Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
5.4.2007 | 20:45
Meirihluti þjóðarinnar vill stóriðjustopp
Jæja, loksins fékk ég það staðfest sem mig grunaði, meirihluti þjóðarinnar vill stóriðjustopp, rétt eins og við Vinstri græn teljum skynsamlegast í stöðunni núna. Það virðist vera að flestir átti sig á að í þessu máli er það skynsamleg og ábyrg afstaða að stöðva stóriðju. Það er nóg komið í bili og nú þurfum við að vera varkár að festast ekki í hjólförum sem erfitt er að komast upp úr, stóriðju/álvershjólförum sem eru að verða dýpri og dýpri hjá vissum hluta þessarar þjóðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.4.2007 | 18:24
Náungakærleikur á götunni?
Hvað getum við gert þegar systur okkar lenda í þeim aðstæðum að ánetjast eiturlyfjum og enda með að búa á götunni og vera seldar í vændi? Hvað getum við gert í alvöru?
Í gærkveldi sat ég á feministahitti þar sem Eva Lind sagði okkur sögu sína og skýrði aðstæður heimilislausra kvenna. Við eigum það til að líta okkur fjær, einblína á stóru vandamálin úti í hinum stóra heimi... en hvað gerum við við því að stóru vandamálin fyrirfinnast líka hér á litla Íslandi?
Hvernig bregðumst við við heimilislausum á götum Reykjavíkurborgar? Lítum við undan?... lítum við á fólk með fordómum? ... forðumst við að mæta þeim? sýnum við þeim sömu virðingu og öllum öðrum? ... stoppum við jafnvel og spjöllum? ... það skiptir máli.
Hvernig líður þér að vita af því að konur sem lenda í slíkum aðstæðum hafa um þrennt að velja þegar þær fara að skulda dílernum sínum :
1. Vera lamin til óbóta
2. Stunda þjófnað um tíma
3. Vera þvinguð í vændi
Ég óska að sjálfsögðu engum að ánetjast eiturlyfjum þannig að líf þeirra endi í slíkum öngstrætum og vissulega langar mig til að verða að einhverju liði ef ég mögulega get það. Hvað get ég gert? Eva Lind benti okkur á það að þær meðferðir sem eru í boði þurfa að vera sérsniðnar að þeim sem svo langt eru leiddir að vera á þessum stað í lífinu. Þær eiga ekki samleið með mörgum öðrum alkóhólistum. Það þurfa að vera úrræði eins og til dæmis Konukot, en þyrfti að vera opið allan sólarhringinn og þar þyrfti að vera fólk að vinna sem getur skilið aðstæður þessarra kvenna, eða í það minnsta sýnt þeim skilning, virðingu og hlýju. Eva Lind benti okkur á að mikilvægt er að sýna fólkinu virðingu og náungakærleik - það getur gert kraftaverk, eða gerði það allavega fyrir hana þegar hún var að ná sér uppúr sínu öngstræti eftir margra ára neyslu og veru á götunni.
Vinkonur mínar hafa einnig bloggað um þetta kvöld og færslur þeirra má sjá hér:
Þetta var gott og gagnlegt kvöld sem skilur eftir mikil hugarbrot og samkennd. Mér líður ákaflega illa að vita af slíkum veruleika á götum Reykjavíkur og ég vildi svo gjarnan geta hjálpað. Mér finnst agalegt að vita af því að kona sem kemur inn af götunni á Neyðarmóttöku eftir nauðgun er skoðuð en ekki boðin sálfræðiþjónusta eins og konunni sem situr við hlið hennar og er hrein og vel til fara. Mér finnst alger viðbjóður að vita af því að konur séu beittar miklum misþyrmingum, læstar inni í litlum kompum og seldar í vændi og hópnauðgað á leikvöllum í Reykjavíkurborg.
Það er eitthvað mikið að karlmönnum sem gera svona hluti.
Þeim þarf líka að hjálpa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2007 | 15:46
Bleik smiðja í kvöld
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 14:37
Stóriðjustopp er skynsemi
![]() |
Líkur á mjúkri lendingu efnahagslífsins aukast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.4.2007 | 13:34
SÆTUR SIGUR
TIL HAMINGJU Hafnarfjörður og til hamingju Ísland með úrslit kosninganna í Hafnarfirði í gær. Það var óneitanlega ótrúlega sætur sigur og mikið var fagnað á Fjörukránni í gærkveldi. Stemningin var gífurleg þar fram eftir kvöldi.
Takk Hafnfirðingar fyrir að kjósa ekki yfir aðra landshluta virkjanir sem þeir ekki vilja.
Takk Hafnfirðingar fyrir að kjósa ekki yfir alla landsmenn áframhaldandi þenslu hagkerfisins þannig að lánin okkar öll myndu hækka um margar milljónir á næstu árum.
Takk Hafnfirðingar fyrir að kjósa ekki yfir börnin ykkar mengun í bænum á við allan bílaflota Íslands.
Takk Hafnfirðingar fyrir að kjósa að byggja upp bæinn ykkar með fjölbreyttara atvinnulífi og minni mengun.
Takk Hafnfirðingar fyrir að sigra kapítalið sem hafði tugir ef ekki hundruðir milljóna í kosningabaráttu sína sem fólkið sigraði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
-
malacai
-
almaogfreyja
-
almal
-
aring
-
ansiva
-
gammon
-
bergruniris
-
bergthora
-
birgitta
-
bleikaeldingin
-
bibb
-
rustikus
-
dofri
-
eirikurbergmann
-
elinarnar
-
ellasprella
-
eydis
-
eyvi
-
feministi
-
garun
-
gilsneggerz
-
gunnlaugurstefan
-
vglilja
-
gudjonbergmann
-
kerchner
-
mosi
-
ulfljotsvatn
-
gummisteingrims
-
halla-ksi
-
halldorbaldursson
-
kiddih
-
belle
-
hlekkur
-
hlynurh
-
hvitiriddarinn
-
shire
-
ingabesta
-
ingibjorgelsa
-
ingibjorgstefans
-
ingadodd
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
enoch
-
jonbjarnason
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
killerjoe
-
kollak
-
kiddirokk
-
kristinast
-
landvernd
-
leifurl
-
lindagisla
-
lara
-
lifmagn
-
mafia
-
margretsverris
-
gattin
-
nanna
-
paul
-
raggipalli
-
ragnhildur
-
salvor
-
siggadrofn
-
sigmarg
-
sms
-
danmerkufarar
-
siggisig
-
snorrisig
-
fletcher
-
baddinn
-
steinibriem
-
kosningar
-
svavaralfred
-
saedis
-
saethorhelgi
-
soley
-
thelmaasdisar
-
toshiki
-
daystar
-
tidarandinn
-
ugla
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
vest1
-
hafmeyja
-
konur
-
kiddip
-
perlaheim
-
super
-
veffari
-
agustakj
-
aevark
-
bestiheimi
-
id
-
poppoli
-
olafurfa
-
omarragnarsson
-
omarminn
-
hnefill
-
vitinn
-
thuridurbjorg
-
thorasig
-
baldis
-
thjodarsalin
-
formosus
-
bergursig
-
salkaforlag
-
brandarar
-
bylgjahaf
-
gustichef
-
fsfi
-
fridrikof
-
saltogpipar
-
hleskogar
-
lucas
-
bofs
-
drum
-
hreinsamviska
-
kliddi
-
imbalu
-
jea
-
lifsyn
-
mariakr
-
manisvans
-
raudurvettvangur
-
tibet
-
tbs