Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Guðfríður Lilja flottust á Alþingi!

Í gær hélt forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnarinnar. Guðfríður Lilja sló honum hins vegar algerlega út og benti honum réttilega á það að hæglega hefði verið hægt að byrja jafnréttisstefnu nýrrar ríkisstjórnar í eigin ranni, jafnvel hægri öfl í Frakklandi raða kynjum jafnt í ráðherrastóla. Einnig benti hún á að kynbundinn launamunur er brot á lögum og stjórnarskrá, en samt stefnir ný stjórn einungis að því að minnka þennan brotlega launamun... af hverju er ekki stefnt að því að EYÐA honum með öllu??? Það hefði manni nú þótt aðeins metnaðarfyllra.

Að sama skapi segi ég að mér finnst alls ekki nægilega skýrt ennþá hver er stefna Samfylkingar og nýrrar ríkisstjórnar í náttúruverndarmálum. Mér fannst þó Þórunn Sveinbjarnardóttir nokkuð góð og ég treysti henni persónulega... en þótt hún vilji vel og muni gera sitt besta er ekki víst að henni takist að stöðva álversáform í Helguvík og Húsavík þrátt fyrir að þau séu engan veginn komin of langt á veg. Vonandi gerir hún, ásamt Össuri, allt sem í þeirra valdi stendur til þess að orkan fyrir norðan verði notuð í annað en álver - en að þar verði samt atvinnusköpun innan fárra ára. 

Spennandi verður að sjá hvort velferðarmálefnin ná fram að ganga og hvort XD hverfur af braut einkavæðingar almenningseigna eins og Landsvirkjunar. 

Hér má sjá ræðu forsætisráðherra og Guðfríður Lilja er þarna í lokin, þegar um 1/5 er eftir af þættinum 


« Fyrri síða

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband