Leita í fréttum mbl.is

Fegurð Þjórsár seld álrisunum?

Það var góður dagur við Urriðafoss í dag þar sem á annað hundrað manns sýndu andstöðu sína gegn áformum LV til að fórna fossinum til að verða við óskum álrisanna að handan. Ætla má að þetta séu orðnir eins konar Guðir eða eitthvað slíkt eins og LV og orkufyrirtækin láta. Ekkert er heilagt fyrir þessum mönnum - ást á landinu þykir hjákátleg og ekki má nota tilfinningarök til varnar náttúrunni í þeirra hugum. Þvílík vitleysa þetta er að verða allt saman. Aldrei á maður eftir að gleyma því þegar álæðið hljóp í hluta þjóðarinnar og rústaði náttúruperlum okkar. Verð að viðurkenna að ég myndi skilja þetta æði og stóru fórnir mun betur ef um væri að ræða kreppu á Íslandi og allir væru hér sveltandi og deyjandi úr fátækt. En svo er ekki. 

Á annað hundrað mótmæltu virkjun við Urriðafoss

 

 

Fallegur staður og fallegur dagur með fallegu fólki Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Já þetta var góður dagur,  fínn fundur og fínt gemsasamband við fossinn -   Alveg ljóst að það er engin ástæða til að eltast við tilboð Landsvirkjunar!

Valgerður Halldórsdóttir, 1.7.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: halkatla

halkatla, 2.7.2007 kl. 00:49

3 Smámynd: Gammurinn

Gammurinn lýsir yfir andstöðu við skoðanir Andreu Ólafsdóttur vegna þess að þær eru rangar  - kolrangar enda byggðar á hugsjón sem féll á prófinu árið 1991. Það að fólk skuli enn styðja við bakið á pólitískri hugsjón með skjalfesta falleinkunn er ekkert annað en glatað og sýnir hversu mikið af hálfvitum er til í þessum heimi.

Vinstri grænir vita það jafnvel og við heilvita fólkið að Neðri-Þjórsá er fullkominn staður fyrir virkjun. Vindhaninn Steingrímur Jóhann hélt því meira að segja sjálfur fram fyrir tveimur árum að svo væri en núna er málum öðruvísi háttað. Vinstri grænir hafa tekið þá skelfilegu ákvörðun að taka afstöðu með sprænum þessa lands (Urriðafossi) í stað fólksins í pólitískum tilgangi. Virkjun í Neðri-Þjórsá yrði að langmestum hluta í árfarvegi eða u.þ.b. 18 ferkílómetrar af 22 og restin verða tún sem verða bætt að öllu leyti. Virkjunin yrði því að mörgu leyti lík Sogsvirkjunum sem eru taldar einhverjar fegurstu virkjanir lands vors. Einnig er vert að taka fram hversu falleg stöðuvötn uppistöðulón geta verið og er vert að nefna Elliðavatn í því samhengi enda blikna fossar á borð við Urriðafoss í samanburði við það hvað náttúrufegurð varðar. 

Að lokum segir Andrea að við þurfum ekki virkjanir á Íslandi vegna þess að allir hafi það svo gott á Íslandi og að það sé svo mikil velmegun í landinu. Það er vissulega rétt þar sem vinstri menn hafa haldið sig fjarri ríkisstjórn landsins síðustu 16 árin og enn njótum við þeirra forréttinda að hafa fíflin í stjórnarandstöðu. Aftur á móti gæti sú martröð einhvern tímann orðið að veruleika að Vinstri grænir kæmust í ríkisstjórn og þá mundi efnahagur þessa lands bíða skipbrot. Virkjun í Neðri-Þjórsá, ásamt öðrum virkjunum, mundi vega upp á móti þessari fjárhagslegu óstjórn vinstri manna og tryggja áframhaldandi velmegun um sinn. Þess vegna ættu allir sem bera hag samlanda sinna fyrir brjósti að vera fylgjandi virkjun í Þjórsá. 

Gammurinn, 2.7.2007 kl. 14:41

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hjartanlega sammála Gamminum.

Mér finnst nokk athyglisvert að ekki er hægt að gera athugasemdir í þessu bloggi nema í sólarhring. Skoðanaskipti og önnur sjónarmið e.t.v. ekki æskilega hér? Þar sem búið er að loka fyrir athugasemdir fyrir færsluna um "Kolviður - falskur leikur" Þá langar mig að benda á að umfjöllun Stefáns Jóns er byggð á þekkingarleysi um skógrækt og hans bull sjónarmið hvað varðar vaxtartíma trjáplantna hér miðað við önnur lönd er tóm vitleysa. Rannsóknir hafa sínt að vaxtarhraði ( = afköst, og það er það sem máli skiptir) hér er sambærilegur við önnur lönd í Norður-Evrópu. Til skógræktar eru valin afbrigði sem henta aðstæðum hér og er fengin af svipuðum veðurfarslegum svæðum annarsstaðar. Einnig er hægt að benda á að lauffall trjáa á Íslandi gerist á svipuðum tíma á haustin og í Norður-Evrópu, stundum jafnvel seinna. Þetta sjá þeir sem stara ekki eingöngu á naflann á sér. 

Umfjöllun VG um náttúruvernd er að eyðileggja alla vitræna umræðu um málaflokkinn. Þetta er hálmstrá kommúnista, þeirra eina von til þess að komast til áhrifa vegna þess að málaflokkurinn er vinsæll um þessar mundir. Tilfinningarök eiga fullan rétt á sér, haldið ykkur þá við þau en ruglið ekki almenning með bulli og staðreyndavitleysum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.7.2007 kl. 16:47

5 Smámynd: Björn Viðarsson

Staða fólks í rvk og úti á landi er æði ólík. Nýjustu fréttir af Vestfjörðum eru gott dæmi um það. 

Kannski ekki sultur í gangi en á mörgum stöðum er fasteignaverðið í lausu lofti og fólk bókstaflega fast. Mér finnst eðlilegt að íbúarnir sjálfir hafi vægi í þessari ákvörðunartöku hvort heldur þeir eru með eða á móti.

Björn Viðarsson, 2.7.2007 kl. 16:47

6 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Gammurinn hefur ekki kjark til að skrifa undir nafni og ætti þá kannski frekar að sleppa því að lýsa því yfir að skoðanir annarra séu rangar. 

Bendi honum á það að stjórn hægri manna hér á landi hefur gert það að verkum að þensla hefur verið gífurleg síðustu ár, svo ekki er hollt þjóðinni. Sú þensla hefur ekki gert góða hluti hér fyrir okkur, gengi krónunnar þannig að fyrirtæki sem standa í útflutningi hafa borið mikinn skaða af þessari þenslu, eins gerum við sem greiðum af verðtryggðum lánum í þessari verðbólgu.

Held að Gammurinn og Gunnar ættu líka að kynna sér það sem er staðreynd, að einungis um 30% virðisauki verður til í hagkerfinu af álbræðslum hér á landi á meðan ferðaiðnaðurinn og sjávarútvegur gefur af sér um 80% virðisauka inn í landið. Sala orkunnar er þannig að ekki er hagnaður af henni, í það minnsta er hann ekki mikið yfir núllinu. Það getur varla talist þjóðhagslega hagkvæmt að halda áfram á þessari vitleysisbraut.

Gunnari bendi ég á það að opið var fyrir athugasemdir í 4 daga á færslunni um Kolvið og þykir mér skrítið að Gunnar geti leyft sér að gagnrýna það fyrst hann var ekki nógu fljótur að skoða þessa færslu. Jafnframt bendi ég Gunnari á það að Stefán Jón og ég erum ekki að tala um skógrækt hér á landi í samanburði við N-Evrópu - við erum að bera þetta saman við hitabeltislöndin þar sem regnskógarnir eru sem vinna mun betri vinnu en trén hér geta. Auk þess er mikið til í því sem Pétur segir í færslunni um Kolvið, að moka ofan í skurði sem stanslaust gefa frá sér mengun myndi mikið hjálpa.

Andrea J. Ólafsdóttir, 2.7.2007 kl. 18:22

7 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Fór um daginn með Ameríkana að Urriðafossi og sagði þeim hvað væri í umræðunni. Þeir voru gersamlega yfir sig hneykslaðir að einhverjum skyldi detta í hug að eyðileggja þessa fegurð. Svo fór ég með vinkonum mína, innfluttan Íslending, að öðrum ónefndum, fallegum fossi á Suðurlandi í síðustu viku og henni varð að orði: ,,Eins gott að ríkisstjórnin frétti ekki af þessum!"

Guðrún Markúsdóttir, 2.7.2007 kl. 20:28

8 identicon

skil bara ekki þessa námslánaelitu sem hefur getað lifað ágætu lífi erlendis og kallað sig námsmann í mörg ár án sýnilegs árangurs geta sett út á okkar gjaldeyrisissöfnun til að geta borgað þeim, við verðum að afla gjaldeyris til að halda ykkur námsmönnum úti, og það er með útflutningi, svo hættið þessu væli og látið okkur um að afla peninga fyrir ykkur námsmenn með útflutningstekjum okkar sem er ÁL.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 02:28

9 Smámynd: Pétur Þorleifsson

"Einnig ber að hafa í huga að rösklega þriðjungur af útflutningsverðmæti áls endurspeglar innfluttan kostnað vegna súráls. Auk þess rennur hagnaður vegna álframleiðslunnar sjálfrar úr landi þar sem álverin eru í eigu erlendra aðila"

Pétur Þorleifsson , 3.7.2007 kl. 05:22

10 Smámynd: Gammurinn

Andrea Ólafsdóttir, Gammurinn skrifar svo sannarlega undir nafni. Ekki nóg með það þá eru þau tvö: Vignir Már Lýðsson og Leifur Þorbergsson. Ef http://gammurinn.blog.is er skoðað nánar má finna nöfn Gammsins.

Gammurinn, 3.7.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband