Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hagsmunaárekstrar?

Maður veltir því aðeins fyrir sér hvort hér geti verið um hagsmunaáresktra að ræða? 

Ísland er land tækifæranna - er það ekki? Allt svo frábært á Íslandi - eða hvað? 

Það kemur reyndar ekki fram hvort Kristinn mun áfram starfa sem stjórnarformaður Sævarhöfða sem á Ingvar Helgason.... en forstjóri í einu bílaumboði og stjórnarformaður og eigandi í fyrirtæki sem á samkeppnisaðila þess og enginn sér neitt að neinu? Væri það í lagi ef maðurinn gegndi stjórnarstörfum í þessum báðum fyrirtækjum á sama tíma og þau væru í samkeppni?  Annað væri ef þessir tveir samkeppnisaðilar ætluðu sér að renna saman í eitt, þá myndi málið horfa öðruvísi við - en spurningarnar ættu samt rétt á sér almennt, því getur það yfir höfuð staðist samkeppnislög ef svo væri raunin?

En það er ekki annað hægt en að skella aðeins uppúr yfir galdramönnum Íslands í dag, það gera allavega íbúar Norðurlandanna, sem hafa farið yfir krisskross eignarhald og stjórnarfyrirkomulagið heima fyrir ... en Íslendingar gera lítið annað en að yppa öxlum og segja:

"Svona er víst Ísland í dag".  Wizard

 

Vil taka það fram að í athugasemdum til mín hefur komið fram að þessi fyrirtæki tilheyra einmitt einum og sama aðilanum eða hafa semsagt runnið saman að einhverju leyti eins og ég var einmitt að velta fyrir mér hér að ofan en fannst á engan hátt koma fram í fréttaflutningi mbl.is og velti þá í framhaldinu fyrir mér hvers vegna þeir hafi ekki tekið það fram? Eins myndi ég samt sem áður spyrja mig að því hversu lengi maðurinn hefur gegnt stjórnarstörfum í þessum fyrirtækjum, hvort það hafi mögulega verið líka þannig áður en þau runnu inn undir sama eigandann og ef svo væri, hvort það myndi yfir höfuð standast samkeppnislög? Ekki það að mínar vangaveltur snúist eingöngu um þennan einstaka mann og hans störf, heldur eru vangaveltur mínar líka almenns eðlis um slík mál. 


mbl.is Kristinn Þór Geirsson nýr forstjóri B&L
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að sjá Draumalandið í bíó

Ég get allavega sagt fyrir sjálfa mig að ég hlakka til að sjá Draumalandið hans Andra Snæs í bíó. Ég sá leikritið uppsett í Hafnarfjarðarleikhúsi í fyrra og fannst það frábært, var í raun hissa á hvað var hægt að gera það flott og áhugavert. Myndin sem kemur í bíó verður þó ekkert í líkingu við leikritið sem byggir á bókinni, ég held allavega að þessi mynd muni sýna miklu meira og taka þessa stefnu stjórnvalda á víðan og gagnrýninn hátt í gegn. Stefnan sem slík og áframhald framkvæmda eru að sjálfsögðu fáránleg eins og staðan er í samfélagi okkar í dag. Það þarf í raun ekkert að deila um það og ætla ég ekki að gera það með þessari færslu.
mbl.is Draumalandið í bíó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott framtak - höfum flugvöllinn í Keflavík

Þetta hefur mér alltaf fundist eina vitið varðandi flugsamgöngur í Reykjavík ef flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýrinni á næstu árum. Ef hægt er að koma upp einhvers konar hrað-raflest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og reynist hagkvæmt þegar litið er til lengri tíma þá finnst mér það skynsamlegasta lausnin. Hólmsheiðin er ekki líkleg til að reynast góður kostur að því er virðist á veðurathugunum - en við eigum flugvöll í Keflavík og ef hægt væri að komast hratt á milli þá gæti það verið betra en að byggja alveg nýjan flugvöll fyrir utan Reykjavíkurborg. Flott framtak að láta athuga þennan kost.
mbl.is Vilja láta skoða hagkvæmi lestarsamgangna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og þá hefst einkavæðingin!

Jæja Guðlaugur Þór ætlar sér ekkert að fara hægt og rólega í hlutina. Nú hefst einkavæðingarferli heilbrigðiskerfisins því hann telur sig með þessari einu litlu athugun vera búinn að "sanna" að einkareksturinn sé betri! Ótrúlegir þessir frjálshyggjumenn að neita að horfast í augu við reynslu annarra þjóða með einkavætt heilbrigðiskerfi. En vonum að það verði nú samt aldrei á Íslandi eins og í Bandaríkjum græðginnar.
mbl.is Spara má 390 milljónir í heilsugæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband