8.2.2007 | 16:04
Álfyrirtæki gefa ekki til samfélagsins segir í viðtalinu...
Bendi ykkur á viðtal við þá Ómar og Andra Snæ varðandi álver og stækkanir í síðasta tölublaði Framtíðarlandsins.
Hvet ykkur líka til að skoða myndefnið sem boðið er upp á hjá Framtíðarlandinu
Náttúran breytist í Állandið Ísland
Í viðtalinu kemur meðal annars þetta fram:
Álverið í Straumsvík ekki óarðbært
Ómar varar við því að láta röksemdir ÍSAL styggja sig, og bendir á að 1000 ný störf verði til af sjálfu sér árlega á höfuðborgarsvæðinu: Fólk fórnaði höndum yfir brotthvarfi varnarliðsins, en starfsfólkið þar er löngu búið að fá atvinnu og jafnvel þótt álverið hyrfi úr Hafnarfirði yrðu þeir nokkur hundruð starfsmenn sem þar eru ekki í vandræðum með að finna sér vinnu í líflegu bæjarfélagi. Andri Snær og Ómar eru þó ekki trúaðir á álverið fari í raun þótt stækkun verði hafnað og þykjast báðir sjá í gegnum röksemdir forsvarsmanna Ísals, ekki síst þeim sem lúta að hagkvæmni rekstrarins. Ómar segir: Álverið í Straumsvík er eitt arðbærasta álver Alcans, enda nýtur það skattfríðinda og lágs orkuverðs sem á sér enga líka. Og það er einfalda ástæðan fyrir því að þeir vilja stækka það. Andri segir að menn verði að fara að skoða þessi mál í samhengi. Ef álverið í Straumsvík fær ekki að verða 460.000 tonn er það kallað 'upphafið að endinum'. En nýjustu tillögur um álver á Húsavík eru helmingi minni. Er það þá ekki líka upphaf að endinum, órekstrarhæf eining sem þarf annaðhvort að stækka eða loka innan örfárra ára? Og hvaðan á þá orkan að koma?Álfyrirtæki gefa ekki til samfélagsins
Andri Snær hefur kynnt sér álvinnslugeirann í þaula, bæði fyrirtækin sem starfa hérlendis sem og iðnaðinn á heimsvísu. Það er ábyrgðarleysi að kynna sér ekki sögu álrisanna. Gerir fólk sér grein fyrir því að Alcoa er fyrirtæki sem hefur áhrif á ríkisstjórn Bandaríkjanna? Hvar stendur þá bæjarstjórnin á Húsavík? Hugsum um áhrifin sem Alcoa á eftir að hafa í Norðausturkjördæmi, með eitt álver á Reyðarfirði og annað á Húsavík. Andri telur að stjórnvöld séu nú að reyna að fría sig ábyrgð á stóriðjustefnunni með því að hleypa álrisunum fram hjá sér og beint inn í fámenn sveitarfélög.
Andri segir álfyrirtækin alltaf beita þvingunum til að koma sér í þá aðstöðu að vera free riders, þau fá undanþágur frá orkuverði, skattaafslátt o.s.frv.: Þau gefa svo ekkert til baka til samfélagsins nema einhverja opinbera bitlinga segir Andri. Áhrifin sem slík stórfyrirtæki geta haft á forgangsröðunina í einu sveitarfélagi eru vart umdeild. Ómar rifjar upp að enginn heilsársvegur liggi að Dettifossi á meðan vegur var á sínum tíma lagður að kísiliðjunni við Mývatn sem nú er hætt starfsemi.Uppgjöf mannsandans
Ein algengasta röksemdin fyrir uppbyggingu stóriðju er að hún efli byggð úti á landi. Ómar Ragnarsson er hins vegar ekki á því að slík uppbygging muni brúa bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Með áframhaldandi stefnu er verið að skapa hræðilega og enn dýpri gjá. Landsbyggðin verður land verksmiðjanna en suðvesturhornið fleytir á sama tíma rjómann af því sem er 21. öldin: hátækni og þekkingariðnaður.
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs
Athugasemdir
sorglegt að landsbyggðin fái verksmiðjur, sem borga sómasamleg laun svo verkafólkið geti lifað yfir fátækramörkum, segjum NEI við verksmiðjum á landsbyggðinni svo prónaskapurinn líði ekki undir lok.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 22:38
Hagfræðileg spurning: hvernig getur þú verið með stórfyrirtæki sem hefur fjölda fólks í vinnu en gefur samt ekkert til samfélagsins? Jafnvel þó það greiddi enga skatta sjálft: Hvaðan kemur vinnuaflið? Er því skutlað til landsins á flugvélum á morgnana og aftur heim á kvöldin til að greiða alla skatta sína þar? Eða fær fólkið engin laun? Hvernig virkar það? Einhvernvegin verður að halda fólkinu lifandi, og matur er líka peningar.
Svar takk!
Ásgrímur (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 10:22
sorglegt að sumir sjá og heyra ekki hvað verið er að segja ... segjum já við stuðning við hugmyndir fólks úti á landi til að stofna sín eigin fyrirtæki í stað þess að fá mengandi verksmiðjur sem fá miklu meiri ríkisstuðning en lítil fyrirtæki hafa nokkurn tíma fengið.
Skrítið hvernig kapítalistarnir vilja að ríkið greiði fyrir risastórfyrirtæki með gífurleg völd, í stað þess að styða sitt eigið fólk til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og stofna sín eigin fyrirtæki.
Andrea J. Ólafsdóttir, 9.2.2007 kl. 11:17
já hvaðan mun vinnuaflið koma... það er góð spurning.
hefur kannski nú þegar komið í ljós að það er ekki hægt að manna álverið á reyðarfirði með fólki þar? hefur kannski þegar komið í ljós að það mun einmitt verða fólk frá öðrum löndum í vinnu þar? og þá kannski svona "starfsmannaleigusamningar" þannig að það borgar ekki skatta hér heldur?
já vissulega er verslun í mat og öðrum vörum líka peningar inn í hagkerfið... en væri ekki betra að hagkerfi íslands fengi meira en bara það? væri ekki æskilegt að fyrirtæki greiddu einmitt skatta og gjöld hérlendis og starfsmenn þeirra líka?
við verðum að skoða þessa hluti í stærra samhengi finnst mér og ekki bara einblína á litlu brauðmolana sem stráð er fyrir framan okkur :)
Andrea J. Ólafsdóttir, 9.2.2007 kl. 11:27
Nokkrir punktar:
Alcoa hefur nú þegar sett yfir 150 milljónir í samfélagsverkefni á Austurlandi
Það eru greidd talsvert hærri laun í álveri Alcoa en fyrir önnur störf á svæðinu. Framleiðslustarfsmenn verða með yfir 300.000 krónur í mánaðarlaun. Þetta verða góð og stöðug störf sem gefa fólki séns á jafnvægi milli vinnu og einkalífs, (um eða innan við 40 tíma vinnuvika)sem er ekki raunin í ýmsum öðrum atvinnugreinum.
Það er búið að ráða 3/4 af mannafla verksmiðjunnar. Það hafa á þriðja þúsund manns sótt um þau 300 störf sem búið er að ráða í. Það hafa engir útlendingar verið ráðnir í vinnu (fyrir utan ca. 5 manns sem hafa búið hér lengi og tala íslensku.
Það tekur a.m.k. 3 ár að fullþjálfa framleiðslustarfsmann hjá Alcoa fjarðaáli. Það er álíka langur tími og tekur að klára BA gáðu. Það verður ekkert ómenntað fólk í þessari verksmiðju.
Alcoa hefur á síðstu tveimur áratugum fengið tugi viðrukenninga fyrir að sýna ábyrð á sviði samfélags og umhverfismála. M.a. var Alcoa eitt fyrsta stóra iðnfyrirtækði sem tók hnatthlýnun alvarlega. Fyrirtækið hefur dregið úr loson CO2 um 25% á síðustu árum, þrátt fyrir mikinn vöxt.
Ég hvet fólk til að kynna sér staðreyndir í staðinn fyrir lepja upp bullið í Andra Snæ og Ómari Ragnarssyni.
kv.
Austfirðingur
Siggi Óla (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 12:44
Ég á eiginlega ekki orð yfir öfgunum og bullinu í sambandi við Alcoa. Er þessi áróður ykkar (Andri Snær, Ómar, Andrea) byggður á fáfræði eða er hann meðvituð lýgi? Það er nánast alveg sama hvar gripið er niður í fullyrðingar ykkar, lýgi, bull og vitleysa.
"hefur kannski nú þegar komið í ljós að það er ekki hægt að manna álverið á reyðarfirði með fólki þar? hefur kannski þegar komið í ljós að það mun einmitt verða fólk frá öðrum löndum í vinnu þar? og þá kannski svona "starfsmannaleigusamningar" þannig að það borgar ekki skatta hér heldur? " Er þetta heilaspuni í þér Andrea? Eða hefurðu heimildarmann fyrir þessari fullyrðingu. Það var gerð könnun fyrir nokkrum árum síðan hjá brottfluttum austfirðingum þar sem þeir voru spurðir hvort þeir vildu flytja til baka ef þeir fengju störf við sitt hæfi. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra svaraði spurningunni játandi. Hvað hefur gerst núna? Hefurðu áhuga á að vita það eða hentar það þér kannski ekki? Svo er annað: Hér á mið-austurlandi hefur atvinnuleysi ´verið einna minnst á landinu í mörg herrans ár. Hvað var þá vandamálið? Jú ungt fólk sem fór til mennta hafði ekki að neinu að snúa á svæðinu vegna einhæfs atvinnulífs. Íbúum fækkaði og það hafði keðjuverkandi áhrif. Þjónusta minnkaði o.s.f.v. Í dag streymir þetta fólk til baka með fjölbreytta menntun. Stór hluti þess með háskólamenntun. Andri Snær segist vita allt um álver og Alcoa. Ef svo er þá er hann óheiðarlegur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2007 kl. 16:37
Ég er á því að það sé heillavænlegt til frambúðar fyrir okkur að hugleiða aðra kosti í iðnaðar og byggðamálum en álver. Farið hefur fé betra. Engin trygging er fyrir viðvarandi rekstri þeirra og geta þau tekið sig upp hvenær sem er og skilið lítil samfélög eftir í upplausn, sem hafa orðið háð tilvist þeirra. Þetta eru mýmörg dæmi um.
Í skjóli þessarar ánetjunnar geta þau því líka haft ákveðið kúgunarvald yfir samfélögum. Þetta hefur komið skýrt fram í máli Alco í sambandi við Straumsvíkurútþensluna. Þeir hafa gefið það skýrt til kynna ða þeir muni taka sig upp og fara ef þeim verður ekki leyft að breiða úr sér.
Ég er þeirrar skoðunnar að of seint sé að sporna við þessari stækkun nú. Neikvæð margfeldisáhrif þess yrðu okkur of dýr. Enginn tími gefst til aðlögunar svo snöggum breytingum að þessi iðnaður fari. Það eru ójarðbundnir draumórar. Meiri fyrirhyggja við samninga í upphafi hefðu getað sett þessu skorður, en því er ekki að dreifa.
Okkar er að læra af þessum mistökum og gera samninga við Alcoa, skilyrta gegn frekari stækkun á þessu svæði í framtíðinni. Síðan verðum við að hafa slíkar klásúlur í öllum samningum við stórfyrirtæki í framtíðinni, svo þessi óáran hendi ekki á ný.
Það er því við okkur að sakast hvernig málin standa og bendingar á flokka og ráðamenn til ábyrgðar, hefur ekkert upp á sig. Staðan er þessi. Álverið rís. En lærið bara af mistökunum annars heldur þessi útþensla áfram að vera utan okkar áhrifasviðs.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2007 kl. 19:06
Samningar um raforkusölu til stóriðju eru gerðir til margra ára. Mig minnir að samningurinn við Alcoa sé til 40 ára svo að tal um óöryggi íbúa gagnvart stóriðjunni eru stórlega ýktar. Annars er áhætta í öllu. Það gæti t.d. fallið lofsteinn á Reykjavík....hmmm
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2007 kl. 23:26
Til að svara athugasemd Austfirðingsins langar mig fyrst til að spyrja hann hvaðan hann fái tölu um að 3000 manns hafi sótt um þessi 300 störf? Frá Alcoa kannski? Hvaða heimild hefurðu fyrir því?
Já Alcoa er þekkt fyrir að spandera aðeins í samfélagið þar sem þeir koma því það er PR starfsemi hjá þeim og til þess að "kaupa" fólkið í lið með sér. Hafa það á sínu bandi. Alcan er að reyna að leika þann leik líka í Hafnarfirði, en ég held að Hafnfirðingar sjái betur í gegnum það því þeir höfðu reynsluna í áratugina á undan þar sem álverið gaf ekki krónu til samfélagsmála, íþróttafél. osfr. Það er einungis núna undanfarið sem þeir eru að gefa og gefa til þess að kaupa meðbyr, kaupa fólkið.
Hér er síðan aðeins um launin í nýja álveri Alcoa. Þú segir yfir 300.000 kr. fyrir framleiðslustarfsmenn... en þessi samningur hér gefur aðeins aðra mynd.
http://www.alcoa.com/iceland/ic/pdf/2006_05_union.pdf
Vinnustaðarsamningur milli Alcoa Fjarðaáls sf. og AFLs – Starfsgreinafélags Austurlands, Rafiðnaðarsamband Íslands og
Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar
Gildir frá 1. júní 2006 til 30. nóvember 2010
Gildissvið
Kjarasamningur þessi tekur til starfsmanna Alcoa Fjarðaáls sf. sem vinna við framleiðslu- og viðhaldsstörf í verksmiðju félagsins í Reyðarfirði.
1. kafli Laun
1.1 Mánaðarlaun
Mánaðarlaun starfsmanna í fullu starfi eru sem hér segir:
Framleiðslustarfsmaður II
Starfsmaður sem ekki hefur lokið þjálfun og fengið vottun til að vinna sjálfstætt á tilskildum
fjölda starfsstöðva síns framleiðsluferlis. 135.000 kr.
Framleiðslustarfsmaður I
Starfsmaður sem lokið hefur þjálfun og fengið vottun til að vinna sjálfstætt á tilskildum fjölda
starfsstöðva síns framleiðsluferlis. 148.000 kr.
Iðnaðarmaður II
Iðnaðarmaður með sveinspróf og með minna en þriggja ára starfsreynslu í faginu að loknu
sveinsprófi, ráðinn á grundvelli fagþekkingar. 172.000 kr.
Iðnaðarmaður I
Iðnaðarmaður með sveinspróf og með a.m.k. þriggja ára starfsreynslu í faginu að loknu
sveinsprófi, ráðinn á grundvelli fagþekkingar. 201.000 kr.
Að lokum vil ég bæta við hérna til að svara þér með hversu frábært Alcoa er í umhverfismálum... en þú hefur svo sannarlega gleypt við PR vinnunni þeirra, sem þeir eru reyndar sérfræðingar í.
Alcoa neitar að verða við breytingum á álveri í Texas samkvæmt lögum um mengunarstaðla;
http://www.txpeer.org/toxictour/alcoa.html
Andrea J. Ólafsdóttir, 13.2.2007 kl. 10:01
Kæra Andrea ég hef smá athugasemd, austfirðingur sagði: Það hafa á þriðja þúsund manns sótt um þau 300 störf sem búið er að ráða í.
Á þriðja þúsund og 3000 er ekki það sama.
Þú sýnir einungis dæmi um grunnlaun og því vil ég bæta þessu við.Allir starfsmenn sem þessi samningur nær til fá stoðferlaálag sem nemur sömu upphæð fyrir
hvern starfsmann í fullu starfi, eða 19.000 krónur á mánuði. Sú upphæð er greidd út
mánaðarlega ásamt reglulegum mánaðarlaunum.
1.13 FjölhæfniálagAlcoa Fjarðaál leggur áherslu á að starfsfólk viðhaldi og bæti stöðugt hæfni sína og þekkingu
innan þess verksviðs sem það sinnir, og jafnframt að störf séu fjölbreytt og fólk sinni jöfnum
höndum hinum ýmsu verkum sem tilheyra því framleiðsluferli sem það starfar innan.
Vegna þessa er greitt fjölhæfniálag, sem er 5% af grunnlaunum, vaktaálagi og unninni
yfirvinnu starfsmanns.
Frammistöðuávinningur getur numið frá 0 upp í 30% af mánaðarlaunum, vaktaálagi og
unninni yfirvinnu starfsmanns fyrir umrætt tímabil og eru viðmið stillt þannig að 15% næst
fyrir það sem telst eðlileg frammistaða í samræmi við áætlanir hvert ár. Með hverri greiðslu
kemur skýring á útreikningi frammistöðuávinnings.
Frammistöðuávinningur samkvæmt þessari grein tekur gildi frá 1. janúar 2007. Fram að því
greiðist 15% árangursávinningur, sem er viðmið fyrir eðlilega frammistöðu.
2007 0-30%, 15% viðmið Öryggis og umhverfismælikvarðar
2008 - > 0-30%, 15% viðmið Viðskiptamælikvarðar, breytilegir milli ára.
3.3 Álag á dagvinnukaup
Í vaktavinnu greiðist álag sem hér segir:
30% álag fyrir tímabilið kl. 16:00 24:00 mánudaga til föstudaga
55% álag fyrir tímabilið 08:00 24:00 laugardaga, sunnudaga og helgidaga skv. grein 2.10.1
60% álag fyrir tímabilið 00:00 08:00 alla daga og stórhátíðadaga skv. grein 2.10.2.
Mér er sjálfsagt að sjást yfir eitthvað en ég vildi benda á að grunnlaun og mánaðarlaun eru ekki það sama. Ég tel að þetta séu alls ekki svo slæm laun miðað við þau störf sem að verkafólki býðst á austurlandi. Í lokin vil ég svo bæta þessu við og mættu mörg fyrirtæki taka sér þetta til fyrirmyndar.
2.11 Ferðir
Starfsmenn eiga við upphaf og lok venjulegs vinnudags á virkum dögum, svo og við
vaktaskipti, kost á endurgjaldslausum ferðum milli álversins og helstu þéttbýlisstaða. Þeir eru:
Egilsstaðir, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Neskaupstaður, Reyðarfjörður og Stöðvarfjörður.
1.4.1 Orlofsuppbót
Starfsmaður sem unnið hefur hjá Fjarðaáli í fullt orlofsár, 1. maí til 30. apríl og er í starfi í
síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí, skal við útgreiðslu maílauna fá greidda sérstaka
eingreiðslu, orlofsuppbót;
kr. 100.000 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2006,
kr. 103.000 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2007,
kr. 105.000 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2008
kr. 107.000 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2009
kr. 109.000 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2010
1.4.2 Desemberuppbót
Starfsmenn sem hafa verið í fullu starfi allt árið hjá Fjarðaáli og eru við störf hjá fyrirtækinu í
síðustu viku nóvember eða í fyrstu viku desember skulu við útgreiðslu nóvemberlauna fá
greidda sérstaka eingreiðslu, desemberuppbót, sem er;
kr. 100.000 árið 2006,
kr. 103.000 árið 2007,
kr. 105.000 árið 2008,
kr. 107.000 árið 2009,
kr. 109.000 árið 2010.
Þetta lítur aðeins öðruvísi út finnst mér.
kv.Atli
Atli V Hjartarson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 13:10
Alveg dæmigert komandi frá V-G í sambandi við kaup og kjör starfsmanna Alcoa á Íslandi. Eru þetta PR-vinnubrögð V-Grænna? Öll vinna sem unnin er í vaktavinnu er sundirliðuð hvað varðar kaup og kjör. Þegar strípuð mánaðarlaun eru skoðuð þá segir það ekki neitt. Ef þú skoðar hins vegar hvað viðkomandi ber úr bítum eftir 40 tíma vinnuviku með öllu (þá er ekki tekið fríar ferðir til og frá vinnu auk einnar heitrar máltíðar á dag) þá eru mánaðarlaunin um 300.000. Þessar uppl. henta ekki og er þessvegna óvelkomnar í ykkar bókhaldi. Hvað varðar þessa síðu frá Texas þá er þetta auðvitað hryggilegt en ég velti óhjákvæmilega fyrir mér af fenginni reynslu við málflutning ykkar, hver er ábyrgðamaður síðunnar, kemur þetta e.t.v. frá öfgasinnuðum umhverfissamtökum. Þangað til annað kemur í ljós tek ég upplýsingarnar með fyrirvara.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.2.2007 kl. 13:20
Þetta eru merkilegar vangaveltur. Gaman að það skuli vera búið að farasvona í saumana á launakjörum starfsmanna Alcoa, en launin eru mun betri þar, en verið hefur hingað til hjá verkafólki á Austurlandi, þetta veit ég af eigin reynslu.
Það er mjög hættulegt þegar farið er út í svona fullyrðingar á báða bóga, það endar yfirleitt í einhverju rugli og bulli.
Ég verð samt að benda á að það er verið núna í þessum töluðum orðum, að endurbyggja raforkuver það sem knýr álverið í Rockdale, til að minka útblásturs gróðurhúsalofttegunda, einnig er allt í lagi að það komi fram að það orkuver er ekki bara fyrir álverið heldur sér það nærliggjandi svæðum einnig fyrir orku.
Hjá Fjarðaráli haf verið ráðnir nokkrir útlendingar, líklega milli 10 og 15, en flestir þeirr eru komnir með íslenskt ríkisfang og því eru þeir ekki lengur útlendingar heldur íslendingar.
Það er nausynlegt að kynna sér málin áður en farið er út í ákvarðanatökur og fullyrðingar. Ég held að það sé nú ekki tilvonandi varaþingmanni til framdráttar að vera með svona ábyrgðarlausar fullyrðingar.
Eiður Ragnarsson, 14.2.2007 kl. 10:08
Verð bara aðeins að bæta við vegna þessa:
Ómar rifjar upp að enginn heilsársvegur liggi að Dettifossi á meðan vegur var á sínum tíma lagður að kísiliðjunni við Mývatn – sem nú er hætt starfsemi.
Kísiliðjan stóð við hringveginn..!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Eiður Ragnarsson, 14.2.2007 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.