Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverður Kompásþáttur um álverið í Sraumsvík

Kíkið endilega á Kompás umfjöllun um álverið í Straumsvík og stækkun eða ekki stækkun.

Hvaða sérfræðingar eru það sem segja að vothreinsun sé ekki betri en þurrhreinsun? Rist segir ekkert hverjir það eru sem ráðleggja henni það. Hennar sérfræðingum virðist ekki bera alveg saman við aðra sérfræðinga sem segja vothreinsun gera það að verkum að SO2 myndar hlutlaust efnasamband í sjónum. Vissulega verður einhver mengun í sjónum vegna annarra efna sem berast í sjóinn ... en hún verður bara mun meiri þegar henni er sleppt í andrúmsloftið.

Kíkið endilega líka á skýrslu um álvinnslu: Foiling the aluminum industry 

 

Góðu fréttirnar eru þær að ótrúlega duglegt fólk er að reyna að bera út boðskap til fólks í Hafnarfirði, svo það er mótvægi við áróður álbræðslunnar í Straumsvík. Sól í straumi þakka ég kærlega fyrir ötult og óeigingjarnt starf á því sviði. Það var ánægjulegt að vera með þeim við opnun kosningarskrifstofu um helgina.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Andrea Ólafsdóttir.

Það er ekki annað hægt þegar kona eins og þú ert að fjalla um Álverið í Straumsvík ættir að kynna þér betur þessi mál áður enn þú ferð  að fjalla um þessi málefni ef þú vilt vera mark tæk í skoðunum.

Það er mín skoðun eftir þennan lestur sem þú ert að vitna í þú ert  í þessum öfgahópi sem er á móti álverum og atvinnutækifærum sem eru í boði Þarna eru um gríðarleg peninga, atvinnutækifæra, og skattagreiðslu sem þetta góða og trausta fyrirtæki hefur borgað til Hafnarfjarðarbæjar í áratugi.

Það virðist vera skoðun vinstri græna að út ríma atvinnutækifærum og láta fólkið sem hefur haft atvinnu af þessu fyrirtæki áratugi lifa á krækiberum og lyngi. og hækka skattgreiðslur í búa Hafnarfjarðar og stöðva uppbyggingu í Hafnarfirði.

Vilja íbúar það íbúar segja nei burtu með svona öfgafólk. Kjósendur kjósa ekki þetta fólk sem er að bjóða sig fram með þessum forsendum hugsaðu málið vel áður enn þú ferð með þínar skoðanir operberlega fyrir okkur sem eru á hliðarlínunni.

Kjósum Álverið á sínum stað og tryggjum fólkinu atvinnu fram í framtíðina.

Með bestu kveðju

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 10:40

2 identicon

Hey Andrea!!

Áður en þú heldur áfram að bulla.

Það er engin álbræðsla í Hafnafirði.

Það er mikill munur á álbræðslu og álveri.

Doddi (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:27

3 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Til hamingju Andrea. Sé að félagarnir úr ALCAN herbúðunum hafa flýtt sér á athugasemdasvæðið þitt og þeir eru sko ekki öfgafólk. Gaman að sjá að málefnafátæktin þvælist ekki fyrir þeim í rökleysunni. Takk fyrir komuna á Hótel Víking, þarna var flott stemmning og vekur manni góðar vonir um Hafnfirðingar segi nei þann 31. 

Lárus Vilhjálmsson, 13.3.2007 kl. 19:43

4 identicon

Heyr fyrir Jóhanni Páli! Ég var að horfa með öðru auganu á þátt í sjónvarpinu og hann var um iðnfyrirtæki danskra útrásarfyrirtækja í því ágæta landi. Þetta eru karlar sem kunna á hagvöxtinn. Ætli þessir "svokölluðu umhverfissinnar" séu ekki á móti þessu? Þeir eru á móti öllu. Nú erum við Valgerður búin að opna sendiráð þarna og það ætti að virka hvetjandi á okkur til að nýta alla möguleikana sem þessi mynd sýndi.

Við eigum ekki að láta úrtölumenn draga úr okkur kjark. Fyrrum forstjóri álversins varaði Hafnfirðinga við að reisa íbúðarbyggð í nágrenni verksmiðjunnar af ótta við mengun ef-eða þegar til stækkunar drægi. Viktor bæjarstjóri skoðaði þetta lítillega og hló það út af borðinu því hann vissi miklu betur en forstjórinn um alla þessa mengun sem hann taldi bara til góðs ef einhver yrði.

Svo megum við heldur ekki gera lítið úr þeim hagvexti sem heilsutjón skapar hjá vissum stéttum; t.d. lyfjafyrirtækjum. Við lifum bara einu sinni og hvað varðar okkur eiginlega um krakkagrislingana nýfædda eða í móðurkviði,-ég bara spyr? Með baráttu-og hagvaxtarkveðju!

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 22:39

5 identicon

Afsakið lesendur! Ég gleymdi víst að nefna hið ágæta land sem mun ´heita Indland.

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 23:00

6 identicon

Heil og sæl Andrea Ólafsdóttir.

Mig langar að svar spurningum sem settar eru til mín frá einstaklingi sem hefur ekki kjark eða þor að standa undir nafni slembinn einstaklingur sem hann titlar sig. Enn myndin af honum er þekkjanleg

Varðandi að það sé byggð í Reykjavík er útaf góðri stjórn Sjálfstæðismanna undanfarin ár og árartugi enda vilja allir vera í Reykjavík þar er atvinnuframboð nóg og fólkið mjög sátt.

Það er rétt hjá þér við lifum ekki á krækiberu í Reykjavík og ekki heldur lingi Þetta mál snýst um atvinnu og atvinnutækifæri og tekjur.

Lárus Vilhjálmsson þorir sjálfur að standa undir nafni hann kallar mig að vera úr herbúðum Alcan því miður þá er hann að fara villu vegar það er lámarks krafa sem ég geri að hann fari rétt með.

Enn ég ætla ekki að láta öfgamenn komast upp með að blaðra út í loftið og beita fyrir sig málefnafátækt  og rökleysu sem hann segir með sínu svari.

Þegar menn eru að blaðra eins og ég segi komið með rök í ykkar málflutningi það vilja íbúar í Hafnarfirði enda er ég sammála fólkinu sem hefur lifibrauð af Álverinu enda eru framtíðar viðhorf sem fólkið hugsar um númer 1.

Þér væri nær að spyrja bæjarstjóra í Hafnarfirði hvers vegna hann var settur út af í þessu málflutningi af formanni Samfylkingarinnar.

Enn og aftur kæru íbúar sem búa í Hafnarfirði. Látum ekki öfgamenn hafa áhrif á ykkar búsetu. Það er mjög gott að hafa skoðun hún á rétt á sér Enn ekki öfgatúlkun sem kemur í veg fyrir framfarir.

Með bestu kveðju.

Jóhann Páll Símonarson.

Stuðningsmaður framfara.

Jóhann Páll Símonarson. (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 23:07

7 identicon

Sæl Andrea

  

Það eru sérfræðingar Umhverfisstofnunar sem mæla með þurrhreinsun í stað vothreinsunar. 

 

Í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi var talað við sérfræðing Umhverfisstofnunar.  Hann benti á að til þess að möguleiki sé á skaða vegna brennisteins þurfi viðkomandi að vera með höfuðið oní strompi þurrhreinsistöðvar.

 

Það er gott að halda því til haga að Alcan í Straumsvík uppfyllir allar kröfur Umhverfisstofnunar varðandi umhverfismál.  Það vill gjarnan gleymast í hita umræðna um stækkun álversins.

   

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan. 

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband