16.5.2007 | 11:05
Minnihluti Íslendinga kaus D&B
Ef Geir H. Haarde er í raun ábyrgur maður og ábyrgur stjórnandi mun hann ekki halda áfram að starfa með Framsókn, svo mikið er víst. Ef hann er jafnframt svo ábyrgur að hann hlusti á tilkall þjóðarinnar til náttúruverndar mun hann heldur ekki halda áfram að starfa með Framsókn.
Það sem mér finnst í raun hræðilegast er það að "meirihluti" XD og XB hélt velli, þrátt fyrir að vera aumur. Í báðum tilfellum ráða núna þessir tveir flokkar bæði í borg og landi þrátt fyrir það að þeir hafa eingöngu um 48-49% fylgi. Finnst engum nema mér það réttmæt krafa í lýðræðislegu ríki að eingöngu megi mynda ríkisstjórn flokka sem hafa meirihluta fylgi í prósentum talið? Reyndar er kannski ekki ráðið ennþá hvort XD&XB verða áfram í hinni spilltu hjónasæng í stjórnarráðinu ... vonandi kemur annar flokkur í stað XB.
En ef þessi hrikalega stjórn ætlar sér að starfa áfram og XB jafnvel að taka upp á því sem Jón sagði með að setja fólk í ráðherrastóla og varamenn á þing í staðinn og tvöfalda þannig styrk sinn í stað þess að horfast í augu við að flokkurinn á bara að draga sig til hlés.
Ég spái því (án þess að hafa nokkra hugmynd um stjórnarmyndunarviðræður) að innan fárra daga verði mynduð ríkisstjórn D+V
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
-
malacai
-
almaogfreyja
-
almal
-
aring
-
ansiva
-
gammon
-
bergruniris
-
bergthora
-
birgitta
-
bleikaeldingin
-
bibb
-
rustikus
-
dofri
-
eirikurbergmann
-
elinarnar
-
ellasprella
-
eydis
-
eyvi
-
feministi
-
garun
-
gilsneggerz
-
gunnlaugurstefan
-
vglilja
-
gudjonbergmann
-
kerchner
-
mosi
-
ulfljotsvatn
-
gummisteingrims
-
halla-ksi
-
halldorbaldursson
-
kiddih
-
belle
-
hlekkur
-
hlynurh
-
hvitiriddarinn
-
shire
-
ingabesta
-
ingibjorgelsa
-
ingibjorgstefans
-
ingadodd
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
enoch
-
jonbjarnason
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
killerjoe
-
kollak
-
kiddirokk
-
kristinast
-
landvernd
-
leifurl
-
lindagisla
-
lara
-
lifmagn
-
mafia
-
margretsverris
-
gattin
-
nanna
-
paul
-
raggipalli
-
ragnhildur
-
salvor
-
siggadrofn
-
sigmarg
-
sms
-
danmerkufarar
-
siggisig
-
snorrisig
-
fletcher
-
baddinn
-
steinibriem
-
kosningar
-
svavaralfred
-
saedis
-
saethorhelgi
-
soley
-
thelmaasdisar
-
toshiki
-
daystar
-
tidarandinn
-
ugla
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
vest1
-
hafmeyja
-
konur
-
kiddip
-
perlaheim
-
super
-
veffari
-
agustakj
-
aevark
-
bestiheimi
-
id
-
poppoli
-
olafurfa
-
omarragnarsson
-
omarminn
-
hnefill
-
vitinn
-
thuridurbjorg
-
thorasig
-
baldis
-
thjodarsalin
-
formosus
-
bergursig
-
salkaforlag
-
brandarar
-
bylgjahaf
-
gustichef
-
fsfi
-
fridrikof
-
saltogpipar
-
hleskogar
-
lucas
-
bofs
-
drum
-
hreinsamviska
-
kliddi
-
imbalu
-
jea
-
lifsyn
-
mariakr
-
manisvans
-
raudurvettvangur
-
tibet
-
tbs
Athugasemdir
Það að mynda stjórn með Framsókn væri nátturulega snilld hjá Geir því þá myndi framsóknarflokkurinn þurrkast út og ég hef lúmskan grun um það að 88,3% þjóðarinnar vilji Framsókn burt
Reynir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 12:46
Held að Kristinn Haukur ætti aðeins að passa kjaftinn á sér ... sé ekki klofið opnast á neinum jafnmikið eins og á Framsókn. Þú vilt kannski ekki horfa (enda ógeðfelld sýn), en þegar formaðurinn segir á kosninganótt að Framsókn ætti að stíga til hliðar en mellast svo áfram mögulega með XD í ríkisstjórn ... þá er verið að hunsa kjósendur. Hræsnarana finnur þú Kristinn í Framsókn!
