Leita í fréttum mbl.is

Hefur "Góð efnahagsstjórn" fengið nýja merkingu?

Ég hef dálítið verið að velta fyrir mér hvort núverandi ríkisstjórn hafi tekist að breyta merkingu orðsðins "gott/góður/góð". Getur verið að nú sé "góð efnahagsstjórn" farin að merkja eitthvað allt annað en það hefur hingað til gert? 

Mér finnst skammarlegt og niðurlægjandi fyrir almenning í landinu að þurfa að horfa upp á hvernig núverandi stjórnvöld hafa farið að ráði sínu. ExDé státar sig í sífellu af góðri efnahagsstjórn, en það á ég mjög erfitt með að skilja. Hvernig er annað hægt en að fara vel út úr bókhaldinu þegar maður selur almenningseigur fyrir trilljónir á markað? Er fólk búið að gleyma því að bankarnir og grunnþjónustukerfi Símans var allt selt - og það gegn vilja fólksins í landinu! Það hefði hver sem er farið vel út úr bókhaldinu og getað státað sig af "góðri efnahagsstjórn" með því að gera slíkt.

Stjórnin státar sig líka af auknum kaupmætti fólksins í landinu. Jú vissulega hefur kaupmáttur aukist og það er fínt mál. En skuldmáttur hefur að sama skapi aukist gríðarlega. Íslendingar eru orðin gríðarlega skuldug þjóð og eru að sligast undan lánum og yfirdráttum, háum vöxtum og verðtryggingu. Dabbi í Seðlabankanum gerir lítið annað en að hækka stýrivexti og verðbólgan ætlar fram úr öllu valdi að keyra. Það virðist ekki vera hægt að tryggja fólkinu sanngjarna vexti með lögum um hámarksvexti. Er það í því sem kaupmátturinn og góða efnahagsstjórnin felst? Ég vil lög um hámarksvexti.

Það sem meira er, ExDé státar sig líka af tekjuafgangi ríkissjóðs og brosir breitt í fjölmiðlum framan í fólkið í landinu sem finnur fyrir hertri sultarólinni í sömu andrá. Hvaða manneskju með alvöru umhyggju fyrir fólkinu í landinu myndi detta í hug að státa sig af tekjuafgangi upp á um 15 milljarða og góðri efnahagsstjórn þegar málefnum eldri borgara er háttað eins og raun ber vitni og fólk deyr á meðan það bíður á biðlistum til að fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu? Ef skilgreiningar á góðri efnahagsstjórn falla undir slíka stjórnarhætti þá held ég að þar þurfi endurskilgreiningar við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband