18.6.2007 | 12:04
Málum bæinn bleikan þann 19. júní
Þann 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt og árið 1922 náði fyrsta konan kjöri inn á þing. Í raun er það alveg ótrúlegt að þær hafi ekki haft kosningarétt fyrr en árið 1915.
Kona spyr sig: Hverjum datt eiginlega í hug að konur ættu ekki að hafa kosningarétt? Hverjum datt eiginlega í hug að karlar hefðu einkarétt á því?
Ef þú styður jafnrétti getur þú tekið þátt með ýmsu móti. Þú getur t.d.:
Klæðst bleiku eða borið eitthvað bleikt. Flaggað bleiku. Sett bleika útstillingu í gluggann hjá þér. Auglýst tilboð á einhverju bleiku þennan dag. Kostað útvarpsauglýsingu undir eigin nafni: T.d. Styðjum jafnrétti. Málum bæinn bleikan 19. júní. Búið til bleikan drykk. Sent bleikan tölvupóst. Rifið horn af bleiku blaði og nælt það í barminn. Borið bleikt blóm. Eða bara eitthvað allt annað skemmtilegt, hugmyndaríkt og bleikt.
Svona fögnum við 19. júní auk þess að bera eitthvað bleikt allan daginn!
10:00 Afhending Bleiku steinanna, hvatningarverðlauna Femínistafélagsis á Austurvelli og Ísafirði
13:00 Opið hús á Jafnréttisstofu, Borgum á Akureyri
16:15 Kvennasöguganga undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur, sagnfræðings. Gangan hefst við Kvennaskólann í Reykjavík, gengið verður um Þingholtin og Kvosina og endað á Hallveigarstöðum
17:15 Hátíðardagskrá í samkomusal Hallveigarstaða í boði Kvenréttindafélags Íslands, Kvenfélagasambandisins og Bandalags kvenna í Reykjavík. Ávörp flytja Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri 19. júní
18:00 Veitingar og kaffispjall á Hallveigarstöðum
20:30 Kvennamessa Kvennakirkjunnar í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Messan er haldin við þvottalaugarnar í Laugardal
22:00 Samkoma Ungliðahóps Femínistafélagsins á Cultura, Hverfisgötu
- Kvenréttindafélag Íslands dreifir tímaritinu 19. júní frítt
- UNIFEM selur bleik armbönd til styrktar kvennamiðstöðvum í Afghanistan
Aðstandendur Málum bæinn bleikan eru:
Bríet, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót, Femínistafélag Íslands, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Samtök um Kvennaathvarf, Kvennasögusafn, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Kvennakirkjan, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræði (RIKK) og UNIFEM
Það er að mínu mati ávallt þörf á að minna fólk á það að jafnrétti hefur enn ekki verið náð í okkar samfélagi þótt margt hafi unnist. Eins er þörf á að minna á það að það hefur aldrei neitt unnist í þessari jafnréttisbaráttu nema með háværum röddum kvenna, kröfum um sama rétt og karlar og með lagasetningum.
Kíkið á Málum bæinn bleikan videóið
Kvennasaga á vefnum
- Ártöl og áfangar í íslenskri kvennasögu (Kvennasögusafnið)
- Merk ártöl í sögu íslenskra kvenna (Morgunblaðið)
- Kosningaréttur kvenna (Verkefni nemenda í KHÍ 2001)
- Bríetar saga Bjarnhéðinsdóttur (Briet.is)
Kosningaréttur og konur
Þann 19. júní 1915 fengu konur sem voru 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis. Aldurstakmarkið skyldi lækka um eitt ár næstu 15 árin, eða þar til 25 ára aldri væri náð en það voru þau mörk sem almennur kosningaréttur karla miðaðist við. Sama dag fengu þeir karlar sem voru vistráðin hjú kosningarétt með sömu skilyrðum og konur. Ástæðan fyrir aldurstakmarkinu var sú að stjórnvöld (karlar) töldu hina nýju kjósendur ekki nægilega þroskaða til að takast á við kosningaréttinn og töldu að ef þeim yrði öllum hleypt að kosningaborðinu í einu gæti það haft ófyrirsjáanleg áhrif á niðurstöður kosninga.
Þessar takmarkanir voru á kosningarétt voru síðar felldar niður og árið 1920 verða karlar og konur jöfn að lögum að því er snertir kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.
Konur á listum
Árið 1908 sameinuðust kvenfélögin í Reykjavík um fyrsta kvennaframboðið á Íslandi. Fjórar konur skipuðu listann, þar á meðal Bríet Bjarnhéðinsdóttir, og komust þær allar í bæjarstjórn - fyrstar kvenna hér á landi.
Árið 1922 hlaut Ingibjörg H. Bjarnason skólastýra kosningu til Alþingis, fyrst kvenna.
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs
Athugasemdir
Sæl Andrea.
Þegar konur fara að láta sig varða þjóðmál öll þar með talið kvótakerfi sjávarútvegs, fleiri en ein og fleiri en tvær þá kunna hjólin að fara að snúast konum til handa.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.6.2007 kl. 02:53
Sæl Guðrún Margrét.
Konur láta sig aldeilis varða þjóðmál öll mín kæra, kvótakerfið sem annað. Fullt af konum í kringum mig sýna kvótakerfinu áhuga. Konur á þingi þurfa að sjálfsögðu að setja sig inn í öll mál, rétt eins og karlarnir þar - og taka afstöðu til allra mála. Það mætti kannski segja það sama ef þessu er snúið við - um leið og karlar fara að sýna ýmsum vanræktum málefnum áhuga, þá fara hjólin kannski að snúast ... eins og t.d. í átt til auknara jafnréttis
Andrea J. Ólafsdóttir, 19.6.2007 kl. 10:46
Glæsileg blogfærsla! Til hamingju með daginn.
Jón Halldór Guðmundsson, 19.6.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.