Leita í fréttum mbl.is

SÆTUR SIGUR

TIL HAMINGJU Hafnarfjörður og til hamingju Ísland með úrslit kosninganna í Hafnarfirði í gær. Það var óneitanlega ótrúlega sætur sigur og mikið var fagnað á Fjörukránni í gærkveldi. Stemningin var gífurleg þar fram eftir kvöldi. 

Takk Hafnfirðingar fyrir að kjósa ekki yfir aðra landshluta virkjanir sem þeir ekki vilja.

Takk Hafnfirðingar fyrir að kjósa ekki yfir alla landsmenn áframhaldandi þenslu hagkerfisins þannig að lánin okkar öll myndu hækka um margar milljónir á næstu árum. 

Takk Hafnfirðingar fyrir að kjósa ekki yfir börnin ykkar mengun í bænum á við allan bílaflota Íslands.

Takk Hafnfirðingar fyrir að kjósa að byggja upp bæinn ykkar með fjölbreyttara atvinnulífi og minni mengun.

Takk Hafnfirðingar fyrir að sigra kapítalið sem hafði tugir ef ekki hundruðir milljóna í kosningabaráttu sína sem fólkið sigraði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Paul Nikolov

Alveg sammála þér Andrea. Mjög fallega sagt.

Paul Nikolov, 1.4.2007 kl. 16:50

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Mikið væri nú yndislegt að sveitungar þínir á Húsavík tækju eins á málum og fólkið í kjördæminu þínu og hentu Alcoa í burtu - fyrir fullt og allt. En við hin reynum að hjálpa til. ÍSLAND úr NATO - ALCOA burt!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.4.2007 kl. 18:58

3 Smámynd: Mist

Til hamingju Ísland!

Mist, 2.4.2007 kl. 00:29

4 identicon

Góðan dag Andrea.

Mér finnst að fólk sem er að bjóða sig fram til Alþingis verður að hafa ábyrðartilfingu og vita hvað það er að fjalla um þegar það lætur fara frá sér ummæli eins og þessi sem þú segir hér.

Að hafa í hávegum að fólk sem hefur haft atvinnu hjá álverinu í Straumsvík sé að missa sína atvinnu finnst mér miður.

Eins og ég hef sagt þér þú ert ein af þessum öfgahópi og því miður held ég að þú náir ekki þínu fram að komast á Alþingi því fólkið í þessu landi vill ekki svona öfgafólk á þing.

Endilega skoðaðu þinn gang áður enn þú hendir fram svona bölvuðu bulli enda nær þetta ekki nokkru tali.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson. (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 10:23

5 Smámynd: Guðmundur Þór Magnússon

Alveg er með ólíkindum sú lítilsvirðing sem "Álandstæðingar" sýna störfum og afkomu þeirra sem byggja slíkt á Álverinu í Straumsvík eða annars staðar.

Ég er nokk viss um að upplitið á ykkur verður ekki svo bjart þegar Alcan ákveður að loka álverinu í Straumsvík eftir einvher ár.  Þá verðið þið örugglega ekki reiðubúin með störf handa öllu því fólki og hvað þá jafnvel launuð störf.

Guðmundur Þór Magnússon, 2.4.2007 kl. 11:10

6 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Alveg er það nú með ólíkindum að fá athugasemdir um það að verið sé að fagna því að fólk missi störf sín. Rannveig sagði sjálf fyrir mjög stuttu síðan að álverið væri ekkert á förum á næstunni og því er enginn að missa neina vinnu þar. 

Bendi Jóhanni á það að það eru öfgar í stjórninni að ætla að keyra áfram á þessari braut í stóriðjumálum. Kemur sér mjög illa fyrir heimilin í landinu og veldur mikilli þenslu. Ekki skynsamlegt heldur að ætla að selja alla orku landsins í sama iðnaðinn. Engum viðskiptamanni þætti það sniðugt skal ég segja þér. Vissulega betra að selja orkuna til fleiri aðila en tveggja álframleiðenda.

Guðmundi bendi ég á það að sami hræðsluáróður var í gangi í sambandi við völlinn í keflavík þegar herinn var á förum... en fólkið sem vann þar hefur nú þegar fundið sér annað að gera. Sem betur fer eru nú flest okkar nokkuð skapandi og það eru ekki allir sem bíða eftir stjórnvöldum til að redda sér vinnu.  

Andrea J. Ólafsdóttir, 2.4.2007 kl. 12:18

7 identicon

Þið ættu að skammast ykkar fyir óheiðarlega baráttu, ég vona að VG tapi stórt í komandi kosningum, þið fáið allavegana ekki mitt atkvæði.

óskráður (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 13:20

8 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Bíddu nú við? Óskráður, hvernig hefurðu komist að niðurstöðu um að barátta okkar sé óheiðarleg? Algjörlega út í hött að koma með svona athugasemdir, órökstuddar og kjánalegar.

Andrea J. Ólafsdóttir, 2.4.2007 kl. 14:42

9 Smámynd: Hafliði

Hafnfirðingar kusu um veskið mitt og framtíðar atvinnutækifæri. Þeir völdu að stíga á bremsuna og hægja aðeins á hagsæld og framþróun á Íslandi. Það er gott og vel, en af hverju var ég ekki spurður? Þetta er afar sérstakt lýðræði.

Hafliði, 2.4.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband