15.10.2007 | 12:24
Hvað er að gerast?
Jæja, loksins finnst mér kominn tími til að byrja að blogga aftur eftir all langt hlé. En ég ákvað í sumar að taka kannski bara svona þingmanns-sumarfrí til að æfa mig :)
Það eru aldeilis sviptingar í Reykjavíkurborg þessa dagana... þótt almenningur verði ekki mikið var við það í sínu daglega lífi að það hafi orðið stjórnarskipti. En að borgarstjórn skuli hafa leyst upp samstarfið þykir mér aldeilis tíðindi. Á þá kannski að byrja að kalla XD flokk sundrungar? :) ... smá djók verður að vera með þegar tilefni er til ... en sjálfstæðismenn virðast hafa voða gaman að því að tala um vinstri flokka sem einhverja sundrung. En hreinar vinstri stjórnir hafa sjaldan verið við völd á Íslandi og því lítil saga af sundrung, enda svosem ekki um langa sögu að ræða síðan 1944.
En svona í alvöru, þá þykja mér þetta aldeilis tíðindi og var mjög hissa að sjá þessar fréttir ... en ég hef fylgst mjög lítið með þeim þessa dagana þar sem ég er að koma mér fyrir í Slóveníu fyrir veturinn. Eins finnst mér alls ekki alveg ljóst nákvæmlega hvað gerðist, hvers vegna Björn Ingi vildi slíta samstarfinu ... var það eingöngu vegna þess að hann vill halda hlut OR í REI... eða var það meira? og hvað gerði Villi sem var á skjön við hina XD meðlimi í stjórn annað en að boða fyrirvaralaust til fundar og vera búinn að undirbúa samrunann án þeirra vitundar? Er meira? Auðvitað er augljóst að illa var staðið að þessum málum en ég væri til í að heyra aðeins meira af þessu. Ég hef greinilega ekki nægilega góðan aðgang að öllum fréttum um málið enda langt í burtu frá Fróni ... en af þeim fréttum sem ég hef lesið og þeim viðtölum sem ég hef séð finnst mér alls ekki alveg skýrt hvað gerðist í málinu nákvæmlega.
Ég er þó fegin því að Svandís fann þennan veika punkt og hægt sé að ógilda þennan fund og samruna þar sem það virðist alveg rétt að hann hafi í raun verið ólöglegur og hefði átt að vera boðaður með meiri fyrirvar. Það er ljóst að það þarf að skoða málin betur á opinskáan hátt því þetta er nú einu sinni fyrirtæki í almannaeigu... ENNþÁ.
Ég get svosem kannski tekið undir það sjónarmið XD að svoleiðis fyrirtæki þurfi að hafa skýran tilgang og þjóna hagsmunum almennings fyrst og fremst þótt ég geti alls ekki samþykkt að þeirri stefnu hafi XD endilega verið að fylgja í málum OR og LV. Eins get ég tekið undir að það þurfi að vera skýrt í stefnu flokka sem eru við völd hvort fyrirtæki í almannaeigu eiga að vera í annarri starfsemi en þau eru skilgreind til í þágu almennings. Það má svosem deila um það. Orkuveitu Reykjavíkur ber fyrst og fremst að skaffa íbúum Reykjavíkursvæðisins orku á sem hagstæðustu verði. Bæði LV og OR og önnur orkufyrirtæki í almannaeigu eru komin út á mjög hálan ís varðandi orkuöflun fyrir erlend stórfyrirtæki. Slíkt væri kannski eðlilegra að einkafyrirtæki gerðu ... einkaorkufyrirtæki mættu þá skaffa orku fyrir stórfyrirtækin, en orkuveitur almennings vera áfram í almannaeigu og þjónusta almenning fyrst og fremst.
Ef aðilar borgarstjórnar og stjórnar OR eru sammála um að það eigi að hefja útrás með þá þekkingu sem liggur í fyrirtækinu varðandi jarðvarmann, þá er kannski réttast að gera það í gegnum annað fyrirtæki, en óháð því að það þurfi endilega að renna saman við annað fyrirtæki í einkaeigu á markaði. En þetta verður bara að mínu mati allt að vera upp á borðinu sem og framtíðarstefna OR í sínu helsta markmiði... sem er að skaffa íbúum höfuðborgarsvæðisins orku. Ég verð að segja það að mér fannst alltof lítið rætt um þessi mál í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga ... en ég reyndi oftar en einu sinni að fá þessi mál inn í umræðuna og vekja fólk til umhugsunar um þetta því auðvitað er þetta eitt af þeim stefnumálum flokkanna sem skiptir máli fyrir framtíð fólks í borginni sem og í landinu.
Það er þó fyrir mér nokkuð ljóst að orkulindir Íslands eru almenningseign og þær á ekki að einkavæða frekar en aðrar auðlindir lands að mínu mati.
Mál Svandísar þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs
Athugasemdir
Gaman að sjá þig aftur hérna, vinkona, var farin að sakna bloggsins hjá þér, ég veit ekki hvað er eiginlega að gerast á skerinu, skil ekki upp né niður í þessu, hef svo sem ekki gefið mér tíma til að greina þetta eitthvað heldur...
Luv Alva.
alva (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 17:12
Gaman að sjá að þú ert "fundin", þótt þú hafir kannski ekki verið týnd! Annars var ég í Slóveníu fyrir mánuði (sjá blogg). Og þetta skýrir af hverju þú varst ekki á ágætu umhverfisþingi þar sem Þórunn lofaði að rétta hlut náttúruverndar (sjá blogg).
Ég held að "sannleikurinn" í REI-málinu sé ekki kominn allur fram, en held að mikilvægi málsins liggi í því sem þú segir í síðustu efnisgreinum þínum, en ekki í því hver vissi hvað hvenær, hver sveik hvern og hvernig, hver sendi hverjum ritboð hvenær, eða þess háttar samsæriskenningum. Það er frábært að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum í Reykjavík vegna þess að hann ætlar sér að einkavæða hvað sem er - og ekkert endilega með réttum leikreglum.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 15.10.2007 kl. 21:10
Það er hægt að einkavæða orkugeirann án þess að selja orkuauðlindirnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2007 kl. 05:18
Ja thad er mogulega haegt Gunnar, en geturdu bent mer a eitt daemi um ad thad hafi komid betur ut fyrir notandann ad gera thad? Hefur thad ekki i ollum tilfellum semeinhver reynsla er komin a, ordid til thess ad verd haekkar og i sumum tilfellum ad thjonustustig laekkar?
Af hverju aetti thad ad vera aeskilegt ad einkavaeda orkugeirann allan? Er thetta ekki eitthvad sem haegt er ad sammaelast um ad falli undir grunnthjonustu samfelagsins? Svona eitt af thvi sem allir thurfa a ad halda an tillits til rikidaemis eda fataektar og mikilvaegt ad halda verdinu eins lagu og mogulegt er, en ekki ad hugsa thetta sem grodafyrirbaeri fyrir kapitalistanna? Thurfa their ad hafa puttana i bokstaflega ollu? Ma ekki adskilja neitt fra theim og halda fyrir utan grodafyrirbaeri?
Andrea J. Ólafsdóttir, 18.10.2007 kl. 08:46
Blessadur Ingolfur, thad hefdi verid gaman ad sotra kaffibolla med ther i Ljubljana :) ... en fannst ther ekki fallegt ad koma hingad? Eg a enn eftir ad sja Triglav, en thad kemur ad thvi.
Andrea J. Ólafsdóttir, 18.10.2007 kl. 08:47
Og blessud Alva min :) Gaman ad sja thig her.
Thad er vonandi ad nyjum meirihluta takist ad koma godum hlutum i verk og halda OR i eigu almennings.
Andrea J. Ólafsdóttir, 18.10.2007 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.