Leita í fréttum mbl.is

Grýtt til dauða vegna framhjáhalds?

Grýta á karl og konu til dauða í Íran í fyrramálið! Parið dæmt fyrir framhjáhald.

Þessa orðsendingu fékk ég senda frá Amnesty vegna þess að ég tek þátt í skyndiaðgerðaneti og skrifa áskoranir til ráðamanna sem brjóta mannréttindi eða beita óheyrilega ómannúðlegum aðferðum á stundum. 

 

Beðið var um hjálp Amnesty-félaga í máli konu og karlmanns í Íran sem á að grýta til dauða að morgni dags 21. júní kl. 09:00 að írönskum tíma eða kl. 12:30 að íslenskum tíma. Parið var dæmt fyrir framhjáhald og sagt er að þau eigi barn saman. Þau hafa dvalið í fangelsi í 11 ár í Qazvin-héraði.

Amnesty-félagar voru hvattir til að leggja þeim lið og senda bréf til Ayatollah Mahmoud Hashemi Shahroudi, yfirmanns dómsmála í Íran.

Ég brá á það ráð að skrifa honum Ayatollah kallinum bréf í snarhasti í þeim tilgangi að höfða til einhvers konar mannúðar í honum og mér var mikil ánægja að því að sjá póst í pósthólfi mínu á hádegi þann 21. júní svohljóðandi:

Aftökunni á Mokarrameh Ebrahimi og barnsföður hennar hefur verið frestað samkvæmt skriflegri skipun frá yfirmanni dómsmála í Íran.

Amnesty International vill þakka ykkur fyrir sterk og skjót viðbrögð. Talið er að bréf frá Amnesty-félögum hafi skipt sköpum í þessu máli.

Dauðadómurinn yfir Mokarrameh Ebrahimi og barnsföður hennar er enn í gildi. Amnesty International mun fylgjast áfram með máli þeirra og grípa til aðgerða ef þörf krefur.

 

Ég set fram þessa bloggfærslu til að vekja athygli þeirra sem hafa áhuga á að gerast virkir í að vinna og stuðla að því að mannréttindi séu virt og gæta bræðra sinna og systra víða um heim sem lenda í klóm ofstækisfullra ofbeldis-ráðamanna. Ég vil því hvetja þá sem áhuga hafa á að gerast félagar í skyndiaðgerðaneti Amnesty, eða beita sér á öðrum vettvangi í þeim tilgangi að bæta heiminn örlítið í hænuskrefum Smile

Það er tiltölulega auðvelt og ekki mjög tímafrekt að taka þátt í skyndiaðgerðarnetinu og ég vil benda ykkur á heimasíðu Amnesty á Íslandi og hér er aðeins um skyndiaðgerðarnetið.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Að bjarga tveimur mannslífum, Andrea, eru engin "hænuskref"!  Heldur risaskref, þó að frestunin sé ef til aðeins tímabundin.  Bravó!  Gott að lesa svona blogg.

    Kveðja,   S.

Sigríður Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Ég nenni sjaldnast að gera neitt en þetta fékk mig til að skrá mig. Fróðlegt og gagnlegt verð ég að segja

Pétur Björn Jónsson, 22.6.2007 kl. 22:32

3 identicon

Íran og Palestína... sömu öfgarnir. Held að VG menn á Íslandi sjái það ekki í Palestínu, hatrið gegn Ísrael er svo blindandi.    

Geiri (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 05:28

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju, Andrea og aðrir AI-félagar, með þennan góða árangur Amnesty International.

Jón Valur Jensson, 23.6.2007 kl. 11:04

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er frábært að hugsa til þess að kannski sé þessi þrýstingur að virka en við megum ekki gleyma því að þetta eru lög Kóransins og þó að stjórnvöld í Íran vilji ekki svona auglýsingu eru þau bundin af þessum lögum hversu brútal sem þau virka á okkur. Það að parið sé búið að eyða 11 árum í fangelsi er eins og fyrir 2 morð hjá okkur.

Amnesty á mikið verk fyrir höndum og ég er ánægður með að hafa skráð mig um daginn. Hélt alltaf að ég væri skráður í samtökin.

Þurfum bara að vera á tánum með að þessar aftökur fari ekki fram í skjóli nætur með síðbúinni fréttatilkynningu um að réttlætinu hafi verið fullnægt.

Ævar Rafn Kjartansson, 24.6.2007 kl. 21:16

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér finnst AI vera að vinna frábært starf.  Þau berjast gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin og hvort þau eru framin af trúarlegum forsendum, eða öðrum, það skiptir ekki öllu.

- En það var þetta með Palestínu,  sem fékk mig til að leggja orð í belg.  Mín samúð er öll með þeirri þjóð og börnum þar sem gjalda fyrir hatur milli kynþátta með lífi sínu.  Samt er ég ekki félgsbundinn í VG.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.6.2007 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband