Leita í fréttum mbl.is

Kolviður - falskur leikur?

Mig langar til að taka undir með Stefáni Jóni sem skrifar í þessari grein um hversu óheppilegt land Ísland er til skógræktar. Leikur Kolviðs er að mínu mati pínulítið falskur plat leikur, allavega þegar tekið er mið af hvað hægt væri að gera miklu betur. 

"Ísland er ekki mjög heppilegt land til skógræktar með yfirlýst markmið Kolviðar í huga. Tré vaxa vissulega á Íslandi, en mjög hægt og laufgunartími þeira er stuttur, þau eru því ekki „í vinnunni" fyrir Kolvið nema fáar vikur árlega. Þau fara í vetrarfrí frá CO2 vinnslu 9-10 mánuði á ári.

Mörg önnur lönd eru heppilegri til að rækta skóg ef markmiðið er að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum. Það mætti því ná miklu meiri árangri í kolefnisjöfnun með því að nýta það fé sem Kolviður fær aflar á t.d. regnskógasvæðum, eða hjá fátækum bændum í Afríku. Raunar þarf alls ekki að planta nýjum trám. Einfaldast er að kaupa núverandi skóga til verndar, en þeim er ógnað daglega. Mat vísindamanna er að árleg eyðing regnskóga sé nemi rúmlega hálfu Íslandi.

Áður þöktu regnskógar 14% af þurrlendi jarðar en nú aðeins um 6%.
Á Vísindavefnum segir: „Talið er 20% af nýmyndun súrefnis á jörðinni eigi sér stað í Amazon-skógum Suður-Ameríku og sennilega á bilinu 30-35% á regnskógasvæðum jarðar í heild. Ef þetta er raunin þá hefur eyðing regnskóganna áhrif á möguleika jarðar til að mynda nýtt súrefni og getur þar af leiðandi aukið á gróðurhúsaáhrif miðað við þá losun sem er á gróðurhúsalofttegundum í dag." (visindavefur.hi.is)"
 

Álfyrirtækin eru sérstaklega dugleg við að eyða regnskógum fyrir báxítvinnslu. Eins og ég hef sagt nokkuð oft áður er það eina rétta í stöðunni að draga úr frumvinnslu á áli og hefjast handa við að verða til fyrirmyndar í endurvinnslu áls í öllum löndum heims. Það myndi vissulega hafa mikil áhrif til hins betra. Að sjálfsögðu má gera margt og ber okkur öllum að hugsa skynsamlega í þessum málum. 

Kíkið á grein Stefáns Jóns hér: Kaupum regnskóg! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Þetta er góð hugmynd að kaupa regnskóg.

Að kolefnisjafna sig finnst mér ver eins og syndaaflausnin sem Marteinn Lúter barðist svo hatramlega á móti nema núna getur þú fyrst fengið þér aflausnina og mengað svo.

Svo er annað. Öll trén sem ég t.d. hef gróðursett í gegnum tíðina, eru þau ómark vegna þess að ég hef ekki borgað neitt aukalega fyrir þau.

Brynjar Hólm Bjarnason, 26.6.2007 kl. 11:44

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Það er hægt að gjörbreyta landslagi og útsýni á Íslandi með skógrækt.  Hún getur líka þrengt að búsvæðum mófugla en á Íslandi verpir um helmingur af stofnum lóu og spóa í heiminum.  Meiri binding koltvísýrings fengist með því að moka aftur ofan í skurðina.

Pétur Þorleifsson , 26.6.2007 kl. 12:36

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þori varla að segja það en ég vil ekki hafa Ísland þakið skógi.  Trén trufla útsýnið. Ísland er fínt svona.  Um að gera að endurnýta álið og byggja álver í hófi. 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.6.2007 kl. 13:36

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég hef líka alltaf verið tortrygginn á þessa kolefnisjöfnun á Íslandi, sjá blogg mitt hér og hér.  Á hverju ári losnar mikið af co2 úr íslenskum jarðvegi vegna sandfoks.  Við látum það viðgangast en erum á meðan að plægja upp gróið land til að gróðursetja litlar birkihríslur sem eins og Stefán Jón segir eru í dvala nema nokkrar vikur á ári. Tel að við myndum gera meira gagn í að binda koltvísýring með því að massa lúpínu yfir sem mest af ógrónu íslensku landi.

Þorsteinn Sverrisson, 26.6.2007 kl. 15:15

5 Smámynd: Guðfríður Lilja

Hjartanlega sammála. Mér fannst þetta þörf og góð grein hjá Stefáni Jóni. Það er líka með ólíkindum hvernig við ætlum stöðugt að fría okkur ábyrgð af eigin lifnaðarháttum og ofneyslu - í stað þess að taka á rótum vandans þá ætlum við að redda okkur með syndaaflausn, en syndaaflausnin sú stendur á brauðfótum þótt hún hljómi vel í fyrstu. Takk fyrir frábæra bloggsíðu. Baráttukveðjur, Lilja

Guðfríður Lilja, 26.6.2007 kl. 23:57

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í upphafi var hugmyndin um Kolvið bara lítil og sæt, en nú er hún að verða stór og ljót. Að rækta skóg á Íslandi er nytsamlegt fyrir nakið og blásið land og jafnvel göfugt, því að afraksturinn skilar komandi kynslóðum verðmætum. Hins vegar er það lúaleg atlaga að lífríki Jarðar, að ætla að fjarlæga lífsandann CO2 úr hringrás lífsins. Vaxandi mannfjöldi Jarðar þarf á allri þeirri fæðu að halda, sem Jörðin getur framleitt. Kolefnið má ekki grafa í jörðu eða láta standa í ónýttum skógum.

Það er aldeilis fráleitt að láta Kolviðar skóga standa ónotaða til allrar framtíðar og þá er sama hvort þeir eru hér heima eða erlendis. Afleiðing slíkrar stefnu er aukin ánauð á viðkvæm svæði annars staðar. Hvaða augum halda menn svo, að fátækt fólk muni líta friðhelga slíkra skóga, þegar það skortir eldsneyti til að draga fram lífið ?

Framlag Stefáns Jóns er með ólíkindum, en hann segir:

En ég verð því miður að taka þá áhættu að móðga allt skóræktarfólk á Íslandi með því að efast um aðferðina. Í mínum bókum, sem eru venjulegar leikmannsbækur, er Ísland ekki mjög heppilegt land til skógræktar með yfirlýst markmið Kolviðar í huga. Tré vaxa vissulega á Íslandi, en mjög hægt og laufgunartími þeira er stuttur, þau eru því ekki „í vinnunni" fyrir Kolvið nema fáar vikur árlega. Þau fara í vetrarfrí frá CO2 vinnslu 9-10 mánuði á ári.

Stefán virðist engan skilning hafa á skógrækt á Íslandi, sem meðal annars merkir að hann hefur ekki séð að landið er nær samfelld eyðimörk. Samfylkingin var heppin að stöðva framgöngu þessa manns, áður en hann hafði aðstöðu til að vinna óbætanlegt tjón.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.6.2007 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband