Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ertu EKKI feministi?

 

"Feminism has fought no wars. It has killed no opponents. It has set up no concentration camps, starved no enemies, practiced no cruelties. Its battles have been for education, for the vote, for better working conditions.. for safety on the streets... for child care, for social welfare...for rape crisis centers, women's refuges, reforms in the law."

(If someone says) 'Oh, I'm not a feminist,' (I ask) 'Why? What's your problem?'"

- Dale Spender, author of For the Record: The Making & Meaning of Feminist Knowledge, 1985

 

Langar að benda fólki á greinar á Vefritinu um jafnréttið sem sumir virðast halda að komi bara að sjálfu sér... þrátt fyrir að sagan sýni okkur og sanni það að engar breytingar í átt til frekara jafnréttis kynjanna eða mannréttinda almennt í mannkynssögunni hafa komið að sjálfu sér... það hefur alltaf þurft að berjast fyrir þeim.

Frelsisþulan gamla :

...Stundum er svo gott að líta aftur í tímann og sjá hvernig sömu klisjurnar eru tíundaðar trekk í trekk. Frelsi er augljóslega ekki tískuhugtak heldur hefur verið notað lengi til að boða og réttlæta einstaklingshyggju. Dæmið hefur verið sett upp þannig að ef þú aðhyllist ekki einstaklingshyggju og hægristefnu ertu á móti frelsi. Það hljómar að sjálfsögðu sérlega neikvætt enda vilja fæstir tengja skoðanir sínar á einhvern hátt við þrælahald, fjötra eða múra.

Þetta er alveg að koma :

...Þeir sem kalla sig jafnréttissinna eru ósáttir við róttækni femínistanna sem krefjast breytinga og aðgerða strax. Þeir segja gjarnan að þetta sé alveg að koma. Við þurfum bara að bíða aðeins og svo jafnist þetta út á endanum. Það er jú bundið í lög að ekki megi mismuna fólki launalega sökum kynferðis og því hlýtur kynbundinn launamunur að vera úr sögunni innan skamms. Að minnsta kosti þegar dætur okkar verða fullorðnar.

Raddir kvenna og stjórnmálajafnrétti :

...Jafnréttið kemur af sjálfu sér … á sex öldum!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Ég er ekki femínisti vegna þess að það þjónar ekki hagsmunum mínum og ég er alveg sannfærður um að þú myndir ekki heldur vera það ef það þjónaði ekki hagsmunum þínum.

Helgi Viðar Hilmarsson, 4.6.2007 kl. 22:55

2 Smámynd: Ibba Sig.

Hmmm Helgi, þorirðu ekki í samkeppni á jafnréttisgrundvelli? Ef þú værir 100 m hlaupari myndirðu vilja fá að byrja fyrstur og hlaupa 30 m áður en hinir fengju að byrja? Værirðu þá ánægður með að koma fyrstur í mark?  

Ibba Sig., 4.6.2007 kl. 23:30

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Ég er ekki feministi vegna þess að það er kynhatursstefna og misréttisstefna og sú stefna í dag sem næst kemst fasisma.

Einar Þór Strand, 5.6.2007 kl. 00:34

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er mikið fullyrt hjá síðasta ræðumanni (EÞS), sem virðist gleyminn á margt ljótt sem er að gerast í heiminum í dag.

En sjálfur vildi ég sagt hafa: Ef femínisminn kom hvergi nærri löggjöf og breytingu á lagaramma um fósturdeyðingar, þá má vel vera, að það sé rétt, sem Dale Spender segir í inngangsorðum þessa pistils. Að öðrum kosti gæti þetta þungvæga atriði gefið mörgum tilefni til að hugsa málin upp á nýtt.

Jón Valur Jensson, 5.6.2007 kl. 00:46

5 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

úff Einar ... held þú þurfir nú að rökstyðja þetta eitthvað betur. Kynhatur? Hvernig þá? Misrétti? Hvernig þá? Þetta er einmitt sú stefna sem vil kokma í veg fyrir kynhatur, þeas. það hatur eða misrétti sem konur eru beittar í dag.

Misréttisstefnan er því miður í raunveruleikanum sem við hin búum í gagnvart konum, en ekki körlum og hún viðgengst af þeim stjórnvöldum sem nú eru við lýði og hafa stjórnað öldum saman. Körlum.

Þar sem konur hafa komist til valda í tiltölulega jöfnum hlutföllum á við karla hefur þetta misrétti minnkað - svo einfalt er það nú ;) 

Andrea J. Ólafsdóttir, 5.6.2007 kl. 01:05

6 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Ibba,

Ég hef ekkert á móti jafnrétti og keppni á jafnréttisgrundvelli.  Ég tel mig heldur ekki vera andstæðing femínista þó svo ég líti ekki á mig femínista.  Það sem ég var að segja er að fólk skipar sér í flokk fyrst og fremst eftir hagsmunum sínum, hugsjónir koma síðan þar á eftir þó svo að það sé að vísu ekki algilt.

Helgi Viðar Hilmarsson, 5.6.2007 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband