Leita í fréttum mbl.is

Rakaskemmdir - alvarleg áhrif á heilsufar fólks

Ekki er ég hissa á að blessaðir læknarnir finni fyrir einkennum á heilsu sinni þegar rakaskemmdir eru í húsnæðinu sem þeir vinna. Síþreyta, astmi, húðexem, þrálátar (krónískar) eyrnabólgur og kvef, einbeitingaskortur, minnistap, þunglyndi, þrálátir höfuðverkir, verkir í liðum (gigt), hjartsláttartruflanir, sjóntruflanir (lesblinda?) og fleira og fleira.

Myglusveppir myndast í húsum ef raki nær að myndast í lengri tíma en 2 daga. Myglusveppir gefa frá sér bráðeitrað efni sem fólk andar að sér og getur orðið mjög veikt af. Þessi eitur kallast mycotoxin, eða bara myglusveppaeitur. Þótt margir læknar þekki það ekki og þvertaki fyrir það að svo geti verið (aðallega vegna vanþekkingu - ekki innifalið í læknanáminu), þá hafa ýmsar rannsóknir verið gerðar sem benda óyggjandi til þess að þegar raki myndast í húsum getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar á heilsu fólks.

Einnig eru til rannsóknir sem sýna fram á að sveppaeitrun af þessu tagi getur leitt dýr til dauða. Hægt er að finna fræðigreinar og rannsóknir þessu tengt víða á internetinu ef fólk vill kynna sér málið. Góð leitarorð eru mycotoxins, mold, mould, health effects eða eitthvað slíkt.

Vonandi verður þetta til þess að læknarnir opna augun fyrir þessum heilsufarsvanda og kynna sér málið gaumgæfilega.

Sjálf er ég að vinna verkefni, BA ritgerð, þar sem ég fjalla um þessar ofannefndu rannsóknir og vonast til að það geti orðið til að fræða bæði almenning og heilbrigðisstarfsfólk um málið og þá vonandi orðið til að gerðar verði fleiri rannsóknir á Íslandi varðandi þessa heilsufarsvá.

Hér má lesa um hvernig áhrif slíkt getur haft á okkur mannfólkið:

Hús og heilsa

Náttúrufræðistofnun Íslands - um sveppi

Mold-help

Mold-survivor

Mold-survivor - um einkenni og sjúkdóma

Chronic neurotoxins

Þeir sem þekkja fleiri en eitt þrálátt einkenni á heilsu sinni sem nefnt er að ofan eða inn á þessum síðum ættu að kynna sér mjög vel hvað hægt er að gera til að ná aftur bættri heilsu. Gangi ykkur vel :)

Þeir sem eru að lesa þetta og gruna að myglusveppir séu til staðar á heimilinu eða eru með veika fjölskyldumeðlimi og vilja láta athuga málið hvort um myglusveppi er að ræða, mættu gjarnan hafa samband við mig ef þeir hafa áhuga á að vera með í lítilli rannsókn sem ég er með í framkvæmd. Skrifið mér þá endilega á ajo@hi.is


mbl.is Fleiri læknar með einkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Varð bara að þakka þér fyrir bloggið þitt.  Frábært að sjá einhvern annan sem tekur þetta alvarlega. Já og takk fyrir add-ið. 

Bylgja sem átti Myglumel 7

Bylgja Hafþórsdóttir, 27.5.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Mjög áhugavert og þakka fyrir það. Sem arkitekt hef ég áhuga á flestöllu sem snýr að húsum.

Ólafur Þórðarson, 27.5.2008 kl. 14:35

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

þetta er ótrúleg umræða fyrir mig sem er ekki búin að eiga heima á Íslandi í 20 ár. Umræðan um skaðsemi myglu í húsum er í mínum augum eins og það þyrfti að halda fund um hvort vatn blandað með Arseniki væri óhollt.

Að hringja í mann og láta hann mæla myglu í Svþjóð, Danmörku og Noregi, er álóka og að hringja í pípulagningar mann út af sprungnu eða biluðu röri.

Mygla myndast í raka og líka í of þéttum húsum. einnig ef jarðvegur kring um hús er "dreineðar" á vitlausan máta.

Landlæknir er bakteríusérfræðingur, hann ætti að vera besti sérfræðingur se til er.. 

Óskar Arnórsson, 27.5.2008 kl. 14:53

4 Smámynd: kiza

Úff þetta er óhuggulegt.  Ég hef grun um að eitthvað þessu líkt gæti verið í gangi í baðherberginu okkar í nýju íbúðinni (hallaði mér einhvern tímann upp að veggnum með framhandleggjunum í nokkrar mínútur og eftir sturtuna voru rauðar 'bólur' út um allt á mér, en ég blés það af þar sem ég er með exem nú þegar...)

Bjó einu sinni í íbúð á Laugaveginum sem var skelfileg að þessu leiti.  Vinkona mín; sem átti í miklum erfiðleikum með eyrnabólgur þegar hún var barn og unglingur, kom eitt sinn í heimsókn en þurfti að hlaupa (bókstaflega) út þegar hún byrjaði að fá massífan hausverk í ennisholunum og var næstum því búin að kasta upp!  Ég var mjög sloj og þung á þessum tíma sem ég bjó þarna, og er nokkuð sure á að rakaproblemið hafi átt þátt í því, sérstaklega þar sem fólk gat ekki verið þarna inni til lengdar án þess að líða undarlega.

Takk fyrir linkana og upplýsingarnar, mun kynna mér þetta betur.

- Jóna.

kiza, 27.5.2008 kl. 14:54

5 identicon

úff, þetta er rosalegt alveg, hugsið ykkur hvað við erum aftarlega á merinni í þessum málum á íslandi, miðað við Svíþjóð, Danmörku og Noreg, eins og Óskar Arnórsson segir hér fyrir ofan í ath.semdum. Og ahtyglisvert þetta með of þétt hús...

alva (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 18:57

6 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Já það er rétt Óskar og veffari að það er í raun algerlega með ólíkindum að þetta sé svona ótrúlega óþekkt hjá fagaðilum á Íslandi, bæði bygginar- og umsjónaraðilum húsa sem og hjá heilbrigðisstéttinni. Það er rétt að víðast í Skandínavíu þykir þetta rétt eins og að fá pípara eða rafvirkja eða hvern annan fagaðila sem annast ákveðið svið innan hússins til að laga það sem að er.

Og, já það er vissulega hægt að taka sýni til að athuga þetta, loftsýni inn í húsum eru tekin og svo borin saman við loftsýni utanhúss til að sjá hvort meiri sveppavöxtur er innanhúss en utan. Eins er algerlega nauðsynlegt að tegundagreina sýnin til að átta sig á hvort um hættulegustu og skaðlegustu sveppategundirnar sé að ræða.

Á Íslandi er nánast ekki hægt að fá neinn almennilegan fagaðila til að mæla slíkt, nema þá hjá Hús og Heilsu og hjá Náttúrufræðistofnun Íslands að mér vitandi ... EN ef þú færð einhvern frá Umhverfisstofnun eða umhverfissviði Reykjavíkurborgar eða hringir í Heilbrigðiseftirlitið, þá er það eins og tala við vegg (þannig var það allavega í fyrra). Umhverfissvið Rvk.borgar gefur sig út fyrir að geta tekið sýni í húsi, en svo taka þeir ekki sýni utanhúss til að bera það saman við vöxt innanhúss og síðan tegundagreina þeir ekki sveppina og vita því ekkert um það hvort um hættulegustu tegundirnar er að ræða eður ei... enda eru þeir líka í hópi þeirra sem enn virðast í afneitun varðandi það hversu stórt vandamál þetta er varðandi heilsu fólks. Alls ekki "up to date" varðandi rannsóknir á þessu sviði, í það minnsta var yfirmaður þar ekki alveg með á nótunum þegar ég átti samtal við hana í fyrra.

Einu fagaðilarnir sem ég veit til að séu almennilega með á nótunum varðandi þetta vandamál á Íslandi er hjá Hús og heilsu og NÍ. Líffræðinemar á Íslandi læra ekki nema mjög takmarkað um sveppafræði, sem eru þó stór innan líffræðinnar, vegna þess að það sárvantar sérfræðing til að kenna um það og læknanemar læra akkúrat ekkert um þetta - nema það væri þá nýtilkomið sem ég veit ekki til.

Eins virðist mér að læknar á Íslandi séu almennt mjög ófróðir um þessa tengingu sveppaeiturs og heilsufarsvandamála, því miður. Vonandi verður einhver þekkingarvakning á næstu árum hvað þetta varðar innan lækna- og heilbrigðisstéttarinnar.

Jóna, það hljómar svo sannarlega eins og það hafi verið sveppavöxtur í íbúðinni á Laugaveginum sem þú talar um. Ég vona að þið náið að komast aftur til heilsu ykkar Jóna og Bylgja og allir þeir sem lesa þetta og gruna að þetta sé tengt þeirra eigin heilsuvandamálum. Lesið ykkur líka til um lyfið CSM eða Questran sem hefur getað hjálpað fólki til að hreinsa út sveppaeitur úr líkamanum ... þeas. hjá því fólki sem hefur ekki innbyggðan mekanisma í líkamanum til að hreinsa sig eftir að það flytur út úr slíku umhverfi.

Andrea J. Ólafsdóttir, 27.5.2008 kl. 19:57

7 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Rak augun í að þú gefur ekki mikið fyrir samskipti þín við heilbrigðisfulltrúa líkt og ég. Framkoma hans er ég leitaði til hans á sínum tíma til að fá opinbera aðila inn í málið var með þvílíkum eindæmum að ég sendi formlegt kvörtunarbréf til formanns heilbrigðisnefndar Vesturlands sem sá ekki ástæðu til að gera neitt í málinu. Best að blogga um það á morgun held ég.

Bylgja Hafþórsdóttir, 27.5.2008 kl. 22:36

8 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Ég talaði við Guðríði Gyðu sveppafræðinginn hjá NÍ á sínum tíma og m.a.s. hún sagði að Sylgja væri sú sem mest vissi um þetta á Íslandi og benti mér á að leita til hennar frekar en þeirra. Er svo eilíflega þakklát þeim Sylgju og Pálma og sem betur fer virðist líkami minn geta losað sig við þetta sjálfur.

Bylgja Hafþórsdóttir, 27.5.2008 kl. 22:38

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Oft hefur verið talað um húsasótt í þessu sambandi. Áhrif á heilsufar fólks geta verið margvísleg og orsakirnar margar. Ekki aðeins mygla heldur einnig margvísleg áhrif rafmagns. Áhrif stöðurafmagns sjáum við t.d. þegar ló myndast í hornum, bak við hurðir, undir rúmum og öðrum mubblum. Stöðurafmagnið dregur nefnilega að sér ryk og veldur mörgum óþægindum ef það safnast fyrir og ekki er sinnt að þrífa vel. Verst er þegar sjónvörp draga inn í sig ryk og er það ein helsta ástæða fyrir eldsvoðuð í heimahúsum þegar hitinn frá sjónvarpi kveikir í rykinu. Verður þá oft til það sem nefnist reyksprenging.

Varðandi rafmagnsmengun þá er Valdemar G. Valdemarsson kennari í Iðnskólanum í Reykjavík mjög fróður um þessi húsasóttarmál sem tengist rafmagni og raflögnum. Hann hefur stundað rannsóknir á þessu fyrirbæri um margra ára skeið en sjálfsagt er margt eftir ókannað á þessu flókna fyrirbæri. Á þessari heimasíðu er m.a. e-r upplýsingar: http://frontpage.simnet.is/vgv/rafmagoh.htm

Gangi þér vel allt að óskum að draga að þér sem fjölbreyttastar upplýsingar og ekki síður við ritgerðarsmíðina sjálfa.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 28.5.2008 kl. 11:06

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gott komment frá Guðjóni og allar hárréttar. Bæti við að húsasmíðar á Íslandi eru líka hluti af þessu vandamáli. þau eru oft höfð svo þétt til að spara hita að loft nær ekki að leika um rétta staði í byggingum sem hindrar að mygla myndist. Mygla getur að vísu myndast af margvíslegum ástæðum.

Svona til að skreyta umræðuna, þá vill svo til að Landlæknir sem er æðsti maður heilbrigðismála er bakteríusérfræðingur, er eiginlega komin með skaðabótaskyldu í mörgum af þessum málum. Þetta er hans eina sérfræðiþekking, að öðru leyti er hann óhæfur sem yfirmaður hvort sem það væri hjá Landlæknisembætti eða þó það væri bara á lítilli heilsugæslu stöð. verið viss um að Landlæknir mun þræta fyrir að mygla og rykvandamál og "húsasót" (gott nafn) sé neitt alvarlegt vandamál þrátt fyrir sína sérþekkingu sína. Hann veit nefnilega af því að skaðabótakrafa frá húseigendum gegnum hans embætti gæti drekkt þeim í svipuðum málum og það hærir hann sig ekkert um.

Endilega haltu áfram með þetta Bylgja! Þessar umræður þínar eiga kannski eftir að bjarga mörgum mannslífum. Eiginlega þyrfti byggingarnefnd að lesa bloggin þín. það er að hluta til í þeirra verkahring að sjá til þess að hús séu ekki samþykkt sem smíðuð eru á þann hátt að stórhættulegt er að búa í þeim og Landlæknir er skyldugur samkvæmt lögum að fylgjast með þessu. 

Óskar Arnórsson, 28.5.2008 kl. 15:07

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Og Andrea! Algjörlega snilldarlega vel orðað komment. Þú ert greinilega með reynslu frá öðrum norðurlöndum!

Það ætti að vera sjálfsagt heimilistæki að geta fylgst með þessu. það er hægt að hafa þau algjörlega automatisk. Mælingar á myglu eru svo auðveldar að meira að seigja ég kann þetta. ég er t.d ekki rafvirki, enn treysti mér til að skipta um ljósaperu þó það sé ólöglegt eins og svo margt annað í þessu landi. Kannski ég ætti að halda blaðamannafund bara um Landlækni og hans óhæfni í starfi. Ég staðfesti "hótuninna" við Landlækni sem ég sendi honum í gær og hann tekur mjög "alvarlega" enda alvarlegur maður. Ég bað ritaran hans um að skila því til hans út af máli sem ég er búin að þrasa um í meira enn ár, að það ætti að taka hann upp á rassgatinu! Það var hótununinn. ég veit ekki hvað hann er þungur, enn ég hef voða litla líkamsburði svo ég veit ekki hvort ég lofti honum. kannski væri best að fá einhvern til að rassskella hann..hann á það skilið fyrir óþekktina í honum. Mér finnst að fólk í hans stöðu eigi ekki að ljúga upp á fólk..bara mín skoðun.. 

Óskar Arnórsson, 28.5.2008 kl. 15:17

12 Smámynd: Arnar Pálsson

Hef reyndar ekki lesið mér vandlega til um áhrif sveppavaxtar í húsum á heilsu fólks. Leit á www.pubmed.org, með orðunum "mold" "house" "health" gaf nokkur hundruð tilvitnanir. (Pubmed dregur saman birtar greinar í læknavísindum og skyldum greinum)

Jú það eru vísbendingar um að sveppvöxtur auki líkur á asma, en það eru margir aðrir þættir sem eru einnig alvarlegir. Nýleg kínversk grein tilgreinir fjarlægð frá umferðaræð, gæludýrahald (líklega loðin!), skreytingar, reykingar og sveppir.

Respiration. 2008 Mar 13. Effects of Housing Characteristics and Home Environmental Factors on Respiratory Symptoms of 10,784 Elementary School Children from Northeast China.  Dong GH, Ma YN, Ding HL, Jin J, Cao Y, Zhao YD, He QC.

Að nútímamanninum stafa margar ógnir, sumar tengdar lifnaðarháttum (bílum, kyrrsetu, sykurneyslu). Vísindum miðar áfram, rannsókn fyrir rannsókn, og við fáum betri skilning á veruleikanum og því sem skerðir lífsgæði fólks. Persónulega held ég að bílaumferð sé meira vandamál á Íslandi en sveppvöxtur, við megum ekki gleyma því að bifreiðar framleiða ekki bara koltvíldi, heldur einnig ryk, tjöru og gúmmíagnir (einnig rafdrifnar bifreiðar!). 

Kominn aðeins af sporinu, gangi þér vel með þetta Andrea. 

Arnar Pálsson, 29.5.2008 kl. 13:53

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Stórmerkilegur fróleikur hjá Arnar Pálsson. Vel lesin og hefur 100% rétt fyrir sér. Hef aldrei heyrt talað um þessar rannsóknir enn aðrar sem segja svipaða sögu..

Óskar Arnórsson, 29.5.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband