Leita í fréttum mbl.is

LOKSINS LOKSINS!

Það hefur verið augljóst fyrir alla þá sem lesa lögin að hér var um ólöglega gjörninga að ræða ... en hingað til hafði dómari ekki kjark til að dæma eftir lögunum. Núna hefur dómari, sem er btw kvenkyns, fylgt laganna bókstaf og dæmt eftir þeim, svona rétt eins og dómurum ber að gera - en spurning hvort dómarar í hæstarétti munu vernda auðvaldið í landinu og dæma Lýsingu í vil? Eins kannski rétt að spyrja hvort konur muni koma sterkari út í endurskipulagningu okkar samfélags heldur en karlar? Munu þær vernda réttlætið, standa upp og vera burðarstöngin í prinsippmálum?        

Við skulum nú rétt vona að dómarar landsins sjái sóma sinn í að fara eftir laganna bókstaf í þessum málum, enda fáránlegt hvernig farið er með fólk/viðskiptavinina í þessum málum.


mbl.is Gengislánin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll

Það er bráðnauðsynlegt að setja tafarlaust þak á verðbætur svo heimilin verði ekki fyrir frekara tjóni vegna skattahækkana og verðhækkana á sama tíma og þau verða fyrir tekju- og kaupmáttarskerðingu

Að sjálfsögðu munu fjármagnseigendur mótmæla því eins og fíkill sem missir fíkniefnið sitt, en þegar meðferðinni verður lokið, þá munu fjármagnseigendur átta sig á því að allir eru betur komnir án verðtryggingarinnar.

Áttið ykkur á réttlátum og sanngjörnum kröfum Hagsmunasamtaka heimilanna

Kröfurnar eru skýrar og framkvæmanlegar;

    1.      Tímasetta áætlun stjórnvalda um AFNÁM VERÐTRYGGINGAR lána hið fyrsta og vaxtaokur verði aflagt.

    2.      Réttlátar leiðréttingar höduðstóla lána

    3.      Lán með viðmiðun við gengi erlendra gjaldmiðla verði leiðrétt og yfirfærð í íslenskar krónur frá lántökudegi á gengi þess tíma.

    4.      Verðtryggð húsnæðislán leiðréttist þannig að verðbætur verði að hámarki 4% á ári frá 1.1.'08.

    5.      Lög um að ekki verði gengið lengra í innheimtu veðlána en að leysa til sín veðsetta eign.

    6.      Lög um að við uppgjör skuldar fyrnist eftirstöðvar innan 5 ára og verði ekki endurvakin.

 

Mættu á kröfufund á Austurvelli kl. 15 á laugardaginn 19. desember, sá síðasti fyrir áramótin;

Dagskrá  fundarins er á þessa leið;

Ellen Kristjáns býður gesti velkomna með söng

Bjarki Steingrímsson fyrrum varaformaður VR með framsögu

Kristján Hreinsson les ljóð

Aldís Baldvinsdóttir úr greiðsluverkfallsstjórn HH með framsögu

Kvenna- og stúlknakór Margrétar Pálmadóttur syngja jólalög í lok fundar

Boðið verður upp á heitt kakó - mætið endilega með fjölskylduna ;)

 


mbl.is Hærri skattar hækka lánin um 13,4 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland vilja enn á ný boða til kröfufundar á Austurvelli næstkomandi laugardag kl. 15 til að mótmæla tregðu stjórnvalda og aðgerðarleysi varðandi lánakjör heimilanna.
Samtökin hafa nú þrýst á stjórnvöld allt þetta ár og gert tilraunir til að ná samvinnu með þeim til að leiðrétta stökkbreyttan höfuðstól lána og setja þak á frekara tjón, en stjórnvöld fría sig ábyrgð og hafa vísað málum til fjármálafyrirtækjanna. Nú er svo komið að bankarnir bjóða upp á blekkingarleik, auglýsa leiðréttingar á höfuðstól sem síðan sannast að hafa í för með sér hærri vexti og í flestum tilfellum litlar sem engar leiðréttingar, þegar á heildina er  litið.

Það er kominn tími til að stjórnvöld bregðist við kröfum samtakanna um réttlátar og sanngjarnar leiðréttingar, bremsu á frekara tjón og tímasetta áætlun um afnám verðtryggingar hið allra fyrsta.
Það gengur ekki lengur að hunsa kröfur fólksins í landinu, sérstaklega ekki í ljósi þess að á fundi HH með AGS kom fram að sjóðurinn telur afslætti á lánasöfnum bankanna eiga að ganga áfram
að fullu til lántaka. 

Á þessum síðasta kröfufundi fyrir jólin mun Bjarki Steingrímsson flytja ræðu, Kristján Hreinsson flytur ljóð og Ellen Kristjánsdóttir syngur. Í lok fundarinns munu konur úr kórum undir dyggri stjórn Margrétar Pálmadóttur syngja alla nærstadda inn í jólin með fallegum jólalögum og
óska öllum landsmönnum jóla-og áramótafriðar.

Kröfufundir munu hefjast á nýjan leik 9. Janúar hafi stjórnvöld ekki boðað frekari samræmdar aðgerðir til að bæta skuldastöðu heimilanna.

 


Heimilin eru ekki afgangsstærð

Kjarabarátta 21. aldarinnar snýst um lánakjör, í henni er
greiðsluverkfallið vopn fólksins rétt eins og vinnuverkföllin eru vopn
verkalýðsbaráttunnar. Til þess að knýja á um breytingar þarf að
myndast öflugur þrýstingur og hann verður einungis til með samstöðu
fólksins.

Kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna eru skýrar og framkvæmanlegar;

1.  Engar afskriftir - eingöngu réttlátar leiðréttingar

2.  Lán sem hvíla á íbúðarhúsnæði með viðmiðun við gengi erlendra gjaldmiðla verði leiðrétt og     yfirfærð í íslenskar krónur frá lántökudegi á gengi þess tím

3. Verðtryggð húsnæðislán leiðréttist þannig að verðbætur verði að hámarki 4% á ári frá 1.1.'08

4. Lög um að ekki verði gengið lengra í innheimtu veðlána en að leysa til sín veðsetta eign.

5. Lög um að við uppgjör skuldar fyrnist eftirstöðvar innan 5 ára og verði ekki endurvakin.

6. Gerð verði tímasett áætlun um AFNÁM VERÐTRYGGINGAR lána hið fyrsta og vaxtaokur verði aflagt.

 

Heimilin í landinu eru engin afgangsstærð. Þau eru undirstaða þjóðfélagsins og vissulega þess virði að berjast fyrir. Kerfið breytist ekki af sjálfu sér. Þess vegna vilja Hagsmunasamtök heimilanna hvetja alla til að mæta á Austurvöll kl. 15 á laugardaginn og krefjast réttlætis og sanngirni í lánakjörum.


mbl.is Boða til útifundar á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósberar um alla jörð takk

Það er svo gott að vita til þess að það eru virkir ljósberar um allan heim að berjast fyrir góðum málefnum - hvar værum við eiginlega annars?

Á sama tíma og það er fallegt að hafa alla þessa  ljósbera og baráttufólk er það á sama tíma jafn erfitt að hafa þessi erfiðu mál sem þeir berjast fyrir. 

Vildi gjarnan hafa verið þarna, en þurfti að sitja fund annars staðar. 

Mikið væri nú gott að heimurinn færi batnandi


mbl.is Ljósagangan farin af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu langt á ruglið að ganga!?

Er ekki komið yfirdrifið nóg af ruglinu? Ætlar þetta engan enda að taka? Bankarnir (lesist bankastarfsmenn) eru að haga sér algerlega fyrir neðan allar hellur. Ekki nóg með að hafa fjárkúgað almúgann árum saman, heldur ætla þeir enn að ganga lengra í endurskipulagningu fyrirtækjanna... alls staðar kemur klíkan inn að því er virðist.

 

Við þurfum að rísa upp gegn skuldaþrælkun lánastofnana sem hefur viðgengist áratugum saman. Kjarabarátta 21. aldarinnar snýst um lánakjör, í henni er greiðsluverkfallið vopn fólksins rétt eins og vinnuverkföllin eru vopn verkalýðsbaráttunnar. Fólk spyr sig, „af hverju ætti ég að hætta að greiða af lánunum mínum, ég hef alltaf staðið í skilum?" Slíkur hugsunarháttur verður til þess eins að lánastofnanir geta  haldið fólki í skuldaþrælkun. Til þess að knýja á um breytingar þarf að myndast mjög öflugur þrýstingur og hann verður einungis til með samstöðu fólksins.

Ég hvet alla til að skrá sig í Hagsmunasamtök heimilanna. Kröfurnar eru skýrar og framkvæmanlegar;

1.       Engar afskriftir - eingöngu réttlátar leiðréttingar 

2.       Lán sem hvíla á íbúðarhúsnæði með viðmiðun við gengi erlendra gjaldmiðla verði leiðrétt og yfirfærð í íslenskar krónur frá lántökudegi á gengi þess tíma.

3.       Verðtryggð húsnæðislán leiðréttist þannig að verðbætur verði að hámarki 4% á ári frá 1.1.'08.

4.       Lög um að ekki verði gengið lengra í innheimtu veðlána en að leysa til sín veðsetta eign.

5.       Lög um að við uppgjör skuldar fyrnist eftirstöðvar innan 5 ára og verði ekki endurvakin.

6.      Gerð verði tímasett áætlun um AFNÁM VERÐTRYGGINGAR lána hið fyrsta og vaxtaokur verði aflagt.

 

Kerfið breytist ekki af sjálfu sér. Þess vegna vilja Hagsmunasamtök heimilanna hvetja alla til að mæta á Austurvöll kl. 15 á laugardaginn og krefjast réttlætis og sanngirni í lánakjörum.


 


mbl.is Bankar fara ekki að reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!

Hvar er viljinn til þess að standa með fólkinu í landinu? Hvar er viljinn til þess að bæta hagkerfið? Hvar er framtíðarsýnin? Ég kalla á lausnir; Afnám verðtryggingar og lækkun vaxta sem leiðir til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þá lækka skuldir og verðgildi krónunnar styrkist. Kröfur hagsmunasamtaka heimilanna eru úthugsaðar tillögur sem stuðla að styrkingu krónunnar. Tillögurnar eru ekki sniðnar að sérhagsmunum heldur eru þær til góða fyrir allt hagkerfið og fjármálalíf. Fyrir þeim liggja hagfræðileg rök og þær hafa samfélagslegt mikilvægi.

Sýnum samstöðu, tökum öll þátt í lánakjarabaráttu til framtíðar.

Mætum á útifund Hagsmunasamtaka heimilanna á Austurvelli næstkomandi laugardag kl. 15 og krefjumst betri lánakjara og alvöru lausna á skuldavanda heimilanna.


mbl.is Staða heimilanna enn verri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir

Að sjálfsögðu er stór hluti fólks sem kærir sig ekki um að láta lengja í hengingarsnörunni og þykir bara nóg um hvernig nýðst er á því með verðtryggingunni. Það virðist vera að aðvaranir og málflutningur Hagsmunasamtaka heimilanna hafi borist eyrum fólks, en ég hef reyndar trú á því að það séu ennþá mjög margir sem hafa ekki hugmynd um að það hafi þurft að hringja eða skrifa þeim sérstaklega til að afþakka, því greiðslujöfnunin átti að verða sjálfkrafa breyting á lánasamningum. Slíkt þykir mér reyndar mjög vafasamt og velti fyrir mér hvort það myndar mögulega skaðabótaskyldu hjá ríkinu að gera slíkt án undirskriftar frá lántaka. 

Greiðslujöfnunin er svo sem hægt að kalla neyðarúrræði fyrir þá sem eiga alls ekki fyrir afborgunum sínum - en það er engan veginn lausn til frambúðar. Afborganir lækka út kjörtímabil stjórnmálamannanna, en koma síðan til með að hækka og fólk borgar á endanum mun meira fyrir þessa leið en ella. 

Ég vil þó benda þeim á það sem afþökkuðu þessa leið að skrifa lánastofnun sinni eftirfarandi línur;

Ég undirrituð hef ákveðið að afþakka boð um greiðslujöfnun
fasteignaveðlána til einstaklinga samkvæmt nýsamþykktum lögum og
reglugerð þar um. Það hefur nú þegar verið gengið frá því fyrir
mig.

Þrátt fyrir það áskilur undirrituð sér allan rétt til að njóta
sömu fyrirgreiðslu og aðrir lánþegar þegar/ef kemur til
leiðréttingar höfðustóls eða annarra almennra aðgerða í sömu
veru.

 

 VINNUM SAMAN AÐ AFNÁMI BULLSINS SEM FELST Í VÍSITÖLUTENGINUM LÁNA!

OG SVO ER HÚMOR DAGSINS SEM FER EINS OG ELDUR Í SINU UM NETIÐ;

SÍMSVARI OKURBANKANS :)

 

 


mbl.is 47,7% afþökkuðu greiðslujöfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við Mark Flanagan hjá IMF/AGS

Góðan daginn fréttastjórar og Björn Malmquist fréttamaður (sem flutti mrædda frétt 28.10.2009.)
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497794/2009/10/28/0/

Ástæða þess að ég sendi þessar línur er kvöldfréttatími RUV 28.10.
Þar var rætt stuttlega við Mark Flanagan hjá AGS.

Ég gat ekki betur skilið en að hann legði þar sérstaklega áherslu á að nú, eftir að búið er að færa niður lánasöfn bankanna í vitræna stærð, verði að láta þessar afskriftir ganga til venjulegra (mismunandi) skuldara. Ég heyrði hann ekki nefna greiðslubyrgði eða afborganir. Þýðing fréttastofunnar var hins þegar á þá leið að hann væri að tala um "lækkun skulda eða greiðslubyrði". Á þessu tvennu, lækkun skulda og lækkun greiðslubyrði, er
grundvallarmunur að mínu viti. Mark Flanagan sagði ekki orð um greiðslubyrði, hann talaði um "debt relief" sem þýðir í raun lækkun láns sem þýðir á mannamáli lækkun höfuðstóls. Hann er semsagt að segja að þar sem bankarnir hafa fengið afskrifað sín eigin lán gagnvart lánadrottnum sé eðlilegt að bankinn láti þær afskriftir ganga áfram til sinna skuldunauta - eða að það skili sér til "lífvænlegra lántakenda með lækkun skulda".

Sjá einnig gagnrýni á þessa þýðingu fréttarinnar hér;
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/972036/

Ríkisrekinni fréttastofu allra landsmanna ber lagaleg skylda, að ekki sé minnst á siðferðileg skylda, til að gæta hlutleysis í fréttaflutningi.

Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á að í kvöldfréttum í kvöld verði beðist velvirðingar á rangri þýðingu orða Mark Flanagan og það verði að sama skapi leiðrétt eins og rétt skal vera.

Tillaga að leiðréttingu fréttar;
Fréttastofu hefur borist ábending frá Hagsmunasamtökum heimilanna varðandi
ranga þýðingu í viðtali við Mark Flanagan frá því í fréttum í gærkvöldi.
Hagsmunasamtökin fara fram á að þýðing sé leiðrétt þar sem Flanagan talar
um "debt relief" sem þýtt var sem "lækkun skulda eða greiðslubyrði". Það
leiðréttist hér með að Flanagan minntist ekki á lækkun greiðslubyrði, heldur átti hann við að eðlilegt væri að afskriftir bankanna gengu áfram til skuldara/lánþega með lækkun höfuðstóls þeirra eigin útlána.

F.h. Hagsmunasamtaka heimilanna
Andrea Ólafs.


Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta

Ný könnun Capacent Gallup sýnir okkur það að Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari meirihluta þjóðarinnar. Rúm 80% vilja verðtryggingu burt fyrir fullt og allt og 75% styður almenna leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstól gengis- og verðtryggðra lána.

Fólkið kallar og nú er það stjórnarinnar að bregðast við!

Sjá einnig frétt um málið á stöð 2 í kvöld

 


mbl.is Ná ekki endum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband