1.6.2007 | 10:02
Guðfríður Lilja flottust á Alþingi!
Í gær hélt forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnarinnar. Guðfríður Lilja sló honum hins vegar algerlega út og benti honum réttilega á það að hæglega hefði verið hægt að byrja jafnréttisstefnu nýrrar ríkisstjórnar í eigin ranni, jafnvel hægri öfl í Frakklandi raða kynjum jafnt í ráðherrastóla. Einnig benti hún á að kynbundinn launamunur er brot á lögum og stjórnarskrá, en samt stefnir ný stjórn einungis að því að minnka þennan brotlega launamun... af hverju er ekki stefnt að því að EYÐA honum með öllu??? Það hefði manni nú þótt aðeins metnaðarfyllra.
Að sama skapi segi ég að mér finnst alls ekki nægilega skýrt ennþá hver er stefna Samfylkingar og nýrrar ríkisstjórnar í náttúruverndarmálum. Mér fannst þó Þórunn Sveinbjarnardóttir nokkuð góð og ég treysti henni persónulega... en þótt hún vilji vel og muni gera sitt besta er ekki víst að henni takist að stöðva álversáform í Helguvík og Húsavík þrátt fyrir að þau séu engan veginn komin of langt á veg. Vonandi gerir hún, ásamt Össuri, allt sem í þeirra valdi stendur til þess að orkan fyrir norðan verði notuð í annað en álver - en að þar verði samt atvinnusköpun innan fárra ára.
Spennandi verður að sjá hvort velferðarmálefnin ná fram að ganga og hvort XD hverfur af braut einkavæðingar almenningseigna eins og Landsvirkjunar.
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs
Athugasemdir
Sæl Andrea
Má ég spurja þig að einu. Til hvers að koma í veg fyrir Álversframkvæmdir í Helguvík? Hvaða rök hafið þið fyrir því? Bæjarfélögin og t.d Hitaveitan hafa lagt talsvert fé og mikla vinnu í undirbúning. Almenn samstaða er á svæðinu um að koma upp þessu Álveri og á það að vera eins umhverfisvænt og hægt er.
"Með því að nota nýjustu tækni, þekkingu íslenskra sérfræðinga í áliðnaði og umhverfisvæna orku mun álverið í Helguvík verða eitt umhverfisvænasta álver í heiminum. Sem dæmi um það má nefna að gróðurhúsaáhrif af álverinu í Helguvík verða innan við 10% af gróðurhúsaáhrifum sambærilegs álvers sem fengi orku frá kolaorkuverum".
-Logan Kruger, forstjóri Century Aluminium álfyrirtækisins
Þessar framkvæmdir eru komnar of langt á leið til þess að hætt verði við þær. Það væri ótrúlega bjánalegt og sé ég ekki nein rök fyrir því. Hvers vegna viljið þið stoppa þetta verkefni sem almenn sátt ríkir um meðal íbúa svæðisins? Ef þetta færi í kosningar er ég sannfærður um að mikill meirihluti væri meðfylgjandi enda allar kannanir bent til þess. En hjá okkur eru kröftugir fulltrúar í meirihluta sem þora að taka þessar ákvarðanir í okkar umboði.
Hver eru rökin þín fyrir að stoppa þetta tiltekna verkefni?
Örvar Þór Kristjánsson, 1.6.2007 kl. 15:07
Það er rétt hjá þér Andrea,að Guðfríður Lilja er frábær ræðukona.Hún er mjög sannfærandi og rökvís,lætur andstæðinga njóta sannmælis,eitthvað sem Steingrímur form.mætti tileinka sér.Ræðumenn virtu ekki ræðu Steingríms svars,leyfðu honum að eiga sína eldmessu fyrir sig.
Kristján Pétursson, 1.6.2007 kl. 16:38
"....að orkan fyrir norðan verði notuð í annað en álver - en að þar verði samt atvinnusköpun innan fárra ára".
Það er semsagt allt í lagi að virkja, bara ef orkan fer ekki í álver? Vitleysan ríður ekki við einteyming!
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.6.2007 kl. 23:10
Ég held að stefna ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum sé aðeins orðuð í almennum orðum. Þar eru þó talin upp ákveðin svæði sem ekki á að fórna vegna virkjunar. Svo sem Þjórsárver og Langisjór.
Ég vona að sveitarstjórnir og aðrir sem koma að málum leggist á árar með umhverfisverndarsinnum, um að vernda sérstæð og merkileg svæði. Ég vona líka að ríkistjórnin hlusti á sjónarmið umhverfissinna.
Jón Halldór Guðmundsson, 2.6.2007 kl. 00:59
Á ekki von á öðru en stjórnarflokkarnir komist að sameiginlegri niðurstöðu um að halda virkjunarframkvæmdum áfram.
Óðinn Þórisson, 2.6.2007 kl. 09:30
Gunnar ... það eru nú þegar byrjaðar athuganir á jarðvarma á Þeistareikjum fyrir norðan, rétt við heimabæ minn. Þegar svo langt er komið er víst að þar verður virkjað og þá tel ég mun skynsamlegra að nota orkuna þar í t.d. lífræna ræktun grænmetis sem er að verða sívaxandi markaður fyrir bæði hér heima og í Evrópu. Eins mætti nota það í aðra atvinnustarfsemi sem ekki er svo gífurlega mengandi. Vil benda þér á það að það horfir allt öðruvísi við að nota orkuna þarna í álver vegna þess í fyrsta lagi að orkan á Þeistareikjum nægir ekki til að knýja álverið, nema þá einungis fyrsta áfanga þess (ef það þá). Með því að nota orkuna á Þeistareikjum í aðra starfsemi má hlífa Skjálfandafljóti, Hrafnabjargsvirkjun og líka jökulánum í Skagafirði. Ég tel það vera heilbrigða skynsemi að finna aðra möguleika fyrir norðan til að nýta jarðvarmaorkuna frá Þeistareikjum. Eins tel ég að það verði að huga að því að nýta alla orkuna sem kemur þar upp, en ekki láta 80% af henni fara til spillis eins og með annan áfanga Hellisheiðavirkjunar.
Örvar Þór... hvað hefurðu fyrir þér í því að íbúar vilji álver í Helguvík? Hvað hefurðu fyrir þér í því að framkvæmdir séu komnar of langt? Þær eru ekki einu sinni byrjaðar. Ég veit ekki hvað ég á að þurfa að segja það oft að það eru engin ný álver sem byggð eru í heiminum í dag keyrð á kolum... einungis þau gömlu eru keyrð þannig og þeim er ekki lokað þegar ný eru byggð. Það hef ég fengið staðfest hjá Alcoa. Ég veit heldur ekki hversu oft ég á að þurfa að segja það að vatnsafl er víða til í veröldinni... t.d. er vatnsafl á Íslandi bara brot af því sem er í Afríku víða og í S-Ameríku. Þar skortir fólk virkilega vinnu. Þó vil ég taka fram eins og ég hef oft sagt áður að ég tel fyrst og fremst að það þurfi að draga verulega úr frumframleiðslu áls og endurvinna það í miklu meira mæli en gert er í dag. Ameríkanar sóa svo miklu áli að hægt væri að endurnýja flugflota alls heimsins 25 sinnum á hverjum áratug!
Andrea J. Ólafsdóttir, 2.6.2007 kl. 12:14
Sæl
Það sem ég hef fyrir mér er að ég bý í Reykjanesbæ. Meginþorri þess fólks sem ég þekki og kannast við eru með þessum framkvæmdum. Hef ekki orðið var við margt fólk gegn þessu enda benda flestar kannanir á svæðinu til þess.
Frakvæmdir væri svo sem hægt að stöðva enþað eru engin rök fyrir því. Þarna eru allar kjöraðstæður fyrir stöndugt og öflugt fyrirtæki að rísa sem gerir ekkert nema gott fyrir svæðið.
Örvar Þór Kristjánsson, 2.6.2007 kl. 14:16
Guð minn almáttugur. Hvenær í ósköpunum ætla feministar landsins að hætta um að væla um að Sjálfstæðisflokkurinn skipti ekki hnífjafnt á milli kynjanna? Aldrei, held ég. Af hverju er þetta svona mikið mál?
Á að setja konu í þingsæti í staðinn fyrir karlmann bara til að hafa jafnt? Okei, tökum dæmi. Siggi í Sjálfstæðisflokknum er betri stjórnmálamaður en Rut í Sjálfstæðirflokknum (þetta eru bara tilbúin nöfn). Það er þegar búið að fylla í öll sæti XD, nema eitt, en ef karlmaður verður settur í það verða þeir fleiri en konurnar. Á þá að setja Rut í sætið frekar en hann bara til að hafa jafnt? Setja lélegri manneskju í "djobbið" bara af því hún er kona?
Sjáiði virkilega ekki hvað þetta eru heimskulegt? Það ætti virkilega að banna sumum að tjá sig opinberlega, no offence.
Andrea Gunnarsd. (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 22:19
Guð minn almáttugur Andrea mín... hvenær ætlar viti borið fólk að fara að átta sig á því að KONUR ERU EKKERT SÍÐUR HÆFAR EN KARLAR!!!
Af hverju dregur þú og margir aðrir svo sjálfvirkt þá ályktun að konan sé lélegri í djobbið en karlinn??? Er það kannski af því samfélagsveldið (XD) hefur haldið því að þér frá því þú varst smábarn að "hæfasti maðurinn hafi verið valinn í starfið" ... sem er nánast því alltaf karlmaður? Þannig að sjálfvirka ályktun þín frá barnsaldri og á fullorðinsárum smitast kannski af því að því hefur verið haldið að þér að sá hæfasti sé ætíð eða oftast af karlkyninu?
Sérðu virkilega ekki hvað þetta er heimskulegt kona góð??? No offence.
Andrea J. Ólafsdóttir, 3.6.2007 kl. 18:39
Mér finnst heimskulegt að halda því fram að af þeim konum og körlum sem bjóða sig fram að það séu jafn margar konur hæfar og karlar þegar það bjóða sig fram fleirri karlar en konur. Það er eins og að segja að konur séu hlutfallslega hæfari til að gegna ráðherraembætti en karlar.
En svo þegar stjórnmál snúast eignlega bara um greiðastarfsemi, þau gera það á íslandi, þá er ekkert skrítið að menn láti "vini" eða "vinkonur" sínar fá ráðherrastól.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 20:11
Það á bara að velja hæfustu manneskjuna í verkið. Ekki vegna þess að það þarf að jafna úr einhver fáránleg kynjahlutföll.
Einhverjir feministar vilja sitja jöfn kynjahlutföll á Alþingi. Gjörsamlega fáránlegt og það sér það hver heilvita manneskja að slíkt er ekki lýðræðislegt. Segjum að eftir kosningar t.d eftir 20 ár að hlutföll kynja á Alþingi væru orðin 30/70 konum í vil. Haldið þið að karlmenn myndu væla svona eins og ákveðnir feministar? Aldrei. Þá væri bara greinilega meira að hæfum konum í pólitík.
Núna eru að mínu mati mun fleiri hæfari karlar. Það eru líka margar frambærilegar konur, t.d finnst mér Þorgerður Katrín bera af í íslenskri politík. Sé hana sem forsætisráðherra í nánustu framtíð.
Örvar Þór Kristjánsson, 3.6.2007 kl. 21:26
Svo Andrea Ólafsdóttir þá er Andrea Gunnars bara að benda á einfalt dæmi.
"Siggi í Sjálfstæðisflokknum er betri stjórnmálamaður en Rut í Sjálfstæðirflokknum (þetta eru bara tilbúin nöfn). Það er þegar búið að fylla í öll sæti XD, nema eitt, en ef karlmaður verður settur í það verða þeir fleiri en konurnar. Á þá að setja Rut í sætið frekar en hann bara til að hafa jafnt? Setja lélegri manneskju í "djobbið" bara af því hún er kona?"
Ertu að segja að þú sért ekki sammála þessu? Finnst þér lýðræðislegt að setja minna hæfari manneskju til þess að jafna út hlutföll? En ef þetta væri öfugt? Færri karlar og eitt sæti laust, setja þá óhæfan karl í sætið til að jafna út? Nei það á að taka þann hæfasta.
En annars tek ég undir með þér..... "KONUR ERU EKKERT SÍÐUR HÆFAR EN KARLAR!!!
Örvar Þór Kristjánsson, 3.6.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.