Leita í fréttum mbl.is

Fréttastofa RÚV hlutdrćg međ ólíkindum

Ég hélt mig svolítiđ í hlé frá bloggheiminum eftir áramótin ţví ég ţurfti ađeins ađ jafna mig eftir svik fréttastofu RÚV viđ almenning í landinu. Ein meginskylda Ríkisútvarpsins skv. lögum er ađ ţađ skal gćta fyllstu óhlutdrćgni í frásögn, túlkun og dagskrárgerđ. Hlutleysiđ eđa óhlutdrćgnin er greinilega ekki til stađar í hvívetna og í áramótafréttaannál RÚV kom í ljós alger ţöggun og skýr afstađa fréttastofu (eđa ţeirra starfsmanna sem tóku saman efniđ í annálinn) međ stóriđjustefnu ríkisstjórnarinnar. Ég velti ţví fyrir mér í framhaldinu hvort fréttastofa RÚV sé í raun og veru búin ađ lýsa sig vanhćfa í ađ flytja fréttir um allt er varđar stóriđju? Svona rétt eins og fréttastofan dćmdi Ómar Ragnarsson úr leik frá öllum fréttaflutningi um umhverfismál ţegar hann tók opinberlega afstöđu gegn stóriđjustefnunni og frekari álvćđingu. Ómar bloggar nú  um virkjanafíkn íslendinga, kíkiđ endilega á síđuna hans.

Blessađa kryddsíldin á Stöđ 2 var ágćt ađ sumu leyti, en ţar fannst mér leiđinlegt ađ sjá ađ Stöđ 2 hafi ekki haft smávegis smekkvísi í vali á styrktarađila. Í einni andrá var Ómar heiđrađur sem mađur ársins, en í nćstu andrá fékk mađur framan í sig auglýsingu frá Alcan, og ţađ í hverju auglýsingahléi. Ţađ var semsagt Alcan sem studdi útsendingu ţáttarins. Ađ mínu mati hefđi fréttafólk á Stöđ 2 átt ađ velja eitthvađ ađeins minna pólitískt fyrirbćri til ađ styrkja ţáttinn ţetta áriđ og alveg hćgt ađ spyrja sig hvort fréttastofan hafi ţar međ gert sjálfa sig nokkuđ tortryggilegan flytjenda frétta af virkjanamálum međ ţessu.

Mestu vonbrigđi mín beinast hins vegar ađ hinum "hlutlausa" sjónvarpsmiđli landsmanna allra, RÚV, sem kaus ađ sýna ađeins mjög lítiđ brot af ţeim mótmćlum sem virkjanamálin hafa kallađ fram hjá ţjóđinni á árinu - og ţađ á einu mesta mótmćlaári í sögu landsins! Vart hafa sést önnur eins og margmenn mótmćli í sögu lýđveldisins, nema ţá á Kvennafrídeginum og gagnvart hernum - en friđsamleg mótmćli ţúsunda og tugţúsunda íslendinga á árinu fannst fréttastofunni ekki fréttnćm. Í annálnum valdi Rúv ađ sýna mjög skýrt fram á hlutdrćgni sína í fréttamati og flutningi. Ţađ sem sýnt var af mótmćlum var kallađ "brambolt" á Kárahnúkasvćđinu og tekiđ fram ađ mótmćlendur hefđu hlotiđ fangelsisdóma og sektir. Sýnt var frá ţví er Húsvíkingar (innan viđ 50 manns) héldu "álvöku" og fögnuđu og lýstu yfir stuđningi viđ álversframkvćmdir á Húsavík - en fréttastofan lét liggja milli hluta ađ sýna mótvćgiđ sem kom stuttu síđar, sem var "Ál-andvaka" sem haldin var af Húsvíkingum ásamt Reykvíkingum á höfuđborgarsvćđinu og var í ţađ minnsta jafn fjölmenn og álvakan á Húsavík. Í fréttinni um Kárahnúka töluđu starfsmenn Landsvirkjunar um "stćrstu virkjun hér á landi", "stćrsta fallvegginn", "lengstu borgöngin" o.s.frv, og risavaxiđ Hálslón var sýnt fagurhvítt undir snjóţekju eins og jólakort. Ekkert var talađ um stórtónleikana í Laugardalshöll sem mörg ţúsund manns sóttu og ekki var minnst einu orđi á göngu Íslandsvina á kosningadag. Ég hugsađi ţví međ mér ađ líklega hefđu ţeir bara ákveđiđ ađ sýna opinberun Ómars Ragnarssonar sem var kosinn mađur ársins af ţjóđinni og fleirum, gönguna miklu sem hann efndi til og fylgikálf Morgunblađsins sem hann lét prenta á eigin kostnađ. EN - NEI - ţađ var ekki einu orđi minnst á gönguna hans Ómars, ţar sem um 11-15.000 manns tóku loks af skariđ og lýstu yfir óánćgju sinni og andstöđu viđ stóriđjustefnuna, ásamt Ómari, Vigdísi og Andra Snć, sem leiddu gönguna.  

Ef einhver man ţetta betur eđa telur sig geta leiđrétt, ţá er ţađ alveg Guđvelkomiđ, ţví ţađ vćri frábćrt ef ţetta vćri allt saman bara bull í mér og ég myndi miklu frekar sćtta mig viđ ađ ég hafi haft móđu fyrir augunum eđa eitthvađ slíkt heldur en ađ ţetta sé rétt. En ég tel mig ţó hafa tekiđ ótrúlega vel eftir á međan á annálnum stóđ ţví ég var alltaf ađ bíđa eftir ađ ţeir sýndu alla söguna - međ mótmćlum og međmćlum ţúsunda íslendinga. 

Ţessi ţöggun er ţó alveg í takt viđ fréttaflutning af Íslandsvinagöngunni og Ómarsgöngunni á sínum tíma, en varast var ađ segja frá ţví ţegar ţćr voru í undirbúningi og fréttastofan flutti fyrst fréttir af Ómarsgöngunni ţegar hún var hafin, líklega til ađ tryggja ađ fćrri kćmu - ađ ekki sé minnst á ţöggunina sem átti sér stađ á kosningadag ţegar Íslandsvinir gengu saman, um 2-3000 manns. Ţá ákvađ fréttastofan "hlutlausa" ađ sýna ekki fréttina fyrr en kvöldiđ eftir (sem ţó var tekin upp um miđjan dag og var tilbúin til útsendingar). Ćtli efniđ hafi ţótt of eldfimt á kosningadag? Ársannáll RÚV stađfesti enn á ný grun manns um ţessa ţöggun á fréttastofu allra landsmanna. Mađur veltir ţví fyrir sér hvort ţađ hafi veriđ fréttamennirnir sem sáu um annálinn eđa ađrir yfirmenn sem lögđu  línurnar? 

Já ég verđ ađ viđurkenna ađ ég varđ fyrir verulegum vonbrigđum yfir ţöggun og fréttaflutningi RÚV, sem á ađ gćta fyllstu óhlutdrćgni í frásögn, túlkun og dagskrárgerđ. 

Ţađ hefđi aldeilis ţótt markvert og fréttnćmt ef milljónir manna hefđu fariđ á götur út til ađ mótmćla í Englandi eđa USA – en ef fjöldinn er borinn saman viđ t.d. USA eđa Stóra-Bretland eru ţessar tölur eru sambćrilegar viđ :
Íslandsvinaganga á kosningadag ca 1% ţjóđarinnar = 3 milljón manns í USA
Ómarsgangan ef 11 ţús manns = 11 milljónir í USA eđa ef ţađ voru 15ţús manns = 15 milljónir manns í USA. Um 60 milljónir búa í
UK og ţar hefđi ţví ţurft 2,2 - 3 milljónir manna til ađ ţađ vćri sambćrilegt 

Hver eru skilabođ RÚV međ ţessu?   :
"Rúv styđur stóriđjustefnuna" ?
"RÚV ţykir margţúsundamótmćli á árinu ekki fréttnćm"?
"Hafiđi hljótt um skođanir ykkar á stćrstu framkvćmdum og stćrstu náttúruspjöllum Íslandsögunnar"!? 

Vissulega voru skýr hlutdrćg skilabođ sem fylgdu slíku fréttamati. En ţar sem ég er ađ halda af stađ inn í nýtt ár - ár ljóssins - ţá ćtla ég ekki ađ leyfa reiđi ađ ná neinum tökum á mér. Ég ćtla frekar ađ vonast til ađ RÚV geri ekki slík mistök í framtíđinni og gćti framvegis fyllsta hlutleysis í öllum fréttaflutningi sínum, sérstaklega af stóriđjumálum og auđvitađ vonast ég eftir hlutleysi í öllu  fréttamati almennt. Ég vonast líka til ađ starfsfólk fréttastofunnar fari ađ lögum í framtíđinni og gćti fyllstu óhlutdrćgni í frásögn og túlkun frétta. 

Ég ćtla samt miklu frekar ađ einbeita mér ađ ţví ađ hugsa um ljósiđ sem er framundan, ljósiđ sem getur fćrt okkur virđingu fyrir bćđi fólki og náttúru, jafnrétti kynjanna og réttlátari heim. Ég vonast til ađ litla Ísland geti náđ árangri í ađ byggja réttlátara og virđingarfyllra samfélag međ nýrri stjórn í vor.  Smile


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Ţađ var nú međ ólíkindum hvađ Ómar komst lengi upp međ ađ segja "fréttir" af Kárahnjúkum.  Ţađ kom nú vćntanlega engum á óvart hvađa skođun Ómar hafđi á ţessu og hafđi sagt okkur í ótal fréttatímum, sem hlutlaust fréttamennska af Kárahnjúkum.

TómasHa, 16.1.2007 kl. 14:50

2 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Ómar passađi ţó alltaf upp á ađ sýna báđar hliđar málsins kćri Tómas. Ţađ gerđi hann alla tíđ ţrátt fyrir ást sína á landinu sem ţar var í húfi.

Andrea J. Ólafsdóttir, 16.1.2007 kl. 14:54

3 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Finnst ţér í alvöru ađ stöđ 2 eigi ađ velja styrktarađila.  Hver á ţá ađ vera kriterían?  Eigum viđ ađ skipta fyrirtćkjum hér á landi upp í góđ og vond fyrirtćki og góđu fyrirtćkin mega ţá bara kosta dagskráliđi?  meiga ţau vondu ţá auglýsa bara yfir höfuđ?  Ţú segir ađ stöđ 2 hefđi átt ađ velja "minna polítískt fyrirtćki" Hvert er eiginlega viđmiđ fyrir ţví ađ fyrirtćki sé polítíkst? Og hversu politíkst má ţađ vera til ađ kosta dagskráliđi sem ţennan?  Mátti ţá ekki Baugur og fyrirtćki Baugs kosta Síldina?  Ţađ hlýtur ađ vera "politískt fyrirtćki" eins og Alcan.

Hafrún Kristjánsdóttir, 16.1.2007 kl. 15:07

4 identicon

Stöð 2 velur styrktaraðila, hvort sem mér finnst eitthvað um það eður ei. Við getum varla verið orðin það ameríkaniseruð að við áttum okkur ekki á hvernig stórfyrirtækin hafa völd til að lita umræðuna? Ég myndi nú eiginlega frekar segja að í slíkum þáttum, þar sem pólitík og þjóðmál eru rædd, ætti enginn styrktaraðili að vera. Það er nefnilega allt annað mál hvort fyrirtæki er gert hátt undir höfði í hléum með því að vera sem styrktaraðili, eða hvort um almennar auglýsingar sé að ræða. Það ætti ekki að þurfa neinn einn styrktaraðila og þar með verða svona tengingar inn í fjölmiðlana ekki eins áberandi. Þætti þér eðlilegt að Kastljósið og Fréttirnar okkar hefðu styrktaraðila eins og Baug eða stórfyrirtæki á landinu? Nei, það þætti mér engan veginn - og þykir ekki heldur eðlilegt á fréttastofu stöðvar 2. 

Andrea Ólafs. (IP-tala skráđ) 16.1.2007 kl. 15:28

5 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Fréttinar okkar hafa styrktarađlila.  Baugur borgar allar ţćr fréttir sem skrifađar eru í Fréttablađinu svo dćmi sé nefnt.  Finnst ekki eđlilegt ađ Kastljós né fréttir á RUV séu međ styrktarađila, ţar sem um ríkisfyrirtćki er rćđa.  Hef reyndar ţá skođun ađ RUV eigi ekki ađ vera á auglýsingamarkađi.

Ég treysti ţeim sem stjórna ţáttum á borđ viđ kryddsíld og Silfur Egils ađ láta styrktarađila hafa áhrif á umfjöllunina.  Hef aldrei orđiđ vör viđ ađ svo hafi veriđ.

Annars ţýđir ţađ ađ kosta ţátt - vera stykrarađili bara ţađ ađ fá vissan auglysingatíma á međan ţátturinn er.  Kostun er bara auglýsing.

Hafrún Kristjánsdóttir, 16.1.2007 kl. 15:39

6 identicon

Ţađ er merkilegt ađ lesa pistil ţinn Andrea og velta ţví fyrir sér hve misjafnlega fólk túlkar hlutina.  Mín skođun hefur nefnilega alltaf veriđ sú ađ fréttastofa RUV hafi veriđ hlutdrćg í fréttum af virkjunum, stóriđjuframkvćmdum og svo mótmćlum gegn ţeim. En bara alveg ţveröfugt viđ ţig finnst mér fréttastofa RUV hafa haldiđ uppi stöđugum áróđri gegn framkvćmdunum og ţá međ mótmćlendunum.  Miđađ viđ hvernig viđ túlkum ţetta hvort í sína áttina,  er RUV líklega algerlega hlutlaust í sínum fréttaflutningi.

Friđrik VI (IP-tala skráđ) 16.1.2007 kl. 16:32

7 identicon

Báđar stóru fréttastofurnar hafa hampađ mótmćlendum og ţeirra sjónarmiđum allt síđasta ár.  Nóg var ađ 1 til 10 upplýstu ţessa stóru um ađ til stćđi ađ "reka" viđ ţá voru ţćr mćttar til ađ endursegja vitleysuna og rangfćrslurnar frá viđkomandi mótmćlanda.  Hafi einhver fréttamađur misnotađ fréttastofur í ţágu eigin skođana ţá er ţađ blessađur kallinn hann Ómar.  Kaup á kaffi í kaffihúsum á 101 Reykjavík halda ekki uppi velmegun ţjóđarinnar nér kosta langskólagöngu ţessa sama fólks.  Ef ţiđ kćru andstćđingar framfara viljiđ fara aftur í moldarkofana ţá er nóg af ţeim í afríku og víđar.  Bless...

Val (IP-tala skráđ) 17.1.2007 kl. 10:11

8 Smámynd: Eiđur Ragnarsson

Ţetta var nokkuđ skemmtileg lesning, sérstaklega vegna ţess ađ ţeim ţögla meirihluta sem eru međ ţessum framkvćmdum, finnst einmitt Rúv ekki standa sig og ađ andstćđingum framkvćmda sé of mikiđ vćgi gefiđ.

Ţađ er greinilegt ađ fjallađ er of mikiđ eđa lítiđ um bćđi sjónarmiđin.. Ţađ fer bara eftir ţví hver horfir á hver niđurstađan er.

Eiđur Ragnarsson, 20.1.2007 kl. 19:22

9 Smámynd: Eiđur Ragnarsson

Gleymdi bara einu atriđi...   Er ţađ virkilega stađföst trú ţín ađ allir ţeir sem mćttu á ţá tónleika sem ţú mintist á hafi veriđ á móti framkvćmdum???

Ég veit um fjölda manns sem mćttu og eru eldheitir framkvćmdarsinnar, og eflaust hefur stór hluti ţeirra sem ţarna mćttu veriđ međ, stór hluti veriđ alveg sama og ţá eru bara andstćđingar eftir og spurningin hversu margir voru ţeir.

Eiđur Ragnarsson, 20.1.2007 kl. 19:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband