ÉG TREYSTI því að Hafnfirðingar muni kjósa samviskunni samkvæmt og hafa það í huga að möguleikar byggðar í Hafnarfirði skerðast verulega við stækkun álvers. Þarna yrði fórnað dýrmætu byggingarlandi auk þess sem atvinnulíf yrði einhæft á svæðinu. Mikilvægt er að taka ábyrga afstöðu og líta á álverið í Straumsvík sem barn síns tíma. Einu sinni var álverið úti í sveit og einu sinni var atvinnuleysi á Íslandi, en sú er ekki raunin í dag. Tímarnir eru breyttir og í dag er 460 þúsund tonna álver inni í miðjum bæ næstu 60–80 árin einfaldlega fjarstæðukennd hugmynd.
Öll raforka Íslands í áliðnað?
Íslendingar þurfa að horfa á heildarmyndina varðandi orkumálin og álið. Stefna núverandi stjórnvalda er ljós; þreföldun álversins í Straumsvík, álver í Helguvík, álver á Húsavík, álver í Þorlákshöfn og þegar fram líða stundir stækkun þeirra allra. Ekki má heldur gleyma hugmyndum Norsk Hydro um 1,2 milljóna tonna álver einhvern tímann í nánustu framtíð. En hvar í ósköpunum á að fá orkuna til að knýja svo orkufrekan iðnað? Og hvaða náttúruperlum ætla menn að fórna fyrir þessi áform? Til að stækka í Straumsvík þarf að virkja í neðri hluta Þjórsár. Allt Ísland er undir í þeim efnum og stjórnvöld virðast tilbúin til að virkja nánast hvert einasta svæði þar sem eitthvert vatn rennur eða þar sem varmi er í jörðu. Það er ljóst að markmið stjórnvalda eru komin langt fram úr því sem ásættanlegt getur talist fyrirþjóð sem á marga aðra möguleika til atvinnuuppbyggingar. Fáum dettur í hug að ósnortin náttúra og fjölbreytileg víðerni eins og finnast hér á landi verða gífurleg verðmæti í sjálfu sér þegar fram líða stundir. Hreint loft og hreint vatn verða líka gífurleg verðmæti. Hér á svo sannarlega við að minna á máltækið "enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur".
Heildarmyndin á heimsvísu
Þegar rætt er um heildarmyndina á heimsvísu ber að hafa í huga að 60–70% áliðnaðarins eru knúin með hinni rangnefndu "hreinu orku". Uppistöðulón gefa frá sér metangas þegar gróður rotnar á botni lóns og metan hefur tuttugu og einu sinni meiri áhrif á lofthjúpinn en koltvísýringur. Einnig verður að horfa til eyðileggingarinnar sem báxíðvinnsla á hitabeltissvæðum veldur. Nú þegar hafa álfyrirtækin eyðilagt um 25% paradísareyjunnar Jamaíka. Þegar báxíð er unnið úr einstaklega frjóum hitabeltisjarðvegi þarf að ryðja regnskóga og þegar súrál er unnið úr báxíðinu er blandað við það vítissóda. Við vinnslu súráls fellur til gríðarlegt magn af ætandi og lífshættulegri rauðri drullu sem skilin er eftir á svæðunum. Súrálið er svo flutt frá þessum svæðum, til dæmis hingað til Íslands, og hafa flutningar milli landa líka gífurlega mengun í för með sér. Þetta framleiðsluferli getur engan veginn talist sjálfbært. Eftir að súrálið er steypt í mót með rafgreiningu hér á landi er það aftur flutt til annarra landa til fullvinnslu. Margt af því sem búið er til úr áli er óþarft og mikil sóun á verðmætum náttúruauðlindum að hafa það úr áli. Þar má nefna ýmsar einnota neysluumbúðir og hergögn. En þess má einnig geta að álfyrirtækin fengu einmitt byr undir báða vængi í síðari heimsstyrjöldinni þegar framleiðsla hergagna jókst til muna. Og nú hagnast áliðnaðurinn á stríðinu í Írak. Sóun á áli er gífurleg og sem dæmi má nefna að á síðastliðnum áratug hentu Bandaríkjamenn 7,1 milljón tonna af áldósum á haugana. Það jafngildir 316.000 Boeing 737-farþegaþotum, eða 25-földum flugflota heims.Er það svona sem við viljum hafa það?
Það sem bæði Hafnfirðingar og Íslendingar allir þurfa að spyrja sig að núna er: "Er það í alvöru svona sem við viljum hafa það?" Viljum við fórna okkar dýrmætu náttúruperlum, jökulám og jarðfræðilega verðmætum svæðum á altari álfyrirtækjanna? Er það skynsamlegt út frá viðskiptalegu sjónarmiði að fórna 80–90% nýtanlegrar raforku í áliðnað? Getur það talist skynsamlegt að ýta undir svo einhæft atvinnulíf hér á landi? Geta álver virkilega verið lausn á atvinnuástandi hvers landshluta? Hvers vegna ættu að gilda önnur lögmál í Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi? Er ekki skynsamlegra að fara aðrar leiðir? Það má byggja upp öflugar heilsulindir víða um land, þjóðgarða af ýmsu tagi, t.d. eldfjallagarð, það má byggja upp vísindasetur, sem hvetja til alþjóðlegra rannsókna á dýrmætri jarðfræði Íslands, þekkingarsetur og söfn sem miðla menningarsögu okkar og þjóðlegum fróðleik. Það er kominn tími til að treysta á mannauðinn og hina miklu sköpunargleði okkar Íslendinga. Hættum að spyrja þessarar einfeldningslegu spurningar: "En hvað á eiginlega að koma í staðinn?" Hver sá fyrir Marel, Össur og Bakkavör, sem dæmi? Hverjum myndi detta í hug að spyrja hugvitsmann hvaða hugmynd hann ætlaði að fá næst? Hver myndi spyrja tónlistarmann hvaða lag hann ætlaði að semja næst? Haldið þið að Mozart hefði getað svarað því?Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstri grænna í SV-kjördæmi.
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs
Athugasemdir
Frábær grein Andrea. Ég verð hér fyrir norðan að veggfóðra með áli og spreyja smá! Bestu baráttukveðjur til hafnfirðinga,
Hlynur Hallsson, 31.3.2007 kl. 09:04
Komdu sæl. Þetta er góð grein, mjög góð. Eflaust þess vegna sem enginn er farinn að ybba gogg ennþá. Ég er hjartanlega sammála þér og gott hjá þér að minnast á uppruna súrálsins. Þetta er allt hluti af heild sem er oftar en ekki vafasöm.
Snorri Sigurðsson, 2.4.2007 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning