Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Kominn tími til að stöðva mannréttindabrot BNA í Guantánamo

Flott framalag hjá VG á þingi áður en fólkið fer í sumarfrí. Vonandi hefur ríkisstjórnin kjark til að koma þessum skilaboðum áleiðis til BNA-stjórnar. Hrikalegt hvernig þeir hafa komist upp með það árum saman að brjóta á fólki án dóms og laga. Og það jafnvel saklausu fólki eins og mér og þér.

Bendi á smá samantekt um Guantánamo á Egginni um daginn.

Aðeins um Guantánamo 

 


mbl.is Utanríkismálanefnd afgreiðir ályktun gegn Guantánamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rakaskemmdir - alvarleg áhrif á heilsufar fólks

Ekki er ég hissa á að blessaðir læknarnir finni fyrir einkennum á heilsu sinni þegar rakaskemmdir eru í húsnæðinu sem þeir vinna. Síþreyta, astmi, húðexem, þrálátar (krónískar) eyrnabólgur og kvef, einbeitingaskortur, minnistap, þunglyndi, þrálátir höfuðverkir, verkir í liðum (gigt), hjartsláttartruflanir, sjóntruflanir (lesblinda?) og fleira og fleira.

Myglusveppir myndast í húsum ef raki nær að myndast í lengri tíma en 2 daga. Myglusveppir gefa frá sér bráðeitrað efni sem fólk andar að sér og getur orðið mjög veikt af. Þessi eitur kallast mycotoxin, eða bara myglusveppaeitur. Þótt margir læknar þekki það ekki og þvertaki fyrir það að svo geti verið (aðallega vegna vanþekkingu - ekki innifalið í læknanáminu), þá hafa ýmsar rannsóknir verið gerðar sem benda óyggjandi til þess að þegar raki myndast í húsum getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar á heilsu fólks.

Einnig eru til rannsóknir sem sýna fram á að sveppaeitrun af þessu tagi getur leitt dýr til dauða. Hægt er að finna fræðigreinar og rannsóknir þessu tengt víða á internetinu ef fólk vill kynna sér málið. Góð leitarorð eru mycotoxins, mold, mould, health effects eða eitthvað slíkt.

Vonandi verður þetta til þess að læknarnir opna augun fyrir þessum heilsufarsvanda og kynna sér málið gaumgæfilega.

Sjálf er ég að vinna verkefni, BA ritgerð, þar sem ég fjalla um þessar ofannefndu rannsóknir og vonast til að það geti orðið til að fræða bæði almenning og heilbrigðisstarfsfólk um málið og þá vonandi orðið til að gerðar verði fleiri rannsóknir á Íslandi varðandi þessa heilsufarsvá.

Hér má lesa um hvernig áhrif slíkt getur haft á okkur mannfólkið:

Hús og heilsa

Náttúrufræðistofnun Íslands - um sveppi

Mold-help

Mold-survivor

Mold-survivor - um einkenni og sjúkdóma

Chronic neurotoxins

Þeir sem þekkja fleiri en eitt þrálátt einkenni á heilsu sinni sem nefnt er að ofan eða inn á þessum síðum ættu að kynna sér mjög vel hvað hægt er að gera til að ná aftur bættri heilsu. Gangi ykkur vel :)

Þeir sem eru að lesa þetta og gruna að myglusveppir séu til staðar á heimilinu eða eru með veika fjölskyldumeðlimi og vilja láta athuga málið hvort um myglusveppi er að ræða, mættu gjarnan hafa samband við mig ef þeir hafa áhuga á að vera með í lítilli rannsókn sem ég er með í framkvæmd. Skrifið mér þá endilega á ajo@hi.is


mbl.is Fleiri læknar með einkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra Spánar yfirlýstur feministi - ófeiminn og veit hvað orðið þýðir!

Langaði að deila með ykkur grein sem ég las rétt í þessu um spænska þingið. Spánverjar virðast vera á góðri leið með að fara langt fram úr íslendingum hvað varðar jafnrétti kynjanna. Í það minnsta er forsætisráðherrann þeirra, hann Zapatero, tilbúinn til að lýsa því yfir opinberlega að hann sé feministi og er ekki hræddur við að setja lög um kynjakvóta.

Á Spáni eru konur í meirihluta ráðherra ríkisstjórnarinnar, eða 8 af 15 (skv.BBC og Wikipediu (Council of Spanish Ministers)) og nú eru komin lög um að konur verða að vera minnst 40% frambjóðenda í kosningum þar ílandi. Zapatero hefur einnig lýst því yfir að hann muni fara norsku leiðina varðandi fyrirtæki, þeas. setja líka lög varðandi kynjahlutföllin í stjórnum fyrirtæka.

Í greininni kemur einnig fram hversu íhaldsöm karlremba Berlusconi er - en hann lýsti því yfir nýlega að þetta væri nú allt "helst til mikið bleikt" að hans mati þarna á Spáni. Í greininni verður hann náttúrulega að athlægi í samanburði við Zapatero - en þó má vera að einhverjar karlrembur séu nú sammála honum.

Allavega, langaði að benda ykkur á þessa áhugaverðu grein á BBC:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7375230.stm


Við þurfum eitthvað að fara að spýta í lófana á klakanum ef
við ætlum að hafa roð í hann Zapatero og hin Norðurlöndin :)


Við hvað ætli Geir og XD séu svona hræddir?

 

 

PS... Svona til öryggis fyrir þá sem enn ekki vita hvað orðið feministi þýðir þá er skilgreiningin á þessa leið: "sá (af hvoru kyni sem er) sem gerir sér grein fyrir að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því"  Wink


Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband