Leita í fréttum mbl.is

Tekur RÚV þátt í svindlinu?

The Great Global Warming Swindle... Meginniðurstaða Stefáns Gíslasonar umhverfisfræðings er að umrædd mynd sé afspyrnu illa unnin og jafnvel byggð á fölsunum. Hún túlkar sjónarmið hóps, sem er einn eftir á einhverju litlu skoðanaskeri, sem jafnvel forsvarsmenn stóru olíufélaganna hafa yfirgefið.

Reyndar skal bent á að framleiðendur myndarinnar höfðu breytt henni nokkuð eftir athugasemdir og gagnrýni sem fram hefur komið. 

Mynd þessi - The real global warming swindle – hefur fengið afleita dóma í Bretlandi og víðar. Myndin byggir á viðtölum við þá sem um áraraðir hafa verið þekktir fyrir að draga vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar í efa eða eru andvígir aðferðafræði Kyoto-bókunarinnar. Þetta eru sömu vísindamenn og gjarnan hefur verið vitnað til í Vefþjóðviljanum. Þeirra á meðal eru Fred S. Singer, Richard Lindzen o. fl. Fæstir þeirra hafa stundað vísindarannsóknir svo árum skiptir en hafa fengið þeim mun meiri fjárhagslegan stuðning frá Exxon Mobil. Líta má á þá sem eins konar vísindalega álitsgjafa fyrir olíuiðnaðinn.

Sjá http://www.environmentaldefense.org/article.cfm?ContentID=4870



Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, jarðfræðingur og umhverfisfræðingur, bloggaði um myndina

Jónas Kristjánsson ritstjóri skrifar á vefsíðu sinni jonas.is 20.06.2007:
Lygar í sjónvarpi
Ríkisútvarpinu er ekki sæmandi að birta úthrópaðan áróðursþátt 4. rásar í Bretlandi gegn aðgerðum til björgunar andrúmsloftinu. Sjónvarpið kynnir þáttinn sem vísindalegan. Hann er það ekki. Þar koma fram nokkrir menn, sem eru á mála hjá mengunarfyrirtækjum og njóta einskis álits. Svo og menn, sem síðan hafa kvartað yfir, að skoðanir sínar hafi þarna verið mistsúlkaðar. Í umræðunni erlendis hefur þátturinn verið málefnalega tættur í spað í öllum smáatriðum. Kannski næsta skref ríkissjónvarpsins verði að sýna áróðursþátt um, að þróunarkenningin hafi verið afsönnuð hjá hvítasunnumönnum í Kansas.



Fyrir þá sem eru læsir á sænsku má finna ítarlega gagnrýni á svindlmyndina af veðurfræðingi sænska sjónvarpsins, Per Holmgren, sem í fyrra var tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir framlag sitt til að fræða almenning um loftslagsbreytingar.


Reyndar heldur sænska sjónvarpið úti glæsilegri vefsíðu þar sem er að finna fréttir og fróðleik um loftslagsbreytingar. Kannski eitthvað fyrir íslenska sjónvarpið?

Sjá hér umfjöllun The Independent um þessa mynd.

 
Sjá hér gagnrýni George Monbiot, sem birtist  í the Guardian 13. mars s.l. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki bara sár vegna þess að það var óbeint nefnt þig og þinn flokk í myndinni? Eða þeir sem notfæra sér þessa kenningu (og predika sem heilagan sannleika) fyrir pólitískan stuðning. Einnig að það sé afsökun fyrir því að minnka frelsi einstaklinga og fyrirtækja til móts við stærra og afskiptameira ríki (í anda sósíalisma), nákvæmlega eins og þið í VG viljið það.

Annars var þetta ekki beint einhliða hjá Rúv, þeir voru nýbúnir að sýna rétthugsunar-hliðina kvöldið áður. 

Geiri (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 02:12

2 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Reyndar bendi ég bara á þetta vegna þess að það eru rangfærslur í þessari mynd og hún ekki gerð af vísindamönnum... það er það sem ég líka gagnrýni RÚV fyrir, því þeir kynntu hana eins og vísindamynd.

Andrea J. Ólafsdóttir, 22.6.2007 kl. 02:32

3 Smámynd: halkatla

ég er ekki að vera leiðinleg - vonandi - en ég verð að segja að það sem Jónas Kristjánsson skrifar er ekki til þess að minnka álit mitt á þessari mynd, hann vantar öll alvöru rök amk í þessari klausu. Ég horfði á svindl-myndina fyrir nokkrum mánuðum og fannst hún fínt innlegg í þessa umræðu og bara einhvernvegin nauðsynleg. Ég bloggaði um hana og sagðist nú viss um að margt í henni væri bull, en svona í alvöru talað, það er hellingur í myndinni sem er ekki falsaður og ekki heldur misskilningur þessara "vondu" vísindamanna, mjög mörg smáatriði eru sönn en það er útsmogið hvernig hinu er smokrað innanum staðreyndirnar og gott mál að vekja athygli á því að fólk verður að vara sig mjög þegar það er gjarnt á að trúa öllu sem það heyrir.

halkatla, 22.6.2007 kl. 07:36

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Jónas hefur alrangt fyrir sér um að vísindamennirnir njóti einskis álits. Hann er þarna á villigötum eins og svo oft áður.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.6.2007 kl. 11:28

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Stefán Gíslason UMHVERFISFRÆÐINGUR hefur beinan hag af því að halda þessu fram. Það væri minna að gera hjá honum ef talið væri að sólin hefði mest áhrif á hitastigið á jörðinni svo dæmi sé tekið. 

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.6.2007 kl. 11:35

6 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Já ég er frekar hrifinn af Svindlinu og tel hana meika miklu meiri senns en hin rökin sem eru meira tengd and-auðvalds og heimsvaldastefnu en náttúruvernd. 

Auðvitað eru myndir tættar í sundur ef að þær koma fram með skoðanir sem eru á skjön við vinsælt sjónarmið. Það er gífurlega stór hópur sem hefur atvinnu af því að bölva koltvísíungi og það vill ekki missa hana í bráð. 

Ómar Örn Hauksson, 22.6.2007 kl. 11:44

7 identicon

Jarðkúlan er að hitna um það er ekki deilt. Þátturinn um svindlið er gallaður en þarfur. Hann bendir á að hættuna þegar rétttrúnaður tekur við af vísindum. Þá verða þeir vísindamenn sem styða hina viðteknu skoðun hinir "réttu". Þeirra skoðunum er hampað og þeirra rannsóknir eru styrktar. Efasemdarmennirnir verða ómerkari vísindamenn eða, eins og Andrea, heldur fram; "ekki vísindamenn". Jónas kallinn Kristjánsson kallar þá málaliða og svona er öllum þeim sem efast steypt út í ysta haf sem ómerkingum. Það er sorglegt þegar vel meinandi og gáfað fólk eins og Andrea reynist forpokað og fordómafullt um leið og viðraðar eru skoðanir sem ekki falla að staðalskoðuninni. Það leiðir amk ekki til upplýstrar umræðu.

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 11:45

8 identicon

Nei það leiðir auðvitað frekar til upplýstrar umræðu að kalla fólk forpokað og fordómafullt. Það segir sig sjálft!

Guðrún (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 12:19

9 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Hversu rétt sem myndin er eða ekki, þá myndi ég samt frekar vilja grípa til aðgerða núna til að bjarga því sem bjargað verður og leyfa því svo að koma í ljós eftir 50 ár að hluti af þeim aðgerðum hefði kannski litlu breytt, heldur en að kolgleypa svindl-myndina, gera mun minna og sitja svo í súpunni með börnum og barnabörnum (vonandi :) og svekkja sig á því að hafa ekki tekið málið nógu alvarlega. Það er einfaldlega of stór áhætta að taka.

Thelma Ásdísardóttir, 22.6.2007 kl. 12:29

10 identicon

Sælt veri fólkið

vil bara benda á athyglisverða íslenska síðu www.CO2.is en þar er fjallað um útblástur og loftslagsbreytingar á elgerlega hlutlausan hátt og lesanda gert kleyft að taka afstöðu.

SIF (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 12:59

11 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er mikilvægt að sem flestar hliðar séu dregnar fram í dagsljósið í þessu máli og öðrum og svo geta menn verið ósammála.  Mér fannst mjög gott að sýna báðar hliðar á þessu máli, annars vegar "Svindlið" og hins vegar David Attenborough. 

Mér fannst þátturinn hans David Attenborough ömurlegur.  Hann var endalaust heimsendaraus og upphrópanir með myndum af flóðum og stormum í takt við ofurdramatíska tónlist. 

Af hverju gat hann ekki bara verið faglegur, rætt við fólk, sýnt okkur myndir sem skipta máli og sleppt þessu heimsendarausi?  Það að "poppa" svona upp þessa umfjöllun í endalausum upphrópunum og frasapólitík skemmir mjög fyrir viðfangsefninu og vitiborinni umræðu.  Þetta er svolítið eins og í stríði eða rétt fyrir kosningar.  Allir eru að segja þér hvar þeir vilja að þér finnst ekki báðar hliðar mála.

Ég ætla ekki að draga í efa mikilvægi þess að ganga betur um jörðina en ég stórefast um að heimsendir sé í nánd og trúi ekki á þessar upphrópanir og vitleysu.  Umgengni lýsir hins vegar innri manni og því mikilvægt að draga úr mengun og útblæstri.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 22.6.2007 kl. 13:15

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Myndin byggir á viðtölum við þá sem um áraraðir hafa verið þekktir fyrir að draga vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar í efa eða eru andvígir aðferðafræði Kyoto-bókunarinnar.

Þar með eru þetta bara villugtrúarmenn sem ekki þarf svo mikið sem hlusta á. Jónas Kristjánsson er svo enginn hæstiréttur í loftslagsmálum með sín skemmtilegu stóryrði sem ekki standa undir sér í þetta skipti. Og Ingibjörg Elsa vinkona mín notar mestan part upphróparnir að þessu sinni enda mikið niðri fyrir. Öllum er ssvo ansi mikið niðri fyrir. Það er auðvitað allt í lagi að sýna þessa. Enginn þarf að taka hana sem síðasta orðið. Að mínu viti, sem er að vísu örsmátt, er hún ekki verri en Attenborough eins og Sigurður Viktor bendir á. Myndin af Al Gore var líka gagnrýnd á ýmsum forsendum. En kannski kom það allt frá olíujöfrum! En meðal annarra orða: Hverjir af þeim komu fram í myndinni eru á máli hjá olíufyrirtlækjujm og hvað merkir orðalagið að vera á mála hjá í þessu tilliti? Svör óskast. Hvernig væri svo að hugsa ofurlítið upp á eigin spýtur í stað  þess að éta allt hugsunarlaust upp eftir öðrum?

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.6.2007 kl. 13:51

13 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Ég las í gegnum færsluna mína hér að ofan til að reyna að finna þetta forpokaða og fordómafulla sem Mambó vill leggja mér í munn -en mér er gjörsamlega ómögulegt að finna það. Ég er að setja fram upplýsingar sem tengjast þessari mynd og gagnrýni á hana sem er að mestu frá öðrum komin - hvar er þetta fordómafulla í því? Skil ekki alveg hvers vegna er svona viðkvæmt að setja fram upplýsingar til fólks um það sem fram fer í umræðunni. 

Ég vil líka taka fram að ég tel að á öllum sviðum vísindanna megi verulega draga í efa þá "vísindamenn" eða þær niðurstöður sem fram koma í rannsóknum sem hafa beina hagsmuni að þeim. Ekki bara á þessu sviði, heldur líka öðrum, og tel ég afar vafasamt að treysta blint á vísindamenn sem gæta einhverra  viðskiptahagsmuna. Þar myndi ég nefna lyfjaiðnaðinn sem dæmi.

Einnig vil ég taka undir með henni Thelmu sem bendir réttilega á hér að ofan að hver sem ástæðan nú er fyrir þessari hlýnun, þá eru mjög sterkar og alvarlegar vísbendingar til okkar jarðarbúa um að aðgerða sé þörf til að draga að einhverju leyti úr að afleiðingarnar verði eins alvarlegar eins og ef við gerum nákvæmlega ekkert og gleymum okkur í að rífast um af hverju þetta er að gerast. Ég hef trú á að það sé margt sem spili þar inn í og geri mér grein fyrir að öll skref í átt til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda eru gott mál - en mikið vildi ég að stjórnendur landa heims gætu nú komið sér saman um að leggjast á eitt í þessu máli.

Þegar hús brenna reyna menn að slökkva í stað þess að velta sér uppúr því hvað valdi...

Andrea J. Ólafsdóttir, 22.6.2007 kl. 14:04

14 identicon

Ágæta Andrea - prófessorinn er alveg sannfærður um að þú ert hvorki forpokuð eða fordómafull manneskja. Þvert á móti er álit hans að í þér búi víðsýnt og skapandi stórefni í stjórnmálamann. Á hinn bóginn er sá vinur er til vamms segir og þátturinn, þrátt fyrir galla sína, er ágætis sjónarhorn á hina hliðina. Þeir vísindamenn sem gerðu þennan þátt eru ekkert minni vísindamenn en þeir sem aðhyllast þína skoðun. Að birta gagnrýnislaust meinbægni eftir Jónas Kristjánsson sem ekki hefur talað vel til nokkurs manns eða málefnis í áratugi er ekki innlegg í upplýsta umræðu.

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 14:58

15 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Sælir aftur áhugasömu menn :)

Yngvi, við þig vil ég segja að eitthvað eitt útilokar ekki annað og er ég ekki að segja að loftslagsbreytingar séu eingöngu einhverju einu að kenna - ég tel hins vegar að líta beri á málið þannig að okkur beri skylda til þess að gera allt sem við mögulega getum til að draga úr losun þeirra lofttegunda sem hafa áhrif til hins verra. Það er sú nálgun sem ég hef ávallt notað á þetta mál.

Ég tel fullkomlega réttlætanlegt að setja fram þá gagnrýni sem komið hefur fram um myndina og benda á tengsl við hagsmunaaðila. Ekki hefur verið hægt að gera slíkt hið sama við Al Gore myndina svo ég viti. Eins og ég sagði áðan tel ég slík tengsl ávallt vera mjög varasöm og draga mjög úr trúverðugleika - á fleiri sviðum en þessu.

Mambó vil ég bara þakka hrósyrðin sem eru algjörlega í mótsögn við það sem fyrr kom fram ;) ... en ég fyrirgef honum hér með vegna þess að það eru engin rök fyrir því að færslan sýni forpokun né fordóma :)  heldur er hún eingöngu sett fram sem upplýsing til þeirra sem áhuga hafa. Vil taka fram að kommentin frá Jónasi þykja mér oft bara svo skondin að  ég hef gaman að þeim þótt þau séu ekki vísindaleg.

Í myndinni er meðal annars fjallað um kenningar um að hitnun jarðar megi skrifa á aukna virkni sólar. Slíkar kenningar hafa löngu verið afskrifaðar af vísindasamfélaginu - en þó tel ég rétt að árétta að ekki myndi mér detta í hug að útiloka það í þessu samhengi ef óyggjandi vísbendingar væru til þess og rannsóknir margendurteknar sýndu fram á það.

Eini vísindamaðurinn sem rætt er við í myndinni og þekktur er af rannsóknum, Carl Wunsch, sendi bréf til Channel 4, sem syndi myndina í Bretlandi, þar og kvartaði undan því að orð sín hefðu verið tekin úr samhengi.

Reyndar vil ég segja það að þótt ég hafi trú á vísindum, þá tel ég ekki að við mannkindin vitum alla skapaða hluti. Vísindum fleygir fram og stundum breytast gamlar staðreyndir í lygi. Ég tel það algerlega nauðsynlegt í lífinu að sem flest fólk haldi opnum hug varðandi sem flesta hluti til þess að ekki verði útilokaðar frekari framfarir hér á jörðu. Ef við verðum of þröngsýn held ég að það muni skaða okkur öll. Víðsýni er málið - líka í rannsóknum og vísindum.

Við vitum ekki helminginn af heildarsannleikanum um heiminn í heild

Andrea J. Ólafsdóttir, 22.6.2007 kl. 15:48

16 identicon

"Hversu rétt sem myndin er eða ekki, þá myndi ég samt frekar vilja grípa til aðgerða núna til að bjarga því sem bjargað verður og leyfa því svo að koma í ljós eftir 50 ár að hluti af þeim aðgerðum hefði kannski litlu breytt, heldur en að kolgleypa svindl-myndina"

Já mínusa trilljónir dollara frá hagkerfi heimsins, skerða frelsi fólks, auka völd ríkisins... AFSAKA FASISMA bara "til öryggis". Nei takk, börnin okkar eiga betra skilið. Aftur, það er engin tilviljun að valdagráðugir sósíalistar séu mest hrifnir af gróðurhúsarkenningunni.

Geiri (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband