8.11.2008 | 11:38
Færeyingar - vinir í raun
Mér var bent á þessa síðu þar sem íslendingar geta komið þökkum á framfæri til Færeyinga fyrir að sýna okkur þann velvilja að lána okkur á þessum erfiðu tímum. Ég vona umfram allt að Ísland þurfi ekki aðstoð Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins með hrikalegum afleiðingum sem það getur haft. Ráð þeirra um hækkun stýrivaxta hefur ekki borið tilætlaðan árangur í öðrum löndum sem það hefur verið reynt til að komast útúr kreppu og því finnst manni undarlegt að reyna aftur gamalt ráð sem hefur brugðist annars staðar.
En þökk sé Færeyingum og Pólverjum og öðrum þeim sem ætla að lána okkur fé til að rétta stöðuna hér.
http://faroe.auglysing.is/#
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs
Athugasemdir
Ég er með tillögu um hvernig við getum sýnt Færeyingum þakklæti: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/704078/
Jens Guð, 8.11.2008 kl. 23:19
Allt gott og blessað og göfugt.
Þú eins og flestir aðrir virðist samt vera algerlega grunlaus og laus við fréttarýni.
Mér langaði að vekja athygli þína á þessu með fullri virðingu
Í þessu viðtali talar Tryggvi Þór um að gríðalegar eignatilfærslur eigi sér nú stað hjá bönkunum. Hann varar við því að flanað sé að neinu þar og kallar á gagnsæi. Nefnir afsal stórs hluta Nokia í erlendar hendur fyrir slikk í tilfellum Finna og illbætanlegt tjón af þeim sökum, sem þeir eru enn að sýta.
Hvaða eignir er verið að selja hér og til hverra og fyrir hve mikið? Hve nærri heggur það sjálfstæði okkar? Hvaða risar eru að kaupa? Hverjir verða drottnarar okkar í náinni framtíð? Þetta verðum við að fá að vita. Þetta er algert lykilatriði. Í bönkunum liggja hlutir í orkufyrirtækjum og orkudreifingu landsins og það jafnvel ráðandi hlutir. Þar liggja gríðarlegar landa og hlunnindaeignir, laxár og guð veit hvað. Þar liggur einnig stór hluti fiskveiðikvóta Íslendinnga og bréf í iðnaði og verslun. Öllu! Hreinlega fjöregg og framtíð þjóðarinnar á silfurfati.
Stjórnvöld tala um að borga ekki skuldir óreiðumanna en eru ekki í neinni aðstöðu til slíkrar kokhreysti. Það er verið að gera það nú þegar með sölu á eignasafni og veðum bankanna. Eignasafni, sem snertir sameign okkar og sjálfstæði. Það er verið að borga skuldir óreiðumanna og það með útsölu á auðlindum okkar! Áttarðu menn sig á þessu? Auðvitað verða erlend lán ekki notuð til að borga óreiðuna. Það veit raunar enginn hvað menn ætla að gera við þá peninga. Menn vita upphæðina upp á 0.1 milljarð dollara og ekkert meir. Það hlýtur að vera vitað fyrir hverju er verið að safna um allar jarðir? Ekki veit ég það og ekki þú.
Ef eitthvað þarf virkilega upp á yfirborðið nú, þá er það þetta. Menn verða að fara að lesa rétt í gegnum stofnanamálið og laga-jargonið. Það er eins og að lesa í garnirnar á kjúlla, en það er verið að segja okkur mikið á milli málsgreina, sem hefur úrslitaþýðingu fyrir landið okkar.
Eignastýring, eignasöfn, eignatilfærsla. Vilja menn vita hvað það þýðir? Nú er kominn tími til að spyrja. Tryggvi er að reyna að koma hlutum til skila hér.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.