... var það eingöngu vegna þess að hann vill halda hlut OR í REI... eða var það meira? og hvað gerði Villi sem var á skjön við hina XD meðlimi í stjórn annað en að boða fyrirvaralaust til fundar og vera búinn að undirbúa samrunann án þeirra vitundar? Er meira? Auðvitað er augljóst að illa var staðið að þessum málum en ég væri til í að heyra aðeins meira af þessu. Ég hef greinilega ekki nægilega góðan aðgang að öllum fréttum um málið enda langt í burtu frá Fróni ... en af þeim fréttum sem ég hef lesið og þeim viðtölum sem ég hef séð finnst mér alls ekki alveg skýrt hvað gerðist í málinu nákvæmlega. 

Ég er þó fegin því að Svandís fann þennan veika punkt og hægt sé að ógilda þennan fund og samruna þar sem það virðist alveg rétt að hann hafi í raun verið ólöglegur og hefði átt að vera boðaður með meiri fyrirvar. Það er ljóst að það þarf að skoða málin betur á opinskáan hátt því þetta er nú einu sinni fyrirtæki í almannaeigu... ENNþÁ.

Ég get svosem kannski tekið undir það sjónarmið XD að svoleiðis fyrirtæki þurfi að hafa skýran tilgang og þjóna hagsmunum almennings fyrst og fremst þótt ég geti alls ekki samþykkt að þeirri stefnu hafi XD endilega verið að fylgja í málum OR og LV. Eins get ég tekið undir að það þurfi að vera skýrt í stefnu flokka sem eru við völd hvort fyrirtæki í almannaeigu eiga að vera í annarri starfsemi en þau eru skilgreind til í þágu almennings. Það má svosem deila um það. Orkuveitu Reykjavíkur ber fyrst og fremst að skaffa íbúum Reykjavíkursvæðisins orku á sem hagstæðustu verði. Bæði LV og OR og önnur orkufyrirtæki í almannaeigu eru komin út á mjög hálan ís varðandi orkuöflun fyrir erlend stórfyrirtæki. Slíkt væri kannski eðlilegra að einkafyrirtæki gerðu ... einkaorkufyrirtæki mættu þá skaffa orku fyrir stórfyrirtækin, en orkuveitur almennings vera áfram í almannaeigu og þjónusta almenning fyrst og fremst.

Ef aðilar borgarstjórnar og stjórnar OR eru sammála um að það eigi að hefja útrás með þá þekkingu sem liggur í fyrirtækinu varðandi jarðvarmann, þá er kannski réttast að gera það í gegnum annað fyrirtæki, en óháð því að það þurfi endilega að renna saman við annað fyrirtæki í einkaeigu á markaði. En þetta verður bara að mínu mati allt að vera upp á borðinu sem og framtíðarstefna OR í sínu helsta markmiði... sem er að skaffa íbúum höfuðborgarsvæðisins orku. Ég verð að segja það að mér fannst alltof lítið rætt um þessi mál í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga ... en ég reyndi oftar en einu sinni að fá þessi mál inn í umræðuna og vekja fólk til umhugsunar um þetta því auðvitað er þetta eitt af þeim stefnumálum flokkanna sem skiptir máli fyrir framtíð fólks í borginni sem og í landinu. 

Það er þó fyrir mér nokkuð ljóst að orkulindir Íslands eru almenningseign og þær á ekki að einkavæða frekar en aðrar auðlindir lands að mínu mati.


mbl.is Mál Svandísar þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins fá fórnarlömbin viðurkenningu frá kirkjunni

Það er engin leið að lýsa því hversu mikla samúð börnin eiga hjá manni, en þó þykja manni framfarir að kirkjan og erkibiskup skuli viðurkenna opinberlega og biðjast afsökunar á athæfi presta sinna. Maður veltir því líka fyrir sér hvort kaþólska kirkjan þurfi kannski á smá slökun að halda ... getur varla verið nokkrum manni hollt að setja sig á háan hest yfir aðra menn og þykjast vera einhvers konar útsendarar Guðs til að predika yfir öðrum. Preststarfið ætti að afnema með öllu í þeirri mynd sem það er í dag og auðvitað eiga prestar bara að lifa eins og aðrir mannlegir menn sem þeir eru og lifa heilbrigðu kynlífi þannig að ekki verði eins mikið um svona hrikalegheit. Ég átta mig á því að það eru ekki einungis kaþólskir prestar sem misnota börn, en með því að bæla þá á þann hátt sem kirkjan gerir er mögulega ýtt undir slíka hegðun.

Það sem mér finnst alltaf mjög ótrúlegt og erfitt að skilja í svona málum er að þetta skuli þrífast svo lengi í svo stórum hóp manna sem vita af hvor öðrum... eða heilbrigt fólk sem veit af þessu og gerir ekkert í því. Breiðavíkurmálið er kannski eitt íslenskt dæmi um slíkt. Nú hefur verið opnuð heimasíða Breiðavíkursamtakanna þar sem þessi mál eru rædd á opinskáan hátt. Ótrúlegt að forsætisráðherra Íslands var ekki tilbúinn til að setja fram afsökunarbeiðni af hálfu ríkisins eins og Breiðavíkurdrengirnir báðu um að yrði gert. Það hefði manni þótt lágmarks viðleitni af hálfu ríkisins. Við skulum vona að það verði gert þegar rannsókn málsins er lokið.


mbl.is Erkibiskup biður fórnarlömb kynferðisofbeldis afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reverand Billy predikar í Kringlunni

Kíkið á Reverand Billy þar sem hann predikar gegn stóriðjunni í hádeginu á þriðjudag í Kringlunni. Skemmtilegur karakter þarna á ferð sem er kominn frá landi græðginnar til að heimsækja okkur hér á Íslandi.

The preacher calls upon you to join him at noon of the 10th of July, Kringlan shopping mall!


Hvað myndi Jesús kaupa... í musteri græðginnar?

Flottur hann Reverand Billy sem er með stop-shopping "kirkju" og er að gefa út bók sem heitir "what would jesus buy". Skemmtilegur aktivisti sem er verið að gera heimildamynd um kemur hingað til lands næstu helgi og verður með á ráðstefnu Saving Iceland þar sem áhugasamir Íslendingar geta orðið aðnjótandi að sögum úr fjarlægum löndum þar sem fólk berst gegn ágengni álrisanna ásamt ýmsum áhugaverðum pistlum og fræðandi efni.   

 

Reverand Billy - Stop shopping church 

 

Dagskrá ráðstefnunnar er mjög áhugaverð og boðið verður upp á barnapössun á svæðinu.

7.-8. júlí, Hótel Hlíð, Krókur, Ölfus

The Saving Iceland 2007 Conference will broaden your perspective on the struggle against heavy industry.

Conference Agenda

SATURDAY JULY 7TH

Breakfast, coffee and tea will be served in the morning on the Saving Iceland campsite.

1100
Conference opening
Reverend Billy and Savitri (Church of Stop Shopping)

1130
Blue eyes in the pool of sharks
An innocent nation in retreat from responsibility
Gudbergur Bergsson

1200
Iceland under threat
Introduction to how Iceland is threatened by heavy industry.
Ómar Ragnarsson

1230
A Smelter in Trinidad?
People's struggle against a new ALCOA and AluTrint smelter in Trinidad & Tobago.
(Rights Action Group)

1310
The history of civil disobedience and direct action
From the past to the future - how direct action can change the course of history.
Helen B (Road Alert, UK)

1340
Narmada Bachao Andolan
Most well-known people's movement in India, fighting for adivasi (tribal) rights displaced by megadams.
(NBA)

1420
Lunch

1500
Powering Heavy Industry - From Kyoto to Peak Oil
Heavy industry developing strategies for the climate and energy crises.
Jaap Krater (Saving Iceland)

1530
The effects of large dams on climate
A presentation on the output of greenhouse gases of hydroelectric reservoirs.
Dr. Eric Duchemin (University of Québec)

1630
A green or grey future?
Panel discussion - Differing visions of progress.

1730
Saving Iceland press conference

1800
Ends

Evening
Organic vegetarian supper
Musical entertainment

SUNDAY JULY 8TH

Breakfast, coffee and tea will be served in the morning on the Saving Iceland campsite.

1100
The largest wilderness in Europe
Threatened wildlife and geology in Iceland
Einar Thorleifson (Natturuvaktin / Naturewatch; Icelandic Society for Protection of Birds)

1140
Strategies to save Iceland
Panel discussion from the grassroots for the struggle against heavy industry in Iceland.

1240
Struggle in Kashipur
The fight against UTKAL/ALCAN in East India.
Samarendra Das

1320
Struggle in South Africa
Experiences of the fight against ALCAN in South Africa.
Earthlife South Africa

1400
Lunch

1440
Genetic Modification
On transnational companies way of manipulating countries and Iceland’s genetic experiments with barley.
Sir Julian Rose (International Coalition to Protect the Polish Countryside)

1520
Damning the Amazon
Aluminium threatening the Amazon basin and it’s people.
Movement of Dam-Affected People

1600
How heavy industry is connected to the big picture of 'civilization'
What will it take for us to stop the horrors that characterize our way of being?
Videoconference with green anarchist author Derrick Jensen in the US.

1640
Momentum against the megamachine
Sharing experiences of people’s movements against heavy industry, large dams, the anti-roads movement and globalisation.
Discussion of how to bring the global movement for ecolocical harmony and justice and against overdevelopment forward.

1740
Closure and declaration
Reverend Billy and Savitri

1800
Ends

Evening
Organic vegetarian supper

 

 


Fegurð Þjórsár seld álrisunum?

Það var góður dagur við Urriðafoss í dag þar sem á annað hundrað manns sýndu andstöðu sína gegn áformum LV til að fórna fossinum til að verða við óskum álrisanna að handan. Ætla má að þetta séu orðnir eins konar Guðir eða eitthvað slíkt eins og LV og orkufyrirtækin láta. Ekkert er heilagt fyrir þessum mönnum - ást á landinu þykir hjákátleg og ekki má nota tilfinningarök til varnar náttúrunni í þeirra hugum. Þvílík vitleysa þetta er að verða allt saman. Aldrei á maður eftir að gleyma því þegar álæðið hljóp í hluta þjóðarinnar og rústaði náttúruperlum okkar. Verð að viðurkenna að ég myndi skilja þetta æði og stóru fórnir mun betur ef um væri að ræða kreppu á Íslandi og allir væru hér sveltandi og deyjandi úr fátækt. En svo er ekki. 

Á annað hundrað mótmæltu virkjun við Urriðafoss

 

 

Fallegur staður og fallegur dagur með fallegu fólki Smile

 


Kolviður - falskur leikur?

Mig langar til að taka undir með Stefáni Jóni sem skrifar í þessari grein um hversu óheppilegt land Ísland er til skógræktar. Leikur Kolviðs er að mínu mati pínulítið falskur plat leikur, allavega þegar tekið er mið af hvað hægt væri að gera miklu betur. 

"Ísland er ekki mjög heppilegt land til skógræktar með yfirlýst markmið Kolviðar í huga. Tré vaxa vissulega á Íslandi, en mjög hægt og laufgunartími þeira er stuttur, þau eru því ekki „í vinnunni" fyrir Kolvið nema fáar vikur árlega. Þau fara í vetrarfrí frá CO2 vinnslu 9-10 mánuði á ári.

Mörg önnur lönd eru heppilegri til að rækta skóg ef markmiðið er að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum. Það mætti því ná miklu meiri árangri í kolefnisjöfnun með því að nýta það fé sem Kolviður fær aflar á t.d. regnskógasvæðum, eða hjá fátækum bændum í Afríku. Raunar þarf alls ekki að planta nýjum trám. Einfaldast er að kaupa núverandi skóga til verndar, en þeim er ógnað daglega. Mat vísindamanna er að árleg eyðing regnskóga sé nemi rúmlega hálfu Íslandi.

Áður þöktu regnskógar 14% af þurrlendi jarðar en nú aðeins um 6%.
Á Vísindavefnum segir: „Talið er 20% af nýmyndun súrefnis á jörðinni eigi sér stað í Amazon-skógum Suður-Ameríku og sennilega á bilinu 30-35% á regnskógasvæðum jarðar í heild. Ef þetta er raunin þá hefur eyðing regnskóganna áhrif á möguleika jarðar til að mynda nýtt súrefni og getur þar af leiðandi aukið á gróðurhúsaáhrif miðað við þá losun sem er á gróðurhúsalofttegundum í dag." (visindavefur.hi.is)"
 

Álfyrirtækin eru sérstaklega dugleg við að eyða regnskógum fyrir báxítvinnslu. Eins og ég hef sagt nokkuð oft áður er það eina rétta í stöðunni að draga úr frumvinnslu á áli og hefjast handa við að verða til fyrirmyndar í endurvinnslu áls í öllum löndum heims. Það myndi vissulega hafa mikil áhrif til hins betra. Að sjálfsögðu má gera margt og ber okkur öllum að hugsa skynsamlega í þessum málum. 

