25.4.2007 | 21:29
Dagur umhverfisins
Mér þykir bara oggolítið skrítið að fyrirtæki sem var að byggja eitt helsta mengunarslys á Íslandi í áraraðir hafi fengið viðurkenningu á degi umhverfisins. Kannski hefði átt að velja betur... veit ekki?
Umhverfisráðherra Íslands, ásamt reyndar mörgum öðrum, virðist algerlega haldin þeim misskilningi að hægt sé að tala um hreina orku á Íslandi - en þó hún sé skömminni skárri en kolaorkuver, þá er hún ekki hrein. Það vill nú svo til að uppistöðulón gefa frá sér metangasmengun í stórum stíl í mörg ár á meðan gróður á botni þeirra rotnar. Jarðvarmavirkjanir gefa líka frá sér mikla mengun og er þar varla hægt að tala um "endurnýjanlega orku" þegar virkjun er jafnvel ekki með lengri líftíma en nokkra áratugi og svo tekur það jörðina jafnvel mörg hundruð ár að endurnýja þessa orku.
Flottur vefur nattura.is og gott framtak hjá Landvernd og einnig frábært að grænu skrefin í borginni hafa loksins komist til framkvæmdar, en stefnumótun byrjaði á tíma R-listans í Reykjavíkurborg.
Dagur umhverfisins er í dag - Fimm grunnskólar og Bechtel fengu viðurkenningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs
Athugasemdir
Ef þú hefur einhverntíma farið inn á verktakasvæði og svo séð vinnusvæði Bechtel áttar þú þig á því hvað þeir eru að gera góða hluti í sínu starfi, óháð því hvaða verksmiðju þeir eru að byggja
Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 01:07
Sæll Gestur
Já ég átta mig á því að það er ástæðan fyrir þessu... en finnst það samt skjóta pínulítið skökku við vegna þess hvað þeir eru að byggja.
Hefði frekar viljað sjá fyrirtæki fá verðlaunin sem er að gera eitthvað umhverfisvænt frá upphafi til enda og tengist þá engu sem er eins mengandi subbuskapur og álver. Þú skilur kannski hvað ég meina?
Andrea J. Ólafsdóttir, 26.4.2007 kl. 09:29
Skil það alveg. Ég er að vinna í Olíudreifingu, sem er skv þessari skilgreiningu "vont" fyrirtæki. Samt erum við búnir að ná rosalega góðum árangri í umhverfismálum, stefnum á að verða CO2 neutral á næsta ári. Viðbragðsáætlanir og búnaður okkar er orðinn það góður að Umhverfisstofnun er búin að gera við okkur samning um að sjá um bráðaviðbrögð fyrir sig og óhöppum og slysum hefur snarfækkað. Við ættum þannig ekki að vera kandidatar. Er ekki einmitt best að vinna mest þar sem mestum árangri er hægt að ná?
Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 10:39
Ég tel það virðingarvert að vera með framsækin markmið og að hafa aðgerðaráætlanir til að núllera mengun - það er framtíðin. Ef það tækist hjá ykkur myndi mér þykja að fyrirtækið ætti alveg að koma til greina. Ekki misskilja það sem ég er að segja :) ... ég myndi einmitt vilja að öll fyrirtæki legðu sitt af mörkum þannig að Ísland gæti komist í átt að markmiðum Kyoto bókunarinnar í stað þess að fá alltaf undanþágur frá henni til að menga meira. Þetta er gríðarleg ábyrgð sem við höfum til framtíðar og ég tel að stjórnmálamenn, almenningur og fyritæki beri sameiginlega ábyrgð á að gera mikið átak til að draga úr mengun.
Í tilefni að fréttum af heilsuspillandi aðstæðum og mengun í göngum Kárahnjúkavirkjunar fyrir austan vil ég benda á að þessari mengun á að skola niður í Lagarfljót : rafgeymasýru, spilliefnum, glussa og olíu.Búast má við olíubrák á Lagarfljóti þegar vatninu verður hleypt í gegn. Hver ber ábyrgð? LV? Impreglio? Bechtel? Allir saman?
Andrea J. Ólafsdóttir, 26.4.2007 kl. 11:48
Af hverju ætti að skella skuldini á Bechtel ef það læki olía í Lagarfljót??
Síðast þegar ég vissi voru Bechtel bara að vinna á Reyðarfirði og þar er Lagarfljót hvergi næri!!!
