18.11.2008 | 09:07
Leynikröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Látum ekki blekkjast!
Ég vil vekja athygli ykkar á eftirfarandi pósti sem ég fékk í dag. Vakin er athygli á spillingu innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - þeir ásælast auðlindir annarra þjóða með leyniákvæðum í gegnum hina svokölluðu "neyðaraðstoð" sem löndin eiga erfitt með að afþakka. Um þessi leyniákvæði fáum við líklegast ekkert að vita fyrr en eftir áratugi þegar upp kemst og við höfum misst frá okkur landið. Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunahafi var rekinn frá World bank fyrir að vekja athygli á "hinum raunverulega árangri" sem sjóðurinn hefur náð.
Íslendingar vaknið - Spilling innan IMF
Hér að neðan má finna nokkrar áhugaverðar en jafnframt óþægilegarstaðreyndir um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem ríkisstjórn Íslands og Seðlabankinn leitar nú á náðir hjá.Það er almennur misskilningur að IMF (Aljóða gjaldeyrissjóðurinn) ségóðgerðastofnun. Hinar svokölluðu "hjálparaðgerðir" IMF hafa á síðustu árumverið harðlega gagnrýndar um allan heim.
Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, starfaði sem framkvæmdastjóri IMF (Alþjóðabankans á þetta að vera - world bank) á árunum 1997-2000 en var svo rekinn úr starfi fyrir að tjá sig opinberlega um hinn "raunverulega árangur" IMF. Hann benti á þá staðreynd að flest ríki sem þiggja aðstoð IMF enda í mun verri stöðu en áður. Efnahagskerfin hrynja algjörlega, ríkisstjórnir splundrast ogríkisvaldið minnkar og oftar en ekki endar allt í hörðum átökum ogglundroða. Fyrir það að benda á þessa alkunnu staðreynd var hann rekinn.Það er staðreynd að ríki sem eru í efnahagslegum vandræðum þola sjaldan þauskilyrði sem IMF setur fyrir lánveitingum sínum. Hækkun skatta og harðurniðurskurður í mennta- og heilbrigðiskerfum fer illa með fólk í viðkomandilöndum. Kröfur um opnun markaða eyðilegga alla innlenda framleiðslu oglandbúnað. Strangar kröfur um einkavæðingu veita svo náðarhöggið því helstunauðsynjar og þjónusta hækka upp úr öllu valdi.
Suður Ameríka er gott dæmi um þá hörmungarslóð sem IMF hefur skilið eftirsig. Mörg lönd þar hafa misst öll auðæfi sín í hendur erlendra einkaðila,aðallega bandarískra og breskra stórfyrirtækja sem kúga þegna landana meðgríðarlegum hækkunum á t.d. gasi, olíu og jafnvel drykkjarvatni. Þar á meðaleru lönd eins og Argentína, Bólivía, Brazilía, Chile, Paraguay og ElSalvador. Sömu sögu er að segja í Indónesíu og nokkrum Afríkuríkjum.Eftir slíkar aðfarir er skiljanlegt að almenningur rísi upp með hörðummótmælum og uppþotum gegn ríkisstjórnum landana, sem frá upphafi voru ívonlausri stöðu. Efnahagurinn hrynur aftur og landið þarf að afsala sér ennfrekari réttindum og auðæfum til IMF.
Argentína er eitt ljótasta dæmið um þessa meðferð IMF. Þar varð á endanum efnahagslegt stórslys eftir aðkomu IMF og gjörsamlega allar auðlindir landsins voru seldar erlendum stórfyrirtækjum eins og British Petrolium ogEnron. Jafnvel vatnsveitukerfin voru einkavædd og stór hluti höfuðborgarinnar Buenos Aires er án drykkjarvatns. Ekki nóg með að vatn sénú dýrt, heldur er bara ekki hægt að skrúfa frá krananum.
Árið 2001 voru svo opinberuð mjög óþægileg skjöl fyrir IMF. Ónefndur aðillilak viðkvæmum skjölum í hinn margverðlaunaða blaðamann og rithöfund GregPalast, sem birti þau opinberlega í sjónvarpsviðtali og síðan á heimsíðusinni *www.gregpalast.com* .Þar kom fram að ofan á þær opinberu kröfur sem IMF hafði sett Argentínu ogfleiri ríkjum settu þeir fram óopinberar og leynilegar kröfur sem alþjóðasamfélagið fékk ekki að vita um. Að meðaltali voru þetta yfir hundrað leynikröfur á hvert ríki. Leiðtogum ríkjanna var stillt þannig upp við veggað þeir urðu að láta undan og samþykkja allar kröfurnar. Þar á meðal voru kröfur um það hvaða erlendu risafyrirtæki fengju auðlindir þjóðanna svívirðilega langt undir raunvirði. Skjölin voru undirrituð af JimWolfensen, þáverandi framkvæmdarstjóra IMF. Í fyrstu neitaði bankinn tilvist skjalana en dró það til baka eftir að Greg Palast birti þær á síðunni sinni.Bankinn varð þá að viðurkenna tilvist skjalana en ákvað að tjá sig ekkifrekar um málið opinberlega.IMF er að því er virðist spillt stofnun að einhverju eða jafnvel öllu leyti.Sú hugsun er í raun ekki svo langsótt þegar litið er til þeirrar staðreyndarað IMF er að 51% hlut í eigu United States Treasury.
Allir ofangreindir hlutir eru því miður staðreyndir.Efasemdamönnum er velkomið að gera örlitla upplýsingaöflun á netinu, ekki þarf að leita lengra en *www.wikipedia.com* En hefur Ísland eitthvað að óttast vegna væntanlegs láns frá IMF? Ríkisstjórn Íslands hefur fullyrt það að kröfur IMF séu "ásættanlegar" og að íslenskt efnahagslíf sé sniðið að þörfum og kröfum IMF og þurfi ekkert aðóttast. Það er von allra Íslendinga að svo sé en við skulum nú samt velta nokkrum hlutum fyrir okkur áður en við tökum þau orð góð og gild.
Ef litið er blákalt á stöðuna þá er Ísland komið í svo slæma stöðu að ekkivirðist nein önnur útgönguleið en að leita á náðir IMF. En svo mikið er vístað þegar aðeins ein möguleg leið er sjáanleg úr mikilli krísu þá aðsjálfsögðu virðist sú leið "ásættanleg" hver svo sem hún er.Nú þegar IMF er kominn með hönd sína á íslensku reiðtygin, byrjar íslenskiseðlabankinn að hækka stýrivexi upp í 18% sem mun án nokkurs efa veitamörgum fjölskyldum og fyrirtækjum náðarhöggið á þessum erfiðu tímum.Fjármálaspekingum um allan heim þykir þessi leikur Seðlabankans vægast sagtfurðulegur þegar aðeins eru 10 dagar frá því stýrivextir voru lækkaðir niðurí 12%. Seðlabankastjórnin virðist ekki vita í hvorn fótinn hún á að stíga.Einnig er erfitt að líta fram hjá því að hækkun stýrivaxta hér á landi er algjörlega í andstæðu við þá verulegu lækkun stýrivaxta sem önnur lönd hafa ákveðið að nota gegn heimskreppunni.
En hvað er hægt að gera?Er hægt að gera eitthvað meira en að vona það besta?Auðvitað verðum við Íslendingar að trúa því og treysta að ráðamennþjóðarinnar og Seðlabankinn séu að gera sitt besta á þessu erfiðu tímum. Envið megum ekki gleyma því að þessir sömu aðillar sem nú fara ofan í saumanaá íslenska efnahagshruninu og eru að setja saman björgunaraðgerðir fyrirþjóðina, eru þeir sömu og bera hvað stærsta ábyrgð á allri vitleysunni.Nú verðum að standa upp og krefjast þess að þeir sem eigi hlut að máli axliábyrgð. Krefjumst þess að gamla hugsunarhættinum verði skipt út fyrir nýjarhugsjónir, og fyrst og fremst verðum við að krefjast þess að allar upplýsingar um aðdraganda og eftirmála íslensku kreppunar verði dregnar framí sviðsljósið.Við eigum ekki að sætta okkur við það að þeir aðilar sem eru ábyrgir fyrirhruninu sitji nú við samningaborðið við spillta stofnun fyrir luktum dyrumog neiti að tjá sig um ákvæði samninga.Afhverju taka samningaviðræður við IMF svo langan tíma og afhverju ríkir svomikil leynd yfir þeim? Gæti það mögulega verið vegna þess að ráðþrotaríkisstjórn okkar eigi mjög erfitt með að kyngja þeim leynisamningum ogvaldbeitingu sem IMF beitir nú með miklum þunga?Við verðum að gera ráðamönnum þjóðarinnar ljóst að okkur er ekki sama um þáálitshnekki sem þjóðin hefur orðið fyrir og að aldrei muni það viðgangast aðauðæfi og stolt þjóðarinnar verði hrifsuð burt.
Íslendingar stöndum ekki aðgerðalausir né lítum niður á þá sem mótmæla.Tölum ekki gegn þeim sem hylla raunverulegt lýðræði.Okkur Íslendingum ber skylda að standa saman og láta í okkur heyra.
Mætum næstu laugardaga niður á Austurvöll kl 15:00 og látum rödd fólksinsóma til yfirvalda.
...höfundur ofangreinds texta er óflokksbundinn og stoltur Íslendingur.Arnar Fells Gunnarsson
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs
Athugasemdir
Ég er búinn að æpa mig hásann um þetta síðan IMF kom til tals. Við verðum fyrir það fyrsta að hætta við að skrifa undir IceSave samkomulag og segja okkur úr EES. Hafna aðstöð IMF sem er ekkert annað en innheimtustofnun herraríkjanna og sjálfskipaður skiptaráðandi í búum landa. Treysta þarf auðlindaeign þjóðarinnar í stjórnarskrá strax og lýsa landið gjaldþrota. Forgangur skal vera festur í lögum um kröfur á hendur bönkum. Lykilauðlindir seldar á krónu til alþýðufólks og svo byrjað upp á nýtt, þegar við höfum lýst yfir gjaldþroti.
Ríkistjón og seðlabanki eru á hverjum degi að þverbrjóta 40 grein stjórnarskrárinnar og eru því sek um landráð. Á þeim forsendum ber þeim að víkja og sæta dómi. Það er hreinlega svo einfalt.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2008 kl. 09:23
Mótmælum þessu með öflugri aðferð en þeirri að mæta á Austurvöll (þótt sé gott að gera það líka). Hættum að borga. Ef við hættum að greiða af húsnæðislánum og öðrum lánum hjá ríki og bönkum, neyðist ríkisstjórnin til að fara að hlusta.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:35
TAkk fyrir þetta Andrea.
ÉG tek heilshugar undir það sem þiðp þrjú segið he´rna að ofan og ætla að linka á þetta á minni síðu.
alva (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:37
Tek þetta mál fyrir á mínu bloggi með vísan í lög.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2008 kl. 11:49
Það er vísindalega sannað að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er blóðsuga. Án gríns.
Theódór Norðkvist, 18.11.2008 kl. 13:24
SKJALDBORGARMÓTMÆLI á MIÐVIKUDAG KL: 12 VIÐ AUSTURVÖLL
þann 18. nóvember, 2008
“Sláum skjaldborg utan um Alþingi”.
Vilji okkar er að við högum okkur eins og siðmenntuð þjóð, að við hröðum rannsókn á þessum grafalvarlegu málum,hugsanlegum lögreglurannsóknum og dómsmálum sem mest má til að þjóðin finni aftur til innri friðar og geti hafið það uppbyggingarstarf, sem framundan er. Ef það gerist ekki mun samfélag okkar bíða varanlega skaða, skaða sem við teljum ósanngjarnan, siðlausan og engan veginn bjóðandi komandi kynslóðum! Við viljum fá að velja fært fólk en ekki flokka fyrir framtíð okkar og afkomenda okkar!
Við bendum einnig á rétt okkar að krefjast inngripa af hendi Alþingis sbr. 14. Gr. Stjórnarskrárinnar og 1. grein landslaga,
Það þýðir að láta ákveðna ráðherra svara til saka og það tafarlaust.
Við viljum að Ríkisstjórnin víkji því strax frá og að hér verði skipuð tímabundi þjóðstjórn til að bjarga því sem bjargað verður.
Fjölmörg ríki hafa sýnt áhuga á að koma okkur til hjálpar en það er óframkvæmanlegt á meðan núverandi ríkisstjórn situr og sýnir engan
veginn á sér fararsnið. Þó eru tveir þingmenn farnir síðan þá og það er í áttina. En botninum er löngu náð, þjóðin sættir sig ekki lengur við lögbot, lygar, spillinu og falsanir sem eru bornar hér á borð daglega fyrir almenning á Íslandi. Það er bara eitthvað sem ráðamenn afneita og vilja ekki horfast í augu við að það er búið að komast upp um þá - eingöngu þjóðin sjálf getur sett þau á gaddinn, við borgum ekki gistingu á Hilton fyrir alkann sem neitar að horfast í augu við afglöp sín og afleiðingar drykkju sinnar. Oflæti og hroki þessara ráðamanna er með ólíkindum, þetta er ekki lengur grátlegt heldur er þetta fíflalegur farsi.
Ríkisstjórnin hefur ekki lengur traust okkar, hún starfar ekki lengur í umboði okkar og ekkert réttlætir setu hennar lengur inn veggja Alþingis. Hún verður því að hlýða kalli þjóðarinnar og víkja, afneitun og þrot ráðamanna er gersamlega orðið þjóðinni til háborinnar skammar um allan heim. Íslenskur almenningur,heimili og fyrirtæki glíma við ónýta krónu og grafalvarlegan gjaldeyrisvanda í kjölfar bankahrunsins. Sá vandi leggst ofan á skæða verðbólgu, lækkandi húsnæðisverð, gríðarlega vexti, hækkandi húsnæðislán, kvíða, óöryggi, vaxandi fátækt og félagsleg vandamál. En Þorgerður Katrín talar um að ákvörðun um gjaldmiðilinn verði rædd á landsfundi Sjálfstæðismanna í janúar - í janúar? og, já og svo eru mjög spennandi tímar framundan hjá Sjálfstæðismönnum að hennar sögn. Hvað er konan að tala um, á hvaða pláhnetu býr hún og ef þessi ummæli sýna ekki allan hrokann sem okkur enn og aftur sýndur, það að þetta snýst eingöngu um framtíð þeirra sjálfstæðismanna en ekki okkar almennings er meir en augljóst! Okkur verður fórnað ef við tökum ekki í tauminn og byrjum strax að meina það sem við segjum og við segjum STOPP!
Flestir þeir, sem kunna að bera ábyrgð á því hvernig komið er, hafa haft sjálfdæmi um að vera áfram við völd, skipuleggja neyðaraðgerðir og móta efnahagsstefnu. Á sama tíma er Alþingi, löggjafarvaldið og æðsta umboð kjósenda, algerlega óstarfhæft og vanhæft á alla kanta. Þingmenn úr öllum flokkum kvarta yfir ráðherraræði og upplýsingasvelti, til að mynda fékk stjórnarandstaðan að lesa um þegar frágengna samninga við IMF , líkt og restin af þjóðinni í dagblaðinu DV. Í Úkraínu fær almenningur að vita nákvæmlega allt um lántökuna hjá IMF en ekki við íslendingar, við erum eina þjóðin í heiminum sem fáum ekki að vita neitt sem við eigum samkvæmt lögum rétt á að fá að vita en hér eru lögin margbrotin daglega á almenningi þessa lands og erlendir ráðamenn eru orðlausir yfir þeirri ósvífni sem okkur er sýnd - daglega, í ofan álag þá flokkumst við sem þjóð undir það eftirsóknarverða hugtak “að vera lýðræðisríki” sem við erum ekki og við krefjumst þess að lýðræðislegur réttur okkar verði virtur hér og nú, með tilvitnun í íslensk lög og þeim ber að fylgja:
Alþingi getur sótt ráðherra til saka og látið rétta yfir þeim
Það er unnt að gera á grundvelli 14. greinar stjórnarskrárinnar.
Þar segir:
„Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.
Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum.
Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra.
Landsdómur dæmir þau mál.“
1. gr.
Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra.
Á grundvelli þessarar greinar stjórnarskrárinnar voru sett lög árið 1963 um ráðherraábyrgð og landsdóm
sjá : www.althingi.is / landslög
Fyrsta grein laga um landsdóm hljóðar svo:
„Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra.“
Eftir hrun þriggja stærstu banka þjóðarinnar og gríðarlegt tap þjóðarbúsins, með tilheyrandi rýrnun lífskjara virðast lög um ábyrgð ráðherra
frá 1963 auðveldlega geta átt við um störf og gjörðir þeirra nú. Hirðuleysi ráðherra varðar við lög og þeim ber að fylgja eftir!
Í fyrstu grein laganna segir að ráðherra megi krefja ábyrgðar hafi hann „annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu“.
Í áttundu grein d-liðar sömu laga segir að það varði ábyrgð ráðherra „ef hann verður þess valdandi að nokkuð það sé ráðið eða framkvæmt er skert getur frelsi eða sjálfsforræði landsins“.
Loks verður ráðherra sekur eftir b-lið 10. greinar sömu laga „ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þessi sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir“.
Í þrettándu grein laganna segir að hafi ráðherra bakað almenningi eða einstaklingi fjártjón með framkvæmd eða vanrækslu, sem refsiverð er samkvæmt lögunum, skal dæma hann til að greiða skaðabætur jafnframt refsingunni.
Hvetjið alla til að mæta, taka sér hádegishlé og sýna samstöðu.
Eftir síðustu Skjaldborgarmótmælin og þúsundir tölvupósta til Alþingis sem innihalda og sýna fram á lögbrot ráðherrana hafa þegar
tveir þing menn sagt af sér.
Því endurtökum við þetta nú - hvetjum alla til að setjast niður og skrifa til skrifstofu alþingis sem á skv. lögum að fara eftir lögunum
og fylgja beiðni okkar eftir.
Staðfestum síðan kröfu okkar á morgun með friðsamlegum mótmælum,
Tökum höndum saman og myndum SKJALDBORG utan um Alþingishús OKKAR íslendinga - enn og aftur!
klukkan 12:00 á morgun, miðvikudag - þann 19. nóvember.
Ríkisstjórnin víki Nú Þegar!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 14:09
Og hvað viltu að ég geri?
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 14:26
Ég veit ekki hvað Andrea vill að þú gerir en ég vil allavega að þú mætir í eins marga mótmælafundi og þú mögulega getur og takir einnig þátt í samstöðuaðgerðum eins og að hætta að borga af húsnæðislánum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:16
Og hverju mundi það skila?
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 16:30
Mæting á mótmælasamkomur skilar sér á þrennan hátt;
-stjórnvöld fá skilaboð um vilja þeirra sem mæta
-það eflir samkennd og samstöðu að mæta á slíka fundi
-nýjar hugmyndir kvikna og nýjir (og vonandi róttækari) hópar myndast út frá þeim.
Hugmyndin um að hætta að borga af húsnæðislánunum skilar því að ríkið og bankarnir lenda í vandræðum með að standa við skuldbindingar sínar, sem aftur gefur okkur vald til að krefjast þess að þeir axli ábyrgð sem ábyrgina bera og að þessu okurvaxtarugli sem við búum við verði aflétt.
Nú stendur til að kreista meira en 4,5 milljónir út úr hverju mannsbarni í landinu, með okurvöxtum og skattpíningu, og við ráðum einfaldlega ekki við það. Þessvegna verðum við að gera eitthvað til að afstýra því. Ef við gerum ekkert, bara af því að það er hugsanlegt að við náum ekki árangri, þá er alveg öruggt að það verðum við sem sitjum uppi með skaðann.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 16:57
Smáleiðrétting.
IMF/Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og IBRD/Alþjóðabankinn, þar sem Joseph Stiglitz vann sem aðalhagfræðingur og James Wolfensohn sem forseti, eru ekki ein og sama stofnunin.
Hjá IMF er atkvæðavægi BNA af stærðargráðunni 15-20% - ekki 51%.
Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 17:23
Já já ég skil alveg hvað þú ert að fara! En - my point er að samstaðan varðandi það að hætta að borga af lánum yrði aldrei næg til að það skilaði einhverjum árangri öðrum en þeim að ég væri á götunni!
Sé ekki að það bæti ástandið hætishót!
Það þarf að skipta um stjórnendur í; Seðlabankanum - fjármálaeftirlitinu og ríkisstjórn! Þetta fólk á að sjá sóma sinn í að yfirgefa svæðið og láta öðrum eftir stjórnina þegar það akurinn stendur í ljósum logum!
Ég væri rekin ef ég gerði mig seka um þvílík og önnur eins mistök! - En bíddu...... það er búið að reka mig og samt gerði ég engin mistök!
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 17:26
Gott og vel, það þarf að skipta um stjórnendur, og hvað viltu gera í því?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 17:39
Hérna ritar síðuhaldari mjög skynsamlega grein og svo eru kommentin flest skrifuð af fólki sem er greinilega stoned. Sad, really sad. En ég tek undir með síðuhaldara, að þetta er hin raunverulega mission IMF. Bendi á að eitt þeirra skilyrða, sem er falið í skrúðmælgi og þvælu er um að sölusamningar Landsvirkjunar verði framleigðir. Hvað halda menn t.d. að það þýði, þegar kaupsamningar álrisanna á orku eru fastbundnir við álverð, en söluverð á orku til almennra notenda er fljótandi?
Bóbó (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:35
Við skulum sjá til. Það er ekki langt síðan að menn á vegum IMF komu hingað til lands og hældu landinu mjög vegna ofur góðrar hagstjórnunar. Allt meira eða minna einkavætt og allt á góðri leið. Þau ríki sem sjóðurinn hefur komið til hafa yfirleitt ekki verið með jafn gott innvið og við. Það er ekkert leyndarmál að IMf vill einkavæða flest og opna landið fyrir fyrir erlendum fjárfestum (væri ekki ágætt að eigendur nýju bankanna væru erlendir). Hinsvegar er ég handviss um að Orkuveiturnar, fiskimiðin, og aðrar auðlindir verða að fullu í eigu okkar. Við skulum líka átta okkur á því ef IMF hefði ekki komið að láni hjá okkur hefði enginn önnur þjóð lánað okkur pening. Varðandi Icesave þá er ég bara mjög hress með að við þurfum eingöngu að borga að hámarki 20.000 og klink evrum per reikning ef innistæður voru fyrir, EES samningarnir gerðu okkur skylduga til þess, munið það að mannorð íslendinga er farið í hundanna vegna þess að við vildum komast hjá því að borga nokkuð. Mér finnst samt að þið ættuð að beina reiðinni ykkar fyrst og fremst gegn bankamönnunum og auðmönnunum sem komu okkur í þessa aðstöðu, síðan megið þið taka ríkistjórn, fjármálaeftirlit, seðlabanka og alla þeirra sem ykkur dettur í hug í þeirri röð sem þið vilji. Það síðasta sem ég vil nefna er að "hætta að borga" er það fáránlegasta sem ég hef heyrt eða séð frá því að allt fór í drasl, berjist frekar fyrir tímabundinni afnemingu verðtryggingu heldur en svona asnalegum hlut.
Kv
Hákon
Ps
Zeitgeist eu mjög sniðugar og fróðlegar myndir en passið ykkur að missa ykkur ekki í eitthvað sæmsæringarbull.
Hákon , 18.11.2008 kl. 22:40
Hvað er svona fáránlegt við að hætta að borga? Ég hef ekki heyrt um neina fljótlegri og skilvirkari leið til að þrýsta á stjórnvöld. Við gætum notað slíka aðgerð til að knýja fram hverja þá kröfu sem næst almenn samstaða um.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 06:39
Margir minna Vina eru hættir að borga
Enda er þetta Botnlaust ef þú kannt að reikna
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.