19.2.2008 | 19:03
Flott framtak - höfum flugvöllinn í Keflavík
Þetta hefur mér alltaf fundist eina vitið varðandi flugsamgöngur í Reykjavík ef flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýrinni á næstu árum. Ef hægt er að koma upp einhvers konar hrað-raflest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og reynist hagkvæmt þegar litið er til lengri tíma þá finnst mér það skynsamlegasta lausnin. Hólmsheiðin er ekki líkleg til að reynast góður kostur að því er virðist á veðurathugunum - en við eigum flugvöll í Keflavík og ef hægt væri að komast hratt á milli þá gæti það verið betra en að byggja alveg nýjan flugvöll fyrir utan Reykjavíkurborg. Flott framtak að láta athuga þennan kost.
Vilja láta skoða hagkvæmi lestarsamgangna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs
Athugasemdir
Þetta er ekki vitlaust. Þó má benda á að flugleiðavélar sem lenda áttu í Keflavík fyrir nokkrum vikum þurftu frá að hverfa vegna veðurs. Og þær lentu í ... Vatnsmýri.
Það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt, kíki hér við og við. Chomsky er líka fjandi góður, alveg sammála því.
Ólafur Þórðarson, 19.2.2008 kl. 19:41
Lest milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Sandgerði og Reykjavíkur mun víst eftir athugun erlendra aðila kosta hvar sem er á bilinu kr. 45- 75.000.000.000,. Já við erum að tala í milljarðatugum. Það er bara til að koma herlegheitunum fyrir .Þá er eftir að ráða starfsfólk, viðhald á græjunum, vaxtakostnað af stofnkostnaði o.s.frv. . Reiknið svo af þessum farþegafjölda sem ferðast um flugvelli og takið svona 60-65 % af þeim fjölda og deilið með upp í kostnaðinn. Hvað myndi miðinn kosta til að skattgreiðendur þyrftu ekki að borga brúsann ? Það er sennilega ódýrara að taka leigubíl til flugstöðvarinnar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.2.2008 kl. 21:19
Langbesta úrlausnin...ekki spurning!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.2.2008 kl. 22:47
Lestin er afar skemmtilegur kostur. Þó er til hagkvæmari kostur sem ég mæli með. Lest eða ekki, Reykjanesbrautin er leiðindaferðalag.
Ólafur Þórðarson, 19.2.2008 kl. 23:12
Afhverju? Getur einhver sagt mér af hverju þið viljið losna við flugvöllinn úr vatnsmýrinni?? Svona fyrir utan að það er tæknilega nánast ómögulegt að hafa aðeins einn flugvöll á suðvesturhorni landsins, ef þið hafið einhverntíman ferðast með flugi yfir höfuð, þá hafið þið væntanlega heyrt talað um varaflugvelli. Næsti mögulegi varaflugvöllur fyrir innanlandsflug á íslandi yrði Sauðárkrókur. Þegar flugvélar fljúga þá brenna þær eldsneyti í réttu hlutfalli við þyngd sína. Þegar þær þurfa að bera eldsneyti í hverri einustu bunu utan að landi til Reykjavíkur og til Sauðárkróks eða lengra, ja... ég geri ráð fyrir því að þið kunnið að reikna.
Stóra fína sjúkrahúsið sem alltaf er verið að tala um yrði líka að vera staðsett í Keflavík, ekki er hægt að neita fólki utan að landi um lendingu í höfuðborginni og þarmeð um læknisþjónustu öðruvísi en að keyra hálfa leiðina til baka?? Og í eitt skipti fyrir öll, sjúkraflug er aðeins að litlum hluta til framkvæmt með þyrlum. Þyrlur geta ekki lent öðruvísi en á flugvöllum nema í góðu skyggni. Td. gerist það margsinnis að þyrlur landhelgisgæslunnar hafa þurft að lenda á Reykjavíkurflugvelli en ekki uppi á Borgarspítala vegna veðurs. Miðinn á millilandaflugi mun óumflýjanlega hækka, því að alla þá daga þar sem veður er sæmilegt bæði í Keflavík og Reykjavík er hægt að nota Reykjavíkurflugvöll sem varavöll. En þegar hann er farinn þá þarf alltaf að fljúga til Egilstaða eða Glasgow.
En já, mér leikur spurn á því hversvegna fólk virðist vilja fá að borga meira fyrir alla flugmiða, hversvegna það virðist vilja hafa hátæknisjúkrahús í Keflavík, en ekki í næsta nágrenni við sig.... Eruð þið væntanlegir kaupendur að landi í Vatnsmýrinni og ætlið þið að maka krókinn? Ef ekki, þá sé ég ekki hvað þið hagnist á þessu eða afhverju þetta á að vera einhver lausn? Lausn á hverju? Hvert er vandamálið eiginlega? Er vandamálið það að þið heyrið öðruhvoru í flugvél í gegnum vegdyninn?
Hafið þið einhverntíman velt því fyrir ykkur hve margir munu deyja í umferðinni á þjóðvegum landsins þegar innanlandsflugið leggst af? Sem það mun gera því það stendur nánast í járnum nú þegar. Störfum í borginni mun fækka töluvert, og einhverjar skýjaborga hugmyndir um hraðlest til Keflavíkur (sem mun kosta á bilinu 45-75 milljarða króna) eru algerlega fráleitar, sérstaklega þar sem hún verður nánast tóm nema á álagstímum fyrir millilandaflug (það verður ekkert innanlandsflug), og mun því aldrei nokkurntíman standa undir sér!
Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 01:24
Þessi hugmynd er bæði út í hött og hættuleg.
Ég þarf að ferðast með innanlandsflugi reglulega en myndi snarhætta því ef flugvöllurinn myndi færast úr höfuðborg Íslands til Keflavíkur.
Tek undir með því sem Heimir skrifaði á undan mér og vil bæta við... hvað er að ykkur?
María (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 06:53
Það sem væri mun eðlilegra í þessu samhengi, ef menn vilja stytta samgöngur og auka lífsgæði, er að kanna hvaða möguleikar eru fyrir hendi í tengslum við alþjóðaflugvöll nær borginni. Allar höfuðborgir Evrópu eru með sína millilandaflugvelli nær bæði í tíma og vegalengd. Það héldist óbreytt þrátt fyrir þverun Skerjafjarðar og byggingu lestakerfis. Skv. mínum útreikningum myndi millilandaflugvöllur á Lönguskerjum eða Bessastaðanesi spara þjóðfélaginu um 40 milljarða ef notast er við sömu forsendur og nefnd ríkis og borgar notaði við mat á nýjum valkostum í stað Reykjavíkurflugvallar. Sem dæmi þá myndi flugvöllur á Lönguskerjum kosta um 14 milljarða skv sömu nefnd (eða svipað og nýtt tónlistarhús) og með flugstöð o.þ.h. um 20 milljarða. Ef menn eru í alvöru tilbúnir að setja þá peninga í nýjan innanlandsflugvöll þá ættu menn að skoða hvað þyrfti að gera til þess að stækka hann í millilandaflugvöll eða bara hugsa Vatnsmýrina uppá nýtt. Þá gætu menn sparað hraðlestina og hjólað til Köben á kaffhús;)
Matthías Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 06:58
Takk fyrir góðan pistil Andrea. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 20.2.2008 kl. 09:18
Í þessari frétt var einungis verið að tala um að SKOÐA kostnað og hagkvæmni við að leggja lestarbraut til Keflavíkur. Eins tók ég fram að ofan að EF endilega ætti og þyrfti að flytja völlinn úr Vatnsmýrinni þá er ekki víst að Keflavík væri neitt síðri kostur en aðrir ef þangað væri hægt að komast hratt og örugglega. Hólmsheiðin virðist allavega ekki vera mjög góður kostur.
Nei ég hef ekki hagsmuna að gæta og er svo sannarlega ekki að fara að maka krókinn af því að selja eða kaupa land í Vatnsmýrinni :) og í raun hefur það aldrei böggað mig að hafa flugvöllinn í Reykjavík þar sem hann er núna. EN EF fólk vill endilega flytja hann til að fá meira byggingarland (sem reyndar er spurning um hvort þurfi nokkuð nema þá að bæta aðeins við háskólann í grennd hans og til þess þarf ekki að færa völlinn) þá tel ég að það eigi að skoða Keflavík því það er alls ekki langt að fara þangað og ef lestin tæki um 20 mín inn í borgina, þá er í raun ekki mikið lengra en bara frá miðbænum og í úthverfin. Þetta mál um hvort á að færa flugvöllinn eða ekki er hins vegar greinilega mjög umdeilt og þarf því að skoða vel. Ég er ekki sannfærð um að við þurfum endilega á þessu byggingarlandi að halda neitt á næstunni. Fasteignamarkaðurinn er örugglega mettaður fyrir næstu árin.
Andrea J. Ólafsdóttir, 20.2.2008 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.