Þráinn (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 13:14
Andrea
Þú gefur þig út fyrir að vera mikill umhverfissinni en en afneitar samt því hvernig maður nær raunverulegum árangri. Þú kýst að dæma fyrrifram (= fordómar) fyrirtæki sem þú kallar umhverfissóða. Hvaða ofureinfalda nálgun er þetta. Við verðum áfram með í þessu landi olíufélög, álver og fleirra sem mengar og er löglegt ok. Það hlýtur að skipta höfuðmáli að koma í veg fyrir eða lágmarka mengun frá slíkum fyrirtækjum. Því skiptir öllu máli að innri vinna slíkra fyrirtækja sé þannig skipulögð og útfærð að það sé raunverulega búið gera allt sem telst í samræmi við eðlilegt viðmið á hverjum tíma (t.d staðla) til að koma í veg fyrir mengun og önnur óæskileg umhverfisáhirf. Nefni ÍSAL þeir innleiddu og fengum vottun samkvæmt ISO 14001 umhverfisstðalinn fyrir mjög mörgum árum og hafa náð frábærum árangri í kjölfar hvað varðar mengun og önnur óæskileg umhverfisáhirf. Borgarplast er annað dæmi auk Moggans um ISO 14001 vottun.
Þið í VG eruð einmitt alltaf að afhjúpa trúarskoðanir ykkar í umhverfiskirkjunni ykkar - öll afstaða er svart-hvít. Þið náið engum árangri með svona nálgun. Lífið og þar með talið líf fyrirtækja og einstaklinga er verðmætara en svo að eyða í ykkar svart-hvítu nálgun.
Get a life !
kær kveðja
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 26.4.2007 kl. 14:47
Það er auðvitað virðingarvert að fyrirtæki og einstaklingar leggi sitt af mörkum til að draga úr mengun sem kostur er og taka upp nýja nálgun í framleiðslu og lífsstíl. Hinsvegar er því ekki að neita að t.d. Alcan er ekki með bestu fáanlegu mengunarvarnir þó svo þeir hafi fengið vottun samkvæmt ISO umhverfisstaðli!
Valgerður Halldórsdóttir, 27.4.2007 kl. 14:55
Sveinn, við virðumst vera bara alveg á sama máli um þetta ;) ... einmitt það sama og ég var að segja að ofan, gera kröfur til þessara fyrirtækja og meta það sem þau gera í umhverfismálum og til að minnka mengun. Tek hins vegar líka undir með Valgerði að staðlarnir þurfa að vera strangari til að fá svona vottanir og að Alcan hefur ekki lagt sig eins vel fram eins og þeir gætu. Það er dýrt að standa fyrir slíkum aðgerðum og það kostar peninga að menga minna... þess vegna líklega er gert eins lítið og menn komast upp með til að uppfylla staðlana. Endurskoðum staðlana miðað við hversu brýnt það er ef litið er til framtíðar að menga minna :)
Við Jóhamar vil ég segja það að það er gott og gilt að vilja skemmta pöpulnum :) ... en já ég eyði út athugasemdum sem bæði eru nafnlausar og hafa í raun ekkert málefnalegt fram að færa. Umræðan hér hefur bara nákvæmlega ekkert með útlit mitt að gera. Góðar stundir við að skemmta pöpulnum ;)
Andrea J. Ólafsdóttir, 27.4.2007 kl. 15:19
Kæra Andrea
Ég held ekki við séum sammála. Þú vilt herða staðla eða væntanlega einhverjar tilteknar kröfur í þeim. Gott og vel. Það var ekki inntakið hjá mér. Því þið í VG viljið þegar ölllu er á bont hvolft vera svo ströng að þið útilokið og mjög mikið af starfsemi. Það er annað en ég var að benda á. Ég vil, og fleirri, að fyrirtæki sem standa sig vel í að lágmarka umhverisáhrif séu vernlaunuð og það gildir um Bechtel, Alcan, Shell, ... Ríkusútvarpið, Landhelgisgæsluna - you name it! ISO 14001 gerir þær kröfur til fyrirtækja að þau fari að lágmarki að lögum og reglugerða auk staðla en síðan bætis við það umbótaferli til að teygja sig lengra og gera betur en lágmarksvið segja til um og ná þannig oft mjög góðum árangri. Nú þekki ég ekki gjörla til verðlauna Bechtel en veit samt að það fyrirtæki er algjörlega til fyrirmyndar í öllum öryggismálum og sama virðist vera uppá teningnum í umhverfismálum. Ég veit það er erfitt fyrir VG að viðurkenna að fyrirtæki sem hefur staðið að álversframkæmdum sé gott fyrirtæki - en svona er það bara. Í guðanna bænum ekki bera saman Bechtel og Impregilo, það síðarnefnda á það ekki skilið.
Bæta sig um það snýst þetta -t ekki banna allt og alla!
Kær sjálfstæðiskveðja
X-D 12 . maí muna það.
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 27.4.2007 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.