Var ekki verið að tala um það að fleiri styðja stjórn D og S heldur en D og B? ... en ég tek undir með Andreu... það væri áhugaverð stjórn ef D og V næðu saman.
Staðreyndirnar eru skýrar: fleiri kusu stjórnarandstöðuflokkana en stjórnarflokkana! - ef þú tekur atkvæði til Íslandshreyfingarinnar með, þá er munurinn stærri ... stjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta fólksins í landinu á bak við sig heldur minnihluta! -- Staðreyndin er sú að aðstoðarmaður umhverfisráðherra segir að áframhaldandi vera Framsóknar í ríkisstjórn sé feigðarflan ...
Kjaftasögurnar hafa verið margar, en einhver óánægja ku vera meðal sumra Framsóknarmanna, en þeim gert að láta stjórnarsamstarfið yfir sig ganga.
Með þetta allt í huga geturðu ekki gert ráð fyrir að D og B verði farsælt samstarf áfram...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 16:24
Sigurvegari kosninganna er tvímælalaust Árni Johnsen með 20% útstrikana, og fær hann því fyrstu verðlaun næstur honum er Björn Bjarnason með rétt rúmlega 18% hlítur silfrið, Jónína Bjartmarz er svo hinn eiginlegi “lúser “ ekki nema 50 útstrikanir hí á hana skammarverðlaunin eru hennar. Kolla með 182 útstrikanir hlítur bronsið, Solla, Ásta og Mörður eru miðju fólk sem engin verðlaun fá.
Ragnar L Benediktsson, 16.5.2007 kl. 19:45
Geir veit hvað hann syngur (og hann syngur vel). Það að hann ræði við Framsókn segir okkur tvennt. Í fyrsta lagi að það sé hægt að mynda stjórn með Framsókn og í öðru lagi að það sé ekki hægt að mynda stjórn með VG eða S.
Haldið þið í alvöru að Geir vilji ekki sterka stjórn með öflugan meirihluta?
Auðvitað vill Geir mynda sterkan meirihluta. En meirihlutinn þarf ekki bara að vera sterkur í þingmönnum talið. Innan meirihlutans þurfa að vera sterkir samstarfshæfir einstaklingar sem ganga í takt. Samstarf virkar ekki þegar hver og einn dansar eftir sínu lagi. Vilji Geir til að ræða við Framsókn segir meira um VG og Samfylkinguna en það gerir um gengi Framsóknar í kosningunum.
Geir vill góða og sterka stjórn. Hann metur það greinilega þannig að það sé meri styrkur í einum Framsóknarmanni en 18 krötum eða 9 kommar. Hann hefur vissulega eitthvað til síns máls þar.
Presturinn, 17.5.2007 kl. 09:32
Ákall þjóðarinnar til nátturuvendar?? Bíddu það kusu 17% VG og I til samans. Undirskirftalisti framtíðarlandsins var flopp. Bíddu um hvaða ákall ertu að tala?
Hafrún Kristjánsdóttir, 17.5.2007 kl. 20:29
Jæja, viðræður hafnar hjá Geir og ISG.
Hafrún mín, ef með er talin SF þá er prósentan sem er á móti stóriðju mun stærri.
Nær 75% kjósenda svöruðu því til að þeir vildu að flokkarnir legðu meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál
Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands vilja 72,8% aðspurðra að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. 22.6% telja að flokkarnir leggi hæfilega áherslu á þennan málaflokk og 4,6% svöruðu því til að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á málaflokkinn.
Rúm 37,2% telja að leggja beri miklu meiri áherslu á umhverfisvernd og 35,6% nokkuð meiri.
Sjá könnun Capacent Gallup pdf-skjali
Hér má síðan sjá frétt um að 58% vilja stjóriðjustopp á mbl
Andrea J. Ólafsdóttir, 18.5.2007 kl. 22:16
"Hér má síðan sjá frétt um að 58% vilja stjóriðjustopp á mbl "
Stóriðjustopp og það að hlé verði gert á frekari stóriðju næstu 5 árin er ekki það sama.
Hlynur Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 00:36
Andrea, þessi 72,8% hafa þá ekki sterkari sannfæringu en þetta miðað við hvað kom upp úr kössunum. Enda ætti Gallup frekar að spyrja "Muntu grundvalla atkvæði þitt á umhverfismálum?".
Allir vilja náttúruvernd, bara lifibrauð líka.
Björn Viðarsson, 19.5.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.