16.7.2007 | 09:26
Loksins fá fórnarlömbin viðurkenningu frá kirkjunni
Það er engin leið að lýsa því hversu mikla samúð börnin eiga hjá manni, en þó þykja manni framfarir að kirkjan og erkibiskup skuli viðurkenna opinberlega og biðjast afsökunar á athæfi presta sinna. Maður veltir því líka fyrir sér hvort kaþólska kirkjan þurfi kannski á smá slökun að halda ... getur varla verið nokkrum manni hollt að setja sig á háan hest yfir aðra menn og þykjast vera einhvers konar útsendarar Guðs til að predika yfir öðrum. Preststarfið ætti að afnema með öllu í þeirri mynd sem það er í dag og auðvitað eiga prestar bara að lifa eins og aðrir mannlegir menn sem þeir eru og lifa heilbrigðu kynlífi þannig að ekki verði eins mikið um svona hrikalegheit. Ég átta mig á því að það eru ekki einungis kaþólskir prestar sem misnota börn, en með því að bæla þá á þann hátt sem kirkjan gerir er mögulega ýtt undir slíka hegðun.
Það sem mér finnst alltaf mjög ótrúlegt og erfitt að skilja í svona málum er að þetta skuli þrífast svo lengi í svo stórum hóp manna sem vita af hvor öðrum... eða heilbrigt fólk sem veit af þessu og gerir ekkert í því. Breiðavíkurmálið er kannski eitt íslenskt dæmi um slíkt. Nú hefur verið opnuð heimasíða Breiðavíkursamtakanna þar sem þessi mál eru rædd á opinskáan hátt. Ótrúlegt að forsætisráðherra Íslands var ekki tilbúinn til að setja fram afsökunarbeiðni af hálfu ríkisins eins og Breiðavíkurdrengirnir báðu um að yrði gert. Það hefði manni þótt lágmarks viðleitni af hálfu ríkisins. Við skulum vona að það verði gert þegar rannsókn málsins er lokið.
Erkibiskup biður fórnarlömb kynferðisofbeldis afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs
Athugasemdir
Það er gott og blessað að reyna að sýna lit með því að borga fórnarlömbunum einhverjar bætur en það á samt að gelda þessa presta.
Sigurður Þórðarson, 16.7.2007 kl. 10:15
Kynferði og kynferðisleg hegðun hefur ekkert með kynfæri að gera. Ef eitthvað þá myndi vönun á kynferðis glæpamönnum gera þá hættulegri því að þeir þyrftu að fá útrás og fullnægingu með öðrum hætti en með kymökum.
Þetta er allt í hausnum á þeim og til þess að bæla þetta niður þyrftu menn að gera þá að hálfgerðum zombíum með massívri lyfjagjöf sem bæla niður persónuleika og hugsun.
En það er gott að Kaþólska kirkjan skuli loksing sýna fornarlömbunum smá virðingu með því að viðurkenna verknaðinn.
Ómar Örn Hauksson, 16.7.2007 kl. 10:48
Í sumum tilfellum fara menn í þetta starf vegna þess að þeir vita að þeir hafa annarlegar langanir og halda að kynlífsbælingin hjálpi þeim að ná tökum á þeim. Hrikaleg staðreynd.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 17.7.2007 kl. 09:21
Er annars búið að klukka þig? Ef ekki, þá ertu hér með klukkuð .
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 17.7.2007 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.