Kíkið á grein Stefáns Jóns hér: Kaupum regnskóg! 


Grýtt til dauða vegna framhjáhalds?

Grýta á karl og konu til dauða í Íran í fyrramálið! Parið dæmt fyrir framhjáhald.

Þessa orðsendingu fékk ég senda frá Amnesty vegna þess að ég tek þátt í skyndiaðgerðaneti og skrifa áskoranir til ráðamanna sem brjóta mannréttindi eða beita óheyrilega ómannúðlegum aðferðum á stundum. 

 

Beðið var um hjálp Amnesty-félaga í máli konu og karlmanns í Íran sem á að grýta til dauða að morgni dags 21. júní kl. 09:00 að írönskum tíma eða kl. 12:30 að íslenskum tíma. Parið var dæmt fyrir framhjáhald og sagt er að þau eigi barn saman. Þau hafa dvalið í fangelsi í 11 ár í Qazvin-héraði.

Amnesty-félagar voru hvattir til að leggja þeim lið og senda bréf til Ayatollah Mahmoud Hashemi Shahroudi, yfirmanns dómsmála í Íran.

Ég brá á það ráð að skrifa honum Ayatollah kallinum bréf í snarhasti í þeim tilgangi að höfða til einhvers konar mannúðar í honum og mér var mikil ánægja að því að sjá póst í pósthólfi mínu á hádegi þann 21. júní svohljóðandi:

Aftökunni á Mokarrameh Ebrahimi og barnsföður hennar hefur verið frestað samkvæmt skriflegri skipun frá yfirmanni dómsmála í Íran.

Amnesty International vill þakka ykkur fyrir sterk og skjót viðbrögð. Talið er að bréf frá Amnesty-félögum hafi skipt sköpum í þessu máli.

Dauðadómurinn yfir Mokarrameh Ebrahimi og barnsföður hennar er enn í gildi. Amnesty International mun fylgjast áfram með máli þeirra og grípa til aðgerða ef þörf krefur.

 

Ég set fram þessa bloggfærslu til að vekja athygli þeirra sem hafa áhuga á að gerast virkir í að vinna og stuðla að því að mannréttindi séu virt og gæta bræðra sinna og systra víða um heim sem lenda í klóm ofstækisfullra ofbeldis-ráðamanna. Ég vil því hvetja þá sem áhuga hafa á að gerast félagar í skyndiaðgerðaneti Amnesty, eða beita sér á öðrum vettvangi í þeim tilgangi að bæta heiminn örlítið í hænuskrefum Smile

Það er tiltölulega auðvelt og ekki mjög tímafrekt að taka þátt í skyndiaðgerðarnetinu og ég vil benda ykkur á heimasíðu Amnesty á Íslandi og hér er aðeins um skyndiaðgerðarnetið.  

 


Tekur RÚV þátt í svindlinu?

The Great Global Warming Swindle... Meginniðurstaða Stefáns Gíslasonar umhverfisfræðings er að umrædd mynd sé afspyrnu illa unnin og jafnvel byggð á fölsunum. Hún túlkar sjónarmið hóps, sem er einn eftir á einhverju litlu skoðanaskeri, sem jafnvel forsvarsmenn stóru olíufélaganna hafa yfirgefið.

Reyndar skal bent á að framleiðendur myndarinnar höfðu breytt henni nokkuð eftir athugasemdir og gagnrýni sem fram hefur komið. 

Mynd þessi - The real global warming swindle – hefur fengið afleita dóma í Bretlandi og víðar. Myndin byggir á viðtölum við þá sem um áraraðir hafa verið þekktir fyrir að draga vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar í efa eða eru andvígir aðferðafræði Kyoto-bókunarinnar. Þetta eru sömu vísindamenn og gjarnan hefur verið vitnað til í Vefþjóðviljanum. Þeirra á meðal eru Fred S. Singer, Richard Lindzen o. fl. Fæstir þeirra hafa stundað vísindarannsóknir svo árum skiptir en hafa fengið þeim mun meiri fjárhagslegan stuðning frá Exxon Mobil. Líta má á þá sem eins konar vísindalega álitsgjafa fyrir olíuiðnaðinn.

Sjá http://www.environmentaldefense.org/article.cfm?ContentID=4870



Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, jarðfræðingur og umhverfisfræðingur, bloggaði um myndina

Jónas Kristjánsson ritstjóri skrifar á vefsíðu sinni jonas.is 20.06.2007:
Lygar í sjónvarpi
Ríkisútvarpinu er ekki sæmandi að birta úthrópaðan áróðursþátt 4. rásar í Bretlandi gegn aðgerðum til björgunar andrúmsloftinu. Sjónvarpið kynnir þáttinn sem vísindalegan. Hann er það ekki. Þar koma fram nokkrir menn, sem eru á mála hjá mengunarfyrirtækjum og njóta einskis álits. Svo og menn, sem síðan hafa kvartað yfir, að skoðanir sínar hafi þarna verið mistsúlkaðar. Í umræðunni erlendis hefur þátturinn verið málefnalega tættur í spað í öllum smáatriðum. Kannski næsta skref ríkissjónvarpsins verði að sýna áróðursþátt um, að þróunarkenningin hafi verið afsönnuð hjá hvítasunnumönnum í Kansas.



Fyrir þá sem eru læsir á sænsku má finna ítarlega gagnrýni á svindlmyndina af veðurfræðingi sænska sjónvarpsins, Per Holmgren, sem í fyrra var tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir framlag sitt til að fræða almenning um loftslagsbreytingar.


Reyndar heldur sænska sjónvarpið úti glæsilegri vefsíðu þar sem er að finna fréttir og fróðleik um loftslagsbreytingar. Kannski eitthvað fyrir íslenska sjónvarpið?

Sjá hér umfjöllun The Independent um þessa mynd.

 
Sjá hér gagnrýni George Monbiot, sem birtist  í the Guardian 13. mars s.l. 

 


Náttúruleg getnaðarvörn fyrir þá sem þora - pillan óþörf

Ekki fyrir ofurviðkvæmar sálir... Ég fékk einhverja þörf til að birta færslu um náttúrulegar leiðir í getnaðarvörnum og ráð við miklum túrverkjum eftir lestur á bloggi Sóleyjar og vegna tilkomu æ fleiri vísbendinga um að pillan og hormónagetnaðarvarnir eru konum hættulegir heilsuskaðvaldar. Vona að þetta sé ekki of mikið feimnismál til að það sé ofur eðlilegt að blogga um þetta málefni - þetta er jú bara partur af lífinu og ætti að mega ræða opinskátt Blush  Wink

Það sem ég er alltaf mjög hissa á í sambandi við getnaðarvarnir er að lítið má ræða náttúrulegar leiðir til varnar getnaði. Þær mætti sameina smokkanotkun til að vera öruggari í stað þess eins og sagt er í enska textanum hér að neðan "að sleppa því".

Konur sem hafa reglulegan tíðarhring geta auðveldlega stjórnað sinni getnaðarvörn sjálfar án tilkomu tilbúinna getnaðarvarna, eða kannski eins og ég sagði með smokkanotkun hluta tíðarhrings. Við þurfum ekki á getnaðarvörn að halda nema eingöngu í u.þ.b. 6-7 daga á tíðarhringnum. Þær sem treysta ekki á nákvæmt egglos geta notað verjur í u.þ.b. 10 daga á mánuði til öryggis; 3-5 daga fyrir egglos og 3-5 daga eftir. Þannig ættum við að vera mjög safe að verða ekki óléttar. En auðvitað þurfum við fyrst að þekkja persónulegan tíðarhring okkar og hann má mæla og mónitora. Tíðarhringurinn er um 28 dagar hjá flestum konum, en getur þó verið misjafn. Ef miðað er við þetta er egglos um 14 dögum áður en næstu blæðingar byrja, eða eins má segja 14 dögum eftir fyrsta dag blæðinga og geta blæðingar að sjálfsögðu verið mislangar. Reyndar hef ég fengið ábendingu frá lækni um það að þótt tíðarhringurinn sé lengri en 28 dagar að þá verði egglosið samt 14 dögum eftir fyrsta dag blæðinga.  

Hér er smá myndræn fræðsla um tíðarhringinn og hvað gerist á hverju stigi. 

During a woman's menstrual cycle, there are only about three days when her egg is available for fertilization. Sperm can survive up to 72 hours (3 days) - or sometimes up to 5 days in the vagina and uterus, so if sexual intercourse occurs up to 3-5 days before a woman is fertile, she can still potentially become pregnant. Thus, there are about 6-8 days per month (3-5 days prior to fertility, and 3 days of fertility) that a woman can conceive.

One or two days after ovulation are also considered fertile days because a woman’s egg can live for about 20 hours after ovulation. If two eggs have matured, the second will be released within 24 hours of the first. From a few days after ovulation until her next bleed, a woman is generally not fertile. 

Calendar Method: Abstention from sex during the week the woman is ovulating. This technique works best when a woman's menstrual cycle is very regular. The calendar method doesn't work very well for couples who use it by itself (about a 75 percent success rate), but it can be effective when combined with the temperature and mucus methods described below.

The temperature method: This is a way to pinpoint the day of ovulation so that sex can be avoided for a few days before and after. It involves taking the basal body temperature (your temperature upon first waking) each morning with an accurate "basal" thermometer, and noting the rise in temperature that occurs after ovulation.

Illness or lack of sleep can change body temperature and make this method unreliable by itself, but when it is combined with the mucus method, it can be an accurate way of assessing fertility. The two methods combined can have a success rate as high as 98 percent.

The mucus method: This involves tracking changes in the amount and texture of vaginal discharge, which reflect rising levels of estrogen in the body. For the first few days after your period, there is often no discharge, but there will be a cloudy, tacky mucus as estrogen starts to rise. When the discharge starts to increase in volume and becomes clear and stringy, ovulation is near. A return to the tacky, cloudy mucus or no discharge means that ovulation has passed.

 

Varðandi afskaplega erfiða og sársaukafulla tíðarverki hjá sumum konum langaði mig að koma eftirfarandi á framfæri til að þær geti prófað sig áfram:

Cramps and Other Sensations

Women can experience a variety of sensations before, during or after their menses. Common complaints include backache, pain in the inner thighs, bloating, nausea, diarrhea, constipation, headaches, breast tenderness, irritability, and other mood changes. Women also experience positive sensations such as relief, release, euphoria, new beginning, invigoration, connection with nature, creative energy, exhilaration, increased sex drive and more intense orgasms.

Uterine cramping is one of the most common uncomfortable sensations women may have during menstruation. There are two kinds of cramping. Spasmodic cramping is probably caused by prostaglandins, chemicals that affect muscle tension. Some prostaglandins cause relaxation, and some cause constriction. A diet high in linoleic and liblenic acids, found in vegetables and fish, increases the prostaglandins for aiding muscle relaxation.

Congestive cramping causes the body to retain fluids and salt. To counter congestive cramping, avoid wheat and dairy products, alcohol, caffeine, and refined sugar.

Natural options to alleviate cramping:

  • Increase exercise. This will improve blood and oxygen circulation throughout the body, including the pelvis.
  • Try not using tampons. Many women find tampons increase cramping. Don't select an IUD (intrauterine device) as your birth control method.
  • Avoid red meat, refined sugars, milk, and fatty foods.
  • Eat lots of fresh vegetables, whole grains (especially if you experience constipation or indigestion), nuts, seeds and fruit.
  • Avoid caffeine. It constricts blood vessels and increases tension.
  • Meditate, get a massage.
  • Have an orgasm (alone or with a partner).
  • Drink ginger root tea (especially if you experience fatigue).
  • Put cayenne pepper on food. It is a vasodilator and improves circulation.
  • Breathe deeply, relax, notice where you hold tension in your body and let it go.
  • Ovarian Kung Fu alleviates or even eliminates menstrual cramps and PMS, it also ensures smooth transition through menopause

Anecdotal information suggests eliminating Nutra-Sweet from the diet will significantly relieve menstrual cramps. If you drink sugar-free sodas or other forms of Nutra-Sweet, try eliminating them completely for two months and see what happens.

 

Vona að færslan hafi ekki verið of vandræðaleg fyrir karla sem hér kíkja inn né heldur konur... heldur frekar til fræðslu og upplýsingar sem vonandi einhverjir geta nýtt sér. Smile


Málum bæinn bleikan þann 19. júní

Þann 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt og árið 1922 náði fyrsta konan kjöri inn á þing. Í raun er það alveg ótrúlegt að þær hafi ekki haft kosningarétt fyrr en árið 1915.

Kona spyr sig: Hverjum datt eiginlega í hug að konur ættu ekki að hafa kosningarétt? Hverjum datt eiginlega í hug að karlar hefðu einkarétt á því?

 

Ef þú styður jafnrétti getur þú tekið þátt með ýmsu móti. Þú getur t.d.:

Klæðst bleiku eða borið eitthvað bleikt. Flaggað bleiku. Sett bleika útstillingu í gluggann hjá þér. Auglýst tilboð á einhverju bleiku þennan dag. Kostað útvarpsauglýsingu undir eigin nafni: T.d. “Styðjum jafnrétti. Málum bæinn bleikan 19. júní.” Búið til bleikan drykk. Sent bleikan tölvupóst. Rifið horn af bleiku blaði og nælt það í barminn. Borið bleikt blóm. Eða bara eitthvað allt annað – skemmtilegt, hugmyndaríkt og bleikt.
 

Svona fögnum við 19. júní – auk þess að bera eitthvað bleikt allan daginn!

10:00   Afhending Bleiku steinanna, hvatningarverðlauna Femínistafélagsis á Austurvelli og Ísafirði

13:00   Opið hús á Jafnréttisstofu, Borgum á Akureyri

16:15   Kvennasöguganga undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur, sagnfræðings. Gangan hefst við Kvennaskólann í Reykjavík, gengið verður um Þingholtin og Kvosina og endað á Hallveigarstöðum

17:15   Hátíðardagskrá í samkomusal Hallveigarstaða í boði Kvenréttindafélags Íslands, Kvenfélagasambandisins og Bandalags kvenna í Reykjavík. Ávörp flytja Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri 19. júní

18:00   Veitingar og kaffispjall á Hallveigarstöðum

20:30   Kvennamessa Kvennakirkjunnar í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Messan er haldin við þvottalaugarnar í Laugardal

22:00   Samkoma Ungliðahóps Femínistafélagsins á Cultura, Hverfisgötu

  • Kvenréttindafélag Íslands dreifir tímaritinu 19. júní frítt
  • UNIFEM selur bleik armbönd til styrktar kvennamiðstöðvum í Afghanistan

Aðstandendur Málum bæinn bleikan eru:

Bríet, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót, Femínistafélag Íslands, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Samtök um Kvennaathvarf, Kvennasögusafn, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Kvennakirkjan, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræði (RIKK) og UNIFEM

 

Það er að mínu mati ávallt þörf á að minna fólk á það að jafnrétti hefur enn ekki verið náð í okkar samfélagi þótt margt hafi unnist. Eins er þörf á að minna á það að það hefur aldrei neitt unnist í þessari jafnréttisbaráttu nema með háværum röddum kvenna, kröfum um sama rétt og karlar og með lagasetningum.

 

Kíkið á Málum bæinn bleikan videóið 

 

 

Kvennasaga á vefnum

Kosningaréttur og konur


Þann 19. júní 1915 fengu konur sem voru 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis. Aldurstakmarkið skyldi lækka um eitt ár næstu 15 árin, eða þar til 25 ára aldri væri náð en það voru þau mörk sem almennur kosningaréttur karla miðaðist við. Sama dag fengu þeir karlar sem voru vistráðin hjú kosningarétt með sömu skilyrðum og konur. Ástæðan fyrir aldurstakmarkinu var sú að stjórnvöld (karlar) töldu hina nýju kjósendur ekki nægilega þroskaða til að takast á við kosningaréttinn og töldu að ef þeim yrði öllum hleypt að kosningaborðinu í einu gæti það haft ófyrirsjáanleg áhrif á niðurstöður kosninga.

Þessar takmarkanir voru á kosningarétt voru síðar felldar niður og árið 1920 verða karlar og konur jöfn að lögum að því er snertir kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.

Konur á listum
Árið 1908 sameinuðust kvenfélögin í Reykjavík um fyrsta kvennaframboðið á Íslandi. Fjórar konur skipuðu listann, þar á meðal Bríet Bjarnhéðinsdóttir, og komust þær allar í bæjarstjórn - fyrstar kvenna hér á landi.

Árið 1922 hlaut Ingibjörg H. Bjarnason skólastýra kosningu til Alþingis, fyrst kvenna.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband