16.2.2007 | 10:12
Stækkun í Straumsvík þýðir hátt í þrefalda mengun!
Það er sérstaklega ósmekkleg hótun Alcan að segjast ætla að loka og senda sitt fólk út á guð og gaddinn fái það ekki að stækka álbræðslu sína í Hafnarfirði. 70% af öllum álverum Alcan eru 200.000 tonn eða minni og að sú stærð er og verður hagkvæm á Íslandi a.m.k. næsta áratuginn. Reyndar væri ég sjálf því fegin að þeir flyttu og þarna væri hægt að reisa blómlega byggð í framtíðinni án mengandi álvers í bakgarði fólks. Eins myndi það bara draga úr þeirri mengun sem hlýst af flutningum á þessu frumunna áli til annarra landa þar sem það er unnið áfram. Auðvitað ættu öll álver að keppast við að hafa sem stærstan part vinnslunnar innan við sama land eða landsvæði þannig að ekki þurfi alla þessa flutninga sem líka menga. En auk þess verðum við líka að athuga það að okkur jarðarbúum ber að draga verulega úr álframleiðslu í framtíðinni því við höfum hreinlega ekki not fyrir allt þetta ál. Drykkjardósir og matvælaumbúðir má til dæmis takmarka að séu úr áli og eins mætti segja að umhverfisvænna sé að nota stál í byggingariðnaði í mörgum tilfellum. Þar að auki ber okkur aðeins að spá í hvort við höfum í raun not fyrir að vera að taka þátt í og ýta undir vopna og hergagnaframleiðslu sem Alcoa er m.a. þátttakandi í. Já - það er í raun framtíðin að okkur beri að draga verulega úr álframleiðslu í mörgum tilfellum... en þar með er ég ekki að segja að ál sé ekki nothæft í neitt. Við þurfum bara að fara mjög gætilega með þennan málm, því hann er bæði agalega orkufrekur í framleiðslu og hann er afar mengandi líka í framleiðslu. Þess vegna hef ég verið að vekja máls á því að okkur ber að draga úr notkun hans þar sem hægt er og finna aðrar leiðir. Eins ættum við ekki að þurfa að taka þátt í hergagna- og vopnaframleiðslu.
Á fjölmiðlafundinum um daginn hélt bæjarstjóri Hafnarfjarðar því fram að með þessum nýju tillögum væri verið að draga stórlega úr mengun frá álbræðslunni við stækkun og í dag hafa fjölmiðlar vitnað í þau orð hans að mengunin verði óbreytt við stækkun. Þetta er auðvitað ekki rétt, bæjarstjóri hefur ekkert í hendi um minni mengun frá álbræðslunni eftir stækkun. Samkomulag Alcan við bæinn felur ekkert í sér nema markmið um brennisteinsmengun sem reyna á “eftir megni” að draga úr. Það er ábyrgðarleysi af bæjarstjóra að bera ósannindi sem þessi á borð fyrir bæjarbúa.
Hér er samanburður á mengun frá álbræðslunni í Straumsvík fyrir og eftir stækkun:
•Sjónmengun eykst til muna bæði af verksmiðjunni og línumannvirkjum..
•Loftmengun eykst líka mjög mikið við stækkun (2,5 földun), öll mengunargildi verða eftir stækkun 250% af gildunum fyrir stækkun:
•Svifryk frá bræðslunni fer úr 470kg í 1.175kg á sólarhring
•Flúoríð frá bræðslunni fer úr 270kg í 675kg á sólarhring
•Brennisteinsdíoxíð fer úr 7,2 tonnum í 19 tonn á sólarhring
•CO2 (gróðurhúsalofttegund) fer úr 880 tonnum í 2.200 tonn á sólarhring
•magn kerbrota fer úr 8,4 tonn í 21 tonn á sólarhring.
Þetta eru losunarheimildir samkvæmt starfsleyfi. Yfirlýsingar um að “stefna beri að eftir megni” að minnka brennisteinsmengun frá álbræðslunni gefur engin tilefni til þeirra stóru yfirlýsinga sem bæði Lúðvík og Rannveig Rist létu falla í fjölmiðlum í gær.
Það ber líka að hafa í huga að mengunarsvæðið sem er í dag 10 ferkílómetrar verður ónýtt sem svæði undir framtíðarbyggð Hafnarfjarðar svo lengi sem álbræðslan er í rekstri. Nýjir útreikningar á stærð svæðisins breyta engu þar um.
Sól í Straumi
-------------------------
Þessi frétt er að hluta tekin orðrétt eftir tilkynningu sem Sól í Straumi sendi á póstlista sinn nýverið.
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
-
malacai
-
almaogfreyja
-
almal
-
aring
-
ansiva
-
gammon
-
bergruniris
-
bergthora
-
birgitta
-
bleikaeldingin
-
bibb
-
rustikus
-
dofri
-
eirikurbergmann
-
elinarnar
-
ellasprella
-
eydis
-
eyvi
-
feministi
-
garun
-
gilsneggerz
-
gunnlaugurstefan
-
vglilja
-
gudjonbergmann
-
kerchner
-
mosi
-
ulfljotsvatn
-
gummisteingrims
-
halla-ksi
-
halldorbaldursson
-
kiddih
-
belle
-
hlekkur
-
hlynurh
-
hvitiriddarinn
-
shire
-
ingabesta
-
ingibjorgelsa
-
ingibjorgstefans
-
ingadodd
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
enoch
-
jonbjarnason
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
killerjoe
-
kollak
-
kiddirokk
-
kristinast
-
landvernd
-
leifurl
-
lindagisla
-
lara
-
lifmagn
-
mafia
-
margretsverris
-
gattin
-
nanna
-
paul
-
raggipalli
-
ragnhildur
-
salvor
-
siggadrofn
-
sigmarg
-
sms
-
danmerkufarar
-
siggisig
-
snorrisig
-
fletcher
-
baddinn
-
steinibriem
-
kosningar
-
svavaralfred
-
saedis
-
saethorhelgi
-
soley
-
thelmaasdisar
-
toshiki
-
daystar
-
tidarandinn
-
ugla
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
vest1
-
hafmeyja
-
konur
-
kiddip
-
perlaheim
-
super
-
veffari
-
agustakj
-
aevark
-
bestiheimi
-
id
-
poppoli
-
olafurfa
-
omarragnarsson
-
omarminn
-
hnefill
-
vitinn
-
thuridurbjorg
-
thorasig
-
baldis
-
thjodarsalin
-
formosus
-
bergursig
-
salkaforlag
-
brandarar
-
bylgjahaf
-
gustichef
-
fsfi
-
fridrikof
-
saltogpipar
-
hleskogar
-
lucas
-
bofs
-
drum
-
hreinsamviska
-
kliddi
-
imbalu
-
jea
-
lifsyn
-
mariakr
-
manisvans
-
raudurvettvangur
-
tibet
-
tbs
Athugasemdir
Ég tek ekki mikið mark á því sem sól í straumi hefur að segja um álrekstur. Aðallega vegna þess að þau þekkja ekki munin á álbræðslu og álveri. Það er engin álbræðlsa á Íslandi í dag, en það eru þrjú álver.
Flugvélar sjá fyrir mestri flúor og koltvísýringsmengun á Íslandi í dag. Og samkvæmt þeim sem eru mest á móti stóriðjuframkvæmdum vilja þeir auka á þá mengun.
Flott ræða hjá Steingrími J. Sigfússyni 22 nóvember 2005, þar sem hann mælir fyrir Urriðafossvirkjun.
Fyrirsögnin hjá þér ætti frekar að vera: "Aukin ferðamennska þýðir hátt í þrefalda mengun"
Jón Gestur Guðmundsson, 16.2.2007 kl. 11:12
Þetta er gott yfirlit hjá þér Andrea.
Núverandi stærð og rekstur Alcan á Íslandi er í góðri sátt við íbúa Hafnarfjarðar Það hefur marg oft og víða komið fram hjá íbúum og stjórnmálaöflum í bænum, öllum , líka vinstri grænum.
Það sem allt ósættið snýst um er þessi ósk Alcan um risaaukningu á framleiðslu . Svona risaverksmiðja inni í bænum er algjör tímaskekkja á nútíma. Verði þetta að veruleika er alveg klárt að byggðin á Völlunum,Holtinu vestanverðu og hluti Áslandsins , verðfellur mjög og afarerfitt verður með sölu eigna...Hver vill eiga hemili sitt upp við álverksmiðjuvegg þar sem framleidd eru um hálf milljón tonna af áli/ári ? Þetta eru svona einn hluti sem mælir a móti stækkun.
Það er engin hætta á Alcan sé í lokunarhugleiðingum á þessum gullmola sínum í Straumsvík..fái þeir ekki stækkunarleyfi , þá eiga þeir aðra góða möguleika í stöðunni sem ekki krefjast umfangsaukningu eins og nú er ráðgert. en auka hagkvæmnina mjög
Rafmagnið hér er of góður kostur til að yfirgefa okkur í bráð.
Hafnfirðingur sem er annt um bæjinn sinn (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:51
Já það er sorglegt áð fólk þurfi að taka allt með fyrirvara sem frá umhverfisverndarsinnum kemur. En þannig er það nú bara af fenginni reynslu. Eins og ég hef bent á áður er það grafalvarlegt að slík samtök kjósi að koma óorði á hugtakið "náttúruvernd" Þessi málaflokkur á betra skilið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2007 kl. 11:55
Sæl Andrea,
Getur þú lýsa fyrir mér hvernig álbræðsla fer fram? Það er gott og blessað og fólk hafi sýna skoðun, en mér finnst mjög leiðinlegt að lesa "málefnalegar" skoðanir (þínar og þ.a.l. Sól í Straumi) sem eru ekki réttar.
Mjög skemmtilegt að sjá sterkar skoðanir hjá fólki, en ekki rangar! Þú hefur s.s. ekki séð fréttina frá Landset. (sem leggur háspennulínurnar). Þar sem kemur fram að Alcan vilji leggja hluta hápsennulínanna í jörðu.
Þú hefur greinilega ekki sitið fundin sem haldin var af Samtökum Atvinnulífsins þar sem Guðrún Þóra Magnúsdóttir kynnti umhverfismál ef að stækkun yrði. Þar sat ég alveg óháð og kynnti mér málefnalega hversu mikið mengun mundi aukast. Niðurstöður fundarins voru ekki þær að mengun mundi aukast um 250%.
Fróðleg samantekt en ég vona svo sannarlega að fólk kynni sér alvöru málsins fyrir kosningar, en ekki bara tóma steypu!
Hfj.-ingur
Hfj. (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 14:26
Sæl Andrea
Þú segir "Drykkjardósir og matvælaumbúðir má til dæmis takmarka að séu úr áli " má ég spyrja, hvað á að nota í staðinn? Getur þú bent á eitthvað annað sem er umhverfisvænna, sem er auðveldara í endurvinslu, umhverfissvænna í framleiðslu.
Svo segir þú líka "jarðarbúum ber að draga verulega úr álframleiðslu í framtíðinni því við höfum hreinlega ekki not fyrir allt þetta ál" Þegar við höfum ekki þörf fyrir meira ál, verður væntanlega heldur enginn kaupandi og því álframleiðslu sjálfhætt, en það er langt í það.
Og að lokum varðandi þetta "Eins myndi það bara draga úr þeirri mengun sem hlýst af flutningum á þessu frumunna áli til annarra landa þar sem það er unnið áfram. Auðvitað ættu öll álver að keppast við að hafa sem stærstan part vinnslunnar innan við sama land eða landsvæði þannig að ekki þurfi alla þessa flutninga sem líka menga."
Það er í dag hagkvæmara að flytja álið út til áframhaldandi vinnslu, þar sem að vörur unnar úr áli eru oft fyrirferðamiklar þegar búið er að forma þær og því óhentugri í flutningum og þarafleiðandi þyrfti miklu meiri mengandi flutninga til að koma vörunum á markað, enda ef þetta væri hagkvæmt, væri löngu búið að framkvæma það.
Anton Þór Harðarson, 16.2.2007 kl. 14:55
Ég er hér með forsíðu Lifandi Vísinda fyrir framan mig þar sem stendur orðrétt:
"Brennisteinn í lofthjúpnum gæti stöðvað gróðurhúsaáhrifin"
Þannig að það gæti verið virkilega jákvætt að auka losun Brennisteinsdíoxíði úr 7,2 tonnum á sólarhring í 19 tonn.
Byggingaverkamaður (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 15:05
Eftirfarandi birtist á bloggi Ómars Ragnarssonar:
Varðandi endurvinnslu þeirra í Bandaríkjunum á áli , þá hefur það komið fram að um ein milljón tonna af áldósum fari þar á sorphauga á ári. Það þarf 6 stk verksmiðjur á stærð við þá í Straumsvík til að framleiða það magn sem BNA fólkið hendir, bara í áldósum/ári
Er það eftirsóknarvert að fórna okkar náttúru í sóun sem þessa svo dæmi sé tekið??
Alcoa er nú að byrja að fylla í það sem glatast í BNA að 1/3 með Kárahnjúkavirkjun
Erum við ekki glöð ?
Það má taka undir þetta. Er það ekki gríðarlegur metnaður einnar þóðar sem við Íslendinga að eiga okkur það háleita markmið að sjá sorphaugum í Bandaríkjunum fyrir verkefnum um ókomna tíð ?
Þó ekki sé nema að 1/3 parti. Það hlýtur að ylja okkur að hafa lagt svæðið norðan Vatnajökuls í rúst til að ná þessu háleita markmiði.
Og áfram skal haldið. Er okkur ekkert heilagt í þessu ofurneyslubrjálæði okkar nú um stundir ? Eg bara spyr.
Hafnfirðingur sem þykir vænt um landið (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 15:42
Leggja svæðið norðan Vatnajökuls í rúst?!!! Hverslags endemis bull er þetta eiginlega?
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2007 kl. 15:58
Já Gunnar! ég er ekki hissa á að þú sért kjaft stopp
En hugsaðu málið í víðu samhengi.
Hafnfirðingur sem ber ummhyggju fyrir landinu (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:31
Hótun Alcans um að Straumsvíkurverksmiðjunni verði að loka, fáist hún ekki stækkuð, er allsendis ótrúverðug. Af hverju biðja þeir ekki um að stækka hana eitthvað minna en þetta? Og hvernig getur verksmiðja af þessari stærð, sem nú er, verið óarðbær, ef einmitt stendur til að fara að reisa verksmiðjur af þeirri stærð bæði í Helguvík og við Húsavík?! -- Haldið ykkar striki, Sólarfólk í Straumi, þið eruð að vinna fyrir okkur öll hin -- m.a.s. sjómenn á hafi úti, sem munu fá lægra verð en ella fyrir aflahlut sinn, ef þessi ofþensla heldur áfram og þar af leiðandi allt of hátt gengi krónunnar, sem stuðlar að aukinni eyðslu og innflutningi, auknum viðskiptahalla og minni tekjum fyrir útflutningsatvinnuvegi okkar
Jón Valur Jensson, 16.2.2007 kl. 17:53
Komdu sæl Andrea, ég get ekki orða bundist, hafði nú ekki hugsað mér að fara að blanda mér í þessa umræðu en þar sem ég er starfsmaður Alcan þá er mér málið talsvert skylt og mig langar að benda á nokkur atriði, bæði þar sem ég er þér ósammála og einnig önnur sem þú mættir gjarnan hugsa um, einnig vil ég benda þér á að verksmiðjan í Stramsvík er alls ekki álbræðsla heldur álver sem framleiðir ál úr súráli. Álbræðslur eru hinsvegar venjulega staðsettar nærri þeim stöðum sem vinna úr álinu og þurfa litla orku. Það sem ég er þér ósammála um er þetta með að Alcan sé að hóta því að verksmiðjan verði lögð niður ef ekki fáist stækkun, þetta er að mínu mati ekki hótun, því verksmiðjan er gömul og verður einfaldlega ekki rekin mjög lengi óbreitt, ég vil líkja þessu við það að útgerðarmaður sem ekki fengi að byggja nýtt skip eða stækka það gamla, hann hættir einfaldlega einn góðan veðurdag að gera út. Ég er einnig ósammála þér um að það sé sjónmengun af þessari verksmiðju, en það er auðvitað smekksatriði, í þínum sporum hefði ég hinsvegar nú meiri áhyggjur af þessu iðnaðarhverfi sem er hinum megin við götuna á Völlunum. Hafnfirðingar gætu glaðst ef þar væri sama snyrtimennska viðhöfð og er í Straumsvík. Ég vil líka benda á það (man ekki hvort það kom frá þér) að verksmiðjur sem í undirbúningi er að reisa og eru af svipaðri stærðargráðu og Isal, þær munu notast við sömu tækni við sína framleiðslu og Alcan hefur í hyggju að nota í stækkuninni hjá Isal, en það er ekki hægt ekki bera það saman við 40 ára gamla verksmiðju. Svo langar mig að benda á atriði sem varða jafnrétti, en ég hugsa að á fáum vinnustöðum á Íslandi hafi konur átt eins greiðan aðgang að störfum, og ekki síst stjórnunarstörfum og hjá Isal, svo mér finnst einkennilegt hvað konur virðast neikvæðar gagnvart fyrirtækinu, og að lokum varðandi mengun, ferð þú til vinnu í einkabíl ? ég fer með rútu, enda sér Isal um að koma starsfólki til og frá vinnu, minni mengun !
Kv. Isal-starfsmaður
Sigurður (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:45
Þó Alcan stækki um 2,5 má ekki margfalda allar tölum með 2,5 , langt frá því að vera rökrétt þar sem ný tækni kemur með nýjum skálum.
Hafið þið það staðfest að bandaríkjamenn hætti að henda áli á haugana ef Alcan stækkar ekki í Straumsvík ?
Jóhanna Fríða Dalkvist, 16.2.2007 kl. 22:21
Jóhanna ! Þeir henda bara þess meira fái þeir mikið af ódýru áli frá okkur á spottprís. Alcoa er núna að loka stórum álverum í BNA sem knúin eru raforku frá þeirra eigin vatnsaflsraforkuverum.
Af hverju ? jú þeir fá margfalt meira fyrir rafmagnið á almennum markaði heima hjá sér.. Síðan er komið til Íslands og byggðar verksmiðjur sem fá raforkuna á spottprís..Við fórnum náttúrinni í gríð og erg.
Það er oft gott að skoða samhengi hlutanna til að átta sig á eðli mála.
Hafnfirðingur sem lætur sig náttúruna varða (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 23:24
ef við værum tengd við evrópu myndum við sjálfsagt selja orkuna á almennum markaði, en við erum eyland út á ballarhafi svo við verðum að selja okkar orku til orkufreks iðnaðar.og er ykkur jafnréttisspírum alveg sama um starfsfólkið sem vinnur þarna, ekkert fyrirtæki borgar eins jöfn laun hér á landi, sama hvort þú ert kona eða karl allir fá sömu laun. svo líttu bara í baksýnisspegilinn og þar sérðu ál, spegill er ál
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 00:04
en þar sem ég reikna með að þú búir í hafnafirði þar sem þú vilt ekki búa í mengun eins og er í reykjavík eða kópavogi sem er smá minni eða garðabæ sem er bara nokkuð hrein af skítnum í reykjavík þá er þetta besti bær að búa í og alcan er góður vinnustaður eins og margir skólakrakkar geta vitnað um , búin að lesa margar bloggsíður frá þeim og öll hrósa þessum vinnustað
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 00:20
Sæll, Rétt tala er 800 þús tonn af ál dósum allt ál sem framleitt er hjá Alcan fer til Hollands og Uk sama er með hin álverin, ein af ástæðum sem kannar henda dósum er sú að þar er ekkert skilagjald í nágrannalöndum okkar er silagjald og áldósir endurunnar mælingar á lífríki sjávar sýna minstu mengun við Straumsvík Hafnafjarðarhöfn og Reykjavíkurhöfn eru mun hærri varðandi þessa þætti sjá Lífríki Sjávar.
Kv Alcanmaður
sigurjón Vigfússon (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 04:06
Svo að við byrjum nú að skoða þennan pistil þá er það rétt að Alcan getur eflaust rekið álverið í ca. 10 ár í viðbót án stækkunar. Hinsvegar er það augljóst mál fyrir fólk sem hefur vit á fyrirtækjarekstri að ef fyrirtæki eru settar hömlur varðandi stækkun þá er það fyrirtæki einfaldlega tilneytt til að flytja. Grunntæknin sem notuð er í Straumsvík er meira en 30 ára gömul og það er aðeins hægt að endurbæta búnað og aðferðir við framleiðslu upp að ákveðnu marki áður en kostnaðurinn við endurbæturnar verður stærri en ávinningurinn. Það sem Alcan hefur í huga er hátæknivætt álver búið nýjustu tækni. Samfara því er framför í mengunarvörnum sem þýðir einfaldlega það að ekki er hægt að setja margföldunarstuðul á núverandi mengun eins og margir virðast telja sjálfsagt.
Af umhverfisvernarsinnum kemur það eins og skrattinn úr sauðarleggnum að stál sé skyndilega orðið umhverfisvænna en ál. Stál er mun orkufrekara og meira mengandi málmur við framleiðslu og endurvinnslu en ál fyrir utan það að stál ryðgar eins og flestir þekkja.
Hvað hergagnaiðnað varðar vil ég benda á að nýsköpunar og þekkingariðnaðurinn sem fylgismenn Sólar í Straumi benda oft á hefur ekki minni tengsl við hergagnaiðnað og stríðsrekstur og álframleiðsla. Ef einhver heldur að orustuþota sé bara álið sem er utan um hana þá er það miskilningur því innan við það er gríðarlegur hátæknibúnaður sem kemur víða að, meðal annars frá Danmörku, og sem dæmi má nefna að Kögun hefur þróað búnað í loftvarnakerfi.
Að lokum vil ég segja að ég er sammála um að það er sárgrætilegt að heyra að BNA sói miljón tonnum af áli á ári en það er bara ekki í neinu samhengi við þetta mál. Áls stærsti kostur er hversu auðvelt og ódýrt er að endurvinna það og að Bandaríkjamenn sjái sér hag í að henda ca. 2,2 miljörðum dollara af áli á söluverðmæti er náttúrulega bara gott dæmi um þá sóun sem viðgengst þar.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 17.2.2007 kl. 07:55
Er sem sagt óhagkvæmara að endurbæta tæknina í Straumsvík en að byggja nýtt álver eins og þeir áforma í Helguvík? Er semsagt verið að segja að Andri Snær hafi fullkomlega rétt fyrir sér með að lítil álver séu bara hálf álver?
Ég held að þarna sé Alcan einfaldlega að beita því ráði sem best hefur virkað hingað til - gera fólk hrætt um vinnuna sína. Eigum við ekki bara að tala við hina sem eru aftar í álröðinni og spyrja hvort þeir vilji ekki bara taka við í Straumsvík úr því þeir telja hagkvæmt að byggja nýtt álver þar sem Alcan telur ekki einu sinni taka því að gera endurbætur.
Nú er alveg ljóst að Hafnfirðingar eru ekki á nástrái og þar er næga vinnu að hafa. Margir af þeim sem vinna í Straumsvík búa alls ekki í Hafnarfirði enda höfuðborgarsvæðið allt eitt atvinnusvæði (reyndar frá Akranesi til Selfoss og Suðurnesja).
Eftir 30-40 ár má búast við að það verði komin samfelld byggð suður í Voga. Hafnfirðingar eiga geysilega möguleika á að nýta það svæði sem á að taka undir stækkun undir blandaða byggð og iðnaðarstarfsemi af ýmsu tagi. Hafnfirðingar verða því ekki af neinum tekjum þó þeir afþakki stækkun á álverinu. Þvert á móti.
Álverið er nú þegar komið inn í byggð. Spurningin hlýtur því að vera þessi. Hvort vilja Hafnfirðingar hafa álverið í Straumsvík áfram a.m.k. 15 ár í viðbót í núverandi mynd eða nær þrisvar sinnum stærra álver inni í miðjum bæ í a.m.k. 50 ár í viðbót?
Dofri Hermannsson, 17.2.2007 kl. 22:27
Það er eins og venjulega allt rifið úr samhengi. Eftir stækkun 1997 hafði álverið framleiðslugetu uppá 160þ tonn en með tæknilegum endurbótum og bættum aðferðum hefur náðst að auka framleiðsluna í rúmlega 180þ tonn. Þessar endurbætur kosta sitt og nú er svo komið að ávinningurinn í aukinni framleiðslu er minni en kostnaður við frekari endurbætur. Ávinningurinn við að stækka í Straumsvík er fyrst og fremst sá að nýta núverandi aðstöðu sem allra best þ.á.m. hafnaraðstöðuna og verkstæði ofl.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 18.2.2007 kl. 06:56
Þeir sem hafa fylgst með álveksmiðjunni frá upphafi og á einhverjum tímapúnki verið þátttakendur hafa upplifa ýmislegt t.d
Kerskáli 1 var í upphafi með 120 ker en síðan lengdur fyrir alls 160 ker
Kerskáli 2 var fyrst með 120 ker en síðan lengdur fyrir alls 160 ker
Kerskáli 3 strax byggður fyrir 160 ker
Afhverju ekki að lengja alla 3 kerskálana og fara með framleiðsluna upppi svona 250 þús tonn /ári ?
Það mætti vel hugsa sér sátt um það enda óveruleg umhverfisbreyting og Keflavíkurvegur óbreyttur
Hafnfirðingur sem þykir vænt um bæjinn sinn (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 10:37
Ég held ég geti svarað síðasta ræðumanni, og hef nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því að til tals hefur komið að lengja skálana uppí 200 ker og þá yrði sú viðbót að sjálfsögðu með sama hætti og skálarnir eru í dag, þeas. sami straumur/sama tækni, hvort af því verður einhverntíman veit ég ekki, en hitt er alveg víst að kerskálar sem álver eru að byggja í dag notast ekki við þessa tækni, þar er notast við meira en tvöfalt hærri straum, straumnýtni er mun betri og tækni sem kemur að mestu leiti í veg fyrir losun flúorkolefna sem valda mestu gróðurhúsaáhrifunum er til staðar. Ég er mikið ósáttur við skrif frá Dofra, manni sem ég er nýbúinn að velja í prófkjöri, og ég vil segja við þig að ég efast stórlega um að álfyrirtæki bíði í röðum ef verksmiðjan í Straumsvík væri til sölu og með fylgdi loforð um að hér mætti aldrei stækka ! og hvað er að því að hafa þarna álver næstu 50 ár ? ekkert að mínu mati, en þurfum við líka endilega að vefja byggðinni utanum álverið ? við eigum nóg land, og auk þess er mengunin frá álverinu langtlangt undir þeim mörkum sem eru hættuleg heilsu fólks, en mér finnst það dapurlegt að við séum orðin svo samdauna velferðinni hér að halda að við þurfum ekki vinnustaði sem skapa mörg hundruð störf, ef ekki þúsund, og mér finnst að hafnfirðingar ættu að hugsa sig vel um áður en þeir hafna Isal og hugsa pínulítið um hvað þetta fyrirtæki hefur gert Hafnarfirði, því þegar Isal kom til sögunnar var mikið atvinnuleysi, síldin horfin og þetta gat ekki gerst á betri tíma, enda held ég að þessi blómlega byggð sem Andrea var að nefna hér í upphafi sé soltið Isal að þakka.
Isal - starfsmaður (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 20:27
er hjartanlega sammála síðasta ræðumanni, hef unnið í 20 ár hjá álverinu og flutti hingað í hafnarfjörð til að geta verið nær mínum vinnustað, svo skil ég ekki af hverju er ráðist bara á ísal og menn vilja byggja þar íbúðarhúsnæði? því ekki að senda bréf til fyrirtækja á hrauninu og tilkynna þeim að þeir verða að vera farnir burt eftir 10 ár, því okkur vantar land undir íbúðir
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.