Færsluflokkur: Bloggar
24.4.2007 | 15:56
Þjóðaratkvæði - Power to the people!
Mig langar að ítreka enn og aftur ást mína á lýðræðinu og trú á fólkið. Ég tel að gott og virkt þjóðaratkvæðagreiðslu-kerfi geti veitt fólkinu í landinu mun meira áhrifavald og stjórnmálamönnum mikið aðhald. Ást mín og jafnframt áhyggjur af lýðræðinu er reyndar ein aðalástæða þess að ég ákvað að fara út í pólitík ... mig langar til að hjálpa til við að koma á mun lýðræðislegra kerfi en nú er við lýði hér á landi og þar tek ég Svisslendinga til fyrirmyndar.
Fólkið í Sviss til dæmis getur haft þann kost að veita stjórnvöldum mikið aðhald varðandi stórar ákvarðanir. Þar hefði fólkið í landinu t.d. getað lagst á eitt og farið fram á að greitt yrði atkvæði um breytingu á lögum um kynferðisafbrot og vændi sem samþykkt voru hér á landi um daginn. Eftir að lögin voru samþykkt hér kom í ljós að 84% þjóðarinnar eru mjög líklega andvíg þessum lögum og myndu kjósa að hafa kaup á vændi ólögleg. Þessum lögum gætum við breytt eða fellt úr gildi með þjóðaratkvæðum.
Kíktu á útfærslur um þjóðaratkvæði Svisslendinga hér
Svisslendingar taka virkan þátt í að samþykkja lög með þjóðaratkvæðagreiðslu á netinu
Semsagt, stjórnin semur og skoðar lagabreytingar sem síðan eru lagðar fyrir í þjóðaratkvæði. Eða, ef stjórnin samþykkir lög sem meirihluti þjóðarinnar er andvíg, þá getur fólkið í landinu fellt þau úr gildi. Ekki er hægt að gera neinar breytingar á stjórnarskrá Sviss nema með samþykki þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu.
Þetta tel ég að eigi að vera framtíðin í lýðræðislegu ríki. Virkari þátttöku og virkara aðhald við stjórnmálamenn.... þannig myndi vera erfiðara fyrir spillingu að þrífast og fólkið fengi kannski aukinn áhuga á að taka meiri þátt ef því fyndist það ekki vera gjörsamlega á valdi stjórnmálamanna eingöngu. En ef svona á að taka upp verður að sjálfsögðu að gera það þannig að sem mest þátttaka verði - helst ekki undir 70%. Það ætti svo sannarlega að vera hægt að venja okkur við að taka meiri þátt í lýðræðinu og hafa meiri áhrif á mótun samfélagsins með svona beinni aðkomu. Með þeirri tæknivæðingu sem orðið hefur ætti líka ekki að vera erfitt að útfæra svona tölvukerfi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Við notum nú þegar tölvur sem banka og skilum skattskýrslum þannig með góðum árangri. Notum tæknina til góðra hluta, virkjum fólkið til að taka þátt.
Varðandi þjóðaratkvæði í sambandi við stóriðjustefnu svara ég því þannig til að ást mín á lýðræðinu er svo mikil að ég hefði sætt mig við úrslit slíkrar kosningar þrátt fyrir að niðurstaðan hefði ekki verið mér að skapi. Ég hefði átt auðveldara með að sætta mig við að meirihluti þjóðarinnar myndi ákveða slíkt, heldur en að það sé í höndum nokkurra þingmanna.
Switzerland
In Switzerland, there are binding referendums at federal, cantonal and municipal level. They are a central feature of Swiss political life. There are two types of referendums:
- Facultative referendum: Any federal law, certain other federal resolutions, and international treaties that are either perpetual and irredeemable, joinings of an international organization, or that change Swiss law may be subject to a facultative referendum if at least 50,000 people or eight cantons have petitioned to do so within 100 days. In cantons and municipalities, the required number of people is smaller, and there may be additional causes for a faculatative referendum, e.g., expenditures that exceed a certain amount of money. The facultative referendum is the most usual type of referendum, and it is mostly carried out by political parties or by interest groups.
- Obligatory referendum: There must be a referendum on any amendments to the constitution and on any joining of a multinational community or organization for collective security. In many municipalities, expenditures that exceed a certain amount of money also are subject to the obligatory referendum. Constitutional amendments are either proposed by the parliament or the cantons, or they may be proposed by citizens' initiatives, whichon the federal levelneed to collect 100,000 valid signatures within 18 months, and must not contradict international laws or treaties. Often, parliament elaborates a counter-proposal to an initiative, leading to a multiple-choice referendum. Very few such initiatives pass the vote, but more often, the parliamentary counter proposal is approved.
The possibility of facultative referendums forces the parliament to search for a compromise between the major interest groups. In many cases, the mere threat of a facultative referendum or of an initiative is enough to make the parliament adjust a law. The referendums slow politics down[citation needed].
The votes on referendums are always held on a Sunday, typically three or four times a year, and in most cases, the votes concern several referendums at the same time, often at different political levels (federal, cantonal, municipal). Elections are as well often combined with referendums. However, the percentage of voters is generally very low, about 20 to 30 percent unless there is an election. The decisions made in referendums tend to be conservative. Citizens' initiatives are usually not passed. Even referendums on tax cuts are often not passed. The federal rule and referendums have been used in Switzerland since 1848.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2007 | 10:57
HAHAHA - er þetta brandari?
Það er dálítið fyndið að þetta skuli vera raunin þegar á síðasta kjörtímabili kom fram augljós andstaða allra flokka, nema VG við þjóðaratkvæðagreiðslu um stór og mikilvæg mál. VG gerði ítrekaðar tilraunir til að leggja til að fólkið í landinu fengi þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúka, en allir flokkarnir greiddu atkvæði gegn því. Mér skilst reyndar að Þórunn Sveinbjarnar í samfó hafi verið hlynnt því.
Vissulega eru þjóðaratkvæðagreiðslur mjög mikilvægar í lýðræðisríkjum, en ekki eru allir stjórnmálaflokkar jafn hlynntir slíku beinu lýðræði og aðhaldi við sjálfa sig.
Þetta er reyndar ein aðalástæða þess að ég ákvað að fara út í pólitík ... mig langar til að hjálpa til við að koma á mun lýðræðislegra kerfi en nú er við lýði hér á landi. Ég hef miklar áhyggjur af lýðræðinu í þessu landi og ég tel að fólk eigi að geta haft mun meiri áhrif á stjórnvöld. Ég tel engan veginn að nokkrir einstaklingar á þingi eigi að taka ALLAR ákvarðanir fyrir fólk - það þarf að færa meira vald til fólksins í stórum málum.
Sammála um gildi þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.4.2012 kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
22.4.2007 | 09:50
Af hverju ekki færri og stærri kannanir?
Ég skil ekki hvers vegna er endalaust verið að gera svona litlar skoðanakannanir... það er augljóst að þetta er minna marktækt eftir því sem færri taka þátt. Manni fyndist nú eðlilegra að hafa bara færri kannanir en spyrja fleiri - hafa úrtakið 2000-2500 manns þannig að svörin myndu kannski ná yfir 1500.
Ég vona svo sannarlega að VG nái allavega upp í 20% ef ekki meira... en það er enn svolítið í land með það. Í kraganum er auðvitað líka æskilegt að ná inn 3 þingmönnum ... en þó finnst mér algerlega frábært að Ögmundur og Lilja skuli vera nokkuð örugg inn.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.4.2007 | 15:41
Græna framtíð VG - sjálfbær þróun
Í gær var ég viðstödd kynningu á framtíðarstefnu okkar Vinstri grænna um sjálfbæra þróun sem nær yfir samfélagið í heild sinni. Kolbrún Halldórsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Álfheiður Ingadóttir kynntu nýtt rit VG um sjálfbæra þróun
Sjálfbær er sú þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.
Hvet ykkur til að kynna ykkur þetta frábæra rit sem unnið var á lýðræðislegan hátt í flokknum með hjálp fjölda félaga í VG um allt land. Ritið er heildstæð stefnumótun um náttúruvernd og umhverfismál á Íslandi út frá sjálfbærri þróun og þar má sjá stefnumótun til framtíðar sem varðar loftlagsmál, orkustefnu og orkunýtinu, vatnsauðlindina, líffræðilega fjölbreytni, náttúru og landslag, hafsbotn, jarðvegsvernd, landnýtingu, víðerni landsins, ferðaþjónustu, umhverfismennt, samgöngur, mengun, neyslu, framleiðslu, náttúrusiðfræði og stjórnsýslu umhverfismála.
VG vil breyta stjórnsýslunni þannig að umhverfis- ráðuneytið fái meiri sess og sé það ráðuneyti sem fer með rannsóknir á lífríki og landi, sem og nýtingar- möguleikum þegar búið er að ákveða hvað á að friða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2007 | 12:25
Árangur Svía með vændið
Hef velt fyrir mér treganum hjá sumum til að viðurkenna vændi sem ofbeldi og misnotkun á konum. Vissulega eru karlar og börn líka seld í vændi... en meirihlutinn er þó konur.
Hef velt fyrir mér hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn starfar trekk í trekk gegn vilja fólksins í landinu? Um 84% íslendinga vilja að vændi sé ólöglegt og er ég sannfærð um að vilji er fyrir því á Íslandi í dag að fara hina svokölluðu sænsku leið.
Svíar voru frumkvöðlar á því sviði að viðurkenna að vændi er hluti af hinu meingallaða kúgandi kynjakerfi sem við búum við í heiminum í dag. Þeir fóru þá leið með um helming kvenna á þingi að viðurkenna að vændi er ofbeldi og misnotkun á konum þrátt fyrir að vændi sé jú "ein af elstu starfsgreinum heims". Ef fólk ætlar að nota slíka rökleysu til að réttlæta vændi og það óréttlæti sem viðgengst í heiminum þá tel ég það vera reginmistök í þeirri tilraun okkar að vilja betrumbæta þennan heim. Eins mætti henda fram þeirri rökleysu þegar þrælahald var bannað að það væri nú bara ein af elstu og viðurkenndustu leiðum hvíta mannsins til að láta hagkerfið ganga - en ef við viljum heim án mannréttindabrota og svívirðinga eins einstaklings yfir á annan erum við á hrikalegri niðurleið.
Það skiptir máli hvernig skilaboð við sendum út til almennings, til barna okkar um konur. Það skiptir máli að viðurkenna rétt kvenna til eigin líkama og að viðurkenna að vændi og niðurlægjandi og ofbeldishneigt klám er einfaldlega ofbeldi.
Sweden's Groundbreaking 1999 Legislation
In 1999, after years of research and study, Sweden passed legislation that a) criminalizes the buying of sex, and b) decriminalizes the selling of sex. The novel rationale behind this legislation is clearly stated in the government's literature on the law:
"In Sweden prostitution is regarded as an aspect of male violence against women and children. It is officially acknowledged as a form of exploitation of women and children and constitutes a significant social problem... gender equality will remain unattainable so long as men buy, sell and exploit women and children by prostituting them."
In just five years Sweden has dramatically reduced the number of its women in prostitution. In the capital city of Stockholm the number of women in street prostitution has been reduced by two thirds, and the number of johns has been reduced by 80%. There are other major Swedish cities where street prostitution has all but disappeared. Gone too, for the most part, are the renowned Swedish brothels and massage parlors which proliferated during the last three decades of the twentieth century when prostitution in Sweden was legal.
In addition, the number of foreign women now being trafficked into Sweden for sex is nil. The Swedish government estimates that in the last few years only 200 to 400 women and girls have been annually sex trafficked into Sweden, a figure that's negligible compared to the 15,000 to 17,000 females yearly sex trafficked into neighboring Finland. No other country, nor any other social experiment, has come anywhere near Sweden's promising results.
Grein um árangur sænsku leiðarinnar
Bloggar | Breytt 12.4.2007 kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
8.4.2007 | 10:53
Gleðilega páska
Mig langar að óska lesendum mínum og vinum og vandamönnum fjær og nær Gleðilegra páska.
Gúffið nú í ykkur páskaeggin með börnunum og njótið þess að vera í fríi
Pólitísk umræða á mínu bloggi fer í frí fram yfir páska ...en ég bendi fólki á holla lesningu um
óheiðarlega kosningaloforðapólitík
samstöðu vinstri flokkanna (þó ég sé reyndar ekki endilega hrifin af að vinstrið fari í stjórn með XD)
misrétti í einkavæddri almannaþjónustu og
hugmyndafræðilegt frelsi innan menntakerfisins, án skólagjalda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 20:45
Meirihluti þjóðarinnar vill stóriðjustopp
Jæja, loksins fékk ég það staðfest sem mig grunaði, meirihluti þjóðarinnar vill stóriðjustopp, rétt eins og við Vinstri græn teljum skynsamlegast í stöðunni núna. Það virðist vera að flestir átti sig á að í þessu máli er það skynsamleg og ábyrg afstaða að stöðva stóriðju. Það er nóg komið í bili og nú þurfum við að vera varkár að festast ekki í hjólförum sem erfitt er að komast upp úr, stóriðju/álvershjólförum sem eru að verða dýpri og dýpri hjá vissum hluta þessarar þjóðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.4.2007 | 18:24
Náungakærleikur á götunni?
Hvað getum við gert þegar systur okkar lenda í þeim aðstæðum að ánetjast eiturlyfjum og enda með að búa á götunni og vera seldar í vændi? Hvað getum við gert í alvöru?
Í gærkveldi sat ég á feministahitti þar sem Eva Lind sagði okkur sögu sína og skýrði aðstæður heimilislausra kvenna. Við eigum það til að líta okkur fjær, einblína á stóru vandamálin úti í hinum stóra heimi... en hvað gerum við við því að stóru vandamálin fyrirfinnast líka hér á litla Íslandi?
Hvernig bregðumst við við heimilislausum á götum Reykjavíkurborgar? Lítum við undan?... lítum við á fólk með fordómum? ... forðumst við að mæta þeim? sýnum við þeim sömu virðingu og öllum öðrum? ... stoppum við jafnvel og spjöllum? ... það skiptir máli.
Hvernig líður þér að vita af því að konur sem lenda í slíkum aðstæðum hafa um þrennt að velja þegar þær fara að skulda dílernum sínum :
1. Vera lamin til óbóta
2. Stunda þjófnað um tíma
3. Vera þvinguð í vændi
Ég óska að sjálfsögðu engum að ánetjast eiturlyfjum þannig að líf þeirra endi í slíkum öngstrætum og vissulega langar mig til að verða að einhverju liði ef ég mögulega get það. Hvað get ég gert? Eva Lind benti okkur á það að þær meðferðir sem eru í boði þurfa að vera sérsniðnar að þeim sem svo langt eru leiddir að vera á þessum stað í lífinu. Þær eiga ekki samleið með mörgum öðrum alkóhólistum. Það þurfa að vera úrræði eins og til dæmis Konukot, en þyrfti að vera opið allan sólarhringinn og þar þyrfti að vera fólk að vinna sem getur skilið aðstæður þessarra kvenna, eða í það minnsta sýnt þeim skilning, virðingu og hlýju. Eva Lind benti okkur á að mikilvægt er að sýna fólkinu virðingu og náungakærleik - það getur gert kraftaverk, eða gerði það allavega fyrir hana þegar hún var að ná sér uppúr sínu öngstræti eftir margra ára neyslu og veru á götunni.
Vinkonur mínar hafa einnig bloggað um þetta kvöld og færslur þeirra má sjá hér:
Þetta var gott og gagnlegt kvöld sem skilur eftir mikil hugarbrot og samkennd. Mér líður ákaflega illa að vita af slíkum veruleika á götum Reykjavíkur og ég vildi svo gjarnan geta hjálpað. Mér finnst agalegt að vita af því að kona sem kemur inn af götunni á Neyðarmóttöku eftir nauðgun er skoðuð en ekki boðin sálfræðiþjónusta eins og konunni sem situr við hlið hennar og er hrein og vel til fara. Mér finnst alger viðbjóður að vita af því að konur séu beittar miklum misþyrmingum, læstar inni í litlum kompum og seldar í vændi og hópnauðgað á leikvöllum í Reykjavíkurborg.
Það er eitthvað mikið að karlmönnum sem gera svona hluti.
Þeim þarf líka að hjálpa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2007 | 15:46
Bleik smiðja í kvöld
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 14:37
Stóriðjustopp er skynsemi
Líkur á mjúkri lendingu efnahagslífsins aukast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs